Kynlífið hætti eftir brúðkaup

Hjónin hættu að stunda kynlíf eftir að þau gengu í …
Hjónin hættu að stunda kynlíf eftir að þau gengu í hjónaband. Thinkstock / Getty Images

„Ég giftist eiginmanni mínum fyrir næstum því fjórum árum. Þangað til þá stunduðum við gott kynlíf en það breyttist á einni nóttu. Ég gerði það sem þurfti að gera og flutti inn með íhaldssamri móður hans. En þó að við búum nú ein stundum við mjög sjaldan kynlíf (kannski þrisvar á þessu ári). Ég elska eiginmann minn en mér líður eins og við séum tveir vinir sem búa saman. Ég hef reynt að tala um þetta við hann mörgum sinnum en hann neitar að sjá þetta sem vandamál. Hann segir að við þurfum bara meiri tíma en ég hef áhyggjur yfir því að þetta sé eitthvað meira,“ skrifaði gift kona og leitaði ráða hjá Pamelu Stephenson Connolly, ráðgjafa The Guardian

Ráðgjafinn sagði henni að þetta gæti verið menningarmunur tveggja heima og það gagnist þeim báðum að tala um að ræða vandamálið vel. Einnig á fólk það til að feta í fótspor foreldra sinna svo ráðgjafinn bendir á að hegðun manns hennar gæti verið eitthvað sem hann hafi upplifað í sinni fjölskyldu. 

„Ekki gera hins vegar ráð fyrir að vandamálið sé aðeins menningarlegt af því að það er margt sem getur minnkað löngun í kynlíf, meðal annars það að búa með foreldri, en líka þunglyndi, atvinnumissir, peningaáhyggjur, lítið sjálfstraust, stress, kvíði, sambandsvandamál, aukaverkanir lyfja og veikindi. Slíka möguleika þarf að athuga hjá eiginmanni þínum og kannski tala um það formlega með utanaðkomandi hjálp. Minni kynlífsáhugi er ekki bara sorglegt fyrir maka, það getur líka verið verið áminning um að það þyrfti að athuga eitthvað annað.

Fyrir brúðkaupið var kynlífið í góðum málum.
Fyrir brúðkaupið var kynlífið í góðum málum. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál