Er fjarbúð nýjasta trendið?

Það getur verið virkilega gaman fyrir pör að elda saman ...
Það getur verið virkilega gaman fyrir pör að elda saman þegar það er val en ekki skylda. Í fjarbúð myndast þrá til að vera saman. Slíkt gerist ekki af skyldurækni. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Samkvæmt MindBodyGreen er LAT (Living Apart Together) það nýjasta í langtímasamböndum. Það sem Bandaríkjamenn kalla LAT eiga Íslendingar gott orð yfir: fjarbúð. Í könnun sem nýverið var gerð í Wisconsin voru 7.700 aðilar spurðir út í samböndin sín. Þessir aðilar voru 50 ára og eldri. 8% úrtaksins voru í sambandi en ógift, en 30% þeirra voru í LAT-samböndum eða fjarbúð. 

En hvað þýðir nákvæmlega að vera í fjarbúð?

Í raun það sem orðið lýsir. Fólk sem er í sambandi en býr ekki saman. Greinin fjallar um af hverju þetta er að virka og hvaða áskoranir geta komið upp í þessum samböndum. 

Af hverju fjarbúð?

Fjarbúð varð ekki til út af því bara. Margir eru í fjarbúð af því að slíkt sambandsform virkar best fyrir þá. Eins og Margaret Paul sambandsráðgjafi segir: „Fjarbúð virkar vel vegna þess að þannig getur fólk átt tíma fyrir sig. Það tekur ábyrgð á sjálfum sér og það takmarkar árekstra og stjórnsemi á milli fólks.“

Alsion Stone bætir við að slíkt sambandsform er áhugavert fyrir aðila sem eru á sínum seinni árum. „Þetta fólk er á þeim aldri að sambúð skiptir minna máli fyrir það en fólk sem er yngra. Fyrir eldra fólk, þá getur samvera þeirra verið á öðrum forsendum en hjá yngra fólki. Það er hægt að mæta maka sínum á ýmsum forsendum þótt maður búi ekki saman.“ 

Kostirnir við fjarbúð

Stone segir að kostirnir við fjarbúð séu að fá það besta úr báðum veröldum. „Fólk nær að halda í sínar daglegu venjur og eru með ákveðið sjálfstæði. Þau  geta notið þess að eiga í sambandi við annan aðila, vinskap og nánar stundir án þess að þurfa að taka ábyrgð á hinum aðilanum.“

Paul segir að einn af kostum við fjarbúðina er að fjarlægðin geri fjöllin blá. „Fólk í fjarbúð fær þessa hæfilegu fjarlægð þannig að þau sakna hvort annars, þegar samvera er val en ekki skylda þá nýtir fólk betur tímann saman.“

Hvað ber að varast 

„Fyrir marga aðila virðist fjarbúð vera hið fullkomna form. En fyrir aðra hentar þetta sambandsform alls ekki. Er fólk að búa hvort í sínu lagi til að forðast að takast á við hluti sín á milli? Eða er það í fjarbúð af því að það er það sem hentar báðum aðilum betur? Það er grundvallarforsendan sem maður verður að spyrja sig til að álykta hvort sambandsformið sé gott eða heilbrigt. 

Stone bætir við: „Eins og í öllum samböndum getur komið upp staða sem er óheilbrigð og vandamál gera vart við sig. En almennt séð er ég manneskja sem vil taka ábyrgð á mér og aðrir geri hið sama. Ef þetta hentar fyrir fólk og er ekki að særa neinn, þá er þetta gott sambandsform, ekki spurning.“

mbl.is

Skúli aldrei verið flottari fimmtugur

19:00 Skúli Mogensen fagnar 50 ára afmæli í dag, 18. september. Smartland lítur hér yfir farinn veg og svo virðist sem Skúli eldist eins og gott rauðvín. Meira »

Fyrstu íslensku snyrtivörurnar í Sephora

16:22 Snyrtivörukeðjan Sephora er feykivinsæl um allan heim en nú voru þær fréttir að berast að íslenska húðvörumerkið BIOEFFECT væri nú komið í sölu í versluninni. Meira »

Gísli og Selma mættu með synina

12:37 Leikarinn Gísli Örn Garðarsson mætti með son sinn á Ronju ræningjadóttur og Selma Björnsdóttir mætti með son sinn. Selma leikstýrir sýningunni en dætur þeirra beggja fara með hlutverk í leikritinu. Meira »

Hvernig leita ég að sjálfri mér?

09:21 „Það sem gerist þegar við erum uppfull af streitu þá hættum við að sofa vel, við gleymum hlátrinum okkar og leikgleði og við hættum að lokum að vera félagslega tengd. En þetta eru einmitt þeir þættir sem við þurfum að passa upp á ef við ætlum að ná aðlögun að erfiðum eða nýjum aðstæðum nú eða koma okkur út úr kulnun ýmiss konar.“ Meira »

Allt á útopnu í peysupartýi

05:33 Fjölmennt var í Listasafni Reykjavíkur á laugardaginn þegar Peysupartýið var haldið með pompi og prakt. Partýið var liður í Útmeða-átaki Geðhjálpar og Hjálparsíma Rauða krossins þar sem markmiðið er að fá ungt fólk til að tjá sig um erfiða líðan og leita sér hjálpar hjá fagfólki ef á þarf að halda. Meira »

„Ég er hrædd við að stunda kynlíf“

Í gær, 23:00 „Mig langar hræðilega mikið að vera í alvarlegu sambandi, eða einhvers konar sambandi, en ég er hrædd við að stunda kynlíf. Ég hef gert það nokkrum sinnum, en snertingar og leikir stressa mig, sérstaklega með ókunnugum.“ Meira »

Selja draumahúsið við Hafravatn

í gær Fólkið á bak við Happie Furniture, þau Haf­steinn Helgi Hall­dórs­son og Guðrún Agla Eg­ils­dótt­ir, hafa sett glæsilegt einbýlishús sitt við Hafravatn á sölu. Meira »

Boxar og sippar til að vera í toppformi

í gær Gigi Hadid vekur athygli víða fyrir að vera í frábæru formi. Womens Health tímaritið fór yfir hvað fyrirsætan gerir til að halda sér í formi. Meira »

Fögnuðu húsnæði og hakkarakeppninni

í gær Tölvuöryggisfyrirtækið Syndis bauð í innflutningspartí á dögunum í tilefni af því að fyrirtækið flutti í Katrínartún 4. Á sama tíma veitti fyrirtækið verðlaun í IceCFT hakkarakeppninni. Meira »

Páll Rafnar selur íbúðina við Garðastræti

í gær Páll Rafnar Þorsteinsson, fyrrverandi aðstoðarmaður Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar, hefur sett sína huggulegu íbúð á sölu. Meira »

Það sem franskar konur gera aldrei

í gær Franskar konur hafa orð á sér fyrir að gera hlutina rétt þegar kemur að tískunni. Það eru nokkrir hlutir sem þær klikka aldrei á. Meira »

Morgundrátturinn gerir þig betri í vinnunni

í gær Kynlíf virðist oft vera svarið við öllum vandamálum. Kynlíf á morgnana er frábært ráð ef þú átt erfitt með að vakna. Það gæti líka hjálpað ef þú átt í erfiðleikum í vinnunni. Meira »

Allir geta lært nýja hluti

í fyrradag Erla Aradóttir hefur starfað sem kennari í yfir 40 ár. Hún stofnaði árið 1993 skólann Enska fyrir alla og leggur metnað sinn í að færa landsmönnum þá þekkingu sem þeir vilja öðlast á enskri tungu. Meira »

Sleppir aldrei þessari æfingu

í fyrradag Kourtney Kardashian er í hörkuformi og ekki að ástæðulausu enda gerir hún kassahopp á hverjum degi.   Meira »

Pínulítið geggjað samfélag

16.9. Margrét Grímsdóttir er framkvæmdastjóri hjúkrunar á Heilsustofnun NLFÍ. Þar er boðið upp á 4 vikna streitumeðferð sem Margrét stýrir. Meira »

71 árs í fantaflottu formi

16.9. Leikkonan Susan Lucci er búin að finan út hvernig maður heldur sér í formi á áttræðisaldri. Aldur er greinilega afstæður!  Meira »

Ferillinn fór á flug eftir fertugt

16.9. Stóra tækifærið kemur ekki endilega fyrir þrítugt. Ferill margra þekktra kvenna fór ekki á flug fyrr en um fertugt, jafnvel sextugt. Meira »

Ballett fer aldrei úr tísku

16.9. Lára Stefánsdóttir lætur til sín taka og kennir pilates í eigin rekstri og hot barre fit-tíma í Hreyfingu.  Meira »

Ert þú í gáfaðasta stjörnumerkinu?

15.9. Fræðimenn hafa ályktað hvaða stjörnumerki eru þau gáfuðustu með því að fara í gegnum alla nóbelsverðlaunahafa.   Meira »

Hélt fram hjá með yfirmanninum

15.9. „Eiginmaður minn varð tortrygginn. Til þess að bjarga hjónabandi mínu þurfti ég að gera minna úr hlutunum og segja að ekkert væri í gangi. Það hefði líka flækt hlutina mjög mikið í vinnunni ef einhver hefði komist að þessu.“ Meira »

Augnkonfekt sem enginn má missa af

15.9. Nýjasta herferð Jil Sander er stuttmynd eftir leikstjórann Wim Wenders. Áhugafólk um kvikmyndagerð og tísku heldur ekki vatni yfir þessu verki. Meira »
Meira píla