Er í lagi að fyrirgefa framhjáhald?

Íslensk kona veltir fyrir sér hvort hún sé alger auli ...
Íslensk kona veltir fyrir sér hvort hún sé alger auli að fyrirgefa framhjáhald. mbl.is/ThinkstockPhotos

Valdimar Þór Svavarsson, ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu, svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hann spurningu frá konu sem á kærasta sem hefur haldið framhjá henni. Hún spyr hvort hún sé alger auli að fyrirgefa framhjáhaldið. 

Sæll Valdimar

Ég kynntist manni fyrir nokkrum, varð ástfangin upp fyrir haus og kollsteypti minni tilveru til að við gætum verið saman. Fjölskyldan mín var mjög ósátt og taldi hann ekki nógu góðan fyrir mig meðal annars þar sem hann var þekktur fyrir framhjáhald. Við áttum saman nokkur góð ár þar til hann tók upp fyrri siði og fór að halda við aðra konu. Ég komst fljótlega að því og skildi við hann nokkrum mánuðum síðar og á svipuðum tíma sleit hann sambandið við viðhaldið.

Í dag höfum við verið sundur í dágóðan tíma en höfum ákveðið að stokka upp á nýtt og reyna aftur. Við þá ákvörðun mína hef ég misst fjölskylduna mína að mestu og flesta vini. Mér er sagt að ég sé ömurleg fyrirmynd barnanna og nú sé ég algjörlega búin að klúðra lífinu. Mér finnst ég ekki eiga að þurfa að sannfæra fólk um mínar ákvarðanir en það er sárt að standa allt í einu ein.  Er þetta algjörlega „lost case“ að ætla að fyrirgefa framhjáhald?

Kær kveðja, týnda konan

Valdimar Þór Svavarsson.
Valdimar Þór Svavarsson. mbl.is/Árni Sæberg

Góðan daginn og takk fyrir að senda þessa fyrirspurn.

Ég átti von á því að þú værir að spyrja hvort það væri skynsamlegt að fara aftur í samband með aðila sem hefur ítrekað verið ótrúr í samböndum og þar á meðal gagnvart þér. Í lok lestrar kemur hins vegar í ljós að spurningin snýst ekki um það heldur hvort hægt sé að fyrirgefa framhjáhald. Svarið er einfaldlega: Já það er hægt.

Það er virkilega góður eiginleiki að geta fyrirgefið öðrum sem hafa gert eitthvað á okkar hlut. Það að fyrirgefa er ekki það sama og að segja að maður sé sáttur við það sem gerst hefur. Fyrirgefningin er ekki síst mikilvæg fyrir okkur sjálf því það er engum hollt að burðast með ófyrirgefningu. Mörgum þykir þetta frekar aumingjaleg afstaða, vilja ekki sleppa gerandanum svo vel að fyrirgefa honum og finnst eðlilegt að bera jafnvel hatur í garð þess sem hefur valdið slíku áfalli sem framhjáhald er. Það er mjög skiljanleg afstaða og fullkomlega eðlilegt að verða reiður, sár og sætta sig alls ekki við ótrúnað af þessu tagi. Vandinn er engu að síður sá að það bitnar mest á þolandanum sjálfum að bera þessar vondu tilfinningar áfram inn í framtíðina. Þess vegna segi ég að það er fyrst og fremst mikilvægt fyrir þolandann að fyrirgefa, svo honum sjálfum geti liðið betur. Eðlilega getur það tekið einhvern tíma að komast á þann stað að maður sé tilbúinn til þess. Það er líka mikilvægt að hafa í huga að skömmin er gerandans og hann þarf að eiga við sínar tilfinningar, hvort sem viðkomandi vinnur með þær eða ekki.

Fjölmargir hafa upplifað ótrúnað og framhjáhöld í sínum samböndum og mjög mismunandi hvernig fólk tekst á við það. Sumir fara ekki úr sambandinu, gera í raun ekkert í málinu, loka á það og ræða það ekki, ala á gremju, sorg, höfnunartilfinningu, ófyrirgefningu og fleiri óþægilegum tilfinningum innra með sér. Það segir sig sjálft að það er ekki vænlegt til að byggja upp gott líf fyrir þann einstakling, hvað þá  gott parasamband. Aðrir fara úr sambandinu eins fljótt og auðið er en eru líka með þessar sáru tilfinningar innra með sér og vinna lítið í þeim. Það leiðir til þess að þessir einstaklingar upplifa sáran sársauka í hvert sinn sem minning kemur upp sem tengist áfallinu. Það getur verið nóg að sjá einhverja manneskju, heyra ákveðið nafn, heyra ákveðna tónlist, finna kunnuglega lykt og svo framvegis. Æskilega leiðin er hins vegar að vinna með þessar tilfinningar, vinna úr þeim og ná betri líðan sem einstaklingur. Það er alltaf besta leiðin, hvort sem fólk velur að vera í sambandi við gerandann eða ekki. Það hvort skynsamlegt er að treysta einhverjum sem hefur ekki verið traustsins verður, verður hver og einn að meta. Þar sem þú hefur ákveðið að rugla aftur saman reytum með viðkomandi, þrátt fyrir að það kosti þig talsverðar fórnir, þá er mikilvægt að þú vinnir úr þínum tilfinningum og að þér líði sem best til þess að geta betur notið þess að vera í sambandinu.

Með kærri kveðju,

Valdimar Þór Svavarsson, ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu.

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Valdimar spurningu HÉR. 

mbl.is

10 atriði sem menn ljúga um á stefnumótum

Í gær, 21:00 Það er ekki sniðugt að ljúga um hjúskaparstöðu á stefnumótum en fjölmargir karlar eru sekir um þá lygi. Enn fleiri hafa þó logið til um fjölda rekkjunauta. Meira »

Á ég að stofna fyrirtæki eða ekki?

Í gær, 18:00 „Núna stend ég á krossgötum þar sem ég er að klára háskólanám í desember og hef lengi vel verið með þá flugu í hausnum að stofna fyrirtæki. Núna er flugan farin að fljúga hraðar þar sem við erum núna tveir úr náminu sem erum að hugsa um að stofna fyrirtæki saman, og hugmyndin því komin skrefinu lengra.“ Meira »

Sprautaði barnaolíu í varirnar

Í gær, 15:00 Barbie-fyrirsætan Kerry Miles er ekki hætt að fara í fegrunaraðgerðir þrátt fyrir að barnaolíu var sprautað í varir hennar.   Meira »

Ert þú með einkenni vinnustress?

Í gær, 12:00 „Fólk gengur um með vinnusíma þar sem tölvupósturinn dettur inn allan daginn. Með tilkomu snjallsímanna getur „netrúntur“ í símanum hreinlega orðið að áráttu eða fíkn. Margir hafa tilhneigingu til að „athuga“ í sífellu hvort eitthvað hafi gerst og áður en þeir vita af er vinnupósturinn orðinn fastur liður í netrúntinum, líka þegar heim er komið.“ Meira »

Komdu í veg fyrir að þykkna um jólin

Í gær, 09:10 „Við könnumst flest við að borða aðeins of mikið yfir jólahátíðina. Þetta einfalda ráð sem ég ætla að deila með þér í dag gæti verið lausnin til að fyrirbyggja ofát og sleppa þannig við aukakílóin og slenið sem því fylgir,“ segir Júlía. Meira »

Forsetafrúrnar flottar í tauinu

Í gær, 06:00 Brigitte Macron og Melania Trump hittust um síðustu helgi í sínu fínasta pússi. Sú franska var töff að vanda en frú Trump í öllu hefðbundnari klæðnaði. Meira »

Hversu oft á að stunda kynlíf?

í fyrradag Er ég að stunda nógu mikið kynlíf? Þetta er spurning sem fólk veltir fyrir sér hvort sem það er hamingjusamt eða ekki.   Meira »

Simbi framfleytti sér með glæpum

í fyrradag Sigmundur Geir Helgason, Simbi, væri líklega ekki á lífi í dag ef hann hefði ekki komist í meðferð í Hlaðgerðarkoti fyrir tæpu einu og hálfu ári. Hann framfleytti sér með glæpum um árabil. Meira »

Fóru í hjónabandsráðgjöf

í fyrradag Michelle Obama segir að hún og Barack Obama vinni í sambandi sínu og það sé eðlilegt að vilja fara frá maka sínum.   Meira »

Sagan hennar Sunnu Elvíru

í fyrradag Sunna Elvíra Þorkelsdóttir komst í fréttir í byrjun árs þegar hún féll á milli hæða á heimili sínu á Spáni 19. janúar. Hún lamaðist í slysinu og mun aldrei geta gengið aftur. Meira »

Gjörbreytti borðstofunni fyrir 40.000

í fyrradag Inga Rut Pétursdóttir fékk alveg nýja borðstofu fyrir 40.000 krónur. Hún málaði í litnum Djúpur sem er litur úr litakorti Sæju hjá Slippfélaginu. Meira »

83 milljóna útsýnisíbúð í Garðabæ

í fyrradag Við Löngulínu í Garðabæ stendur ákaflega falleg 138 fm íbúð á besta stað við sjóinn. Íbúðin er smekklega innréttuð.   Meira »

Komst yfir sjálfsvígshuganirnar

í fyrradag Bill Lokey segir frá reynslu sinni þegar hann var við það að taka eigið líf. Hann segir að það sé hægt að komast yfir þá reynslu. Meira »

Vill líta út eins og lifandi kynlífsdúkka

12.11. Transkonan Ivana er búin að fara í 20 fegrunaraðgerðir til þess að líta út eins og lifandi kynlífsdúkka. Ivana sem er 26 ára er sögð hafa eytt um 87 þúsundum punda í aðgerðirnar eða rúmlega 13 milljónum íslenskra króna. Meira »

Einfaldar leiðir til að auka tekjurnar

12.11. „Margir eru í þeim sporum að geta ekki aukið tekjurnar á núverandi vinnustað. Þar geta legið ýmsar ástæður að baki. Ein gæti verið sú að fyrirtækið hefur ekki bolmagn til að greiða hærri laun en þú sættir þig við núverandi launakjör í von um að bráðum komi betri tíð,“ segir Edda. Meira »

Svona æfði Jenner fyrir sýningu Victoria's Secret

12.11. Ofurfyrirsætan Kendall Jenner segist hafa æft vel og passað mataræðið áður en hún steig á svið fyrir Victoria's Secret.   Meira »

Gilda íslensk hjúskaparlög erlendis?

12.11. Ég er með spurningu sem varðar riftun hjónabands sem stofnað er til í öðru landi. Getur einstaklingur sem stofnaði til hjúskapar í öðru landi rekið skilnaðarmál á Íslandi? Málsaðstæður eru þær að viðkomandi vill ljúka hjúskap en makinn í heimalandi ekki. Meira »

Ástarsorgin dró hana í Kópavog

12.11. Kamilla Einarsdóttir hefur skrifað sögur alla sína ævi en langaði ekki að gefa neitt út. Eftir að bókaútgáfa sýndi verkum hennar áhuga og bauðst til að gefa bók hennar út varð til bókin Kópavogskronika. Meira »

Sjö stig tilfinninga fólks í ástarsorg

12.11. Sorg er ekki það fyrsta sem einkennir tilfinningar fólks sem er nýhætt í sambandi. Afneitun og reiði kemur á undan.   Meira »

Afmælisstuð í hámarki hjá Spektra

11.11. Ráðgjafafyrirtækið Spektra ehf. hélt upp á 5 ára afmælið sitt á dögunum og af því tilefni bauð fyrirtækið í afmælispartí í húsakynnum sínum að Laugavegi 178. Meira »

Gerðu trúboðastellinguna betri

11.11. Trúboðastellingin þarf ekki að vera leiðinleg og ætti í rauninni að vera reglulega á matseðlinum en fólk ætti ef til vill að kunna að bragðbæta hana. Meira »