Þetta drepur alla stemmingu í rúminu

Gusaðist upp prumpulyktin?
Gusaðist upp prumpulyktin? mbl.is/Thinktsockphotos

Það er margt sem getur komið fólki til í rúminu en örugglega enn fleira sem getur drepið alla stemmingu. Það þarf ekki meira til en símhringingu frá mömmu þinni seint um kvöld svo að allir fari strax aftur í náttbuxurnar. Cosmopolitan fór yfir nokkur atvik sem gera oftast ekki góðan forleik betri. 

Skyndileg ógleði

Var skelfiskur í matnum án þess að þú vissir af því? Slík fæða eða önnur getur farið illa í fólk og fæstum finnst æsandi að láta æla á sig. 

Truflandi hljóð

Báðir aðilar heyra kannski eitthvað hljóð frammi sem truflar einbeitinguna og finnst eins og það þurfi að athuga málið. Það sem orsakar hljóðið er oftast eitthvað ómerkilegt eins og vindurinn en þá er ekki alltaf spennandi að halda áfram. 

Að detta úr rúminu við mikla kátínu bólfélagans

Það finnst ekki öllum gaman að láta hlæja af sér og hvað þá í hita leiksins eftir að hafa dottið fram af rúminu. 

Rifrildi í forleiknum

Það hljómar einkennilega að fara rífast í miðjum forleik en kemur þó fyrir. Það hljómar að minnsta kosti ekki vel að halda áfram leikum eftir erfitt rifrildi. 

Að detta inn í góða sjónvarpsþáttaröð

Stundum byrjar gott kynlíf fyrir framan sjónvarpið en þegar þú finnur allt í einu skemmtilega þáttaröð sem þú getur ekki hætt að horfa á má kynlífið eiga sig. 

Prump

Slæmt prump í kynlífi getur oft eyðilagt ansi mikið. 

Það þarf ekki mikið til til þess að trufla kynlífið.
Það þarf ekki mikið til til þess að trufla kynlífið. mbl.is/Thinktsockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál