Níu merki um framhjáhald

Er maki þinn að halda fram hjá?
Er maki þinn að halda fram hjá? mbl.is/Thinkstockphotos

Það vilja fæstir láta halda fram hjá sér og hvað þá vakna upp mörgum árum seinna við það að makinn sé búinn að eiga í ástarsambandi við aðra manneskju í nokkur ár. Sérfræðingar hafa skoðað hegðun fólks sem heldur fram hjá og gert rannsóknir á því. Á vef Men's Health má finna níu atriði sem geta komið upp um það að maki þinn sé ekki allur þar sem hann er séður. 

Óvenjumikil ástríða

Í einni rannsókn kom í ljós að óheiðarlegi aðilinn reyndi að auka ánægju maka síns í sambandinu þegar hann er að halda fram hjá. Hann fer líka að segja leiðinlega hluti um manneskjuna sem hann er að halda fram hjá með. 

Talar enn við fyrrverandi

Það er ekkert að því að tala við fyrrverandi kærustu eða kærasta en þegar fólk gerir það mjög oft og reynir að leyna því getur eitthvað grunsamlegt verið í gangi. 

Vinnur fram eftir

Þegar vinnutími fólks breytist allt í einu og það fer að vinna fram eftir gæti verið eitthvað í gangi. Það gerir fólk líka enn grunsamlegra þegar það er óljóst í svörum og fer í vörn. 

Merki um framhjáhald eru ekki alltaf augljós.
Merki um framhjáhald eru ekki alltaf augljós. mbl.is/Thinkstockphotos

Horfir á annað fólk

Fólk sem á það til að gjóa augunum á aðlaðandi fólk þegar þið eruð tvö saman er líklegra til þess að halda fram hjá en manneskja sem gerir þetta ekki. Þetta getur verið merki um að fólk eigi í erfiðleikum með skuldbindingu.  

Skýr merki á samfélagsmiðlum

Ef einhver manneskja skýtur alls staðar upp kollinum á samfélagsmiðlum maka þíns og meiri nánd á milli þeirra en þú vissir af getur eitthvað verið að. Þetta á sérstaklega við ef maki þinn reynir að leyna þessu eða þú kemst að því að maki þinn eigi leyniaðgang. 

Alltaf í símanum

Það er ekki óvenjulegt ef fólk eyði miklum tíma í símanum en ef símanotkunin breytist gæti verið eitthvað grunsamlegt í gangi. Þetta getur til dæmis verið að fara út úr herberginu þegar síminn hringir, tala lágt eða fela skjáinn. 

Sýnir þér ekki traust

Ef maki þinn treystir þér ekki getur hann verið að endurspegla sínar tilfinningar það er að segja hann treystir ekki sjálfum sér. 

Óvenjuleg eyðsla

Ef fólk er með sameiginlegan fjárhag getur það verið grunsamlegt þegar önnur manneskjan byrjar að taka reglulega út úr hraðbanka. 

Saga um framhjáhald

Rannsóknir sýna að fólk er þrisvar sinnum líklegra til að halda fram hjá ef það hefur haldið fram hjá áður. 

mbl.is

Svona ætti ekki að bjóða í brúðkaup

06:00 „Svo ef þú vilt mæta byrjaðu að spara núna!“ stendur á umdeildu boðskortinu. Fólki er bent á að taka sér tveggja vikna frí ef það ætlar sér að mæta í brúðkaupið. Meira »

Stjörnumerkin um kynlífsárið 2019

Í gær, 23:30 Hrútar ættu að taka meiri áhættu á árinu og meyjur eiga eftir að stunda mikið kynlíf árið 2019. Hvað segir stjörnumerkið um þig? Meira »

Konur í hárugum janúar

Í gær, 21:00 Konur víða um heim hafa birt myndir af líkamshárum sínum á Instagram undir myllumerkinu Januhairy, ætlast er til af samfélaginu að konur fjarlægi líkamshár sín. Meira »

Eitt heitasta merkið í bransanum í dag

Í gær, 19:00 Brock Collection er vörumerki sem vert er að fylgjast með. Stjörnur á borð við Alicia Vikander, Zoe Saldana og Emily Ratajkowski fá ekki nóg. Meira »

Ertu ljón, höfrungur, björn eða úlfur?

Í gær, 16:00 Hvernig er líkamsklukkan þín? Tilheyrir þú hópi ljóna, höfrunga, bjarna eða úlfa? Það hentar ekki öllum að mæta í vinnu klukkan níu og borða kvöldmat klukkan sex. Meira »

Eru áhrifavaldar komnir til að vera?

Í gær, 13:20 Andrea Guðmundsdóttir býr í Hong Kong þar sem hún rannsakar áhrifavalda. Hún trúir því að áhrifavaldar séu komnir til að vera og segir þá hafa upp á annað að bjóða en hefðbundnar auglýsingar. Meira »

Geislaði með kúlu í rauðu

Í gær, 10:00 Vel sást í myndarlega óléttukúlu hertogaynjunnar í þröngum fjólubláum kjól sem hún klæddist í heimsókninni en Meghan er sögð hafa ljóstrað því upp að hún ætti von á sér í apríl. Meira »

Breytti ljótu húsi í fallegt heimili

í gær Skapari Grey's Anatomy reif niður hæð og framhliðina á húsinu sínu og finnst húsið nú fallegt þótt það hafi verið ljótt og eitthvað rangt við það í upphafi. Meira »

Hvítt og ljóst átti rauða dregilinn

í fyrradag Leikkonurnar voru ekki þær einu sem mættu í þessu litaþema á Critics Choice-verðlaunin þar sem einnig mátti sjá karlmenn í hvítum og ljósum jakkafötum. Meira »

Landaði hlutverki í tannkremsauglýsingu

í fyrradag Ágústa Eva Erlendsdóttir er ekki bara að leika í risaseríum fyrir HBO. Hún lék á dögunum í tannkremsauglýsingum sem sýndar eru í bandarísku sjónvarpi um þessar mundir. Meira »

Ásgeir Kolbeins selur 300 fm einbýli

í fyrradag Ásgeir Kolbeinsson og Bryndís Hera Gísladóttir hafa sett sitt glæsilega einbýli á sölu í Breiðholtinu.   Meira »

Hildur er með bleikt Barbie-eldhús

í fyrradag Hildur Gunnlaugsdóttir arkitekt fylgir hjartanu þegar kemur að því að gera fallegt í kringum sig. Hún er með stóran blómavegg í stofunni og bleikt eldhús. Meira »

Trylltar fréttir fyrir COS-aðdáendur

í fyrradag Verslunin COS opnar á Íslandi. Mun verslunin opna á Hafnartorgi - í húsinu við hlið H&M.;  Meira »

Svefninn bjargaði heilsunni

14.1. Jamie Oliver fann fyrir mikilli depurð í aðeins of langan tíma. Þegar hann breytti svefnvenjum sínum lagaðist ansi margt.   Meira »

Kostir þess að sofa nakinn

13.1. Það að sofa í guðsgallanum hefur ekki einungis jákvæð áhrif á kynlífið. Það eru ófáir kostir þess að lofta aðeins um að neðan á nóttunni. Meira »

Yndislegur en með litla kynhvöt

13.1. „Við elskum hvort annað mjög mikið en stundum bara kynlíf einu sinni í mánuði eða svo. Hann segist bara hafa litla kynhvöt.“  Meira »

Hvers vegna þurfum við vítamín?

13.1. „Margir halda því fram að þeir fái öll næringarefni sem þeir þurfa úr fæðunni. Því miður er fæðan í dag almennt mjög rýr af næringarefnum, m.a. vegna margra ára notkunar á tilbúnum áburði sem hefur rýrt jarðveginn af steinefnum.“ Meira »

Jakob og Birna Rún skemmtu sér

13.1. Jakob Frímann Magnússon og Birna Rún Gísladóttir létu sig ekki vanta þegar sýningin Líffærin var opnuð í Ásmundarsal.   Meira »

Svona ætti ekki að innrétta í febrúar

13.1. Burt með stráin og nýja lampann með beru ljósaperunni. Sérfræðingar eru víst komnir með nóg af gylltum nýtískuhnífapörum.   Meira »

Svona hættir Robbie Williams að reykja

13.1. Robbie Williams segir ekki auðvelt að hætta að reykja en hann er byrjaður að líta til þess að róa hugann í nikótínfráhvörfunum. Meira »

Einfaldar leiðir í átt að meiri sjálfsást

12.1. Greinin fjallar um 45 lítil atriði sem hægt er að setja inn í lífið til að upplifa meiri vellíðan. Þetta eru atriði sem hafa áhrif á huga, líkama og sál. Meira »