Skilur þú eftir síðasta bitann?

Gott samband þarf að rækta. Ertu að gera það sem ...
Gott samband þarf að rækta. Ertu að gera það sem þarf til að vera í innihaldsríku og góðu sambandi inn í framtíðina? Ljósmynd/Thinkstockphotos

Það eru nokkrir hlutir sem skipta máli þegar kemur að samböndum. Eins og allir vita þarf að rækta sambandið alveg eins og það þarf að rækta garðinn. Gott samband verður ekki til úr neinu. Eftirfarandi atriði eru fræ í garðinn sem á að rækta í lengri tíma.

Hver er ykkar staður?

Pör ættu að eiga sinn eigin stað þar sem þau hittast reglulega og borða saman. Á þessum stað ætti að safna góðum minningum. Ekki tala um vandamál eða verkefni þegar þið hittist á staðnum ykkar. Verið besta útgáfan af ykkur og minnið hvort annað á að þið veljið að vera saman. 

Hvernig eru mannasiðirnir?

Góðir mannasiðir er ekki eitthvað sem við kennum einungis börnunum okkar. Við skulum alltaf muna að sýna maka okkar góða mannasiði og taka ábyrgð á því að vera besta útgáfan af okkur alltaf.

Að sýna þakklæti, að sýna virðingu og þakka fyrir er sjálfsagður hlutur sem gerir sambönd betri. 

Hefurðu alltaf rétt fyrir þér?

Þegar við byrjum sambönd líður okkur stundum eins og við munum alltaf vera sammála sem par. En það er svo sannarlega ekki raunin. Mundu að stundum hefur þú rétt fyrir þér og stundum ekki. Ekki gleyma að biðjast afsökunar í þau skipti sem þú gerir rangt. Heiðarleiki og auðmýkt hefur mjög heilandi áhrif á sambönd. 

Trúir þú á uns dauðinn aðskilur okkur?

Öll sambönd fara í gegnum erfið tímabil. Þau sem vita af því og halda erfiðu tímabilin út eru pörin sem enda saman fyrir lífstíð. Hver dagur er gjöf og ef þú tekur einn dag í einu í sambandi muntu sjá að slæm tímabil enda og góð tímabil taka við. 

Skilur þú eftir síðasta bitann?

Stundum þarftu að gefa í sambandinu og góð regla er að skilja eftir síðasta bitann af brauðinu eða kökunni handa makanum. Við þurfum að passa að festast ekki í viðjum vanans og vera þau sem byggjum meira en gefum í sambandinu.

Klæðir þú þig upp á?

Til að halda uppi spennu, ást og aðdáun er mikilvægt að muna að klæða sig reglulega upp á fyrir hinn aðilann í sambandinu. Þegar sambandið er orðið þreytt er fátt skemmtilegra en að bóka borð á rómantísku veitingahúsi og byrja bara aftur saman, eins og þið væruð að fara í nýtt samband. Þegar við verðum ástfangin snýst það vanalega um að verða ástfangin af okkur í nýjum samböndum. Þess vegna skiptir þetta atriði miklu máli. 

Veistu hvenær?

Stundum þarftu að segja fyrirgefðu og stundum þarftu að kunna að fyrirgefa. Það að búa með ófullkomnum einstakling, vera fullkomlega ófullkomin sjálf er áskorun. Í raun stöðugt áskorun. Þess vegna þurfum við að kunna að sleppa tökunum og fyrirgefa til að geta haldið áfram og þroskast. 

Sömu gildin?

Stundum heillumst við af einhverjum sem er andstæðan okkar, en við þurfum að vera með svipuð gildi þegar kemur að heimilum, trúnni og framtíðinni til að geta vaxið saman sem par.

Eigið þið ykkar hefðir?

Sambönd þar sem haldið er upp á hlutina á hverju ári haldast betur en önnur sambönd í gegnum árin. Það getur verið mjög rómantískt að fara alltaf út að borða á Valentínusardaginn. Þannig safnast saman minningar og sambandið er heiðrað á opinberan hátt.  

mbl.is

Vinsælasti tíminn til framhjáhalds

22:00 Ertu viss um að þú vitir hvar maki þinn er klukkan kortér í sjö á föstudagskvöldum? Hann gæti verið að halda fram hjá.   Meira »

Segir ketó virka til lengri tíma litið

18:25 Klámstjarnan Jenna Jameson tekur ekki mark á fólki sem gagnrýnir ketó-mataræðið. Hún er búin að vera á ketó í sjö mánuði og segist aldrei hafa liðið betur. Meira »

Stjarna Lof mér að falla flytur

15:12 Kristín Þóra Haraldsdóttir leikkona, sem fór með eitt af aðalhlutverkið í Lof mér að falla, hefur sett sína fallegu 114 fm íbúð á sölu. Meira »

Meghan glitraði fyrir allan peninginn

11:37 Meghan hertogaynja geislaði í London í gær þegar hún og Harry Bretaprins mættu í sínu allra fínasta pússi á góðgerðarkvöld í leikhúsi. Meira »

Er þetta raunveruleg ást?

09:53 Munurinn á heilbrigðu sambandi versus óheilbrigðu sambandi er að sögn höfunda sá að í heilbrigðu sambandi sé reiði og óvinátta fjarverandi en vinátta og samstaða hinsvegar til staðar í ríkum mæli, en í óheilbrigðu sambandi er eilíf valdabarátta og næring fengin út úr ófriði en ekki friði og kærleika. Meira »

Kaupandi perlu Marie Antoinette setti heimsmet

06:00 Skart sem áður var í eigu Marie Antoinette var selt fyrir metupphæð. Seldist hengiskraut hennar á vel yfir fjóra milljarða.   Meira »

Kidman mætti í pallíettujólakjól

í gær Stjörnurnar hituðu upp fyrir Óskarinn um helgina og hefðu kjólarnir sómað sér vel í næsta mánuði í jóla-og áramótaveislum.   Meira »

Kristborg og Kolbrún gera skilnaðarþætti

í gær Kristborg Bóel Steindórsdóttir og Kolbrún Pálína Helgadóttir vinna nú að sjónvarpsþáttunum um skilnaði fólks.   Meira »

Lykillinn að 52 ára löngu hjónabandinu

í gær Dolly Parton veit hvað er nauðsynlegt þegar kemur að góðu hjónabandi enda búinn að vera gift í rúmlega 52 ár.   Meira »

Frumsýningarveisla í Borgarleikhúsinu

í gær Frumsýningargestir á Dísablóti Íslenska dansflokksins létu ekki rigninguna um helgina á sig fá og mættu spariklæddir í Borgarleikhúsið á laugardaginn. Dansflokkurinn frumsýndi tvö ný verk eftir íslensku danshöfundana Steinunni Ketilsdóttur og Ernu Ómarsdóttur. Meira »

Fullt út úr dyrum hjá Jóhönnu Vigdísi

í gær Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir fagnaði útkomu bókar sinnar, Hvað er í matinn?, á Bergsson á föstudaginn.   Meira »

sFólk er alltaf jafnhrifið af klassískri hönnun

í gær Íslendingar vilja fallega hluti sem endast og geta verið til prýði á heimilinu í mörg ár og áratugi  Meira »

Jakkinn hennar Díönu kominn í móð

18.11. Díana prinsessa klæddist gráum jakka úr ullarefni með svörtum efri kraga þegar hún mætti til að sinna góðgerðarmálum árið 1984. Jakkinn var tvíhnepptur og undir honum var hún í hvítri skyrtu og með svarta slaufu. Meira »

Hvaða smáforrit bjarga lífinu?

18.11. Flestir eru sammála um það að notkun snjallsíma getur aukið verulega áreiti í hinu daglega lífi og vilja sumir meina að síminn dreifi athyglinni frá því sem skiptir máli, þ.e. að vera í núinu og njóta stundarinnar. Meira »

Ekki nota jólgjöfina til að umbuna

18.11. Stjórnendur eru ekki öfundsverðir af því hlutskipti að þurfa að velja hina fullkomnu jólagjöf fyrir heilan vinnustað. Ef gjöfin heppnast vel má reikna með að hún auki starfsánægju og komi starfsfólkinu í jólaskap, en mislukkist gjafavalið má eiga von á gremju og fýlu. Meira »

Felur þreytuna með rétta trixinu

18.11. Breytt förðun Meghan hertogaynju á dögunm bendir til þess að hún sé að reyna fela þreytuna með réttu trixunum að sögn förðunarfræðings. Meira »

Viðskiptafræðingur skrifar um vændi

18.11. „Ég hef oft velt því fyrir mér af hverju vændi er löglegt sumstaðar og hvort það sé betra að hafa hlutina uppi á yfirborðinu eins og hefur verið tíðrætt um hér heima. Vændi er löglegt í mörgum löndum eins og Hollandi, þar sem sagan mín gerist að hluta til, þrátt fyrir að yfir starfsgreininni ríki ákveðin skömm. Þó svo það sé „samþykkt“ að stunda vændi, þá lítur samfélagið samt niður á vændiskonur.“ Meira »

Hvað ætti að gefa mínimalistanum?

18.11. Mínimalisma-byltingin barst til Íslands fyrir nokkrum misserum og margir sem leggja mikið á sig við að tæma heimilið af hvers kyns óþarfa. Meira »

Biggest Loser-þjálfari genginn út

17.11. Evert Víglundsson er formlega genginn út. Það gerðist fyrr í dag þegar hann kvæntist ástinni sinni, Þuríði Guðmundsdóttur.   Meira »

Heldur bara reisn í munnmökum

17.11. „En ég held ekki reisn í samförum án munnmaka. Hann helst ekki harður í meira en 40 sekúndur.“  Meira »

Lærðu að klassa þig upp

17.11. Peningar kaupa ekki stíl og alls ekki klassa en hvernig getur þú klassað þig upp án þess að fara yfir strikið?  Meira »