Er fjarbúð nýjasta trendið?

Það getur verið virkilega gaman fyrir pör að elda saman …
Það getur verið virkilega gaman fyrir pör að elda saman þegar það er val en ekki skylda. Í fjarbúð myndast þrá til að vera saman. Slíkt gerist ekki af skyldurækni. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Samkvæmt MindBodyGreen er LAT (Living Apart Together) það nýjasta í langtímasamböndum. Það sem Bandaríkjamenn kalla LAT eiga Íslendingar gott orð yfir: fjarbúð. Í könnun sem nýverið var gerð í Wisconsin voru 7.700 aðilar spurðir út í samböndin sín. Þessir aðilar voru 50 ára og eldri. 8% úrtaksins voru í sambandi en ógift, en 30% þeirra voru í LAT-samböndum eða fjarbúð. 

En hvað þýðir nákvæmlega að vera í fjarbúð?

Í raun það sem orðið lýsir. Fólk sem er í sambandi en býr ekki saman. Greinin fjallar um af hverju þetta er að virka og hvaða áskoranir geta komið upp í þessum samböndum. 

Af hverju fjarbúð?

Fjarbúð varð ekki til út af því bara. Margir eru í fjarbúð af því að slíkt sambandsform virkar best fyrir þá. Eins og Margaret Paul sambandsráðgjafi segir: „Fjarbúð virkar vel vegna þess að þannig getur fólk átt tíma fyrir sig. Það tekur ábyrgð á sjálfum sér og það takmarkar árekstra og stjórnsemi á milli fólks.“

Alsion Stone bætir við að slíkt sambandsform er áhugavert fyrir aðila sem eru á sínum seinni árum. „Þetta fólk er á þeim aldri að sambúð skiptir minna máli fyrir það en fólk sem er yngra. Fyrir eldra fólk, þá getur samvera þeirra verið á öðrum forsendum en hjá yngra fólki. Það er hægt að mæta maka sínum á ýmsum forsendum þótt maður búi ekki saman.“ 

Kostirnir við fjarbúð

Stone segir að kostirnir við fjarbúð séu að fá það besta úr báðum veröldum. „Fólk nær að halda í sínar daglegu venjur og eru með ákveðið sjálfstæði. Þau  geta notið þess að eiga í sambandi við annan aðila, vinskap og nánar stundir án þess að þurfa að taka ábyrgð á hinum aðilanum.“

Paul segir að einn af kostum við fjarbúðina er að fjarlægðin geri fjöllin blá. „Fólk í fjarbúð fær þessa hæfilegu fjarlægð þannig að þau sakna hvort annars, þegar samvera er val en ekki skylda þá nýtir fólk betur tímann saman.“

Hvað ber að varast 

„Fyrir marga aðila virðist fjarbúð vera hið fullkomna form. En fyrir aðra hentar þetta sambandsform alls ekki. Er fólk að búa hvort í sínu lagi til að forðast að takast á við hluti sín á milli? Eða er það í fjarbúð af því að það er það sem hentar báðum aðilum betur? Það er grundvallarforsendan sem maður verður að spyrja sig til að álykta hvort sambandsformið sé gott eða heilbrigt. 

Stone bætir við: „Eins og í öllum samböndum getur komið upp staða sem er óheilbrigð og vandamál gera vart við sig. En almennt séð er ég manneskja sem vil taka ábyrgð á mér og aðrir geri hið sama. Ef þetta hentar fyrir fólk og er ekki að særa neinn, þá er þetta gott sambandsform, ekki spurning.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál