Pör sem hættu saman en eru enn bestu vinir

Lady Gaga og Taylor Kinney eru enn í góðu sambandi.
Lady Gaga og Taylor Kinney eru enn í góðu sambandi. AFP

Það getur verið erfitt að halda áfram að vera vinur fyrrverandi maka eftir sambandsslit. Sumum tekst það þó með glæsibrag og eru nokkur fræg pör sem hefur tekist það sem öðrum finnst ómögulegt eins og kemur fram á vef Elite Daily

Demi Lovato og Joe Jonas

Tónlistarfólkið var saman árið 2010 en nú átta árum seinna eru þau í góðu sambandi. 

Joe Jonas.
Joe Jonas. mbl.is/AFP
Demi Lovato.
Demi Lovato. AFP

Gwyneth Paltrow og Chris Martin

Leikkonan og Coldplay-söngvarinn voru gift í 11 ár og eiga saman tvö börn en árið 2014 hættu þau saman. Í dag eyða þau miklum tíma saman og eyðir Martin meira segja tíma með unnusta Paltrow. 

Gwyneth Paltrow og Chris Martin.
Gwyneth Paltrow og Chris Martin. AFP

Lady Gaga og Taylor Kinney 

Söngkonan og leikarinn hættu saman árið 2016 eftir fimm ára samband en eru þó enn góðir vinir.

Lady Gaga og Taylor Kinney.
Lady Gaga og Taylor Kinney. AFP

Jennifer Garner og Ben Affleck

Leikarahjónin hættu saman fyrir þremur árum eftir tíu ára hjónaband. Affleck bjó þó lengi á heimilinu og þau styðja hvort annað í blíðu og stríðu. Garner þarf líklega að styðja Affleck meira en hann hana. Hún er sögð hafa keyrt hann í meðferð í lok sumars. 

Jennifer Garner og Ben Affleck.
Jennifer Garner og Ben Affleck. AFP

Jennifer Lopez og Marc Anthony

Hjónin fyrrverandi tilkynntu árið 2014 að þau ætluðu að skilja. Í fyrra lýsti þó söngkonan fyrrverandi eiginmanni sínum sem sínum besta vini. 

Jennifer Lopez með fyrrverandi eiginmanni sínum, Marc Anthony, árið 2005.
Jennifer Lopez með fyrrverandi eiginmanni sínum, Marc Anthony, árið 2005. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál