Er eðlilegt að makinn djammi oft í mánuði

Er í lagi að makinn djammi nokkrum sinnum í mánuði ...
Er í lagi að makinn djammi nokkrum sinnum í mánuði einn? mbl.is/Thinkstock

Valdimar Þór Svavarsson, ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu, svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hann spurningu um hvort það sé eðlilegt að annar aðilinn í sambandi djammi einn nokkrum sinnum í mánuði. 

Góðan dag,

Djamm á öðrum makanum. Er eðlilegt að annar makinn fari og djammi 1-3 sinnum í mánuði án hins aðilans og er oftast  í bænum þar til staðir loka um 5 - 5:30? Við erum fjölskyldufólk með ung börn á heimilinu.

Kv.

XXXX

Valdimar Þór Svavarsson, ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu.
Valdimar Þór Svavarsson, ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu. mbl.is/Árni Sæberg

 

Góðan daginn XXXX og takk fyrir þessa hnitmiðuðu spurningu.

Ég ætla að voga mér að segja að almennt væru líklega fleiri sammála því að það sé ekki gott að annar aðili í sambandi sé einn á „djamminu“ fram undir morgun nokkrum sinnum í mánuði. Ég hef þó engar vísindalegar sannanir þar að baki. Hins vegar er það þannig í lífinu að það sem einum finnst í lagi þykir öðrum engan veginn í lagi. Það er örugglega til fullt af fólki sem myndi svara þessari spurningu á þann veg að því finnist það bara í góðu lagi að aðili í sambandi sé reglulega án makans að skemmta sér þrátt fyrir að vera fjölskyldumanneskja. Það er í raun ekkert að því að hafa þá skoðun, hver og einn hefur rétt á sinni skoðun. Það eina sem skiptir því máli í þessu er hvað þér finnst vera í lagi.

Það er mjög algengt að fólk sem leitar aðstoðar hjá ráðgjafa á einmitt erfitt með að henda reiður á hvað því finnst rétt og hvað ekki. Þessum einstaklingum líður eins og þeir geti ekki tekið ákvarðanir eða myndað sér skoðun af því þegar þeir hafa gert það eru einhverjir sem dæma skoðun þeirra, setja út á hana og telja þeim jafnvel trú um að hugmyndirnar sem þeir hafa séu rangar. Það er stöðug vinna í lífinu að mynda sér skoðanir, taka ákvarðanir og stíga spor sem maður telur að séu rétt. Fátt er verra en að vera svo óákveðinn að maður stendur í stað og þorir hvorki áfram né afturábak. Þá er einmitt hætt við því að við látum aðra um að taka ákvarðanir fyrir okkar líf og því miður er ekkert víst að þeir séu með okkar hagsmuni í huga.

Að mynda sér skoðun og taka ákvörðun er góð tilfinning og mikilvæg til þess að okkur líði vel og finnum styrkinn í því að standa með okkur sjálfum. Þú ert leikstjórinn í þínu lífi og enginn annar getur svarað því hvað þér þykir eðlilegt og hvað ekki. Þess vegna er svarið, þú þarft sjálf að ákveða hvort þér finnist þetta í lagi eða ekki. Ef þér finnst þetta ekki í lagi, þá þarftu að ákveða hvað þú ætlar að gera í því.

Gangi þér vel í ákvarðanatökunni!

Með bestu kveðju,

Valdimar Þór Svavarsson ráðgjafi

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Valdimari spurningu HÉR. 

 

mbl.is

„Fyrrverandi vill hafa mig sem vin“

05:00 Svo er önnur spurning: Þessi vinasvæði, er sanngjarnt eftir að hlutum hefur verið startað með rómantík að setja svo upp vinasamband til að velja úr öðrum hlutum? Að ég sitji svo einn heima á kvöldin og horfi á Netflix, þegar okkar stundum er lokið og hún að njóta þess sem ekki síst á að vera með í góðu sambandi með öðrum. Meira »

Heimilið er afar litríkt og heillandi

Í gær, 23:28 Borðstofa Selmu Blair er eins og kaffitería en innanhúshönnuður hennar sótti innblástur í gamlan heimavistarskóla sem leikkonan var í. Meira »

Einbýlin sem kosta yfir 160 milljónir

Í gær, 19:19 Dýrustu einbýlishúsin á höfuðborgarsvæðinu eru bæði ný og gömul, staðsett á Nesinu sem og í Kópavogi.   Meira »

Kristbjörg tárast yfir flutningunum til Katar

Í gær, 16:15 Kristbjörg Jónasdóttir einkaþjálfari og eiginkona Arons Einars Gunnarssonar er hræð yfir því að fjölskyldan sé að flytja frá Cardiff til Katar. Meira »

Svona færðu besta verðið fyrir eignina þína

Í gær, 13:00 Fasteignasalinn Páll Heiðar Pálsson segir að það skipti miklu máli að verðleggja sig ekki út af markaðnum og ákveðnir þættir þurfi að vera í lagi. Hann segir að það séu margir þættir sem hafi áhrif á söluverð fasteigna. Meira »

Hvort á ég að velja SPF 50 eða 30?

Í gær, 10:00 „Ég er að fara til Marokkó þar sem sólin er sterk. Er sólarvörn með SPF-þætti 50 betri en sólarvörn með SPF-þætti 30? Eða skiptir það engu máli?“ Meira »

Heilbrigðari án skorinna magavöðva

í gær Skornir magavöðvar til marks um hamingju og heilbrigði. Þjálfarinn Marie Wold var aðallega svöng þegar hún fékk loksins „six-pack“. Meira »

Selma frumsýndi kærastann í kvöld

í fyrradag Selma Björnsdóttir er komin á fast en fyrr í kvöld frumsýndi hún kærastann á Instagram. Hann heitir Kolbeinn Tumi Daðason og er fréttastjóri á Vísi.is. Meira »

„Mamma er heltekin af útlitinu“

í fyrradag Þannig er að ég á mömmu sem á erfitt með að sætta sig við aldurinn. Ég bý enn þá heima. Hún og pabbi eru nýskilin og mamma hefur brugðist við með endalausri líkamsrækt. Hún er heltekin af eigin líkamsþyngd, stelur fötunum mínum og snyrtivörunum og skiptir sér í tíma og ótíma af því hvernig ég lít út. Meira »

Frumsýning á Matthildi

í fyrradag Söngleikurinn Matthildur var frumsýndur í Borgarleikhúsinu á laugardaginn og var mikil gleði í húsinu.   Meira »

Ragnar á Brandenburg selur glæsiíbúðina

í fyrradag Ragnar Gunnarsson, einn af eigendum Brandenburg-auglýsingastofunnar, hefur sett íbúð sína við Grandaveg á sölu.   Meira »

Dreymir um kúrekastígvél fyrir vorið

í fyrradag „Mig dreymir um kúrekastígvél og hélt svo innilega að ég myndi ekki segja þetta alveg strax, finnst svo stutt síðan að sú tíska var síðast en það sýnir að tískan fer hratt í hringi. Ég átti ein frá GS skóm á sínum tíma en seldi þau því miður á fatamarkaði fyrir ekki svo löngu.“ Meira »

Finnur til eftir samfarir - hvað er til ráða?

19.3. „Ég er búin að vera i sambandi í 2 ár og mjög oft fengið sveppasýkingu/þvagfærasýkingu. Veit ekki alveg muninn, en hef fengið þetta svona 10-15 sinnum og oft slæmt degi eftir samfarir.“ Meira »

Veganvænir hárlitir sem endurlífga hárið

19.3. Lilja Ósk Sigurðardóttir er hrifin af öllu sem er vegan og þess vegna varð hún að prófa ný hárskol frá Davines því þau eru ammóníaklaus. Meira »

Fetaði óvart í fótspor Sigmundar Davíðs

18.3. Þingkona í Bandaríkjunum tók upp á því á dögunum að mæta í ósamstæðum skóm í vinnuna. Hún er ekki eini stjórnmálamaðurinn sem hefur tekið upp á því. Meira »

Birgitta mætti með nýja hundinn sinn

18.3. Það var margt um manninn á viðburði í verslun 66°Norður á Laugavegi á föstudaginn þar sem því var fagnað að sumarlína 66°Norður og danska kvenfatamerkisins Ganni er komin í sölu. Meira »

Lúðvík og Þóra selja höll við sjóinn

18.3. Lúðvík Bergvinsson og Þóra Gunnarsdóttir hafa sett falleg hús sem stendur við sjóinn á sölu. Fasteignamat hússins er rúmlega 121 milljón. Meira »

Starfsmenn Árvakurs kunna að djamma

18.3. Það voru allir á útopnu á árshátíð Árvakurs á Grand hóteli á laugardaginn var. Boðið var upp á framúrskarandi mat og skemmtiatriði. Eins og sjá má á myndunum leiddist engum. Meira »

Stolt að eignast þak yfir höfuðið

18.3. Vala Pálsdóttir, ráðgjafi og formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna, keypti sína fyrstu íbúð 25 ára gömul. Hún segir að þessi íbúðarkaup hafi gert hana sjálfstæða og lagt grunn að framtíðinni. Meira »

Íbúðin var tekin í gegn á einfaldan hátt

17.3. Það er hægt að gera ótrúlega hluti með því að breyta um lit á eldhúsinnréttingu, taka niður skáp og skipta um parket eins og gert var í Vesturbænum. Meira »

Er sólarvörn krabbameinsvaldandi?

17.3. Jenna Huld Eysteinsdóttir, húðlæknir hjá Húðlæknastöðinni, svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér er hún spurð hvort sólarvörn sé krabbameinsvaldandi. Meira »