Hvenær hætta börn að vera viku og viku?

mbl.is/ThinkstockPhotos

Valdimar Þór Svavarsson, ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu, svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hann spurningu frá manneskju sem veltir fyrir sér hvenær börn hætta að flakka á milli heimila. 

Sæll Valdimar,

ég hef verið að velta fyrir mér með unglinga sem eiga fráskilda foreldra og búa til skiptis á báðum heimilum. Hvenær eru þeir orðnir það gamlir að það er betra fyrir þá að eiga eitt heimili og hætta að flakka á milli? Kemur einhvern tímann sá tími að þau ráða bara sjálf hjá hvoru foreldrinu þau eru á hverjum tíma? Eða er best að halda bara rútínunni þangað til þau flytja að heiman?

Kær kveðja, KK

Valdimar Þór Svavarsson, ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu.
Valdimar Þór Svavarsson, ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu. mbl.is/Árni Sæberg

 

Góðan daginn og takk fyrir þessa gagnlegu spurningu. Þrátt fyrir að spurningin sé stutt og hnitmiðuð er frekar erfitt að koma með stutt svar.

Fjöldi skilnaða af þeirri stærðargráðu sem við þekkjum í dag er í raun svo nýlegt fyrirbæri í sögulegu samhengi að við erum stöðugt að læra hvað réttast er að gera. Það er í raun ekki fyrr en upp úr 1970 sem skilnuðum fer að fjölga verulega og eðlilega erum við sem tilheyrum þeirri kynslóð sem á eftir kemur að læra skrefin þegar kemur að eftirmálum skilnaða og stjúpfjölskyldum. Þar er margt í mótun en líka ýmislegt sem komin er einhver reynsla á. Sumir fagaðilar hafa sérhæft sig í málum stjúpfjölskyldna og í því samhengi er til dæmis hægt að nefna heimasíðuna www.stjuptengsl.is. Þar koma fram ýmsar gagnlegar upplýsingar og leiðir til að fá aðstoð í tengslum við stjúpfjölskyldur. Að sama skapi má nefna fjölda ráðgjafa sem sinna málefnum fjölskyldna.

„Hvað er best fyrir börnin?“ er akkúrat það sem við ættum að fókusera á þegar skilnaðir koma upp þar sem börn eru í spilinu. Því miður fer fókusinn stundum á það hvað okkur foreldrunum hentar, frekar en börnunum sjálfum. Þar spila jafnvel inn í persónuleg mál, illindi og barátta milli foreldra sem getur komið illa niður á börnunum sjálfum. Þetta er augljóslega mjög viðkvæmur málaflokkur, miklar tilfinningar í spilinu og fjölmörg sjónarmið sem koma fram í hverju einasta máli sem snýr að forsjá, umgengni, búsetu, uppeldi barna í tengslum við skilnaði. Hafa þarf í huga hver réttur allra aðila er, bæði barna og foreldra þegar þessi mál eru skoðuð. Við getum rætt almennt um þessi mál en ef um ágreining er að ræða taka við lög og reglur sem eiga að taka á flestum þeim ágreiningsatriðum sem upp koma. Að þessu sögðu þá tek ég fram að það sem skrifað er hér á eftir miðast við að góð sátt ríki á milli foreldra um það hvernig búsetu barna og unglinga er háttað. Eins er miðað við að um sé að ræða uppkomin börn eða unglinga sem hafa þroska og aldur til að meta málin á yfirvegaðan hátt.

Áður fyrr var algengt fyrirkomulag að börn færu aðra hverja helgi til föður, þótt annars konar fyrirkomulag þekktist líka. Á síðustu árum hefur borið meira á því að um viku og viku fyrirkomulag sé að ræða. Fjölmörg rök fylgja hverri hugmynd fyrir sig en á endanum er best að fyrirkomulagið sé til þess fallið að börnunum líði sem best, þau finni eins mikið öryggi og hægt er og hafi sjálf eitthvað um málin að segja, ekki síst þegar þau eldast. Eins er réttur þeirra til að umgangast foreldra sína gríðarlega mikilvægur. Það sem meðal annars kemur upp í þessari umræðu eru eftirfarandi hugleiðingar sem allar hafa vægi þegar um það er fjallað hvar best sé fyrir börn/unglinga að búa:

  1. Hvar líður börnunum sjálfum best (með tilliti til samskipta, félagslegra tengsla, aðbúnaðar og þess háttar)?
  2. Hvar voru börnin búsett áður en til skilnaðar kom (þar er líklegt að þau hafi byggt upp mestu tengslin við skólafélaga og vini)?
  3. Líður börnunum eins og þau hafi fastan punkt í lífinu þar sem þau búa eða finnst þeim þau vera að „rífa sig upp“ og flytja í hverri viku?

Þegar litið er á upplýsingar inn á upplýsingasíðu Sýslumanna www.syslumenn.is kemur eftirfarandi texti meðal annars fram varðandi forsjá:

„Foreldrar eiga ávallt að gegna forsjár- og uppeldisskyldum sínum eins og best hentar hag og þörfum barns síns og þeim ber að hafa samráð við barnið áður en málefnum þess er ráðið til lykta eftir því sem aldur og þroski barnsins gefur tilefni til. Afstaða barns á að hafa aukið vægi eftir því sem barnið eldist og þroskast.“

Það er því ljóst að ef um uppkomið barn eða unglinga er að ræða er mikilvægt að afstaða þeirra fái hljómgrunn og ef foreldrar eiga í góðum samskiptum þá ætti það ekki að vera vandamál að ræða þessi mál á opinskáan máta og finna fyrirkomulag sem allir geta sætt sig við. Gott er að hafa í huga að orðið „sveigjanleiki“ er talið afar mikilvægt þegar kemur að verkefnum stjúpfjölskyldna.

Gangi ykkur vel í þessu verkefni.

Með bestu kveðju,

Valdimar Þór Svavarsson, ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Valdimari spurningu HÉR. 

 

mbl.is

Svona massar þú sumartískuna með stæl

18:00 Það tekur á að vera í takt við tískuna. Smartland auðveldar þér það, en hér er samantekt á flottustu trendunum í sumar.  Meira »

Í hnébeygju yfir klósettinu

14:00 Þjálfarinn hennar Kate Beckinsale lætur hana gera hnébeygjur yfir klósettinu.   Meira »

Íþróttaálfurinn og Gylfi á Maldíveyjum

10:00 Íþróttaálfurinn Dýri Kristjánsson og Gylfi Þór Sigurðsson landsliðsmaður í fótbolta eru báðir á Maldíveyjum í brúðkaupsferð ásamt eiginkonum sínum. Þessi tvennu hjón eru þó alls ekki í sömu brúðkaupsferðinni. Meira »

„Fá þau fyrsta skammtinn frían?“

05:00 Íslensk móðir hefur áhyggjur af dóttur sinni sem er 16 ára og veltir fyrir sér hvernig koma megi í veg fyrir að dóttir hennar dópi sig. Meira »

Þetta er konan sem skipulagði brúðkaupið

í gær Hjónin fengu hina bresku Charlotte Dodd til að skipuleggja brúðkaupið sitt. En þess má geta að hún þykir sú allra færasta á sínu sviði í Bretlandi um þessar mundir. Fyrirmynd hennar er hinn skemmtilegi Franck úr kvikmyndinni Father of the Bride. Meira »

Fáðu magavöðva eins og Cindy Crawford

í gær Fyrirsætan Cindy Crawford hefur fært sig úr líkamsræktar-DVD-diskunum yfir á Instagram þar sem hún sýnir sínar uppáhaldsæfingar. Meira »

Þessir mættu í VIP-teiti COS

í gær Sænska fatamerkið COS opnaði nýlega verslun á Íslandi en á fimmtudagskvöldið var sérstök opnun fyrir VIP-gesti.   Meira »

Glæsiíbúð við Vatnsholt í Reykjavík

í gær Við Vatnsholt í Reykjavík stendur stórglæsileg efri sérhæð sem er fallega og smekklega innréttuð.   Meira »

Ræður ekkert við sig og fer í sund daglega

í gær „Ég hef tvívegis verið greind með sortuæxli en næ ekki alveg að stjórna hegðun minni tengdri sól. Málið er að ég var hér á árum áður mikið í ljósum og varð alltaf að vera brún.“ Meira »

Bárður og Linda Björk giftu sig í gær

23.6. Bárður Sigurgeirsson húðlæknir hjá Húðlæknastöðinni og Linda Björg Árnadóttir fatahönnuður og eigandi Scintilla gengu í hjónaband í gær. Meira »

„Gróðurinn dregur mann til sín“

23.6. Garðurinn hennar Sjafnar Hjálmarsdóttur þykir bera af enda mjög vel um hann hugsað. Hún segir samt ekki þurfa að hafa mikið fyrir plöntunum í dag. Meira »

Hefur búið í þremur íbúðum á sjö árum

23.6. Kristín Sólveig Kristjánsdóttir læknir að mennt er ákaflega fær í samskiptum og segir að gott heimili sé sá staður þar sem fólk dettur inn um dyrnar og þar sem er gott hjartarúm. Meira »

Svona býr Bergþóra Guðnadóttir

23.6. Bergþóra Guðnadóttir hönnuður vinnur vanalega á morgnana heima þar sem hún er með góða aðstöðu í fallegu rými.   Meira »

Vinkonan alltaf að metast hver sé sætust

23.6. „Þegar við förum út á lífið saman, er hún heltekin af því að bera sig saman við aðrar konur og metur það yfirleitt svo að hún er sætust.“ Meira »

6 lífsráð Dakota Fanning

22.6. Leikkonan Dakota Fanning segist aldrei verða týpan sem borðar ekki sykur eða kolvetni.   Meira »

Kærastinn Jamie fagnaði með Lindu Pé

22.6. Linda Pétursdóttir fyrrverandi alheimsfegurðardrottning og athafnakona útskrifaðist í dag með BA gráðu í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði. Meira »

Furðulegir hattar á veðhlaupakeppninni

22.6. Konunglega veðhlaupakeppnin hefur verið sannkölluð hatta veisla. Elísabet Englandsdrottning lætur sitt ekki eftir liggja.  Meira »

Geta gæludýraeigendur átt falleg húsgögn?

22.6. Litlu loðbörnin eiga það til að tæta upp arma á stólum og jafnvel naga sig djúpt ofan í sessur og púða. Að ekki sé talað um hárin sem dreifast um alla íbúð. Meira »

Viltu ljóma alveg eins og sólin í sumar?

22.6. Aðgengi kvenna í dag að upplýsingum er óendanlegt og kemur sér vel þegar við erum að velja okkur snyrtivörur. Umræðan í dag snýst mikið um ávaxtasýrur, peptíð og C-vítamín. Meira »

„Heimilið er mjög ótæknilegt“

22.6. Brynja Jónbjarnardóttir starfar sem markaðsráðgjafi hjá Hugsmiðjunni og sem fyrirsæta. Hún hefur búið víða og veit hvað gerir hús að góðu heimili. Þó að hún vinni sem markaðssérfræðingur hjá tæknifyrirtæki velur hún að hafa heimilið án mikillar tækni. Meira »

Spears gerir þetta til að léttast

22.6. Tónlistarkonan Britney Spears hefur verið dugleg í ræktinni síðustu mánuði en hún vill frekar gera styrktaræfingar til að léttast heldur en að taka hefðbundnar brennsluæfingar. Meira »