Skilaboðin sem ætti alls ekki að senda

Kjánalegar sjálfur geta komið illa út þegar fólk spjallar saman …
Kjánalegar sjálfur geta komið illa út þegar fólk spjallar saman á netinu. mbl.is/Thinkstockphotos

Hvort sem fólk kynnist á stefnumótaforritum eða annars staðar fer stór hluti af tilhugalífinu fram á netinu. Það þarf því að kunna réttu mannasiðina á netinu en ein glötuð skilaboð geta hreinlega fengið fólk til þess að missa allan áhuga. 

Independent greinir frá könnun sem stefnumótasíðan Match.com gerði og kom í ljós að 84 prósent þátttakenda sögðust eiga það til að missa áhugann á fólkinu sem það er að hitta eftir slæm skilaboð. 

Stór hluti sagði það óþolandi þegar fólk svaraði bara hluta af spurningunum sem það sendi í skilaboðunum. Margir segjast einnig missa áhugann þegar fólk sendir mjög mörg skilaboð. Þar á eftir komu kjánalegar sjálfur. Lyndistákn (e. emoji) geta komið að góðum notum þegar fólk skrifast á en 39 prósentum fannst það óþolandi þegar fólk notaði of mikið af þeim. 

Textaskilaboð skipta öllu í nútímatilhugalífi.
Textaskilaboð skipta öllu í nútímatilhugalífi. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál