Er hann að halda fram hjá andlega?

Hvað er makinn alltaf að gera í símanum?
Hvað er makinn alltaf að gera í símanum? Ljósmynd / Getty Images

Þegar fólk hugsar um framhjáhald ímyndar sér það oftar en ekki kynlíf. Framhjáhald getur þó líka verið tilfinningasviðinu. Þótt fólk hoppi ekki upp í rúm með þeim sem það heldur fram hjá með er það að beina tilfinningum sínum og kynferðislegri orku í átt að annarri manneskju en maka sínum. 

Á Prevention má finna þrjú merki sem gætu bent til þess að maki þinn sé að beina tilfinningum sínum eitthvert annað en að þér. 

Makinn talar stanslaust um ákveðna manneskju

Það gæti þýtt eitthvað meira ef maki þinn talar stanslaust um nýja vinnufélagann sem hann borðar hádegismat með á hverjum degi. Sérfræðingur segir að stundum haldi fólk fram hjá á þennan hátt til þess að fá athygli frá maka sínum. 

Sambandið virðist dautt

Þegar sambandið er orðið þannig að þið eruð hætt að heyra í hvort öðru oft á dag, sitjið í sófanum á kvöldin hvort í sinni tölvunni eða hafið það á tilfinningunni að það vanti eitthvað í sambandið gæti eitthvað verið að. Þegar haldið er fram hjá andlega beinir fólk tilfinningum sínum og orku að einhverjum öðrum og því ekki skrítið að þú finnir ekki fyrir orkunni sem áður var heima hjá þér. 

Lygi

Maki þinn var ekki þar sem hann sagðist vera, þú finnur grunsamlegar kvittanir eða maki þinn er alltaf eitthvað að laumupokast í símanum. Þessi hegðun gæti verið sönnun þess að makinn er að beina orku sinni að utanaðkomandi aðila. 

Merki um framhjáhald er ekki alltaf varalitur á skyrtunni.
Merki um framhjáhald er ekki alltaf varalitur á skyrtunni. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál