Er hægt að félagsstarfa yfir sig?

mbl.is/ThinkstockPhotos

Valdimar Þór Birgisson ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér spyr íslensk kona hvort það sé hægt að fá kulnun á fleiri sviðum en í starfi?

Sæll Valdimar!

Nú er mikil umræða um kulnun í starfi en er hægt að upplifa kulnun í félagsstarfi? Ég var fyrir mörgum árum á kafi í félagsstarfi og það voru ófá kvöldin og helgarnar sem fóru í að sinna því. En þótt ég hafi stundað þetta áhugamál með fullt af yndislegu fólki þá var óneitanlega innan um lítill hópur sem hafði allt á hornum sér. Það kom upp atvik þar sem ég horfði upp á samskipti milli annarra sem gekk gjörsamlega fram af mér. Eftir það upplifði ég að mitt framlag til þessa áhugamáls væri tilgangslaust með öllu og ég dró mig út úr því á stuttum tíma. Í dag fæ ég enn ónotatilfinningu þegar einhver stingur upp á að ég byrji aftur að sinna þessu áhugamáli og ég ber fyrir mig lélegar afsakanir í stað þess að vera hreinskilinn um ástæður þess. Er einhver leið til að laga þetta og finna aftur þennan brennandi áhuga sem var til staðar í upphafi?

Kær kveðja, B

Valdimar Þór Svavarsson.
Valdimar Þór Svavarsson. mbl.is/Árni Sæberg

 

Góðan daginn og takk fyrir þessar góðu spurningar.

Það er rétt að kulnun er mikið til umfjöllunar um þessar mundir og ýmislegt sem bendir til að tilfellum sé að fjölga. Þegar hugtakið kulnun eða útbrennsla er skoðað kemur í ljós að það er nánast alltaf tengt við vinnumarkaðinn og þá helst störf þar sem kröfur eru miklar, úrræði fá, skert fjárhagsflæði og/eða ónægur stuðningur innan vinnustaðarins. Þetta á mjög gjarnan við um umönnunarstörf, kennslu, ráðgjöf og fleira þar sem mikið er unnið í persónulegum samskiptum en getur að sjálfsögðu átt sér stað í öðrum starfsstéttum.

Kulnun á sér stað þegar álag er of mikið í of langan tíma og verður að streitu sem endar í kulnunarástandi. Skilgreining á kulnun er í raun tilfinningaleg, andleg og líkamleg örmögnun. Eitt af einkennum kulnunar er áhugaleysi og skortur á drifkrafti sem þú gætir verið að lýsa. Að sama skapi er undanfari kulnunar sá að við förum að einangra okkur, fíflunum fer að fjölga í kringum okkur. Það eru hins vegar fleiri einkenni sem koma fram eins og að dofna tilfinningalega, vonleysi, þunglyndi og upplifun um að lífið sé tilgangslaust. Af þessu má sjá að við erum að tala um mjög alvarlegt ástand til þess að hægt sé að fella það undir kulnun. Ég myndi því fljótt á litið segja að þú værir ekki að eiga við kulnun samkvæmt þessari skilgreiningu. Það er hins vegar góð hugleiðing hvort kulnun eigi aðeins við í tengslum við starf því að mínu mati er það alls ekki svo. Eins og áður sagði er kulnun afleiðing af streitu sem skapast við langvarandi álag. Það þarf alls ekki vinnu til að upplifa slíkt, það getur vel verið í tengslum við álag á heimilum, nám, alvarleg veikindi og þess vegna félagsstörf. Það er einnig mjög áhugavert að skoða tengsl meðvirkni við kulnun því mörg einkenni eru þau sömu og hætt við að þeir sem eiga við meðvirkni að stríða setji hvorki sjálfum sér né öðrum heilbrigð mörk, sem getur leitt til kulnunar.

Hugsanlega mætti segja að þú hafir fengið nóg af því sem þú varst að gera og stundum upplifir fólk að því misbýður illa þegar alvarleg samskiptavandamál og ójafnvægi koma upp. Þetta á ekki síður við þegar fólk vinnur að óeigingjörnu félagsstarfi þar sem áherslan er á góðmennsku af einhverju tagi. Það sýnir okkur einfaldlega að það er alltaf verkefni að starfa með öðrum og þegar fólk missir innra jafnvægið geta samskipti og framkoma valdið þeim sjálfum og öðrum viðstöddum mikilli vanlíðan. Það er einstaklingsbundið hve mikil áhrif slík framkoma hefur á fólk. Sumir hafa sjálfir orðið fyrir áföllum í samskiptum við aðra á lífsleiðinni, jafnvel í uppvextinum. Þessi áfallaviðbrögð geta komið fram þegar þeir verða vitni að slíkri framkomu síðar á lífsleiðinni þar sem fyrri áföll ýta enn frekar undir vondar tilfinningar og óöryggi sem eðlilegt er að fái fólk til að draga sig í hlé. Aðrir eru alls óvanir því að fólk missi stjórn á skapi sínu og komi illa fram og geta þá upplifað mjög óþægilegar tilfinningar þegar þeir verða vitni að slíku.

Þar sem þú finnur enn fyrir ónotum við tilhugsunina um að fara aftur að sinna þessu áhugamáli gæti verið áhugavert að skoða hvað það er nákvæmlega sem vakti þessar tilfinningar og hvort þú getir unnið með það á þann hátt að þú getir aftur notið þess að sinna því, þrátt fyrir að það sé misjafn sauður í mörgu fé. Ég mæli með því að skoða samskipta- eða meðvirkninámskeið eða persónulega ráðgjöf og úrvinnslu tilfinninga sem gætu tengst fyrri upplifunum. Eins hvet ég þig til að segja einfaldlega hreint út hvað þú ert að upplifa þegar málið kemur upp. Þannig værir þú að bjóða upp á samræður sem gætu losað þig við eitthvað af orkunni sem fylgir þessum slæmu tilfinningum og um leið létti við að koma frá þér einhverju sem hefur haft svona mikil áhrif á þig.

Gangi þér vel í framhaldinu.

Með bestu kveðju,

Valdimar Þór Svavarsson, ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Valdimar spuringu HÉR. 

mbl.is

Fór til Noregs eftir hrun en kennir nú jóga

05:30 Bríet Birgisdóttir hjúkrunarfræðingur sérhæfir sig í námskeiðum í jóga og svefni hjá Heilsu og Spa. Reynsla hennar spannar allt frá gjörgæsludeild spítalanna yfir í lýðheilsuverkefni í samstarfi við norska hamingjusérfræðinga. Meira »

Pör sem hættu saman en eru enn bestu vinir

Í gær, 23:59 Nokkrum fyrrverandi pörum í Hollywood hefur tekist það ómögulega, að halda vinskapnum þrátt fyrir að ástarsambandið sé búið. Meira »

Þetta drepur alla stemmingu í rúminu

Í gær, 21:00 Það þarf ekki meira til en símhringingu frá mömmu þinni seint um kvöld svo að allir fari strax aftur í náttbuxurnar.   Meira »

„Það eru allir að reyna að vera fullkomnir“

Í gær, 18:00 Leikkonan Kristen Bell kemur fram í hjartnæmu viðtali og sýnir að stjörnurnar i Hollywood eru ekki ólíkar okkur hinum. Það eru allir með vandamál. Það er hluti þess að vera mannlegur. Meira »

Auglýsingageirinn skemmti sér

Í gær, 15:00 Pipar\TBWA fagnaði vel heppnaðri Krossmiðlun með teiti í lok dags í höfuðstöðvum fyrirtækisins við Guðrúnatún. Þar var margt góðra gesta og góð stemmning. Meira »

Allt sem þú vissir ekki um píkuna

Í gær, 12:00 Það þýðir ekkert að örva kynfærin ef heilinn er látinn eiga sig. Þetta er meðal þess sem fjallað er um í píkubókinni Gleðin að neðan - píkan, legið og allt hitt. Meira »

Það stoppar enginn Heiðdísi Rós

Í gær, 09:00 Heiðdís Rós Reynisdóttir fann sjálfa sig í L.A. eftir að hafa átt erfitt uppdráttar í skóla á Íslandi. Heiðdís hefur sýnt það í verki að það stoppar hana ekkert. Meira »

„Flott taska er nauðsynleg og sólgleraugu“

í gær „Að hafa góða heilsu til þess að geta notið lífsins alla daga með fjölskyldunni minni sem er frábær og góðum vinum. Ég er svo heppin að rækta líkama og sál og hafa gaman að. Ég hef frábæra aðstöðu til þess í World Class-stöðvunum.“ Meira »

Fegurðardrottningin lét sig ekki vanta

í fyrradag Anna Lára Orlowska fyrrverandi Ungfrú Íslands lét sig ekki vanta þegar ný lína frá Dr. Organic var kynnt á Kaffi Flóru í Laugardalnum. Um er að ræða nýja línu úr Cocoa Butter og í leiðinni var nýtt andlitskrem kynnt en það er með mikið af collageni í. Meira »

Linda Pé fór í loftbelg með dótturinni

í fyrradag Linda Pétursdóttir mælir með því að framkvæma hluti sem eru á „bucket“ listanum okkar. Eftir heilablóðfall gerir hún miklu meira af því að láta drauma rætast. Meira »

Græjan sem reddar á þér hárinu

í fyrradag Konur sem eyða miklum tíma í hárið á sér á hverjum morgni gleðjast yfir hverju tæki sem sparar tíma og gerir hárið betra. Þær sem eru vanar að slétta eða krulla á sér hárið eiga eftir að kunna að meta Inverse græjuna. Meira »

Endalausir möguleikar með einni pallettu

í fyrradag Nýjasta augnskuggapalletta Urban Decay nefnist Born To Run og fór hún eins og stormsveipur um förðunarheiminn en hún er loksins komin til Íslands. Meira »

Versalir Alberts og Bergþórs falir

í fyrradag Albert Eiríksson og Bergþór Pálsson eiga örugglega merkilegustu íbúð Íslands. Að utan er húsið látlaust en þegar inn er komið er eins og þú sért kominn til Versala. Þvílíkur íburður og fegurð. Meira »

Hulda og Aðalsteinn í Módern selja höllina

í fyrradag Hulda Hrönn Finsen og Aðalsteinn Finsen, eigendur Módern, hafa sett sitt fallega hús í Garðabæ á sölu.   Meira »

Er konan að brjóta á maka sínum?

í fyrradag Gift kona segir að hún sé ekki búin að lofa konu kvænta mannsins sem hún er að reyna við neinu og skuldi henni því ekki neitt. Sama segir hún um kvænta manninn sem er að reyna við hana að hann sé ekki búinn að lofa manninum hennar neinu og þess vegna skuldi hann honum ekki neitt. Þau séu bara að brjóta á mökum sínum en ekki mökum hvors annars. Er þetta rétt? Meira »

7 ráð til að koma í veg fyrir hrotur

20.9. Ef þú vilt koma í veg fyrir skilnað eða að þér verði ekki boðið með í sumarbústaðarferð með vinunum er eins gott að reyna allt til þess að koma í veg fyrir hroturnar. Meira »

Tróð sér í kjólinn frá 1999

20.9. Sarah Michelle Geller getur huggað sig við það að passa enn í kjól sem hún klæddist á Emmy-verðlaunahátíðinni fyrir 19 árum. Meira »

Með IKEA-innréttingu á baðinu

20.9. Ert þú með eins innréttingu á baðinu og Julia Roberts? Leikkonan hefur sett yndislegt hús sem hún á í Kaliforníu á leigumarkað en húsið keypti hún í fyrra. Meira »

Mamma Meghan flottari?

20.9. Meghan mætti í nýrri blárri kápu með móður sína við hlið sér þegar útgáfu uppskriftarbókar sem hún gefur út var fagnað.   Meira »

Skvísupartý á Hilton

20.9. Allar flottustu skvísur landsins mættu á Hilton Nordica í gærkvöldi og kynntu sér spennandi förðunar- og snyrtivörur frá vörumerkjum BOX12. Meira »

Stórglæsilegar með ör eftir bólur

20.9. Margir skammast sín fyrir bólur og ör eftir þær en það er auðvitað algjör óþarfi enda kemur fegurðin innan frá.   Meira »
Meira píla