„Ástin er ekki bara útlitið“

Maggi Mix er á lausu og bíður eftir réttu konunni.
Maggi Mix er á lausu og bíður eftir réttu konunni.

Maggi mix er einn heitasti skemmtikrafturinn á landinu og er á lausu. Maggi er hreinskilinn og hefur ákveðnar skoðanir á stefnumótamarkaðnum á Íslandi sem hann segir ekki vera upp á marga fiska. „Fólk er svo mikið að pæla í útlitinu og að fólk verði að vera svona eða hinsegin, „six pack“ og stæltur, en hvort sem maður er það eða ekki þýðir það ekki að maður sé eitthvað betri eða verri. Útlitið segir ekkert um manneskjuna,“ segir Maggi.

Maggi hefur verið á stefnumótamarkaðnum í svolítinn tíma, kynnst þar nokkrum konum og verið að deita. „Svo er alltaf þessi fræga setning sem þær segja; að ég sé með allt sem þarf nema ég sé ekki þeirra týpa. Samt er maður allt; yndislegur, æðislegur og allt þetta. Þá er spurningin hvaða týpu fólk er að leita að. Þú getur til dæmis farið á bílasölu og séð fullt af flottum bílum, ég meina maður getur leitað endalaust að einhverju flottu en svo er spurningin hvort það sé gott,“ segir Maggi.

Stefnumótamarkaðurinn á Íslandi hræðilegur

„Hann er að mínu mati, eins og ég hef séð hann og kynnst honum, alveg hræðilegur,“ segir Maggi þegar hann er beðinn að lýsa stefnumótamarkaðnum á Íslandi í dag. „Fólk bara deitar ekkert lengur, það er bara djammið, nokkrir kaldir og svo heim í leigubíl. Svo kvartar kannski skvísan að hann svari ekki aftur og vilji ekkert meira. Þetta er alltaf einhvern veginn það sama, sama batteríið, alltaf verið að sækja í það sama,“ segir Maggi sem telur að fólk sé oft að leita á vitlausum stöðum oft geti ástin bara verið við hliðina á fólki. Hann vill einnig að fólk fari meira á stefnumót og gefi fólki séns þótt það sé kannski ekki í formi.

„Ef ég grenntist um einhver tíu kíló væri bara hlaupið á eftir mér, þetta er svo mikið þannig. Ég hef oft grennst og þyngst og maður finnur það að um leið og maður grennist þá er maður blikkaður, en ég er samt sami maðurinn.“

Maggi Mix er mikill sprellari.
Maggi Mix er mikill sprellari.

Maggi segir stefnumótamenningu eins og á Íslandi alls ekki fyrirfinnast í öllum öðrum löndum. Hann kynntist til dæmis allt öðru viðmóti frá konum í Manchester á Englandi þegar hann fór þangað í ferð á fótboltaleik með félaga sínum. „Þar voru nokkrar konur sem voru til í að spjalla af því þeim leist vel á mig enda tiltölulega skemmtilegur og svona. Þær voru einmitt þreyttar á steríótýpunum, alltaf það sama einhvern veginn.“

Ástin snýst um meira en útlitið

Sjálfur segist hann ekki vera að leita að ákveðnu útliti í fari hins kynsins. Það skipti meira máli að manneskjan sé heiðarleg, skemmtileg og góður félagsskapur. „Það þarf ekkert að vera eitthvað Hollywood. Ástin í bíómyndunum er bara eitthvert handrit og svo kemur raunveruleikinn.“

Hvað er ást í þínum huga?

„Manneskja sem elskar þig eins og þú ert og er ekki að reyna að breyta þér. Af því þú átt að elska manneskjuna ekki fötin sem manneskjan er í eða líkama hennar. Þú átt að elska svo margt annað, jafnvel bara rödd viðkomandi, að heyra í viðkomandi konu eða manni og augun, að horfa á viðkomandi. Að eiga margt sameiginlegt. Ástin gerist ekki bara á einu kvöldi, þið þurfið að kynnast í nokkra mánuði áður þetta jafnvel smellur saman þá.

Ástin er ekki bara útlitið, það er bara að elska hvort annað, tengslin og svona,“ segir Maggi, sem er ekki búinn að gefast upp á ástinni. „Hún er þarna einhvers staðar, hún kemur á endanum hvort sem það er eftir tíu daga eða 70 ár, hún kemur,“ segir Maggi um ástina að lokum. 

Jákvæðni er meðal þess sem einkennir Magga Mix.
Jákvæðni er meðal þess sem einkennir Magga Mix.
mbl.is

Makinn vill ekki að ég hitti vinkonur mínar

09:00 „Hann virðist stöðugt óttast að eitthvað gerist og tilhugsunin um að „sleppa“ mér einni virðist vera meira en hann ræður við. Það er orðið mjög erfitt fyrir mig að afsaka mig frá því að hitta vinkonur mínar og þegar til dæmis er talað um að fara til útlanda saman þá fæ ég bara kvíðahnút í magann af því ég veit að það er í rauninni ekki möguleiki fyrir mig, það kostar of mikið álag.“ Meira »

Fór til Noregs eftir hrun en kennir nú jóga

05:30 Bríet Birgisdóttir hjúkrunarfræðingur sérhæfir sig í námskeiðum í jóga og svefni hjá Heilsu og Spa. Reynsla hennar spannar allt frá gjörgæsludeild spítalanna yfir í lýðheilsuverkefni í samstarfi við norska hamingjusérfræðinga. Meira »

Pör sem hættu saman en eru enn bestu vinir

Í gær, 23:59 Nokkrum fyrrverandi pörum í Hollywood hefur tekist það ómögulega, að halda vinskapnum þrátt fyrir að ástarsambandið sé búið. Meira »

Þetta drepur alla stemmingu í rúminu

Í gær, 21:00 Það þarf ekki meira til en símhringingu frá mömmu þinni seint um kvöld svo að allir fari strax aftur í náttbuxurnar.   Meira »

„Það eru allir að reyna að vera fullkomnir“

Í gær, 18:00 Leikkonan Kristen Bell kemur fram í hjartnæmu viðtali og sýnir að stjörnurnar i Hollywood eru ekki ólíkar okkur hinum. Það eru allir með vandamál. Það er hluti þess að vera mannlegur. Meira »

Auglýsingageirinn skemmti sér

Í gær, 15:00 Pipar\TBWA fagnaði vel heppnaðri Krossmiðlun með teiti í lok dags í höfuðstöðvum fyrirtækisins við Guðrúnatún. Þar var margt góðra gesta og góð stemmning. Meira »

Allt sem þú vissir ekki um píkuna

Í gær, 12:00 Það þýðir ekkert að örva kynfærin ef heilinn er látinn eiga sig. Þetta er meðal þess sem fjallað er um í píkubókinni Gleðin að neðan - píkan, legið og allt hitt. Meira »

Það stoppar enginn Heiðdísi Rós

í gær Heiðdís Rós Reynisdóttir fann sjálfa sig í L.A. eftir að hafa átt erfitt uppdráttar í skóla á Íslandi. Heiðdís hefur sýnt það í verki að það stoppar hana ekkert. Meira »

„Flott taska er nauðsynleg og sólgleraugu“

í gær „Að hafa góða heilsu til þess að geta notið lífsins alla daga með fjölskyldunni minni sem er frábær og góðum vinum. Ég er svo heppin að rækta líkama og sál og hafa gaman að. Ég hef frábæra aðstöðu til þess í World Class-stöðvunum.“ Meira »

Fegurðardrottningin lét sig ekki vanta

í fyrradag Anna Lára Orlowska fyrrverandi Ungfrú Íslands lét sig ekki vanta þegar ný lína frá Dr. Organic var kynnt á Kaffi Flóru í Laugardalnum. Um er að ræða nýja línu úr Cocoa Butter og í leiðinni var nýtt andlitskrem kynnt en það er með mikið af collageni í. Meira »

Linda Pé fór í loftbelg með dótturinni

í fyrradag Linda Pétursdóttir mælir með því að framkvæma hluti sem eru á „bucket“ listanum okkar. Eftir heilablóðfall gerir hún miklu meira af því að láta drauma rætast. Meira »

Græjan sem reddar á þér hárinu

í fyrradag Konur sem eyða miklum tíma í hárið á sér á hverjum morgni gleðjast yfir hverju tæki sem sparar tíma og gerir hárið betra. Þær sem eru vanar að slétta eða krulla á sér hárið eiga eftir að kunna að meta Inverse græjuna. Meira »

Endalausir möguleikar með einni pallettu

í fyrradag Nýjasta augnskuggapalletta Urban Decay nefnist Born To Run og fór hún eins og stormsveipur um förðunarheiminn en hún er loksins komin til Íslands. Meira »

Versalir Alberts og Bergþórs falir

í fyrradag Albert Eiríksson og Bergþór Pálsson eiga örugglega merkilegustu íbúð Íslands. Að utan er húsið látlaust en þegar inn er komið er eins og þú sért kominn til Versala. Þvílíkur íburður og fegurð. Meira »

Hulda og Aðalsteinn í Módern selja höllina

í fyrradag Hulda Hrönn Finsen og Aðalsteinn Finsen, eigendur Módern, hafa sett sitt fallega hús í Garðabæ á sölu.   Meira »

Er konan að brjóta á maka sínum?

21.9. Gift kona segir að hún sé ekki búin að lofa konu kvænta mannsins sem hún er að reyna við neinu og skuldi henni því ekki neitt. Sama segir hún um kvænta manninn sem er að reyna við hana að hann sé ekki búinn að lofa manninum hennar neinu og þess vegna skuldi hann honum ekki neitt. Þau séu bara að brjóta á mökum sínum en ekki mökum hvors annars. Er þetta rétt? Meira »

7 ráð til að koma í veg fyrir hrotur

20.9. Ef þú vilt koma í veg fyrir skilnað eða að þér verði ekki boðið með í sumarbústaðarferð með vinunum er eins gott að reyna allt til þess að koma í veg fyrir hroturnar. Meira »

Tróð sér í kjólinn frá 1999

20.9. Sarah Michelle Geller getur huggað sig við það að passa enn í kjól sem hún klæddist á Emmy-verðlaunahátíðinni fyrir 19 árum. Meira »

Með IKEA-innréttingu á baðinu

20.9. Ert þú með eins innréttingu á baðinu og Julia Roberts? Leikkonan hefur sett yndislegt hús sem hún á í Kaliforníu á leigumarkað en húsið keypti hún í fyrra. Meira »

Mamma Meghan flottari?

20.9. Meghan mætti í nýrri blárri kápu með móður sína við hlið sér þegar útgáfu uppskriftarbókar sem hún gefur út var fagnað.   Meira »

Skvísupartý á Hilton

20.9. Allar flottustu skvísur landsins mættu á Hilton Nordica í gærkvöldi og kynntu sér spennandi förðunar- og snyrtivörur frá vörumerkjum BOX12. Meira »