Tvær týpur sem halda fram hjá

Vill þessi binda enda á hjónaband sitt?
Vill þessi binda enda á hjónaband sitt? mbl.is/Thinkstockphpotos

Að sögn kynlífs- og sambandsráðgjafans Tammy Nelson hjá framhjáhaldsvefnum Ashley Madison er hægt að flokka fólk sem heldur fram hjá gróflega niður í tvo hópa. Þegar blaðamaður Business Insider talaði við hana upplýsti Nelson að annaðhvort væri um að ræða fólk sem vildi fara úr aðalsambandi sínu og hins vegar fólk sem vildi vera áfram í sambandinu. 

Fyrri hópurinn er það sem Nelson kallar dósaupptakaraframhjáhald. Er það yfirleitt framhjáhald þar sem manneskjan vill út; oft veit hún ekki hvernig á að enda sambandið eða jafnvel að hún vilji hætta í því. Reynsla Nelson hefur kennt henni að konur séu líklegri til þess að eiga í þess konar samböndum. 

Hinn hópurinn sem heldur fram hjá vill ekki endilega binda enda á samband sitt eða hjónaband. Framhjáhaldið er leið fólksins til þess að fylla upp í eitthvert tóm í hjónabandinu. Þannig líður því eins og það hafi allt. 

Kenningar Nelson benda til þess að það vilji ekki endilega allir sem halda fram hjá binda enda á hjónaband sitt. Fleiri kannanir benda til sömu niðurstöðu en áður hafði verið greint frá könnun sem annar framhjáhaldsvefur gerði þar sem 69 prósent þátttakenda sögðust ekki vilja enda hjónabandið. 

Annar sambandsráðgjafi hafði áður greint frá því á miðlinum að framhjáhald snerist sjaldan um einstaka sambönd en meira um það hversu óánægður hver og einn væri með sjálfan sig.

Framhjáhald snýst ekki endilega um sambandið sjálft.
Framhjáhald snýst ekki endilega um sambandið sjálft. Ljósmynd / Getty Images
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál