Þetta einkennir sambönd sem þarf að laga

Er hinn aðilinn að forðast þig?
Er hinn aðilinn að forðast þig? mbl.is/Thinkstockphotos

Hvenær þarf að fara virkilega að vinna í sambandinu? Sambandsráðgjafinn Rachel Zamore er með á hreinu hvað einkennir þau sambönd sem þarf að vinna í og þau sambönd þar sem þegar er komið upp vandamál. 

Þegar upp er komin sú staða að annar aðilinn vill fjarlægð en hinn aðilinn sækir enn meira í hinn aðilann þá er komið upp vandamál. Samkvæmt Buisness Insider sér Zamore þetta munstur oft hjá þeim sem leita til hennar.

Hún segir að oft hafi annar aðilinn reynt í marga mánuði, jafnvel í ár að nálgast maka sinn en á sama tíma hafi hinn aðilinn fjarlægst hann. Þegar Zamore hittir síðan fólkið er sá sem er að reyna að koma á meiri nánd alveg búinn á því og er að gefast upp. 

Ef þetta á við þitt samband er mögulega kominn tími til þess að leita sér hjálpar. 

Ástarsambönd breytast og þá getur verið að ekki sé jafn …
Ástarsambönd breytast og þá getur verið að ekki sé jafn gaman og í byrjun. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál