Hafði lúmska fordóma fyrir andlega veikum

Einar Áskelsson.
Einar Áskelsson.

Einar Áskelsson sem glímt hefur við kulnun segir að fyrir árið 2015 hafi alþjóðlegur dagur andlegrar heilsu farið framhjá honum en ekki eftir að hann veiktist. Dagurinn var haldinn hátíðlegur um allan heim í gær og þess vegna setti Einar saman pistil: 

Fagna árlegum alþjóðlegum degi andlegrar heilsu. Fyrir árið 2015 hefur sá dagur farið framhjá mér!

Freistandi að býsnast yfir stöðu geðheilbrigðiskerfisins á vegum hins opinbera. Læt það vera ... nema hún er skammarleg! 

#égerekkitaboo átakið haustið 2015 var himnasending fyrir mig. Var þá fárveikur og máttvana að hefja batagönguna eftir 2 ára stríð við djöful sem heitir á frummálinu „Complex Post Traumatic Stress Disorder (CPTSD).“ Má þýða beint sem flókna áfallastreituröskun. Erlendis oft nefnd krónísk. Nóg um það.  

Ég man vel að innst inni hafði ég lúmska fordóma gagnvart andlega veiku fólki. Vissulega var viðmiðið fólk sem mjög alvarlega veikt. Fordómarnir lágu í þeirri hugsun að aldrei myndi ég tilheyra þessum hópi! Já flokka fólk í dilka! 

Fordómar byggjast oftast á vanþekkingu. Komst fljótt að því ég vissi ekkert um „heim“ andlegra veikra né hvers konar veikindi fólk glímdi við. Ef ég heyrði um þunglyndi sagði „þekkingin“ mín þá að viðkomandi hlyti þá að liggja allan sólarhringinn í bælinu með ljósin slökkt og breitt yfir haus. 

Ég var fljótur að læra og kom mér í opna skjöldu hvað hópurinn er stór. Fólk með ýmis konar veikindi á öllum stigum. Sumir að taka fullan þátt í lífinu en aðrir ekki, eins og gengur eftir eðli og alvarleika veikindanna. Aldrei grunaði mig að ég hafði líklega oft unnið með fólki sem glímdi við andleg veikindi. Þar kemur lykilpunktur. Í minni vanþekkingu var sá sem var „dæmdur“ andlega veikur úr leik í þjóðfélaginu. Endastöð tilverunnar. 

Í dag fæ ég hroll að hafa gengið með þessi viðhorf en vissi ekki betur. Leit ekki niður á andlega veikt fólk, aðeins feginn að vera ekki í þeim hópi. 

Það var holl lexía að kyngja öllum fordómum. Ég lagði mig fram því ég var með fordóma út í sjálfan mig. Segi oft að það var mér til happs hversu útbrunninn ég var á sál og líkama að í varnarleysi mínu var ég uppfullur af tærri auðmýkt. Á þeim stað var ég viljugur til að læra allt og gera allt til að ná bata. 

Sem er annað lykilatriði. Nefndi endastöð. Ég lærði að þó ég greindist með andlegan sjukdóm eða röskun voru til leiðir að ná bata og geta lifað með veikindunum. Tekið á ný fullan þátt í tilverunni líkt og hver annar. Æi nú er dauðafæri að bauna á stjórnvöld! Að leggja fè til forvarna og meðferðarúrræða mun ALLTAF skila sér margfalt til baka!! Ok ekki meir um það.

Ætla ekki að rekja batasögu mína né niðurlægjandi upplifanir að fá ekki rétt úrræði við minni röskun vegna notabene vanþekkingar á röskuninni. Á meðal FAGFÓLKS. En svo ég monti mig aðeins þá hefur það verið mín gæfa að hafa mikið keppnisskap, þola ekki að tapa, tilbúinn að leggja á mig vinnu og mikla sjálfsbjargarviðleitni. Ég neyddist að finna leiðir að hjálpa sjálfum mér. Verð þá að koma þeirri sáru staðreynd fram að mín röskun er lífshættuleg og ég var mjög hætt kominn. Ég vildi lifa. Þess vegna gerði èg það sem þurfti að gera. 

Aftur um fordómana. Það hefur komið í ljós að í grunninn er ég ekki með andlegan sjúkdóm s.s. þunglyndi, félagsfælni, geðhvarfasýki o.s.frv. Hins vegar haldinn sterkum einkennum eins og ofsavíða- og ótta sem afleiðingar af áföllum. Samt lít ég á mig sem andlega veikan sem ég er og tel mig tilheyra fólki með ýmis konar andleg veikindi. Einfalt. Ef ég stunda ekki mitt bataprógram í dag fer illa fyrir mér. Ég verð andlega veikari. 

Frá því ég náði upp lágmarksorku og áttaði mig á hvað var að mér og fyrrnefndum „heimi“ andlegra veikra, hef èg látið til min taka. Líklega hluti af mínum karakter. Fyrir nánast slysni birtist pistill eftir mig opinberlega á netinu og viðbrögðin svo mikil að mér fèllust hendur. Ekkert neikvætt. Fólk var að þakka mér fyrir og í alvörunni kunni ég ekki að meðtaka það. Aldrei upplifað annað eins. Eftir umhugsun hélt ég afram að rita og birta pistla því það hjálpaði mér og ég vissi orðið að þeir voru mikið lesnir en það besta var að ég virtist ná að gefa af mér til annarra. Það er stórkostleg tilfinning. Þakklæti og auðmýkt. Þetta er fólk já með alls konar andlega kvilla. Það tengdi samt við pistlana. Þá áttaði ég mig á samnefnaranum hjá andlega veikum. Engin vísindi. Við eigum svo margt sameiginlegt burtsèð frá veikindunum. Ég kalla það mein samfélagsins. Mein sem fær andlega veiku fólki til að upplifa fordóma og þá skömm. Þeirri skömm á að skila til föðurhúsa! 

Íslenskt samfèlag á ekki að flokkast í „við“ og „þið“. Þið eruð ekkert betri né verri en við! Þetta endurspeglast reyndar í öllum þáttum þjóðfélagsins t.d. stéttarskipting fólks. Þetta smitar allt hvort annað.

Ég ákvað í sumar í að taka mér góða pásu frá pistlaskrifum og hef staðið við það. Á þessum degi finnst mér í lagi að „hvíla“ pásuna og tjá mig aðeins.

Persónulega hefur mér gengið vel eftir að ég sagði skilið við Virk Starfsendurhæfingu. Áttaði mig á hversu mikill streituvaldur sú meðferð var. Er enn að bíða eftir að komast í rétt úrræði (já svona er staðan í heilbrigðiskerfinu!). Það er samt stór munur að sjá hjálpina framundan og eyða út óvissu. Því hefur mitt andlega jafnvægi aldrei verið betra en í sumar. Ég stunda alltaf mitt prógram á hverjum degi sem er einfaldlega minn lífstíll í dag. Engin kvöð. Breyttir tímar. Breyttur maður. Breyttar aðstæður. Eins og sagt er þá hef ég það eins gott og ég get ætlast til.

Ég er í dag þakklátur og stoltur að hafa fengið að kynnast veröld andlegra veikra. Hefur gert mig að betri manneskju. Það er eftrsóknarvert. 

mbl.is

Er eðlilegt að fyrrverandi gangi inn og út?

09:37 „Ég kynntist manni fyrir ári síðan og við stefnum á að fara að búa saman á hans heimili. Er eðlilegt að fyrrverandi konan hans gangi inn og út af heimilinu þeirra gamla þegar við erum ekki heima til að hitta krakkana sem vilja alls ekki fara til hennar?“ Meira »

Fimm skref í átt að einfaldari þvottarútínu!

05:00 „Stundum líður mér eins og þvotturinn vaxi í þvottakörfunni.Ég hef oft pirrað mig á þvottinum sem fylgir stóru heimili. Reyndar var ég pirruð yfir þvottinum áður en við eignuðumst svona mörg börn.“ Meira »

Heiðruðu Margréti með stæl

Í gær, 19:00 Það var gleði og glaumur í versluninni Pfaff þegar Margrét Kristmannsdóttir framkvæmdastjóri fyrirtækisins og FKA viðurkenningarhafi 2019 tók á móti gestum og fór yfir 90 ára sögu Pfaff. Heimsóknin fór fram 9. apríl en þann dag fyrir 20 árum, eða árið 1999. Margrét er ein af prímusmótorum FKA og hefur alltaf verið hamhleypa til verka. Meira »

Gunnar og Jónína Ben. hvort í sína áttina

Í gær, 15:27 Jónína Benediktsdóttir og Gunnar Þorsteinsson oft kenndur við Krossinn eru farin hvort í sína áttina eftir að hafa verið gift í áratug. Meira »

Einhleyp í 16 ár og langar í kærasta

Í gær, 13:00 „Ég hef verið mjög lítið á „date“ markaðinum og hef í raun lítið gefið færi á mér. Mín tilfinning hefur verið sú að í þau fáu skipti sem ég hef slegið til og hitt einhvern hafa málin iðulega farið í sama farið. Ég virðist draga að mér menn sem henta ekki mínum persónuleika og eru alls ekki á sama stað og ég í lífinu.“ Meira »

Burðastu með „tilfinningalega“ þyngd

í gær „Algengustu setningarnar sem ég heyri frá konum sem ég hef verið með í heilsumarkþjálfun er: „Mér var sagt að það sé næstum ómögulegt fyrir mig að grennast út af aldrinum, efnaskiptin verða svo hæg.“ „Ég get bara ekki losnað við aukakílóin síðan ég eignaðist börn og það er víst mjög algengt.” Meira »

Tók hús systur sinnar í nefið

í gær Ofurfyrirsætan Kate Upton ákvað að koma stóru systur sinni á óvart með því að gera upp hús hennar í Flórída ásamt innanhúshönnuði. Meira »

Gefandi að hjálpa fólki að finna sér heimili

í fyrradag Guðbjörg Guðmundsdóttir rekur fasteignasöluna Fjölhús ásamt Thelmu Víglundsdóttur. Þær eru engir venjulegir fasteignasalar því þær taka að sér að stílisera íbúðirnar fyrir sölu. Meira »

Svona býr einn frægasti arkitekt í heimi

í fyrradag Einn frægasti arkitekt í heimi, Frank Gehry, flutti nýverið í nýtt hús enda níræður. Húsið er þó ekki hefðbundið frekar en annað sem Gehry kemur að. Meira »

Svona undirbýrðu húðina fyrir stóra daginn

í fyrradag Flestir vilja líta sem best út á brúðkaupsdaginn en gott er að byrja með góðum fyrirvara að hressa upp á húðina og hárið til að fyrirbyggja öfgar stuttu fyrir stóru stundina. Meira »

Hvað þarftu að eiga til að geta keypt?

22.4. Það getur verið snjallt að nota viðbótarlífeyrissparnaðinn til að brúa bilið í fasteignakaupum. Með smá aga og góðri yfirsýn ætti flestum að takast að spara fyrir innborgun á nokkrum árum. Meira »

Armbeygjurnar sem koma Hudson í form

22.4. Leikkonan Kate Hudson gerir armbeygjur sem fær fólk til að svitna við það eitt að horfa á hana framkvæma þær. Þjálfarinn kallar æfinguna nöðruna. Meira »

Algeng og óþægileg kynlífsvandamál

21.4. Vill hún ekki leyfa þér að sleikja píkuna eða rennur limurinn alltaf út? Ekkert vandamál er of stórt eða flókið fyrir kynlífssérfræðinginn Tracey Cox. Meira »

Öll leynitrixin í bókinni fyrir karlana

21.4. „Það er nú bara þannig að við karlarnir erum jú orðnir mun meira metro en fyrir einhverjum árum og ég vil meina að okkar metro tími hafi samt sem áður farið að kikka inn fyrir u.þ.b. 20 árum eða þegar ég var á hátindi míns hárferils.“ Meira »

Svona hefur gardínutískan þróast

21.4. Guðrún Helga Theodórsdóttir fékk sitt fyrsta starf níu ára en hún hefur allar götur síðan unnið í fjölskyldufyrirtækinu Z-brautum og gluggatjöldum. Foreldrar hennar stofnuðu fyrirtækið eftir að faðir hennar hafði gengið í hús til þess að kynna gardínukappa. Meira »

„Ég var feit sem barn“

21.4. Radhi Devlukia Shetty átti erfitt með þyngdina þegar hún var ung stúlka. Sumir eru á því að ef Dalai Lama og Oprah Winfrey hefðu átt barn væri það hún. Meira »

Vertu í þínu pínasta pússi um páskana

20.4. Óþarfi er að kaupa nýjan fatnað fyrir páskahátíðina. Fylgihlutir geta verið það eina sem þarf til.   Meira »

Þetta ljúga konur um í kynlífi

20.4. Fæstir eru 100 prósent heiðarlegir við bólfélaga sína. Konur ljúga ekki endilega til um kynferðislega ánægju.  Meira »

Arnar Gauti mætti á nýja staðinn í Mosó

20.4. Blackbox opnaði nýjan stað í Mosfellsbæ og áður en staðurinn var formlega opnaður mættu Arnar Gauti, Ásgeir Kolbeins, Jóhannes Ásbjörnsson, Hulda Rós Hákonardóttir, Skúli á Subway og fleiri til að smakka. Meira »

Þetta er hollasta fitan sem þú getur borðað

20.4. Krabbamein er algeng dánarorsök sem einkennist af stjórnlausum vexti fruma í líkamanum. Rannsóknir hafa sýnt að fólk í Miðjarðarhafslöndum er í hlutfallslega minni hættu á að fá krabbamein og sumir hafa getið sér þess til að ólífuolía hafi eitthvað með þetta að gera. Meira »

Klæddu þig upp á í kjól um páskana

20.4. Ljósir rómantískir kjólar eru í tísku þessa páskana. Gulur er að sjálfsögðu vinsæll litur á þessum árstíma. En fleiri litir koma til greina. Meira »