Níu merki um framhjáhald

Er maki þinn að halda fram hjá?
Er maki þinn að halda fram hjá? mbl.is/Thinkstockphotos

Það vilja fæstir láta halda fram hjá sér og hvað þá vakna upp mörgum árum seinna við það að makinn sé búinn að eiga í ástarsambandi við aðra manneskju í nokkur ár. Sérfræðingar hafa skoðað hegðun fólks sem heldur fram hjá og gert rannsóknir á því. Á vef Men's Health má finna níu atriði sem geta komið upp um það að maki þinn sé ekki allur þar sem hann er séður. 

Óvenjumikil ástríða

Í einni rannsókn kom í ljós að óheiðarlegi aðilinn reyndi að auka ánægju maka síns í sambandinu þegar hann er að halda fram hjá. Hann fer líka að segja leiðinlega hluti um manneskjuna sem hann er að halda fram hjá með. 

Talar enn við fyrrverandi

Það er ekkert að því að tala við fyrrverandi kærustu eða kærasta en þegar fólk gerir það mjög oft og reynir að leyna því getur eitthvað grunsamlegt verið í gangi. 

Vinnur fram eftir

Þegar vinnutími fólks breytist allt í einu og það fer að vinna fram eftir gæti verið eitthvað í gangi. Það gerir fólk líka enn grunsamlegra þegar það er óljóst í svörum og fer í vörn. 

Merki um framhjáhald eru ekki alltaf augljós.
Merki um framhjáhald eru ekki alltaf augljós. mbl.is/Thinkstockphotos

Horfir á annað fólk

Fólk sem á það til að gjóa augunum á aðlaðandi fólk þegar þið eruð tvö saman er líklegra til þess að halda fram hjá en manneskja sem gerir þetta ekki. Þetta getur verið merki um að fólk eigi í erfiðleikum með skuldbindingu.  

Skýr merki á samfélagsmiðlum

Ef einhver manneskja skýtur alls staðar upp kollinum á samfélagsmiðlum maka þíns og meiri nánd á milli þeirra en þú vissir af getur eitthvað verið að. Þetta á sérstaklega við ef maki þinn reynir að leyna þessu eða þú kemst að því að maki þinn eigi leyniaðgang. 

Alltaf í símanum

Það er ekki óvenjulegt ef fólk eyði miklum tíma í símanum en ef símanotkunin breytist gæti verið eitthvað grunsamlegt í gangi. Þetta getur til dæmis verið að fara út úr herberginu þegar síminn hringir, tala lágt eða fela skjáinn. 

Sýnir þér ekki traust

Ef maki þinn treystir þér ekki getur hann verið að endurspegla sínar tilfinningar það er að segja hann treystir ekki sjálfum sér. 

Óvenjuleg eyðsla

Ef fólk er með sameiginlegan fjárhag getur það verið grunsamlegt þegar önnur manneskjan byrjar að taka reglulega út úr hraðbanka. 

Saga um framhjáhald

Rannsóknir sýna að fólk er þrisvar sinnum líklegra til að halda fram hjá ef það hefur haldið fram hjá áður. 

mbl.is

Biggest Loser-þjálfari genginn út

Í gær, 23:47 Evert Víglundsson er formlega genginn út. Það gerðist fyrr í dag þegar hann kvæntist ástinni sinni, Þuríði Guðmundsdóttur.   Meira »

Heldur bara reisn í munnmökum

Í gær, 21:00 „En ég held ekki reisn í samförum án munnmaka. Hann helst ekki harður í meira en 40 sekúndur.“  Meira »

Lærðu að klassa þig upp

Í gær, 18:00 Peningar kaupa ekki stíl og alls ekki klassa en hvernig getur þú klassað þig upp án þess að fara yfir strikið?  Meira »

Knightley útskýrir umdeilda hattinn

Í gær, 15:00 Hver man ekki eftir pottlokinu sem Keira Knightley skartaði í Love Actually? Leikkonan var ekki með hattinn af því hann var svo flottur. Meira »

Heldur við tvöfalt eldri mann

Í gær, 12:00 „Ég á maka en samt hef ég verið að stunda kynlíf með manni sem er næstum tvöfalt eldri en ég, og ég finn ekki fyrir sektarkennd.“ Meira »

Svona lítur náttúrulegt hár Obama út

Í gær, 09:00 Michelle Obama er ekki með eins slétt hár og hún sést vanalega með. Í vikunni birtist mynd af frú Obama með   Meira »

„Fatnaður er strigi innra ástands“

Í gær, 05:30 Sunneva Ása Weisshappel er einn áhugaverðasti búningahönnuður samtímans. Hún fyrirlítur stefnu tískuheimsins en vill að tilvist hennar gefi konum kraft og hjálpi til við að víkka einlita heimsmyndina sem er að mestu sköpuð af valdakörlum að hennar mati. Meira »

Gjöf sem nýtist ekki er sóun

í fyrradag „Sem dæmi um óheppilegar jólagjafir mætti nefna það þegar fyrirtæki gefur 5.000 kr. gjafabréf í verslun þar sem ódýrasta varan kostar 15.000 kr. Það sama má segja um að gefa ferðatösku í jólagjöf til starfsfólks sem fer reglulega til útlanda og á að öllum líkindum slíka tösku.“ Meira »

Krónprinsessurnar í sínu fínasta pússi

í fyrradag Mette-Marit krónprinsessa Noregs og Mary krónprinsessa Danmerkur tóku fram sína fínustu kjóla þegar þær mættu í afmæli Karls Bretaprins. Meira »

Haldið ykkur: Weekday opnar á Íslandi

í fyrradag Fataverslunin Weekday mun opna í Smáralind vorið 2019. Verslunin er í eigu Hennes & Mauritz en nú þegar hafa þrjár H&M-búðir verið opnaðar á Íslandi, þar á meðal ein í Smáralind. Meira »

Sölvi Snær og fjölskylda selja á Nesinu

í fyrradag Sölvi Snær Magnússon listrænn stjórnandi NTC og Kristín Ásta Matthíasdóttir flugfreyja hafa sett sína fallegu hæð á sölu.   Meira »

Getur fólk í yfirvigt farið í fitusog?

í fyrradag „Ég er með mikil bakmeiðsl og er í yfirvigt. Mig langar að vita hvort hægt sé að fara í fitusog til að minnka magann?“  Meira »

Egill er fluttur eftir 37 ár í gamla húsinu

í fyrradag Egill Ólafsson flutti nýlega í útsýnisíbúð við sjóinn eftir að hafa búið í sama húsinu í 37 ár. Í dag býr hann á þremur stöðum, í 101, í bát og í Svíþjóð. Meira »

5 mistök sem fólk sem vill léttast gerir

15.11. Ef markmiðið er að léttast er best að byrja á mataræðinu enda gerist lítið ef mataræðið er ekki í lagi, jafnvel þótt þú hamist í ræktinni. Meira »

Fáðu tónaða handleggi eins og Anna

15.11. Anna Eiríksdóttir er þekkt fyrir sína vel þjálfuðu og tónuðu handleggi. Hér sýnir hún hvernig hún fer að því að láta þá líta svona út. Meira »

Hildur Eir og Heimir skilin

15.11. Hildur Eir Bolladóttir prestur í Akureyrarkirkju og eiginmaður hennar, Heimir Haraldsson, eru skilin. Hún greinir frá því á Facebook-síðu sinni. Meira »

Útvaldar máluðu Omaggio-vasa

15.11. Nokkrar útvaldar smekkskonur mættu í Epal í Skeifunni og gerðu sína eigin útgáfu af einum vinsælasta vasa landsins, Omaggio-vasanum frá Kähler. Reyndi á listræna hæfileika kvennanna enda erfiðara að mála rendurnar frægu á vasana en fólk heldur. Meira »

Hátíðalína Chanel fær hjartað til að slá

15.11. Meira er meira að mati Chanel fyrir jólin en hátíðarlína franska tískuhússins í ár nefnist Le Libre Maximalisme de Chanel. Innblástur förðunarlínunnar er sóttur í stjörnumerki Gabrielle Chanel, ljónið, og einkennast litirnir af djúpum gylltum og málmkenndum tónum. Meira »

Fór úr sínu versta formi yfir í sitt besta

15.11. Díana Hrund segir líklegt að hún hefði verið löngu búin að gefast upp á lífsstílsbreytingu sinni ef hún hefði mælt árangurinn á vigtinni. Meira »

Fröken Fix hannaði eldhúsið

15.11. Sesselja Thorberg, innanhússhönnuður og eigandi Fröken Fix, hannaði eldhús fyrir fjölskyldu í Reykjavík. Hún segir að eldhúsið sé blanda af nokkrum þáttum. Meira »

10 atriði sem menn ljúga um á stefnumótum

14.11. Það er ekki sniðugt að ljúga um hjúskaparstöðu á stefnumótum en fjölmargir karlar eru sekir um þá lygi. Enn fleiri hafa þó logið til um fjölda rekkjunauta. Meira »
Meira píla