Er í lagi að fyrirgefa framhjáhald?

Íslensk kona veltir fyrir sér hvort hún sé alger auli ...
Íslensk kona veltir fyrir sér hvort hún sé alger auli að fyrirgefa framhjáhald. mbl.is/ThinkstockPhotos

Valdimar Þór Svavarsson, ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu, svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hann spurningu frá konu sem á kærasta sem hefur haldið framhjá henni. Hún spyr hvort hún sé alger auli að fyrirgefa framhjáhaldið. 

Sæll Valdimar

Ég kynntist manni fyrir nokkrum, varð ástfangin upp fyrir haus og kollsteypti minni tilveru til að við gætum verið saman. Fjölskyldan mín var mjög ósátt og taldi hann ekki nógu góðan fyrir mig meðal annars þar sem hann var þekktur fyrir framhjáhald. Við áttum saman nokkur góð ár þar til hann tók upp fyrri siði og fór að halda við aðra konu. Ég komst fljótlega að því og skildi við hann nokkrum mánuðum síðar og á svipuðum tíma sleit hann sambandið við viðhaldið.

Í dag höfum við verið sundur í dágóðan tíma en höfum ákveðið að stokka upp á nýtt og reyna aftur. Við þá ákvörðun mína hef ég misst fjölskylduna mína að mestu og flesta vini. Mér er sagt að ég sé ömurleg fyrirmynd barnanna og nú sé ég algjörlega búin að klúðra lífinu. Mér finnst ég ekki eiga að þurfa að sannfæra fólk um mínar ákvarðanir en það er sárt að standa allt í einu ein.  Er þetta algjörlega „lost case“ að ætla að fyrirgefa framhjáhald?

Kær kveðja, týnda konan

Valdimar Þór Svavarsson.
Valdimar Þór Svavarsson. mbl.is/Árni Sæberg

Góðan daginn og takk fyrir að senda þessa fyrirspurn.

Ég átti von á því að þú værir að spyrja hvort það væri skynsamlegt að fara aftur í samband með aðila sem hefur ítrekað verið ótrúr í samböndum og þar á meðal gagnvart þér. Í lok lestrar kemur hins vegar í ljós að spurningin snýst ekki um það heldur hvort hægt sé að fyrirgefa framhjáhald. Svarið er einfaldlega: Já það er hægt.

Það er virkilega góður eiginleiki að geta fyrirgefið öðrum sem hafa gert eitthvað á okkar hlut. Það að fyrirgefa er ekki það sama og að segja að maður sé sáttur við það sem gerst hefur. Fyrirgefningin er ekki síst mikilvæg fyrir okkur sjálf því það er engum hollt að burðast með ófyrirgefningu. Mörgum þykir þetta frekar aumingjaleg afstaða, vilja ekki sleppa gerandanum svo vel að fyrirgefa honum og finnst eðlilegt að bera jafnvel hatur í garð þess sem hefur valdið slíku áfalli sem framhjáhald er. Það er mjög skiljanleg afstaða og fullkomlega eðlilegt að verða reiður, sár og sætta sig alls ekki við ótrúnað af þessu tagi. Vandinn er engu að síður sá að það bitnar mest á þolandanum sjálfum að bera þessar vondu tilfinningar áfram inn í framtíðina. Þess vegna segi ég að það er fyrst og fremst mikilvægt fyrir þolandann að fyrirgefa, svo honum sjálfum geti liðið betur. Eðlilega getur það tekið einhvern tíma að komast á þann stað að maður sé tilbúinn til þess. Það er líka mikilvægt að hafa í huga að skömmin er gerandans og hann þarf að eiga við sínar tilfinningar, hvort sem viðkomandi vinnur með þær eða ekki.

Fjölmargir hafa upplifað ótrúnað og framhjáhöld í sínum samböndum og mjög mismunandi hvernig fólk tekst á við það. Sumir fara ekki úr sambandinu, gera í raun ekkert í málinu, loka á það og ræða það ekki, ala á gremju, sorg, höfnunartilfinningu, ófyrirgefningu og fleiri óþægilegum tilfinningum innra með sér. Það segir sig sjálft að það er ekki vænlegt til að byggja upp gott líf fyrir þann einstakling, hvað þá  gott parasamband. Aðrir fara úr sambandinu eins fljótt og auðið er en eru líka með þessar sáru tilfinningar innra með sér og vinna lítið í þeim. Það leiðir til þess að þessir einstaklingar upplifa sáran sársauka í hvert sinn sem minning kemur upp sem tengist áfallinu. Það getur verið nóg að sjá einhverja manneskju, heyra ákveðið nafn, heyra ákveðna tónlist, finna kunnuglega lykt og svo framvegis. Æskilega leiðin er hins vegar að vinna með þessar tilfinningar, vinna úr þeim og ná betri líðan sem einstaklingur. Það er alltaf besta leiðin, hvort sem fólk velur að vera í sambandi við gerandann eða ekki. Það hvort skynsamlegt er að treysta einhverjum sem hefur ekki verið traustsins verður, verður hver og einn að meta. Þar sem þú hefur ákveðið að rugla aftur saman reytum með viðkomandi, þrátt fyrir að það kosti þig talsverðar fórnir, þá er mikilvægt að þú vinnir úr þínum tilfinningum og að þér líði sem best til þess að geta betur notið þess að vera í sambandinu.

Með kærri kveðju,

Valdimar Þór Svavarsson, ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu.

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Valdimar spurningu HÉR. 

mbl.is

Skúli aldrei verið flottari fimmtugur

19:00 Skúli Mogensen fagnar 50 ára afmæli í dag, 18. september. Smartland lítur hér yfir farinn veg og svo virðist sem Skúli eldist eins og gott rauðvín. Meira »

Fyrstu íslensku snyrtivörurnar í Sephora

16:22 Snyrtivörukeðjan Sephora er feykivinsæl um allan heim en nú voru þær fréttir að berast að íslenska húðvörumerkið BIOEFFECT væri nú komið í sölu í versluninni. Meira »

Gísli og Selma mættu með synina

12:37 Leikarinn Gísli Örn Garðarsson mætti með son sinn á Ronju ræningjadóttur og Selma Björnsdóttir mætti með son sinn. Selma leikstýrir sýningunni en dætur þeirra beggja fara með hlutverk í leikritinu. Meira »

Hvernig leita ég að sjálfri mér?

09:21 „Það sem gerist þegar við erum uppfull af streitu þá hættum við að sofa vel, við gleymum hlátrinum okkar og leikgleði og við hættum að lokum að vera félagslega tengd. En þetta eru einmitt þeir þættir sem við þurfum að passa upp á ef við ætlum að ná aðlögun að erfiðum eða nýjum aðstæðum nú eða koma okkur út úr kulnun ýmiss konar.“ Meira »

Allt á útopnu í peysupartýi

05:33 Fjölmennt var í Listasafni Reykjavíkur á laugardaginn þegar Peysupartýið var haldið með pompi og prakt. Partýið var liður í Útmeða-átaki Geðhjálpar og Hjálparsíma Rauða krossins þar sem markmiðið er að fá ungt fólk til að tjá sig um erfiða líðan og leita sér hjálpar hjá fagfólki ef á þarf að halda. Meira »

„Ég er hrædd við að stunda kynlíf“

Í gær, 23:00 „Mig langar hræðilega mikið að vera í alvarlegu sambandi, eða einhvers konar sambandi, en ég er hrædd við að stunda kynlíf. Ég hef gert það nokkrum sinnum, en snertingar og leikir stressa mig, sérstaklega með ókunnugum.“ Meira »

Selja draumahúsið við Hafravatn

í gær Fólkið á bak við Happie Furniture, þau Haf­steinn Helgi Hall­dórs­son og Guðrún Agla Eg­ils­dótt­ir, hafa sett glæsilegt einbýlishús sitt við Hafravatn á sölu. Meira »

Boxar og sippar til að vera í toppformi

í gær Gigi Hadid vekur athygli víða fyrir að vera í frábæru formi. Womens Health tímaritið fór yfir hvað fyrirsætan gerir til að halda sér í formi. Meira »

Fögnuðu húsnæði og hakkarakeppninni

í gær Tölvuöryggisfyrirtækið Syndis bauð í innflutningspartí á dögunum í tilefni af því að fyrirtækið flutti í Katrínartún 4. Á sama tíma veitti fyrirtækið verðlaun í IceCFT hakkarakeppninni. Meira »

Páll Rafnar selur íbúðina við Garðastræti

í gær Páll Rafnar Þorsteinsson, fyrrverandi aðstoðarmaður Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar, hefur sett sína huggulegu íbúð á sölu. Meira »

Það sem franskar konur gera aldrei

í gær Franskar konur hafa orð á sér fyrir að gera hlutina rétt þegar kemur að tískunni. Það eru nokkrir hlutir sem þær klikka aldrei á. Meira »

Morgundrátturinn gerir þig betri í vinnunni

í gær Kynlíf virðist oft vera svarið við öllum vandamálum. Kynlíf á morgnana er frábært ráð ef þú átt erfitt með að vakna. Það gæti líka hjálpað ef þú átt í erfiðleikum í vinnunni. Meira »

Allir geta lært nýja hluti

í fyrradag Erla Aradóttir hefur starfað sem kennari í yfir 40 ár. Hún stofnaði árið 1993 skólann Enska fyrir alla og leggur metnað sinn í að færa landsmönnum þá þekkingu sem þeir vilja öðlast á enskri tungu. Meira »

Sleppir aldrei þessari æfingu

16.9. Kourtney Kardashian er í hörkuformi og ekki að ástæðulausu enda gerir hún kassahopp á hverjum degi.   Meira »

Pínulítið geggjað samfélag

16.9. Margrét Grímsdóttir er framkvæmdastjóri hjúkrunar á Heilsustofnun NLFÍ. Þar er boðið upp á 4 vikna streitumeðferð sem Margrét stýrir. Meira »

71 árs í fantaflottu formi

16.9. Leikkonan Susan Lucci er búin að finan út hvernig maður heldur sér í formi á áttræðisaldri. Aldur er greinilega afstæður!  Meira »

Ferillinn fór á flug eftir fertugt

16.9. Stóra tækifærið kemur ekki endilega fyrir þrítugt. Ferill margra þekktra kvenna fór ekki á flug fyrr en um fertugt, jafnvel sextugt. Meira »

Ballett fer aldrei úr tísku

16.9. Lára Stefánsdóttir lætur til sín taka og kennir pilates í eigin rekstri og hot barre fit-tíma í Hreyfingu.  Meira »

Ert þú í gáfaðasta stjörnumerkinu?

15.9. Fræðimenn hafa ályktað hvaða stjörnumerki eru þau gáfuðustu með því að fara í gegnum alla nóbelsverðlaunahafa.   Meira »

Hélt fram hjá með yfirmanninum

15.9. „Eiginmaður minn varð tortrygginn. Til þess að bjarga hjónabandi mínu þurfti ég að gera minna úr hlutunum og segja að ekkert væri í gangi. Það hefði líka flækt hlutina mjög mikið í vinnunni ef einhver hefði komist að þessu.“ Meira »

Augnkonfekt sem enginn má missa af

15.9. Nýjasta herferð Jil Sander er stuttmynd eftir leikstjórann Wim Wenders. Áhugafólk um kvikmyndagerð og tísku heldur ekki vatni yfir þessu verki. Meira »