„Ástin er ekki bara útlitið“

Maggi Mix er á lausu og bíður eftir réttu konunni.
Maggi Mix er á lausu og bíður eftir réttu konunni.

Maggi mix er einn heitasti skemmtikrafturinn á landinu og er á lausu. Maggi er hreinskilinn og hefur ákveðnar skoðanir á stefnumótamarkaðnum á Íslandi sem hann segir ekki vera upp á marga fiska. „Fólk er svo mikið að pæla í útlitinu og að fólk verði að vera svona eða hinsegin, „six pack“ og stæltur, en hvort sem maður er það eða ekki þýðir það ekki að maður sé eitthvað betri eða verri. Útlitið segir ekkert um manneskjuna,“ segir Maggi.

Maggi hefur verið á stefnumótamarkaðnum í svolítinn tíma, kynnst þar nokkrum konum og verið að deita. „Svo er alltaf þessi fræga setning sem þær segja; að ég sé með allt sem þarf nema ég sé ekki þeirra týpa. Samt er maður allt; yndislegur, æðislegur og allt þetta. Þá er spurningin hvaða týpu fólk er að leita að. Þú getur til dæmis farið á bílasölu og séð fullt af flottum bílum, ég meina maður getur leitað endalaust að einhverju flottu en svo er spurningin hvort það sé gott,“ segir Maggi.

Stefnumótamarkaðurinn á Íslandi hræðilegur

„Hann er að mínu mati, eins og ég hef séð hann og kynnst honum, alveg hræðilegur,“ segir Maggi þegar hann er beðinn að lýsa stefnumótamarkaðnum á Íslandi í dag. „Fólk bara deitar ekkert lengur, það er bara djammið, nokkrir kaldir og svo heim í leigubíl. Svo kvartar kannski skvísan að hann svari ekki aftur og vilji ekkert meira. Þetta er alltaf einhvern veginn það sama, sama batteríið, alltaf verið að sækja í það sama,“ segir Maggi sem telur að fólk sé oft að leita á vitlausum stöðum oft geti ástin bara verið við hliðina á fólki. Hann vill einnig að fólk fari meira á stefnumót og gefi fólki séns þótt það sé kannski ekki í formi.

„Ef ég grenntist um einhver tíu kíló væri bara hlaupið á eftir mér, þetta er svo mikið þannig. Ég hef oft grennst og þyngst og maður finnur það að um leið og maður grennist þá er maður blikkaður, en ég er samt sami maðurinn.“

Maggi Mix er mikill sprellari.
Maggi Mix er mikill sprellari.

Maggi segir stefnumótamenningu eins og á Íslandi alls ekki fyrirfinnast í öllum öðrum löndum. Hann kynntist til dæmis allt öðru viðmóti frá konum í Manchester á Englandi þegar hann fór þangað í ferð á fótboltaleik með félaga sínum. „Þar voru nokkrar konur sem voru til í að spjalla af því þeim leist vel á mig enda tiltölulega skemmtilegur og svona. Þær voru einmitt þreyttar á steríótýpunum, alltaf það sama einhvern veginn.“

Ástin snýst um meira en útlitið

Sjálfur segist hann ekki vera að leita að ákveðnu útliti í fari hins kynsins. Það skipti meira máli að manneskjan sé heiðarleg, skemmtileg og góður félagsskapur. „Það þarf ekkert að vera eitthvað Hollywood. Ástin í bíómyndunum er bara eitthvert handrit og svo kemur raunveruleikinn.“

Hvað er ást í þínum huga?

„Manneskja sem elskar þig eins og þú ert og er ekki að reyna að breyta þér. Af því þú átt að elska manneskjuna ekki fötin sem manneskjan er í eða líkama hennar. Þú átt að elska svo margt annað, jafnvel bara rödd viðkomandi, að heyra í viðkomandi konu eða manni og augun, að horfa á viðkomandi. Að eiga margt sameiginlegt. Ástin gerist ekki bara á einu kvöldi, þið þurfið að kynnast í nokkra mánuði áður þetta jafnvel smellur saman þá.

Ástin er ekki bara útlitið, það er bara að elska hvort annað, tengslin og svona,“ segir Maggi, sem er ekki búinn að gefast upp á ástinni. „Hún er þarna einhvers staðar, hún kemur á endanum hvort sem það er eftir tíu daga eða 70 ár, hún kemur,“ segir Maggi um ástina að lokum. 

Jákvæðni er meðal þess sem einkennir Magga Mix.
Jákvæðni er meðal þess sem einkennir Magga Mix.
mbl.is

Hannes og Halla keyptu hús í Fossvogi

05:00 Hannes Þór Halldórsson landsliðsmaður í fótbolta og Halla Jónsdóttir festu kaup á raðhúsi í Ljósalandi í Reykjavík.   Meira »

Pör sem eru líklegri til að skilja

Í gær, 22:51 Ákveðin vandamál hjálpa ekki þegar reyna fer á sambönd. Betra er að takast á við hlutina strax en að sópa þeim undir teppið. Meira »

Ofurparið selur sex herbergja útsýnisíbúð

Í gær, 19:00 Ofurparið Karitas María Lárusdóttir og Gylfi Einarsson hafa sett sína huggulegu 180 fm íbúð í Kópavogi á sölu.   Meira »

Getur fólk á ketó farið á þorrablót?

Í gær, 16:00 Er þorramatur hollur? Geta þeir sem eru á ketó gúffað í sig mat á þorrablótum? Gunnar Már Sigfússon, einkaþjálfari og höfundur bókarinnar Ketó hormónalausnin, segir að þeir sem eru á ketó geti fundið mat við sitt hæfi. Meira »

Íslensk fyrirsæta átti sviðið hjá Kenzo

Í gær, 13:30 Kristín Lilja Sigurðardóttir gekk tískupallinn fyrir franska tískuhúsið Kenzo ásamt ofurfyrirsætunni Winnie Harlow.   Meira »

Heimili Sölva er eins og leikvöllur

Í gær, 09:47 Sölvi Tryggvason á töluvert öðruvísi heimili en fólk almennt. Hann leggur mikið upp úr því að hann geti hreyft sig á heimilinu. Meira »

Hvað felst í norræna kúrnum?

í gær Föstur, ketó, Miðjarðarhafsmataræðið, steinaldarmataræðið og hvað það nú heitir, listinn er endalaus. Norræna mataræðið komst í fréttir á síðasta ári og gott að kynna sér hvað felst í því nú þegar allir ætla að verða besta útgáfan af sjálfum sér. Meira »

Svona æfir frú Bieber

í fyrradag Hailey Baldwin sýndi hvernig hún æfir en það er víst ekki nóg fyrir fyrirsætur að vera háar og grannar þær þurfa líka að vera með vöðva. Meira »

Hvenær verður fólk fullorðið?

í fyrradag Fólk verður fullorðið 18 ára samkvæmt lögum en fæstum líður þó þannig, nema ef barn er í spilunum.   Meira »

Þunnar sokkabuxur aftur í móð

í fyrradag Ef marka má nýjustu herferð tískumerkisins Saint Laurent verða þunnar sokkabuxur í anda áttunda áratugarins vinsælar í sumar. Meira »

Er alltaf allt í drasli hjá þér?

í fyrradag Ertu búin/n að gefast upp á öllu draslinu og nærðu ekki utan um tiltektina? Ef svo er þá er þetta það sem vantar í líf þitt! Meira »

Mætir klukkan 04:30 í ræktina

í fyrradag Mel B ætlar að vera í góðu formi á tónleikum Kryddpíanna í sumar. Hún vaknar um miðja nótt til þess að mæta æfingu ef það er það sem þarf til. Meira »

Þór lærði tantra hjá jógamunkum

20.1. Þór Jóhannesson er einn vinsælasti jógakennarinn um þessar mundir. Hann er að fara af stað með námskeið í World Class á nýju ári þar sem hann kennir fólki að ná jafnvægi á hvolfi. Meira »

Ástæður þess að fólk hendir ekki drasli

19.1. Það er fátt vinsælla núna en að endurskipuleggja líf sitt eftir aðferðum Marie Kondo. Það getur þó reynst erfitt að einfalda lífið þegar heimilið er fullt af óþarfa hlutum sem enginn tímir að henda. Meira »

Karlmenn lýsa ótrúlegum fullnægingum

19.1. Einn maður fékk svo rosalega fullnægingu að hann var ófær um gang næstu 20 mínúturnar. Var kannski besta fullnægingin þín fyrir 20 árum? Meira »

Toppurinn sem tryllir allt

19.1. Gífurlegur aukinn áhugi á stuttum öðruvísi toppklippingum gefur í skyn að toppatískan verði í anda Berglind Festival í ár.   Meira »

Þvoði ekki hárið í mörg ár

19.1. „Það var ógeðslegt,“ sagði GOT-stjarnan Sophie Turner um það þegar hún mátti ekki þvo á sér hárið.   Meira »

Fröken Fix endurhannaði Rekstrarvörur

19.1. Fyrirtækið Rekstrarvörur er eins og nýtt eftir að Sesselja Thorberg sem rekur fyrirtækið Fröken Fix endurhannaði húsnæði fyrirtækisins. Mesta áskorunin var að laga hljóðvistina og var það gert með risastórum sérhönnuðum loftljósum. Meira »

Léttist um 37 kg og langar í stærri brjóst

19.1. „Ég er búin að missa um 37 kg að verða á einu ári og er komin í kjörþyngd. Brjóstin á mér eru orðin mjög slöpp og eiginlega eins og tómir pokar. Hvað er best að gera?“ Meira »

Fitnessdrottningin Sigga Ómars flytur

18.1. Fitnessdrottningin Sigríður Ómarsdóttir, eða Sigga Ómars eins og hún er kölluð, hyggst flytja en hún hefur sett íbúð sína í Kópavogi á sölu. Íbúðin er 114 fm. Meira »

Langar í kærasta og upplifir höfnun

18.1. „Ég hitti mann á djamminu, fórum heim saman og kannski vöknuðum saman og svo heyrði ég ekkert í honum. Þá fór ég að vera óörugg og fór að hafa samband sem ég veit að er mjög „desperate“. Hvað geri ég til að eignast kærasta? Meira »