Hvernig leita ég að sjálfri mér?

Linda Baldvinsdóttir, markþjálfi hjá Manngildi.
Linda Baldvinsdóttir, markþjálfi hjá Manngildi. mbl.is/Árni Sæberg

„Ég eins og við flest leita annað slagið að sjálfri mér upp á nýtt þegar ég týnist í aðstæðum lífsins. Ég hef komist að því að mér gengur það best ef ég næ að aðlaga mig aðstæðunum sem eru, en ekki væntingum mínum og skilyrtum óskuðum kringumstæðum,“ segir Linda Baldvinsdóttir, markþjálfi hjá Manngildi, í sínum nýjasta pistli: 

Það er ekki eins og það sé það auðveldasta sem við gerum og oft er það einnig þannig að við erum með svo fastmótaðar hugmyndir um það hvernig allt á að vera að við eigum erfitt með að sleppa tökunum á því.

Sama hversu erfitt sem mér þykir þetta þó vera, þarf ég að gæta að hjarta mínu, lífi, byrja næsta kafla og sleppa tökum á þeim aðstæðum sem eru og sætta mig við það sem er. Og læra síðan að elska það og gera eins og sagt er. Að búa til sætan sítrónudrykk þegar mér eru réttar sítrónurnar í lífinu.

En þegar ég segi sætta mig við á ég ekki við að við eigum að sætta okkur við aðstæður sem eru okkur skaðlegar með einum eða öðrum hætti, né er ég að segja að þú eigir ekki að sækjast eftir því að fá þörfum þínum mætt. Það sem ég er hins vegar að tala um er að sætta sig við þá atburði eða aðstæður í lífinu sem við fáum ekki breytt með neinum hætti.

Í leit minni að því að aðlaga mig mínum nýju aðstæðum í lífinu fór ég á áhugavert qigong-námskeið um daginn þar sem ég lærði að anda með tilgangi. Þessi aðferð er mörg þúsund ára gömul. Hún er notuð víða um heim í dag til fyrirbyggingar og jafnvel lækninga í sumum tilfellum. Því fannst mér rétt að draga vinkonu mína með mér á námskeið til að kynnast þessu af eigin raun.

Mér þótti mjög áhugavert að finna að það eitt að anda rétt gaf mér meiri meðvitund um líkama minn og hvar ég þarf að liðka hann og sveigja. Merkilegt að okkur skuli ekki vera kenndar aðferðir sem þessar strax á barnsaldri svo að koma megi í veg fyrir að við festumst í stirðleika og bólgum þeim sem fylgja með því einu að anda og sveigja sig á einfaldan máta!

Á þessu sama námskeiði fannst mér einnig mjög athyglivert að læra að þar sem orkan flæðir ekki frjáls þá vilja menn meina að hugur okkar verði óstöðugur, dómgreindarleysi geti átt sér stað, jafnvel siðblinda, einræna, tilfinningaleysi, höfnun, sérhygli og ótti. Vanvirkni geti einnig fylgt, hjálparleysi og að lokum veikindi. Merkileg fræði sem vert er að hafa í huga þegar við ætlum að breyta heilsunni okkar til hins betra.

Og í leit minni að einhverju gagnlegu og nýju fann ég einnig fyrirlestur sem gaf mér leiðsögn sem ég ætla að nýta mér og ég vona að þú getir einnig nýtt þér. 

Sá fyrirlestur var á TED (sem er í uppáhaldi hjá mér) en þar sem steig á stokk í þessu tilfelli rithöfundur bókarinnar „The Dolphin Way“ (eða leið höfrunganna), dr. Shimi Kang, þar sem hún talar um hvaða upplýsingar náttúran gefur okkur hvað varðar aðlögun og streitulosun eða það sem við mennirnir getum nýtt okkur úr náttúrunni til að minnka streitu og kulnun og þótti mér þetta afar áhugavert svo ekki sé meira sagt.

Það sem gerist þegar við erum uppfull af streitu þá hættum við að sofa vel, við gleymum hlátrinum okkar og leikgleði og við hættum að lokum að vera félagslega tengd. En þetta eru einmitt þeir þættir sem við þurfum að passa upp á ef við ætlum að ná aðlögun að erfiðum eða nýjum aðstæðum nú eða koma okkur út úr kulnun ýmiss konar. Dr. Khan kallar þessa aðferð náttúrunnar P.O.D eða play, others, and downtime. 

Ef við skoðum þessa streitunálgun hennar dr. Shimi Kang byggir hún hana á rannsóknum sem hún gerði á náttúrunni og þeim lífverum sem jörðina byggja og fann út að þær tegundir sem löguðu sig að aðstæðum lifðu af á meðan aðrar sem ekki gátu aðlagað sig gáfu eftir og dóu út.

En höfrungarnir urðu til þess að hún fór að skoða hvað það væri sem gæfi þeim lífsgleðina og jafnvægið sem virtist einkenna þá og fann út að það voru þættir sem þeir pössuðu upp á að væru í jafnvægi og þeir þættir voru þeir að þeir léku sér á hverjum degi, hvíldu sig vel og voru síðan hluti af stóru félagsneti og þeir pössuðu upp á að jafnvægi væri á öllum þessum þáttum á daglegum basis.

Sjúkdómar þeir sem við eigum við að etja í dag eru margir streitutengdir og því fór ég að hugsa hvort að það gæti verið vegna þess að við erum ekki að sinna því að hafa jafnvægi í lífi okkar. Ég get svo sem ekki fullyrt neitt um það en ég veit þó að þegar ég hef verið undir álagi þá er mér hættara við að fá flensur, gigtarköst, astma og fleira sem herjar frekar á mig á þeim stundum þar sem ég hugsa minnst um mig og jafnvægi mitt.

Og ég veit að til að ég geti aðlagað mig nýjum aðstæðum og haft jafnvægi á þessum þáttum höfrunganna þarf ég að skilja gömlu aðstæðurnar eftir og allt sem þeim tilheyrir, finna jafnvel nýjar og spennandi leiðir og afla mér nýrrar þekkingar sem gagnast mér á leið minni til jafnvægis og hamingju, ásamt því að nota þær gömlu sem ég á í farteskinu. Aðferðir eins og þær að tala út jákvæðar aðstæður inn í líf mitt, fyrirgefa, næra mig vel til anda, sálar og líkama og treysta lífinu fyrir mér og mínum aðstæðum og sleppa síðan tökunum.

Með allt þetta í farteskinu mun allt fara vel hjá okkur öllum elskurnar og streita, ótti og aðrar óuppbyggjandi tilfinningar munu víkja fyrir spennandi og óvæntum skemmtilegum uppákomum.

Njótum þess að hafa leik, samskipti og hvíld í jafnvægi alla daga og við erum í góðum málum. 

Og ef þig vantar mína aðstoð við lífsins málefni þá er ég aðeins eina tímapöntun í burtu.

mbl.is

Thelma hannaði töfraheim fyrir fjölskyldu

05:00 Thelma Björk Friðriksdóttir innanhússarkitekt hannaði ákaflega heillandi heimili utan um fjögurra manna fjölskyldu.  Meira »

Geggjaður retró-stíll í 101

Í gær, 21:00 Við Framnesveg í Reykjavík stendur 103 fm raðhús sem byggt var 1922. Búið er að endurnýja húsið mikið og er stíllinn svolítið eins og að fólk gangi inn í tímavél. Meira »

Páska skraut á skandinavíska vísu

Í gær, 20:00 Skandinavísk hönnun er vinsæl víða. Páskaskraut á skandinavíska vísu er vinsælt um þessar mundir, sér í lagi á meðal þeirra sem aðhyllast minimalískan lífsstíl. Það er ódýrt og fallegt að setja saman það sem til er á heimilinu og skreyta þannig fyrir páskana. Meira »

Svona heldur þú heilsusamlega páska

Í gær, 17:00 Þegar fólk breytir um lífsstíl og mataræði á það stundum erfitt með að takast á við hátíðir eins og páskana, því þá vill það sogast inn í gamlar hefðir og vana. Meira »

Svona býrðu til „Power Spot“

Í gær, 11:00 Japanski tiltektarsnillingurinn Marie Kondo fer eins og stormur um heiminn með heimspeki sína sem fjallar í stuttu máli um að einfalda lífsstílinn og halda einungis í það sem veitir ánægju. Meira »

Kærastinn spilar rassinn úr buxunum

í gær „Þannig er að kærastinn minn er að eyða nánast öllum peningunum sínum í alls konar veðmál á netinu. Hann segir að þetta séu alls konar íþróttaleikir en vill ekki sýna mér nákvæmlega hvað þetta er og kannski skiptir ekki máli. Aðaláhyggjurnar mínar eru að síðustu mánuði hef ég verið að borga alla reikninga þar sem hann er búinn að eyða sínum og hann afsakar þetta með hinu og þessu.“ Meira »

10 gul dress sem minna ekki á páskaunga

í fyrradag Tískulöggur hafa gefið grænt ljós á gult frá toppi til táar en það er þó hægara sagt en gert ef þú vilt ekki líta út eins og fugl ofan á páskaeggi. Meira »

Fór á svakalegan megrunarkúr

í fyrradag „Ég er svöng,“ segir Beyoncé í nýrri heimildarmynd þar sem hún segist hafa hætt að borða brauð, sykur, kolvetni, mjólkurvörur, fisk og kjöt til þess að komast í form eftir barnsburð. Meira »

Buxurnar sem eru að gera allt brjálað

í fyrradag Diane Keaton fær Hollywood-stjörnur til að slefa yfir buxum sem einhver myndi segja að væru löngu dottnar úr tísku.   Meira »

Inga Lind í Kokkaflakks-teiti

í fyrradag Inga Lind Karlsdóttir framleiðandi hjá Skot lét sig ekki vanta í frumsýningarteiti Kokkaflakks en þættirnir eru í umsjón Ólafs Arnar. Meira »

Við erum greinilega að gera eitthvað rétt

17.4. Kolbrún Kristjánsdóttir segir að það sé furðuleg upplifun að aðrir stæli stofuna þeirra Portið sem opnaði nýlega.   Meira »

Fasteignamarkaðurinn er að lifna við

17.4. Dregið hefur úr óvissu í atvinnulífinu og því hægt að reikna með meiri umsvifum á fasteignamarkaði. Velja þarf fasteign sem hentar bæði þörfum og fjárhag fjölskyldunnar. Meira »

Sjúkur í aðrar konur en á kærustu

16.4. „Ég átti það til að eyða allt að einum og hálfum tíma á dag í að stara á konur á nærfötum á Instagram og horfa á klámmyndbönd á netinu til þess að örva mig.“ Meira »

5 góð ráð fyrir meltinguna

16.4. „Þessi ráð nýtast auðvitað allt árið, en um páskana eru margir frídagar og mikið um hátíðamat, sem leggur aukaálag á meltingarkerfið. Því er um að gera að vera undirbúinn undir það álag, svo það taki sem minnstan toll af heilsunni og geri frídagana ánægjulegri,“ segir Guðrún Bergmann í sínum nýjasta pistli á Smartlandi: Meira »

Björg lokar Spaksmannsspjörum í 101

16.4. Björg Ingadóttir eigandi Spaksmannsspjara hefur ákveðið að loka verslun sinni í Bankastræti og opna hönnunarstúdíó. Þetta gerir hún af margvíslegum ástæðum. Meira »

Eitursvalt einbýli í Akrahverfinu

16.4. Við Skeiðakur í Garðabæ stendur ákaflega vandað og fallegt einbýlishús sem byggt var 2009. Húsið er 332 fm að stærð og er á pöllum. Hátt er til lofts og vítt til veggja. Húsið sjálft er teiknað af Einari Ólafssyni arkitekt en Rut Káradóttir hannaði innréttingar sem allar voru sérsmíðaðar í Axis og blöndunartæki frá Vola. Meira »

Línan sem beðið hefur verið eftir

16.4. Sænska móðurskipið IKEA er komið með nýja tímabundna línu sem heitir ÖVERALLT. Línan endurspeglar forvitni IKEA á heiminum. Í þeim anda tók húsbúnaðarfyrirtækið höndum saman við Design Indaba fyrir nokkrum árum til að fræðast um hönnunarsenu nútímans í Afríku. Það varð upphafið að einstöku samstarfi hönnuða frá fimm Afríkulöndum. Meira »

Ekki segja þetta við einhleypa

16.4. Er æðsta markmið þitt í lífinu að koma einu einhleypu vinkonu þinni á fast. Ekki reyna að telja henni í trú um að hún sé of vandlát. Meira »

Í venjulegum almúgafötum í fríinu

15.4. Katrín hertogaynja klæðir sokkana yfir gallabuxurnar og Vilhjálmur Bretaprins er í gömlum strigaskóm.   Meira »

Nennti ekki lengur að vera feit og pirruð

15.4. Ásdís Ósk Valsdóttir fasteignasali var orðin þreytt á sjálfri sér og ákvað að nú væri nóg komið.  Meira »

Þarf ekki að prýða forsíðuna aftur

15.4. Talsmaður Melaniu Trump gefur skít í Önnu Wintour og minnir fólk á forsíðuna sem frú Trump prýddi árið 2005.   Meira »