Er hægt að félagsstarfa yfir sig?

mbl.is/ThinkstockPhotos

Valdimar Þór Birgisson ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér spyr íslensk kona hvort það sé hægt að fá kulnun á fleiri sviðum en í starfi?

Sæll Valdimar!

Nú er mikil umræða um kulnun í starfi en er hægt að upplifa kulnun í félagsstarfi? Ég var fyrir mörgum árum á kafi í félagsstarfi og það voru ófá kvöldin og helgarnar sem fóru í að sinna því. En þótt ég hafi stundað þetta áhugamál með fullt af yndislegu fólki þá var óneitanlega innan um lítill hópur sem hafði allt á hornum sér. Það kom upp atvik þar sem ég horfði upp á samskipti milli annarra sem gekk gjörsamlega fram af mér. Eftir það upplifði ég að mitt framlag til þessa áhugamáls væri tilgangslaust með öllu og ég dró mig út úr því á stuttum tíma. Í dag fæ ég enn ónotatilfinningu þegar einhver stingur upp á að ég byrji aftur að sinna þessu áhugamáli og ég ber fyrir mig lélegar afsakanir í stað þess að vera hreinskilinn um ástæður þess. Er einhver leið til að laga þetta og finna aftur þennan brennandi áhuga sem var til staðar í upphafi?

Kær kveðja, B

Valdimar Þór Svavarsson.
Valdimar Þór Svavarsson. mbl.is/Árni Sæberg

 

Góðan daginn og takk fyrir þessar góðu spurningar.

Það er rétt að kulnun er mikið til umfjöllunar um þessar mundir og ýmislegt sem bendir til að tilfellum sé að fjölga. Þegar hugtakið kulnun eða útbrennsla er skoðað kemur í ljós að það er nánast alltaf tengt við vinnumarkaðinn og þá helst störf þar sem kröfur eru miklar, úrræði fá, skert fjárhagsflæði og/eða ónægur stuðningur innan vinnustaðarins. Þetta á mjög gjarnan við um umönnunarstörf, kennslu, ráðgjöf og fleira þar sem mikið er unnið í persónulegum samskiptum en getur að sjálfsögðu átt sér stað í öðrum starfsstéttum.

Kulnun á sér stað þegar álag er of mikið í of langan tíma og verður að streitu sem endar í kulnunarástandi. Skilgreining á kulnun er í raun tilfinningaleg, andleg og líkamleg örmögnun. Eitt af einkennum kulnunar er áhugaleysi og skortur á drifkrafti sem þú gætir verið að lýsa. Að sama skapi er undanfari kulnunar sá að við förum að einangra okkur, fíflunum fer að fjölga í kringum okkur. Það eru hins vegar fleiri einkenni sem koma fram eins og að dofna tilfinningalega, vonleysi, þunglyndi og upplifun um að lífið sé tilgangslaust. Af þessu má sjá að við erum að tala um mjög alvarlegt ástand til þess að hægt sé að fella það undir kulnun. Ég myndi því fljótt á litið segja að þú værir ekki að eiga við kulnun samkvæmt þessari skilgreiningu. Það er hins vegar góð hugleiðing hvort kulnun eigi aðeins við í tengslum við starf því að mínu mati er það alls ekki svo. Eins og áður sagði er kulnun afleiðing af streitu sem skapast við langvarandi álag. Það þarf alls ekki vinnu til að upplifa slíkt, það getur vel verið í tengslum við álag á heimilum, nám, alvarleg veikindi og þess vegna félagsstörf. Það er einnig mjög áhugavert að skoða tengsl meðvirkni við kulnun því mörg einkenni eru þau sömu og hætt við að þeir sem eiga við meðvirkni að stríða setji hvorki sjálfum sér né öðrum heilbrigð mörk, sem getur leitt til kulnunar.

Hugsanlega mætti segja að þú hafir fengið nóg af því sem þú varst að gera og stundum upplifir fólk að því misbýður illa þegar alvarleg samskiptavandamál og ójafnvægi koma upp. Þetta á ekki síður við þegar fólk vinnur að óeigingjörnu félagsstarfi þar sem áherslan er á góðmennsku af einhverju tagi. Það sýnir okkur einfaldlega að það er alltaf verkefni að starfa með öðrum og þegar fólk missir innra jafnvægið geta samskipti og framkoma valdið þeim sjálfum og öðrum viðstöddum mikilli vanlíðan. Það er einstaklingsbundið hve mikil áhrif slík framkoma hefur á fólk. Sumir hafa sjálfir orðið fyrir áföllum í samskiptum við aðra á lífsleiðinni, jafnvel í uppvextinum. Þessi áfallaviðbrögð geta komið fram þegar þeir verða vitni að slíkri framkomu síðar á lífsleiðinni þar sem fyrri áföll ýta enn frekar undir vondar tilfinningar og óöryggi sem eðlilegt er að fái fólk til að draga sig í hlé. Aðrir eru alls óvanir því að fólk missi stjórn á skapi sínu og komi illa fram og geta þá upplifað mjög óþægilegar tilfinningar þegar þeir verða vitni að slíku.

Þar sem þú finnur enn fyrir ónotum við tilhugsunina um að fara aftur að sinna þessu áhugamáli gæti verið áhugavert að skoða hvað það er nákvæmlega sem vakti þessar tilfinningar og hvort þú getir unnið með það á þann hátt að þú getir aftur notið þess að sinna því, þrátt fyrir að það sé misjafn sauður í mörgu fé. Ég mæli með því að skoða samskipta- eða meðvirkninámskeið eða persónulega ráðgjöf og úrvinnslu tilfinninga sem gætu tengst fyrri upplifunum. Eins hvet ég þig til að segja einfaldlega hreint út hvað þú ert að upplifa þegar málið kemur upp. Þannig værir þú að bjóða upp á samræður sem gætu losað þig við eitthvað af orkunni sem fylgir þessum slæmu tilfinningum og um leið létti við að koma frá þér einhverju sem hefur haft svona mikil áhrif á þig.

Gangi þér vel í framhaldinu.

Með bestu kveðju,

Valdimar Þór Svavarsson, ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Valdimar spuringu HÉR. 

mbl.is

Egill er fluttur eftir 37 ár í gamla húsinu

05:30 Egill Ólafsson flutti nýlega í útsýnisíbúð við sjóinn eftir að hafa búið í sama húsinu í 37 ár. Í dag býr hann á þremur stöðum, í 101, í bát og í Svíþjóð. Meira »

5 mistök sem fólk sem vill léttast gerir

Í gær, 23:00 Ef markmiðið er að léttast er best að byrja á mataræðinu enda gerist lítið ef mataræðið er ekki í lagi, jafnvel þótt þú hamist í ræktinni. Meira »

Fáðu tónaða handleggi eins og Anna

Í gær, 20:31 Anna Eiríksdóttir er þekkt fyrir sína vel þjálfuðu og tónuðu handleggi. Hér sýnir hún hvernig hún fer að því að láta þá líta svona út. Meira »

Hildur Eir og Heimir skilin

Í gær, 16:57 Hildur Eir Bolladóttir prestur í Akureyrarkirkju og eiginmaður hennar, Heimir Haraldsson, eru skilin. Hún greinir frá því á Facebook-síðu sinni. Meira »

Útvaldar máluðu Omaggio-vasa

Í gær, 15:00 Nokkrar útvaldar smekkskonur mættu í Epal í Skeifunni og gerðu sína eigin útgáfu af einum vinsælasta vasa landsins, Omaggio-vasanum frá Kähler. Reyndi á listræna hæfileika kvennanna enda erfiðara að mála rendurnar frægu á vasana en fólk heldur. Meira »

Hátíðalína Chanel fær hjartað til að slá

Í gær, 13:30 Meira er meira að mati Chanel fyrir jólin en hátíðarlína franska tískuhússins í ár nefnist Le Libre Maximalisme de Chanel. Innblástur förðunarlínunnar er sóttur í stjörnumerki Gabrielle Chanel, ljónið, og einkennast litirnir af djúpum gylltum og málmkenndum tónum. Meira »

Fór úr sínu versta formi yfir í sitt besta

Í gær, 10:03 Díana Hrund segir líklegt að hún hefði verið löngu búin að gefast upp á lífstílsbreytingu sinni ef hún hefði mælt árangurinn á vigtinni. Meira »

Fröken Fix hannaði eldhúsið

í gær Sesselja Thorberg, innanhússhönnuður og eigandi Fröken Fix, hannaði eldhús fyrir fjölskyldu í Reykjavík. Hún segir að eldhúsið sé blanda af nokkrum þáttum. Meira »

10 atriði sem menn ljúga um á stefnumótum

í fyrradag Það er ekki sniðugt að ljúga um hjúskaparstöðu á stefnumótum en fjölmargir karlar eru sekir um þá lygi. Enn fleiri hafa þó logið til um fjölda rekkjunauta. Meira »

Á ég að stofna fyrirtæki eða ekki?

í fyrradag „Núna stend ég á krossgötum þar sem ég er að klára háskólanám í desember og hef lengi vel verið með þá flugu í hausnum að stofna fyrirtæki. Núna er flugan farin að fljúga hraðar þar sem við erum núna tveir úr náminu sem erum að hugsa um að stofna fyrirtæki saman, og hugmyndin því komin skrefinu lengra.“ Meira »

Sprautaði barnaolíu í varirnar

í fyrradag Barbie-fyrirsætan Kerry Miles er ekki hætt að fara í fegrunaraðgerðir þrátt fyrir að barnaolíu var sprautað í varir hennar.   Meira »

Ert þú með einkenni vinnustress?

í fyrradag „Fólk gengur um með vinnusíma þar sem tölvupósturinn dettur inn allan daginn. Með tilkomu snjallsímanna getur „netrúntur“ í símanum hreinlega orðið að áráttu eða fíkn. Margir hafa tilhneigingu til að „athuga“ í sífellu hvort eitthvað hafi gerst og áður en þeir vita af er vinnupósturinn orðinn fastur liður í netrúntinum, líka þegar heim er komið.“ Meira »

Komdu í veg fyrir að þykkna um jólin

í fyrradag „Við könnumst flest við að borða aðeins of mikið yfir jólahátíðina. Þetta einfalda ráð sem ég ætla að deila með þér í dag gæti verið lausnin til að fyrirbyggja ofát og sleppa þannig við aukakílóin og slenið sem því fylgir,“ segir Júlía. Meira »

Forsetafrúrnar flottar í tauinu

14.11. Brigitte Macron og Melania Trump hittust um síðustu helgi í sínu fínasta pússi. Sú franska var töff að vanda en frú Trump í öllu hefðbundnari klæðnaði. Meira »

Hversu oft á að stunda kynlíf?

13.11. Er ég að stunda nógu mikið kynlíf? Þetta er spurning sem fólk veltir fyrir sér hvort sem það er hamingjusamt eða ekki.   Meira »

Simbi framfleytti sér með glæpum

13.11. Sigmundur Geir Helgason, Simbi, væri líklega ekki á lífi í dag ef hann hefði ekki komist í meðferð í Hlaðgerðarkoti fyrir tæpu einu og hálfu ári. Hann framfleytti sér með glæpum um árabil. Meira »

Fóru í hjónabandsráðgjöf

13.11. Michelle Obama segir að hún og Barack Obama vinni í sambandi sínu og það sé eðlilegt að vilja fara frá maka sínum.   Meira »

Sagan hennar Sunnu Elvíru

13.11. Sunna Elvíra Þorkelsdóttir komst í fréttir í byrjun árs þegar hún féll á milli hæða á heimili sínu á Spáni 19. janúar. Hún lamaðist í slysinu og mun aldrei geta gengið aftur. Meira »

Gjörbreytti borðstofunni fyrir 40.000

13.11. Inga Rut Pétursdóttir fékk alveg nýja borðstofu fyrir 40.000 krónur. Hún málaði í litnum Djúpur sem er litur úr litakorti Sæju hjá Slippfélaginu. Meira »

83 milljóna útsýnisíbúð í Garðabæ

13.11. Við Löngulínu í Garðabæ stendur ákaflega falleg 138 fm íbúð á besta stað við sjóinn. Íbúðin er smekklega innréttuð.   Meira »

Komst yfir sjálfsvígshuganirnar

13.11. Bill Lokey segir frá reynslu sinni þegar hann var við það að taka eigið líf. Hann segir að það sé hægt að komast yfir þá reynslu. Meira »