Hvenær er í lagi að halda fram hjá?

Ætti hún að halda fram hjá með einkaþjálfaranum?
Ætti hún að halda fram hjá með einkaþjálfaranum? mbl.is/thinkstockphotos

„Kæra E. Jean, ég elska eiginmann minn, en hann einblínir bara á að græða pening og er svo þunglyndur, ófélagslyndur og stjórnsamur. Við höfum ekki stundað kynlíf í fimm ár. Ég er svona lífsglöð og listræn, félagslynd og er núna á vegferð til að verða betri manneskja. Ég er búin að ráða einkaþjálfara og er byrjuð í ræktinni. Við þjálfarinn erum mun nánari en við eiginmaður minn. Við fáum okkur hádegismat saman, tölum saman, hlæjum og gerum fyndna hluti saman. Ég er að verða ástfangin af honum. Eiginmaður minn vill ekki fara til hjónabandsráðgjafa og ég er hrædd við skilnað, en ég er svo þreytt á engu kynlífi, engum snertingum og engu trúnó. Má ég halda fram hjá honum?“

Ráðgjafi Elle, E. Jean, segir já en með einu skilyrði. 

„Já. Þú mátt halda fram hjá honum. En fyrst þarftu að segja eiginmanni þínum „Hey elskan, ég er þreytt á að þú viljir aldrei snerta mig. Þess vegna ætla ég að njóta smá með einkaþjálfaranum mínum.“ Síðan máttu fara og halda fram hjá..... eða eiginmaður þinn fer til læknis og athugar hvað sé líkamlega eða andlega að honum, kemur aftur heim með Viagra og tilbúinn í allt það frábæra sem fylgir nánu hjónabandi. Hvora leiðina sem hann fer, lífið er of stutt til þess að lifa þess án alsælu.“

mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál