Hvernig leita ég að sjálfri mér?

Linda Baldvinsdóttir, markþjálfi hjá Manngildi.
Linda Baldvinsdóttir, markþjálfi hjá Manngildi. mbl.is/Árni Sæberg

„Ég eins og við flest leita annað slagið að sjálfri mér upp á nýtt þegar ég týnist í aðstæðum lífsins. Ég hef komist að því að mér gengur það best ef ég næ að aðlaga mig aðstæðunum sem eru, en ekki væntingum mínum og skilyrtum óskuðum kringumstæðum,“ segir Linda Baldvinsdóttir, markþjálfi hjá Manngildi, í sínum nýjasta pistli: 

Það er ekki eins og það sé það auðveldasta sem við gerum og oft er það einnig þannig að við erum með svo fastmótaðar hugmyndir um það hvernig allt á að vera að við eigum erfitt með að sleppa tökunum á því.

Sama hversu erfitt sem mér þykir þetta þó vera, þarf ég að gæta að hjarta mínu, lífi, byrja næsta kafla og sleppa tökum á þeim aðstæðum sem eru og sætta mig við það sem er. Og læra síðan að elska það og gera eins og sagt er. Að búa til sætan sítrónudrykk þegar mér eru réttar sítrónurnar í lífinu.

En þegar ég segi sætta mig við á ég ekki við að við eigum að sætta okkur við aðstæður sem eru okkur skaðlegar með einum eða öðrum hætti, né er ég að segja að þú eigir ekki að sækjast eftir því að fá þörfum þínum mætt. Það sem ég er hins vegar að tala um er að sætta sig við þá atburði eða aðstæður í lífinu sem við fáum ekki breytt með neinum hætti.

Í leit minni að því að aðlaga mig mínum nýju aðstæðum í lífinu fór ég á áhugavert qigong-námskeið um daginn þar sem ég lærði að anda með tilgangi. Þessi aðferð er mörg þúsund ára gömul. Hún er notuð víða um heim í dag til fyrirbyggingar og jafnvel lækninga í sumum tilfellum. Því fannst mér rétt að draga vinkonu mína með mér á námskeið til að kynnast þessu af eigin raun.

Mér þótti mjög áhugavert að finna að það eitt að anda rétt gaf mér meiri meðvitund um líkama minn og hvar ég þarf að liðka hann og sveigja. Merkilegt að okkur skuli ekki vera kenndar aðferðir sem þessar strax á barnsaldri svo að koma megi í veg fyrir að við festumst í stirðleika og bólgum þeim sem fylgja með því einu að anda og sveigja sig á einfaldan máta!

Á þessu sama námskeiði fannst mér einnig mjög athyglivert að læra að þar sem orkan flæðir ekki frjáls þá vilja menn meina að hugur okkar verði óstöðugur, dómgreindarleysi geti átt sér stað, jafnvel siðblinda, einræna, tilfinningaleysi, höfnun, sérhygli og ótti. Vanvirkni geti einnig fylgt, hjálparleysi og að lokum veikindi. Merkileg fræði sem vert er að hafa í huga þegar við ætlum að breyta heilsunni okkar til hins betra.

Og í leit minni að einhverju gagnlegu og nýju fann ég einnig fyrirlestur sem gaf mér leiðsögn sem ég ætla að nýta mér og ég vona að þú getir einnig nýtt þér. 

Sá fyrirlestur var á TED (sem er í uppáhaldi hjá mér) en þar sem steig á stokk í þessu tilfelli rithöfundur bókarinnar „The Dolphin Way“ (eða leið höfrunganna), dr. Shimi Kang, þar sem hún talar um hvaða upplýsingar náttúran gefur okkur hvað varðar aðlögun og streitulosun eða það sem við mennirnir getum nýtt okkur úr náttúrunni til að minnka streitu og kulnun og þótti mér þetta afar áhugavert svo ekki sé meira sagt.

Það sem gerist þegar við erum uppfull af streitu þá hættum við að sofa vel, við gleymum hlátrinum okkar og leikgleði og við hættum að lokum að vera félagslega tengd. En þetta eru einmitt þeir þættir sem við þurfum að passa upp á ef við ætlum að ná aðlögun að erfiðum eða nýjum aðstæðum nú eða koma okkur út úr kulnun ýmiss konar. Dr. Khan kallar þessa aðferð náttúrunnar P.O.D eða play, others, and downtime. 

Ef við skoðum þessa streitunálgun hennar dr. Shimi Kang byggir hún hana á rannsóknum sem hún gerði á náttúrunni og þeim lífverum sem jörðina byggja og fann út að þær tegundir sem löguðu sig að aðstæðum lifðu af á meðan aðrar sem ekki gátu aðlagað sig gáfu eftir og dóu út.

En höfrungarnir urðu til þess að hún fór að skoða hvað það væri sem gæfi þeim lífsgleðina og jafnvægið sem virtist einkenna þá og fann út að það voru þættir sem þeir pössuðu upp á að væru í jafnvægi og þeir þættir voru þeir að þeir léku sér á hverjum degi, hvíldu sig vel og voru síðan hluti af stóru félagsneti og þeir pössuðu upp á að jafnvægi væri á öllum þessum þáttum á daglegum basis.

Sjúkdómar þeir sem við eigum við að etja í dag eru margir streitutengdir og því fór ég að hugsa hvort að það gæti verið vegna þess að við erum ekki að sinna því að hafa jafnvægi í lífi okkar. Ég get svo sem ekki fullyrt neitt um það en ég veit þó að þegar ég hef verið undir álagi þá er mér hættara við að fá flensur, gigtarköst, astma og fleira sem herjar frekar á mig á þeim stundum þar sem ég hugsa minnst um mig og jafnvægi mitt.

Og ég veit að til að ég geti aðlagað mig nýjum aðstæðum og haft jafnvægi á þessum þáttum höfrunganna þarf ég að skilja gömlu aðstæðurnar eftir og allt sem þeim tilheyrir, finna jafnvel nýjar og spennandi leiðir og afla mér nýrrar þekkingar sem gagnast mér á leið minni til jafnvægis og hamingju, ásamt því að nota þær gömlu sem ég á í farteskinu. Aðferðir eins og þær að tala út jákvæðar aðstæður inn í líf mitt, fyrirgefa, næra mig vel til anda, sálar og líkama og treysta lífinu fyrir mér og mínum aðstæðum og sleppa síðan tökunum.

Með allt þetta í farteskinu mun allt fara vel hjá okkur öllum elskurnar og streita, ótti og aðrar óuppbyggjandi tilfinningar munu víkja fyrir spennandi og óvæntum skemmtilegum uppákomum.

Njótum þess að hafa leik, samskipti og hvíld í jafnvægi alla daga og við erum í góðum málum. 

Og ef þig vantar mína aðstoð við lífsins málefni þá er ég aðeins eina tímapöntun í burtu.

mbl.is

Elskhuginn lét sig hverfa

Í gær, 23:59 Því ég held að mörg okkar myndu ekki segja já við spurningunni: Er í lagi að ég komi fram við þig eins og ég hafi áhuga á þér en svo mun ég láta mig hverfa? Meira »

Rándýr trefill minnti á allt annað

Í gær, 21:00 Stundum minnir sköpun fólks helst á kvensköp. Ítalska tískuhúsið Fendi komst á dögunum í fréttir fyrir rándýran trefil sem þótti minna á píku. Meira »

Steinþór Helgi og Glódís stækka við sig

Í gær, 18:13 Steinþór Helgi Arnsteinsson og Glódís Guðgeirsdóttir hafa sett sína huggulegu íbúð á sölu en hún stendur við Grandaveg í Reykjavík. Meira »

Hvernig verður lífið betra?

Í gær, 16:00 „Hversu oft er það ekki þannig að við finnum einhvern ófrið innra með okkur en veljum að hunsa þá líðan en komumst síðan að því að við höfðum rétt fyrir okkur, varnarkerfi hjartna okkar hafði varað okkur við en við treystum ekki á það.“ Meira »

Frikki Weiss best klæddi maðurinn?

Í gær, 12:34 Íslendingar þekkja Friðrik Weisshappel, þúsundþjalasmið og athafnamann. Nú eru Danirnir að fatta að þessi meistari er ekkert blávatn. Meira »

Pabbinn keyrður heim í löggubíl

Í gær, 09:06 „Eiginlega datt botninn úr þessu síðast þegar löggan kom með hann heim í annarlegu ástandi. Hann varð mjög blúsaður eftir þetta, sagðist ætla að hætta en svo fór hann í veiðiferð með félögum sínum og datt í það eins og ekkert væri sjálfsagðara.“ Meira »

0,73 prósent í „stórum stærðum“

Í gær, 06:09 Stærstu tískuhús í Evrópu stóðu sig herfilega í að sýna fjölbreytilegar líkamsgerðir þegar þau sýndu vor- og sumarlínu sína fyrir árið 2019. Meira »

Níu merki um framhjáhald

í fyrradag Er makinn að halda fram hjá? Komdu auga á hegðunarmynstur þeirra sem halda fram hjá.   Meira »

Hvenær hætta börn að vera viku og viku?

í fyrradag „Ég hef verið að velta fyrir mér með unglinga sem eiga fráskilda foreldra og búa til skiptis á báðum heimilum. Hvenær eru þeir orðnir það gamlir að það er betra fyrir þá að eiga eitt heimili og hætta að flakka á milli?“ Meira »

Megrun skilar aldrei neinu

í fyrradag Anna Eiríksdóttir, deildarstjóri í Hreyfingu, hefur áratugareynslu af því að hjálpa fólki að komast í betra líkamlegt form. Hún segir að megrun skili aldrei neinum árangri. Meira »

Leið eins ég væri að kveðja Bjössa minn

í fyrradag Hafdís Jónsdóttir eða Dísa í World Class eins og hún er jafnan kölluð fer með lítið hlutverk í myndinni Undir halastjörnu.   Meira »

Inga Bryndís í Magnolia selur húsið

í fyrradag Inga Bryndís Jónsdóttir eigandi Magnolia og eiginmaður hennar hafa sett sitt fallega einbýli við Bergsstaðastræti á sölu.   Meira »

Þetta er alveg skothelt eftir ræktina

í fyrradag Nýlega tók ég upp þann sið að mæta í ræktina þótt það fari eftir dögum hvort ég taki æfingu á hlaupabrettinu eða í heita pottinum. Ferill minn í líkamsrækt er jafnskrautlegur og á stefnumótamarkaðnum en líklega finnst mér skemmtilegra að velja hvað eigi að vera í íþróttatöskunni heldur en að svitna. Meira »

Himneskt kvölds og morgna

14.10. Alveg síðan Weleda var stofnað árið 1921 hefur fyrirtækið framleitt náttúrulegar húð- og líkamsvörur sem byggjast á sömu heildarsýn og antrosopísk lyf. Vörurnar styðja við góða heilsu og hafa fyrirbyggjandi eiginleika. Meira »

Notalegt heimili ofurfyrirsætu

14.10. Victoria's Secret-fyrirsætan Alessandra Ambrosio á dásamlegt heimili í Kaliforníu þar sem afslappaður stíll ræður ríkjum.   Meira »

Lykillinn að skornum maga Pinkett Smith

14.10. Jada Pinkett Smith er þekkt fyrir vöðvastæltan líkama en magaæfingarnar getur hún gert án þess að vera í ræktinni.   Meira »

Fegurðarleyndarmál Madonnu afhjúpað

14.10. Madonna hefur þróað nýtt nuddtæki sem viðheldur unglegu útliti, minnkar þrota og bólgur í andliti og líkama. Nú getur þú litið út eins og drottningin. Meira »

Snyrtivaran sem Meghan notar aldrei

14.10. Meghan hertogaynja sér um að farða sig sjálf. Daniel Martin farðaði hana á brúðkaupsdag hennar og veit hann hvað Meghan vill og vill ekki. Meira »

Uppáhaldskolvetni englanna

14.10. Victoria's Secret-fyrirsæturnar Josephine Skriver og Jasmine Tookes borða kolvetni á hverjum degi en stundum er fólki ráðlagt að skera niður kolvetnisát sitt. Meira »

Best að sleppa sígarettunum

14.10. Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir á Dea Medica segir að fólk leiti yfirleitt til hennar í kringum fertugt til þess að fara í fyllingarefni eða bótox. Andlitslyfting er hins vegar yfirleitt framkvæmd síðar hjá fólki. Meira »

Silkimjúk og mött lína

13.10. Ef þú vilt fá örlítið nýtt yfirbragð og gera þig upp þá er nýr varalitur alltaf góður kostur. Ný varalitalína frá YSL breytir stemningunni. Meira »
Meira píla