„Ástin er ekki bara útlitið“

Maggi Mix er á lausu og bíður eftir réttu konunni.
Maggi Mix er á lausu og bíður eftir réttu konunni.

Maggi mix er einn heitasti skemmtikrafturinn á landinu og er á lausu. Maggi er hreinskilinn og hefur ákveðnar skoðanir á stefnumótamarkaðnum á Íslandi sem hann segir ekki vera upp á marga fiska. „Fólk er svo mikið að pæla í útlitinu og að fólk verði að vera svona eða hinsegin, „six pack“ og stæltur, en hvort sem maður er það eða ekki þýðir það ekki að maður sé eitthvað betri eða verri. Útlitið segir ekkert um manneskjuna,“ segir Maggi.

Maggi hefur verið á stefnumótamarkaðnum í svolítinn tíma, kynnst þar nokkrum konum og verið að deita. „Svo er alltaf þessi fræga setning sem þær segja; að ég sé með allt sem þarf nema ég sé ekki þeirra týpa. Samt er maður allt; yndislegur, æðislegur og allt þetta. Þá er spurningin hvaða týpu fólk er að leita að. Þú getur til dæmis farið á bílasölu og séð fullt af flottum bílum, ég meina maður getur leitað endalaust að einhverju flottu en svo er spurningin hvort það sé gott,“ segir Maggi.

Stefnumótamarkaðurinn á Íslandi hræðilegur

„Hann er að mínu mati, eins og ég hef séð hann og kynnst honum, alveg hræðilegur,“ segir Maggi þegar hann er beðinn að lýsa stefnumótamarkaðnum á Íslandi í dag. „Fólk bara deitar ekkert lengur, það er bara djammið, nokkrir kaldir og svo heim í leigubíl. Svo kvartar kannski skvísan að hann svari ekki aftur og vilji ekkert meira. Þetta er alltaf einhvern veginn það sama, sama batteríið, alltaf verið að sækja í það sama,“ segir Maggi sem telur að fólk sé oft að leita á vitlausum stöðum oft geti ástin bara verið við hliðina á fólki. Hann vill einnig að fólk fari meira á stefnumót og gefi fólki séns þótt það sé kannski ekki í formi.

„Ef ég grenntist um einhver tíu kíló væri bara hlaupið á eftir mér, þetta er svo mikið þannig. Ég hef oft grennst og þyngst og maður finnur það að um leið og maður grennist þá er maður blikkaður, en ég er samt sami maðurinn.“

Maggi Mix er mikill sprellari.
Maggi Mix er mikill sprellari.

Maggi segir stefnumótamenningu eins og á Íslandi alls ekki fyrirfinnast í öllum öðrum löndum. Hann kynntist til dæmis allt öðru viðmóti frá konum í Manchester á Englandi þegar hann fór þangað í ferð á fótboltaleik með félaga sínum. „Þar voru nokkrar konur sem voru til í að spjalla af því þeim leist vel á mig enda tiltölulega skemmtilegur og svona. Þær voru einmitt þreyttar á steríótýpunum, alltaf það sama einhvern veginn.“

Ástin snýst um meira en útlitið

Sjálfur segist hann ekki vera að leita að ákveðnu útliti í fari hins kynsins. Það skipti meira máli að manneskjan sé heiðarleg, skemmtileg og góður félagsskapur. „Það þarf ekkert að vera eitthvað Hollywood. Ástin í bíómyndunum er bara eitthvert handrit og svo kemur raunveruleikinn.“

Hvað er ást í þínum huga?

„Manneskja sem elskar þig eins og þú ert og er ekki að reyna að breyta þér. Af því þú átt að elska manneskjuna ekki fötin sem manneskjan er í eða líkama hennar. Þú átt að elska svo margt annað, jafnvel bara rödd viðkomandi, að heyra í viðkomandi konu eða manni og augun, að horfa á viðkomandi. Að eiga margt sameiginlegt. Ástin gerist ekki bara á einu kvöldi, þið þurfið að kynnast í nokkra mánuði áður þetta jafnvel smellur saman þá.

Ástin er ekki bara útlitið, það er bara að elska hvort annað, tengslin og svona,“ segir Maggi, sem er ekki búinn að gefast upp á ástinni. „Hún er þarna einhvers staðar, hún kemur á endanum hvort sem það er eftir tíu daga eða 70 ár, hún kemur,“ segir Maggi um ástina að lokum. 

Jákvæðni er meðal þess sem einkennir Magga Mix.
Jákvæðni er meðal þess sem einkennir Magga Mix.
mbl.is

Egill er fluttur eftir 37 ár í gamla húsinu

05:30 Egill Ólafsson flutti nýlega í útsýnisíbúð við sjóinn eftir að hafa búið í sama húsinu í 37 ár. Í dag býr hann á þremur stöðum, í 101, í bát og í Svíþjóð. Meira »

5 mistök sem fólk sem vill léttast gerir

Í gær, 23:00 Ef markmiðið er að léttast er best að byrja á mataræðinu enda gerist lítið ef mataræðið er ekki í lagi, jafnvel þótt þú hamist í ræktinni. Meira »

Fáðu tónaða handleggi eins og Anna

Í gær, 20:31 Anna Eiríksdóttir er þekkt fyrir sína vel þjálfuðu og tónuðu handleggi. Hér sýnir hún hvernig hún fer að því að láta þá líta svona út. Meira »

Hildur Eir og Heimir skilin

Í gær, 16:57 Hildur Eir Bolladóttir prestur í Akureyrarkirkju og eiginmaður hennar, Heimir Haraldsson, eru skilin. Hún greinir frá því á Facebook-síðu sinni. Meira »

Útvaldar máluðu Omaggio-vasa

Í gær, 15:00 Nokkrar útvaldar smekkskonur mættu í Epal í Skeifunni og gerðu sína eigin útgáfu af einum vinsælasta vasa landsins, Omaggio-vasanum frá Kähler. Reyndi á listræna hæfileika kvennanna enda erfiðara að mála rendurnar frægu á vasana en fólk heldur. Meira »

Hátíðalína Chanel fær hjartað til að slá

Í gær, 13:30 Meira er meira að mati Chanel fyrir jólin en hátíðarlína franska tískuhússins í ár nefnist Le Libre Maximalisme de Chanel. Innblástur förðunarlínunnar er sóttur í stjörnumerki Gabrielle Chanel, ljónið, og einkennast litirnir af djúpum gylltum og málmkenndum tónum. Meira »

Fór úr sínu versta formi yfir í sitt besta

Í gær, 10:03 Díana Hrund segir líklegt að hún hefði verið löngu búin að gefast upp á lífstílsbreytingu sinni ef hún hefði mælt árangurinn á vigtinni. Meira »

Fröken Fix hannaði eldhúsið

í gær Sesselja Thorberg, innanhússhönnuður og eigandi Fröken Fix, hannaði eldhús fyrir fjölskyldu í Reykjavík. Hún segir að eldhúsið sé blanda af nokkrum þáttum. Meira »

10 atriði sem menn ljúga um á stefnumótum

í fyrradag Það er ekki sniðugt að ljúga um hjúskaparstöðu á stefnumótum en fjölmargir karlar eru sekir um þá lygi. Enn fleiri hafa þó logið til um fjölda rekkjunauta. Meira »

Á ég að stofna fyrirtæki eða ekki?

í fyrradag „Núna stend ég á krossgötum þar sem ég er að klára háskólanám í desember og hef lengi vel verið með þá flugu í hausnum að stofna fyrirtæki. Núna er flugan farin að fljúga hraðar þar sem við erum núna tveir úr náminu sem erum að hugsa um að stofna fyrirtæki saman, og hugmyndin því komin skrefinu lengra.“ Meira »

Sprautaði barnaolíu í varirnar

í fyrradag Barbie-fyrirsætan Kerry Miles er ekki hætt að fara í fegrunaraðgerðir þrátt fyrir að barnaolíu var sprautað í varir hennar.   Meira »

Ert þú með einkenni vinnustress?

í fyrradag „Fólk gengur um með vinnusíma þar sem tölvupósturinn dettur inn allan daginn. Með tilkomu snjallsímanna getur „netrúntur“ í símanum hreinlega orðið að áráttu eða fíkn. Margir hafa tilhneigingu til að „athuga“ í sífellu hvort eitthvað hafi gerst og áður en þeir vita af er vinnupósturinn orðinn fastur liður í netrúntinum, líka þegar heim er komið.“ Meira »

Komdu í veg fyrir að þykkna um jólin

í fyrradag „Við könnumst flest við að borða aðeins of mikið yfir jólahátíðina. Þetta einfalda ráð sem ég ætla að deila með þér í dag gæti verið lausnin til að fyrirbyggja ofát og sleppa þannig við aukakílóin og slenið sem því fylgir,“ segir Júlía. Meira »

Forsetafrúrnar flottar í tauinu

14.11. Brigitte Macron og Melania Trump hittust um síðustu helgi í sínu fínasta pússi. Sú franska var töff að vanda en frú Trump í öllu hefðbundnari klæðnaði. Meira »

Hversu oft á að stunda kynlíf?

13.11. Er ég að stunda nógu mikið kynlíf? Þetta er spurning sem fólk veltir fyrir sér hvort sem það er hamingjusamt eða ekki.   Meira »

Simbi framfleytti sér með glæpum

13.11. Sigmundur Geir Helgason, Simbi, væri líklega ekki á lífi í dag ef hann hefði ekki komist í meðferð í Hlaðgerðarkoti fyrir tæpu einu og hálfu ári. Hann framfleytti sér með glæpum um árabil. Meira »

Fóru í hjónabandsráðgjöf

13.11. Michelle Obama segir að hún og Barack Obama vinni í sambandi sínu og það sé eðlilegt að vilja fara frá maka sínum.   Meira »

Sagan hennar Sunnu Elvíru

13.11. Sunna Elvíra Þorkelsdóttir komst í fréttir í byrjun árs þegar hún féll á milli hæða á heimili sínu á Spáni 19. janúar. Hún lamaðist í slysinu og mun aldrei geta gengið aftur. Meira »

Gjörbreytti borðstofunni fyrir 40.000

13.11. Inga Rut Pétursdóttir fékk alveg nýja borðstofu fyrir 40.000 krónur. Hún málaði í litnum Djúpur sem er litur úr litakorti Sæju hjá Slippfélaginu. Meira »

83 milljóna útsýnisíbúð í Garðabæ

13.11. Við Löngulínu í Garðabæ stendur ákaflega falleg 138 fm íbúð á besta stað við sjóinn. Íbúðin er smekklega innréttuð.   Meira »

Komst yfir sjálfsvígshuganirnar

13.11. Bill Lokey segir frá reynslu sinni þegar hann var við það að taka eigið líf. Hann segir að það sé hægt að komast yfir þá reynslu. Meira »