Er hægt að félagsstarfa yfir sig?

mbl.is/ThinkstockPhotos

Valdimar Þór Birgisson ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér spyr íslensk kona hvort það sé hægt að fá kulnun á fleiri sviðum en í starfi?

Sæll Valdimar!

Nú er mikil umræða um kulnun í starfi en er hægt að upplifa kulnun í félagsstarfi? Ég var fyrir mörgum árum á kafi í félagsstarfi og það voru ófá kvöldin og helgarnar sem fóru í að sinna því. En þótt ég hafi stundað þetta áhugamál með fullt af yndislegu fólki þá var óneitanlega innan um lítill hópur sem hafði allt á hornum sér. Það kom upp atvik þar sem ég horfði upp á samskipti milli annarra sem gekk gjörsamlega fram af mér. Eftir það upplifði ég að mitt framlag til þessa áhugamáls væri tilgangslaust með öllu og ég dró mig út úr því á stuttum tíma. Í dag fæ ég enn ónotatilfinningu þegar einhver stingur upp á að ég byrji aftur að sinna þessu áhugamáli og ég ber fyrir mig lélegar afsakanir í stað þess að vera hreinskilinn um ástæður þess. Er einhver leið til að laga þetta og finna aftur þennan brennandi áhuga sem var til staðar í upphafi?

Kær kveðja, B

Valdimar Þór Svavarsson.
Valdimar Þór Svavarsson. mbl.is/Árni Sæberg

 

Góðan daginn og takk fyrir þessar góðu spurningar.

Það er rétt að kulnun er mikið til umfjöllunar um þessar mundir og ýmislegt sem bendir til að tilfellum sé að fjölga. Þegar hugtakið kulnun eða útbrennsla er skoðað kemur í ljós að það er nánast alltaf tengt við vinnumarkaðinn og þá helst störf þar sem kröfur eru miklar, úrræði fá, skert fjárhagsflæði og/eða ónægur stuðningur innan vinnustaðarins. Þetta á mjög gjarnan við um umönnunarstörf, kennslu, ráðgjöf og fleira þar sem mikið er unnið í persónulegum samskiptum en getur að sjálfsögðu átt sér stað í öðrum starfsstéttum.

Kulnun á sér stað þegar álag er of mikið í of langan tíma og verður að streitu sem endar í kulnunarástandi. Skilgreining á kulnun er í raun tilfinningaleg, andleg og líkamleg örmögnun. Eitt af einkennum kulnunar er áhugaleysi og skortur á drifkrafti sem þú gætir verið að lýsa. Að sama skapi er undanfari kulnunar sá að við förum að einangra okkur, fíflunum fer að fjölga í kringum okkur. Það eru hins vegar fleiri einkenni sem koma fram eins og að dofna tilfinningalega, vonleysi, þunglyndi og upplifun um að lífið sé tilgangslaust. Af þessu má sjá að við erum að tala um mjög alvarlegt ástand til þess að hægt sé að fella það undir kulnun. Ég myndi því fljótt á litið segja að þú værir ekki að eiga við kulnun samkvæmt þessari skilgreiningu. Það er hins vegar góð hugleiðing hvort kulnun eigi aðeins við í tengslum við starf því að mínu mati er það alls ekki svo. Eins og áður sagði er kulnun afleiðing af streitu sem skapast við langvarandi álag. Það þarf alls ekki vinnu til að upplifa slíkt, það getur vel verið í tengslum við álag á heimilum, nám, alvarleg veikindi og þess vegna félagsstörf. Það er einnig mjög áhugavert að skoða tengsl meðvirkni við kulnun því mörg einkenni eru þau sömu og hætt við að þeir sem eiga við meðvirkni að stríða setji hvorki sjálfum sér né öðrum heilbrigð mörk, sem getur leitt til kulnunar.

Hugsanlega mætti segja að þú hafir fengið nóg af því sem þú varst að gera og stundum upplifir fólk að því misbýður illa þegar alvarleg samskiptavandamál og ójafnvægi koma upp. Þetta á ekki síður við þegar fólk vinnur að óeigingjörnu félagsstarfi þar sem áherslan er á góðmennsku af einhverju tagi. Það sýnir okkur einfaldlega að það er alltaf verkefni að starfa með öðrum og þegar fólk missir innra jafnvægið geta samskipti og framkoma valdið þeim sjálfum og öðrum viðstöddum mikilli vanlíðan. Það er einstaklingsbundið hve mikil áhrif slík framkoma hefur á fólk. Sumir hafa sjálfir orðið fyrir áföllum í samskiptum við aðra á lífsleiðinni, jafnvel í uppvextinum. Þessi áfallaviðbrögð geta komið fram þegar þeir verða vitni að slíkri framkomu síðar á lífsleiðinni þar sem fyrri áföll ýta enn frekar undir vondar tilfinningar og óöryggi sem eðlilegt er að fái fólk til að draga sig í hlé. Aðrir eru alls óvanir því að fólk missi stjórn á skapi sínu og komi illa fram og geta þá upplifað mjög óþægilegar tilfinningar þegar þeir verða vitni að slíku.

Þar sem þú finnur enn fyrir ónotum við tilhugsunina um að fara aftur að sinna þessu áhugamáli gæti verið áhugavert að skoða hvað það er nákvæmlega sem vakti þessar tilfinningar og hvort þú getir unnið með það á þann hátt að þú getir aftur notið þess að sinna því, þrátt fyrir að það sé misjafn sauður í mörgu fé. Ég mæli með því að skoða samskipta- eða meðvirkninámskeið eða persónulega ráðgjöf og úrvinnslu tilfinninga sem gætu tengst fyrri upplifunum. Eins hvet ég þig til að segja einfaldlega hreint út hvað þú ert að upplifa þegar málið kemur upp. Þannig værir þú að bjóða upp á samræður sem gætu losað þig við eitthvað af orkunni sem fylgir þessum slæmu tilfinningum og um leið létti við að koma frá þér einhverju sem hefur haft svona mikil áhrif á þig.

Gangi þér vel í framhaldinu.

Með bestu kveðju,

Valdimar Þór Svavarsson, ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Valdimar spuringu HÉR. 

mbl.is

Þór lærði tantra hjá jógamunkum

05:00 Þór Jóhannesson er einn vinsælasti jógakennarinn um þessar mundir. Hann er að fara af stað með námskeið í World Class á nýju ári þar sem hann kennir fólki að ná jafnvægi á hvolfi. Meira »

Ástæður þess að fólk hendir ekki drasli

Í gær, 23:24 Það er fátt vinsælla núna en að endurskipuleggja líf sitt eftir aðferðum Marie Kondo. Það getur þó reynst erfitt að einfalda lífið þegar heimilið er fullt af óþarfa hlutum sem enginn tímir að henda. Meira »

Karlmenn lýsa ótrúlegum fullnægingum

Í gær, 19:00 Einn maður fékk svo rosalega fullnægingu að hann var ófær um gang næstu 20 mínúturnar. Var kannski besta fullnægingin þín fyrir 20 árum? Meira »

Toppurinn sem tryllir allt

Í gær, 16:00 Gífurlegur aukinn áhugi á stuttum öðruvísi toppklippingum gefur í skyn að toppatískan verði í anda Berglind Festival í ár.   Meira »

Þvoði ekki hárið í mörg ár

Í gær, 14:00 „Það var ógeðslegt,“ sagði GOT-stjarnan Sophie Turner um það þegar hún mátti ekki þvo á sér hárið.   Meira »

Fröken Fix endurhannaði Rekstrarvörur

Í gær, 10:00 Fyrirtækið Rekstrarvörur er eins og nýtt eftir að Sesselja Thorberg sem rekur fyrirtækið Fröken Fix endurhannaði húsnæði fyrirtækisins. Mesta áskorunin var að laga hljóðvistina og var það gert með risastórum sérhönnuðum loftljósum. Meira »

Léttist um 37 kg og langar í stærri brjóst

í gær „Ég er búin að missa um 37 kg að verða á einu ári og er komin í kjörþyngd. Brjóstin á mér eru orðin mjög slöpp og eiginlega eins og tómir pokar. Hvað er best að gera?“ Meira »

Fitnessdrottningin Sigga Ómars flytur

í fyrradag Fitnessdrottningin Sigríður Ómarsdóttir, eða Sigga Ómars eins og hún er kölluð, hyggst flytja en hún hefur sett íbúð sína í Kópavogi á sölu. Íbúðin er 114 fm. Meira »

Langar í kærasta og upplifir höfnun

í fyrradag „Ég hitti mann á djamminu, fórum heim saman og kannski vöknuðum saman og svo heyrði ég ekkert í honum. Þá fór ég að vera óörugg og fór að hafa samband sem ég veit að er mjög „desperate“. Hvað geri ég til að eignast kærasta? Meira »

Samtalsmeðferð er ekki skyndilausn

í fyrradag „Rannsóknir sýna að samtalsmeðferð er sú aðferð sem best hefur nýst fagaðilum til að hjálpa einstaklingum að vinna úr ýmis konar áföllum, hvort heldur sem er í parsamböndum sínum, æsku eða í raun og veru hvar sem er á lífsleið viðkomandi. Samtalsmeðferð er hins vegar ekki skyndilausn og snýst ekki um 1-2 viðtöl.“ Meira »

Benedikt mætti með dæturnar

í fyrradag Það var líf og fjör þegar einleikur Charlottu Böving, Ég dey, var frumsýndur í Borgarleikhúsinu. Benedikt Erlingsson eiginmaður Charlottu lét sig ekki vanta. Meira »

Fyrrverandi hættur að borga meðlag

í fyrradag „Sá sem greiðir auka meðlag hættir því án þess að láta neinn vita og án þess að sækja um niðurfellingu. Meðlagsþegi beitir innheimtuaðgerðum þar sem greiðslur berast ekki án árangurs og líða meira en tvö ár á þess að greiðslur berist. Hvað er til ráða?“ Meira »

Stjörnurnar stunda kynlíf í háloftunum

18.1. Stjörnurnar eru duglegar að stunda kynlíf í háloftunum og ekki endilega inni á klósetti eða í einkaflugvélum.   Meira »

Allt önnur 27 kílóum léttari

17.1. Óskarsverðlaunaleikkonan Kathy Bates grenntist með því að beita núvitund við matarborðið. Hún forðast líka skyndibita og óskar þess að hafa tekið sig mun fyrr á. Meira »

Koparljós og svört húsgögn setja svip

17.1. Svartar vandaðar innréttingar, falleg húsgögn og vel skipulagt rými einkenna þetta huggulega einbýli í Njarðvík.   Meira »

Fáir með öll svör við sjálfsvígum

17.1. Linda Baldvinsdóttir segir að það sé ekki gott að ráðast á Öldu Karen því fáir hafi svör við sjálfsvígum.   Meira »

Heiða Rún og Meghan mættu glerfínar

17.1. Harry og Meghan sem og Heiða Rún Sigurðardóttir létu sig ekki vanta á frumsýningu Cirque du Soleil í Royal Albert Hall.   Meira »

6 snilldarrassæfingar Önnu Eiríks

17.1. „Í þessu myndbandi sýni ég þér 6 snilldarrassæfingar sem gott er að gera með ökklalóðum (ef þú átt) til að styrkja og móta rassvöðva. Hver æfing er gerð í 60 sekúndur.“ Meira »

Ekki vera goslaus 2019

17.1. Janúar er ekki bara mánuður tiltektar og leikfimisiðkunar og ekki heldur mánuður fagurra fyrirheita og loforða um að nú verðir þú loksins upp á tíu á öllum sviðum lífsins. Janúar er mánuðurinn þar sem þú tekur til í fataskápnum og ákveður að hleypa einhverju nýju inn. Það er nefnilega bannað að vera goslaus 2019. Meira »

4 ástæður fyrir þurrki í svefnherberginu

16.1. Það getur haft þveröfug áhrif að leita nýrra leiða til þess að krydda kynlífið og gera það betra. Snjalltækjabann í svefnherberginu getur þó haft góð áhrif. Meira »

Fólkið sem tekur flesta veikindadaga

16.1. Margir hafa haldið sig við plöntufæði í janúar en ætli fleiri hafi hringt sig inn veika líka? Fólk sem aðhyllist vegan lífstílinn fór oftar til læknis samkvæmt breskri könnun. Meira »