Skilur þú eftir síðasta bitann?

Gott samband þarf að rækta. Ertu að gera það sem ...
Gott samband þarf að rækta. Ertu að gera það sem þarf til að vera í innihaldsríku og góðu sambandi inn í framtíðina? Ljósmynd/Thinkstockphotos

Það eru nokkrir hlutir sem skipta máli þegar kemur að samböndum. Eins og allir vita þarf að rækta sambandið alveg eins og það þarf að rækta garðinn. Gott samband verður ekki til úr neinu. Eftirfarandi atriði eru fræ í garðinn sem á að rækta í lengri tíma.

Hver er ykkar staður?

Pör ættu að eiga sinn eigin stað þar sem þau hittast reglulega og borða saman. Á þessum stað ætti að safna góðum minningum. Ekki tala um vandamál eða verkefni þegar þið hittist á staðnum ykkar. Verið besta útgáfan af ykkur og minnið hvort annað á að þið veljið að vera saman. 

Hvernig eru mannasiðirnir?

Góðir mannasiðir er ekki eitthvað sem við kennum einungis börnunum okkar. Við skulum alltaf muna að sýna maka okkar góða mannasiði og taka ábyrgð á því að vera besta útgáfan af okkur alltaf.

Að sýna þakklæti, að sýna virðingu og þakka fyrir er sjálfsagður hlutur sem gerir sambönd betri. 

Hefurðu alltaf rétt fyrir þér?

Þegar við byrjum sambönd líður okkur stundum eins og við munum alltaf vera sammála sem par. En það er svo sannarlega ekki raunin. Mundu að stundum hefur þú rétt fyrir þér og stundum ekki. Ekki gleyma að biðjast afsökunar í þau skipti sem þú gerir rangt. Heiðarleiki og auðmýkt hefur mjög heilandi áhrif á sambönd. 

Trúir þú á uns dauðinn aðskilur okkur?

Öll sambönd fara í gegnum erfið tímabil. Þau sem vita af því og halda erfiðu tímabilin út eru pörin sem enda saman fyrir lífstíð. Hver dagur er gjöf og ef þú tekur einn dag í einu í sambandi muntu sjá að slæm tímabil enda og góð tímabil taka við. 

Skilur þú eftir síðasta bitann?

Stundum þarftu að gefa í sambandinu og góð regla er að skilja eftir síðasta bitann af brauðinu eða kökunni handa makanum. Við þurfum að passa að festast ekki í viðjum vanans og vera þau sem byggjum meira en gefum í sambandinu.

Klæðir þú þig upp á?

Til að halda uppi spennu, ást og aðdáun er mikilvægt að muna að klæða sig reglulega upp á fyrir hinn aðilann í sambandinu. Þegar sambandið er orðið þreytt er fátt skemmtilegra en að bóka borð á rómantísku veitingahúsi og byrja bara aftur saman, eins og þið væruð að fara í nýtt samband. Þegar við verðum ástfangin snýst það vanalega um að verða ástfangin af okkur í nýjum samböndum. Þess vegna skiptir þetta atriði miklu máli. 

Veistu hvenær?

Stundum þarftu að segja fyrirgefðu og stundum þarftu að kunna að fyrirgefa. Það að búa með ófullkomnum einstakling, vera fullkomlega ófullkomin sjálf er áskorun. Í raun stöðugt áskorun. Þess vegna þurfum við að kunna að sleppa tökunum og fyrirgefa til að geta haldið áfram og þroskast. 

Sömu gildin?

Stundum heillumst við af einhverjum sem er andstæðan okkar, en við þurfum að vera með svipuð gildi þegar kemur að heimilum, trúnni og framtíðinni til að geta vaxið saman sem par.

Eigið þið ykkar hefðir?

Sambönd þar sem haldið er upp á hlutina á hverju ári haldast betur en önnur sambönd í gegnum árin. Það getur verið mjög rómantískt að fara alltaf út að borða á Valentínusardaginn. Þannig safnast saman minningar og sambandið er heiðrað á opinberan hátt.  

mbl.is

Finnur til eftir samfarir - hvað er til ráða?

05:00 „Ég er búin að vera i sambandi í 2 ár og mjög oft fengið sveppasýkingu/þvagfærasýkingu. Veit ekki alveg muninn, en hef fengið þetta svona 10-15 sinnum og oft slæmt degi eftir samfarir.“ Meira »

Veganvænir hárlitir sem endurlífga hárið

04:00 Lilja Ósk Sigurðardóttir er hrifin af öllu sem er vegan og þess vegna varð hún að prófa ný hárskol frá Davines því þau eru ammóníaklaus. Meira »

Fetaði óvart í fótspor Sigmundar Davíðs

Í gær, 21:30 Þingkona í Bandaríkjunum tók upp á því á dögunum að mæta í ósamstæðum skóm í vinnuna. Hún er ekki eini stjórnmálamaðurinn sem hefur tekið upp á því. Meira »

Birgitta mætti með nýja hundinn sinn

Í gær, 18:18 Það var margt um manninn á viðburði í verslun 66°Norður á Laugavegi á föstudaginn þar sem því var fagnað að sumarlína 66°Norður og danska kvenfatamerkisins Ganni er komin í sölu. Meira »

Lúðvík og Þóra selja höll við sjóinn

Í gær, 15:18 Lúðvík Bergvinsson og Þóra Gunnarsdóttir hafa sett falleg hús sem stendur við sjóinn á sölu. Fasteignamat hússins er rúmlega 121 milljón. Meira »

Starfsmenn Árvakurs kunna að djamma

Í gær, 11:28 Það voru allir á útopnu á árshátíð Árvakurs á Grand hóteli á laugardaginn var. Boðið var upp á framúrskarandi mat og skemmtiatriði. Eins og sjá má á myndunum leiddist engum. Meira »

Stolt að eignast þak yfir höfuðið

í gær Vala Pálsdóttir, ráðgjafi og formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna, keypti sína fyrstu íbúð 25 ára gömul. Hún segir að þessi íbúðarkaup hafi gert hana sjálfstæða og lagt grunn að framtíðinni. Meira »

Íbúðin var tekin í gegn á einfaldan hátt

í fyrradag Það er hægt að gera ótrúlega hluti með því að breyta um lit á eldhúsinnréttingu, taka niður skáp og skipta um parket eins og gert var í Vesturbænum. Meira »

Er sólarvörn krabbameinsvaldandi?

í fyrradag Jenna Huld Eysteinsdóttir, húðlæknir hjá Húðlæknastöðinni, svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér er hún spurð hvort sólarvörn sé krabbameinsvaldandi. Meira »

Varalitirnir sem draga úr hrukkum

í fyrradag Þegar ég opnaði svartan og glansandi kassann birtust mér sex gulllituð varalitahulstur sem hver innihéldu tæran, bjartan lit. Pakkningarnar gáfu strax til kynna að þarna væri um að ræða varaliti sem væru stigi fyrir ofan hina hefðbundnu varalitaformúlu. Meira »

Að sýsla með aleigu fólks er vandasamt

í fyrradag Hannes Steindórsson segir að starf fasteignasala sé nákvæmnisvinna og það skipti máli að fasteignasali sé góður í mannlegum samskiptum. Meira »

Konur á einhverfurófi greindar of seint

17.3. „Konur á einhverfurófi eru sjaldan til umræðu og langar mig að vekja athygli á því. Þegar einhverfa er í umræðunni þá snýr hún yfirleitt að strákum og maður heyrir allt of sjaldan um stúlkur í þessu samhengi. Hugsanlega spilar arfleifð Hans Asperger inn í að hluta til en hann tengdi einhverfu eingöngu við karlmenn þegar einhverfa var að uppgötvast. Meira »

Hvernig safnar fólk fyrir íbúð?

17.3. Það að eignast íbúð er stórmál og yfirleitt verður ekki af fyrstu fasteignakaupum nema fólk leggi mikið á sig og sé til í að sleppa öllum óþarfa. Meira »

Verst klæddu stjörnur vikunnar

16.3. Fataval stjarnanna á iHeart-verðlaununum í L.A. gekk misvel og hafa stjörnur á borð við Katy Perry og Heidi Klum átt betri daga. Meira »

Taktu sjálfspróf um hvort síminn sé að skemma

16.3. Ef þú ert búin/búinn að sitja í sófanum lengi og það er þetta lága suð endalaust yfir þér og síðan líturðu upp og sérð að þetta er barnið þitt, sem er að reyna að fá athygli frá þér síðasta klukkutímann. Þá er kominn tími til að leggja frá sér símann. Meira »

Svona skreytir Hrafnhildur fyrir ferminguna

16.3. Á hverju ári er eitthvert skraut vinsælla en annað. Liturinn „rose gold“ er sá litur sem margir eru að velja á þessu ári. Meðal annars Hrafnhildur Hafsteinsdóttir framkvæmdastjóri FKA sem segir að fermingarundirbúningurinn sé dásamlegur... Meira »

Myndirnar þurfa að vera góðar

16.3. Íslendingar þekkja Nadiu Katrínu Banine úr þáttunum Innlit/útlit sem sýndir voru á SkjáEinum. Þar heimsótti hún fólk og tók húsnæði í gegn. Meira »

Augnskuggarnir sem allir vilja eiga

16.3. Þegar tilkynnt var um endalok Naked-augnskuggapallettunnar voru margir sárir. Þessi tár hafa nú verið þerruð með glænýjum staðgengli hennar. Meira »

Fór óhefðbundna leið í einn besta háskóla í heimi

16.3. Það var langþráður draumur hjá Guðrúnu Svövu Kristinsdóttur að stunda nám við toppháskóla í Bandaríkjunum. Hún útskrifast með tvær meistaragráður í vor ef hún nær að fjármagna síðustu önnina. Meira »

Dagdreymir um kynlíf í sorginni

16.3. „Síðasta hálfa árið hefur mikið dunið á hjá okkur, ég missti skyndilega litlu systur mina og faðir minn veiktist alvarlega í kjölfarið. Í sorginni hef ég upplifað eitthvað sem ég gerði alls ekki ráð fyrir. Ég er með kynlíf á heilanum. Og ekki bara við manninn minn. Ég hef aldrei lent í þessu áður en ég dagdreymi endalaust um kynlíf við hina og þessa, jafnvel samstarfsmenn.“ Meira »

Louis Vuitton hættir með Jackson-línuna

15.3. Franska tískuhúsið Louis Vuitton hefur ákveðið að hætta framleiðslu á línu sem er innblásin af arfleið tónlistarmannsins Michael Jackson. Meira »