Hafði lúmska fordóma fyrir andlega veikum

Einar Áskelsson.
Einar Áskelsson.

Einar Áskelsson sem glímt hefur við kulnun segir að fyrir árið 2015 hafi alþjóðlegur dagur andlegrar heilsu farið framhjá honum en ekki eftir að hann veiktist. Dagurinn var haldinn hátíðlegur um allan heim í gær og þess vegna setti Einar saman pistil: 

Fagna árlegum alþjóðlegum degi andlegrar heilsu. Fyrir árið 2015 hefur sá dagur farið framhjá mér!

Freistandi að býsnast yfir stöðu geðheilbrigðiskerfisins á vegum hins opinbera. Læt það vera ... nema hún er skammarleg! 

#égerekkitaboo átakið haustið 2015 var himnasending fyrir mig. Var þá fárveikur og máttvana að hefja batagönguna eftir 2 ára stríð við djöful sem heitir á frummálinu „Complex Post Traumatic Stress Disorder (CPTSD).“ Má þýða beint sem flókna áfallastreituröskun. Erlendis oft nefnd krónísk. Nóg um það.  

Ég man vel að innst inni hafði ég lúmska fordóma gagnvart andlega veiku fólki. Vissulega var viðmiðið fólk sem mjög alvarlega veikt. Fordómarnir lágu í þeirri hugsun að aldrei myndi ég tilheyra þessum hópi! Já flokka fólk í dilka! 

Fordómar byggjast oftast á vanþekkingu. Komst fljótt að því ég vissi ekkert um „heim“ andlegra veikra né hvers konar veikindi fólk glímdi við. Ef ég heyrði um þunglyndi sagði „þekkingin“ mín þá að viðkomandi hlyti þá að liggja allan sólarhringinn í bælinu með ljósin slökkt og breitt yfir haus. 

Ég var fljótur að læra og kom mér í opna skjöldu hvað hópurinn er stór. Fólk með ýmis konar veikindi á öllum stigum. Sumir að taka fullan þátt í lífinu en aðrir ekki, eins og gengur eftir eðli og alvarleika veikindanna. Aldrei grunaði mig að ég hafði líklega oft unnið með fólki sem glímdi við andleg veikindi. Þar kemur lykilpunktur. Í minni vanþekkingu var sá sem var „dæmdur“ andlega veikur úr leik í þjóðfélaginu. Endastöð tilverunnar. 

Í dag fæ ég hroll að hafa gengið með þessi viðhorf en vissi ekki betur. Leit ekki niður á andlega veikt fólk, aðeins feginn að vera ekki í þeim hópi. 

Það var holl lexía að kyngja öllum fordómum. Ég lagði mig fram því ég var með fordóma út í sjálfan mig. Segi oft að það var mér til happs hversu útbrunninn ég var á sál og líkama að í varnarleysi mínu var ég uppfullur af tærri auðmýkt. Á þeim stað var ég viljugur til að læra allt og gera allt til að ná bata. 

Sem er annað lykilatriði. Nefndi endastöð. Ég lærði að þó ég greindist með andlegan sjukdóm eða röskun voru til leiðir að ná bata og geta lifað með veikindunum. Tekið á ný fullan þátt í tilverunni líkt og hver annar. Æi nú er dauðafæri að bauna á stjórnvöld! Að leggja fè til forvarna og meðferðarúrræða mun ALLTAF skila sér margfalt til baka!! Ok ekki meir um það.

Ætla ekki að rekja batasögu mína né niðurlægjandi upplifanir að fá ekki rétt úrræði við minni röskun vegna notabene vanþekkingar á röskuninni. Á meðal FAGFÓLKS. En svo ég monti mig aðeins þá hefur það verið mín gæfa að hafa mikið keppnisskap, þola ekki að tapa, tilbúinn að leggja á mig vinnu og mikla sjálfsbjargarviðleitni. Ég neyddist að finna leiðir að hjálpa sjálfum mér. Verð þá að koma þeirri sáru staðreynd fram að mín röskun er lífshættuleg og ég var mjög hætt kominn. Ég vildi lifa. Þess vegna gerði èg það sem þurfti að gera. 

Aftur um fordómana. Það hefur komið í ljós að í grunninn er ég ekki með andlegan sjúkdóm s.s. þunglyndi, félagsfælni, geðhvarfasýki o.s.frv. Hins vegar haldinn sterkum einkennum eins og ofsavíða- og ótta sem afleiðingar af áföllum. Samt lít ég á mig sem andlega veikan sem ég er og tel mig tilheyra fólki með ýmis konar andleg veikindi. Einfalt. Ef ég stunda ekki mitt bataprógram í dag fer illa fyrir mér. Ég verð andlega veikari. 

Frá því ég náði upp lágmarksorku og áttaði mig á hvað var að mér og fyrrnefndum „heimi“ andlegra veikra, hef èg látið til min taka. Líklega hluti af mínum karakter. Fyrir nánast slysni birtist pistill eftir mig opinberlega á netinu og viðbrögðin svo mikil að mér fèllust hendur. Ekkert neikvætt. Fólk var að þakka mér fyrir og í alvörunni kunni ég ekki að meðtaka það. Aldrei upplifað annað eins. Eftir umhugsun hélt ég afram að rita og birta pistla því það hjálpaði mér og ég vissi orðið að þeir voru mikið lesnir en það besta var að ég virtist ná að gefa af mér til annarra. Það er stórkostleg tilfinning. Þakklæti og auðmýkt. Þetta er fólk já með alls konar andlega kvilla. Það tengdi samt við pistlana. Þá áttaði ég mig á samnefnaranum hjá andlega veikum. Engin vísindi. Við eigum svo margt sameiginlegt burtsèð frá veikindunum. Ég kalla það mein samfélagsins. Mein sem fær andlega veiku fólki til að upplifa fordóma og þá skömm. Þeirri skömm á að skila til föðurhúsa! 

Íslenskt samfèlag á ekki að flokkast í „við“ og „þið“. Þið eruð ekkert betri né verri en við! Þetta endurspeglast reyndar í öllum þáttum þjóðfélagsins t.d. stéttarskipting fólks. Þetta smitar allt hvort annað.

Ég ákvað í sumar í að taka mér góða pásu frá pistlaskrifum og hef staðið við það. Á þessum degi finnst mér í lagi að „hvíla“ pásuna og tjá mig aðeins.

Persónulega hefur mér gengið vel eftir að ég sagði skilið við Virk Starfsendurhæfingu. Áttaði mig á hversu mikill streituvaldur sú meðferð var. Er enn að bíða eftir að komast í rétt úrræði (já svona er staðan í heilbrigðiskerfinu!). Það er samt stór munur að sjá hjálpina framundan og eyða út óvissu. Því hefur mitt andlega jafnvægi aldrei verið betra en í sumar. Ég stunda alltaf mitt prógram á hverjum degi sem er einfaldlega minn lífstíll í dag. Engin kvöð. Breyttir tímar. Breyttur maður. Breyttar aðstæður. Eins og sagt er þá hef ég það eins gott og ég get ætlast til.

Ég er í dag þakklátur og stoltur að hafa fengið að kynnast veröld andlegra veikra. Hefur gert mig að betri manneskju. Það er eftrsóknarvert. 

mbl.is

Stjörnumerkin sem stunda mesta kynlífið

Í gær, 23:59 Stjörnumerkið sem stundar besta kynlífið stundar líka það mesta svo það er ekki hægt að halda því fram að magn sé ekki sama og gæði. Meira »

Ástin sigrar alltaf allt

Í gær, 21:00 Ástin er í forgrunni hjá bresku konungsfjölskyldunni og virðast meðlimir hennar keppast við að binda sig með formlegum hætti. Eugenie prinsessa gifti sig í síðustu viku og er önnur í röðinni á þessu ári sem gengur í heilagt hjónaband. Meira »

Stórglæsileg en í fokdýrum kjólum

Í gær, 18:00 Meghan klæddist tveimur kjólum í dag, föstudag, en samanlagt er kostnaðurinn við kjólana á við ein mánaðarlaun. Þó líklega ekki á við mánaðarlaun Harrys. Meira »

Mireya sýnir í Los Angeles

Í gær, 15:00 Mireya Samper flakkar um heiminn í tengslum við listsköpun sína en hún mun sýna verk sín á nýrri vinnustofu arkitektsins Gullu Jónsdóttur á La Peer-hótelinu í Los Angeles dagana 26. október til 8. desember næstkomandi. Meira »

Fögnuðu framúrskarandi sjónvarpsþáttum

Í gær, 12:00 Það var líf og fjör í Bíó Paradís þegar sjónvarpsþáttunum Líf kviknar var fagnað en þeir lentu í Sjónvarpi Símans Premium í vikunni. Meira »

Ösp gefur ráð til að fá ekki flensu

Í gær, 09:00 Hvað þarftu að gera til þess að minnka líkur á að flensan mæti á svæðið? Ösp Viðarsdóttir næringaþerapisti gefur góð ráð.   Meira »

„Vil ekki vera kúgari eins og pabbi“

Í gær, 06:00 „Ég er afburðastjórnsöm og frek. Ég er búin að standa sjálfa mig að því að beita móður mína og maka minn andlegu ofbeldi. Mér líður svo illa út af því að ég vil alls ekki vera eins og pabbi minn. Hann er stjórnsamur kúgari sem misnotar sér veikleika annarra og kemst upp með það.“ Meira »

Hringur Lady Gaga af dýrari gerðinni

í gær Hringurinn sem Ariana Grande skilaði á dögunum kostaði rúmar tíu milljónir. Það er þó ekkert miðað við trúlofunarhringinn sem Lady Gaga ber. Meira »

Svona hugar Harry að heilsunni

í fyrradag Harry Bretaprins notar nýjustu tækni til þess að halda sér hraustum. Harry hefur sést skarta nýjum hring á ferðalagi sínu um Eyjaálfu. Meira »

Bergþór Pálsson fyrir og eftir 15 kíló

í fyrradag Þjóðargersemin Bergþór Pálsson er búinn að léttast um 15 kíló og bæta á sig tveimur kílóum af vöðvum með því að breyta lífsháttum sínum. Þetta byrjaði allt þegar hann tók þátt í sjónvarpsþættinum, Allir geta dansað, á Stöð 2. Meira »

Baldur hefur sjaldan verið glaðari

í fyrradag Baldur Rafn Gylfason og samstarfsfólk hans sópaði til sín verðlaunum í Lundúnum um síðustu helgi. Hann segir að þetta sé mikil viðurkenning. Meira »

Dýrasta húsið í Kópavogi?

í fyrradag Við Kleifakór í Kópavogi stendur 357 fm einbýli sem teiknað var af Sigurði Hallgrímssyni. Ásett verð er 169 milljónir.   Meira »

Hvað segir svefnstaðan um sambandið?

í fyrradag Sofið þið bak í bak eða haldist þið í hendur í svefni? Svefnstaðan sem pör sofa í getur sagt ýmislegt um sambandið.   Meira »

Guðdómleg höll Lady Gaga

í fyrradag Sígaunahöll Lady Gaga er litrík rétt eins og persónuleiki hennar. Höllin minnir á suðurevrópska villu sem er við hæfi enda er Gaga af ítölskum og frönskum ættum. Meira »

Buxur sem koma í veg fyrir prumpulykt

17.10. Það er fátt leiðinlegra en að leysa illa lyktandi vind á stefnumóti. Ef hætta er á því gæti verið sniðugt að ganga í sérstökum buxum sem koma í veg fyrir prumpulykt. Meira »

Sjö glötuð hönnunarmistök í eldhúsinu

17.10. Eldhús ætti ekki að hanna eins og atvinnueldhús enda þarf að vera skemmtilegt að eyða tíma í eldhúsinu sem oft er kallað hjarta heimilisins. Meira »

Amal Clooney er ekki hrædd við áberandi liti

17.10. Konur þurfa ekki að klæðast buxum til þess það sé hlustað á þær. Það veit Amal Clooney sem er þekkt fyrir að klæðast flíkum í áberandi litum og einlitum í þokkabót. Meira »

Hvaða andlitshreinsir hentar þér?

17.10. Hrein húð er lykillinn að fallegri húð en það er mikilvægt að ofgera ekki húðinni og gæta þess að hún sé í jafnvægi. Ofhreinsun húðarinnar getur skapað vandamál allt frá þurrki yfir í of mikla olíuframleiðslu því húðin fer að reyna að skapa alla þá húðfitu sem búið er að taka af henni. Meira »

Síðan hrundi þegar hún birtist í kjólnum

17.10. Heimasíða ástralska tískumerkisins Karen Glee hrundi eftir að Meghan hertogaynja birtist í 150 þúsund króna kjól frá merkinu í heimsókn sinni í Sydney. Meira »

Allt á útopnu í höllinni

17.10. Gleðin var allsráðandi hjá starfsfólki upplýsingatæknifyrirtækisins Origo þegar það hélt sitt árlega haustmót, sem að þessu sinni var í Origo-höllinni að Hlíðarenda. Starfsfólk fyrirtækisins stillti saman strengi eftir sumarfrí fyrir komandi vetur. Meira »

Hætti að hræðast kolvetni

17.10. Riverdale-leikkonan Camila Mendes hætti að vera í sífelli megrun og refsa sér fyrir að borða eitthvað sem hún átti til ef hún borðaði yfir sig af kolvetnum eða nammi. Meira »