Hvernig verður lífið betra?

Linda Baldvinsdóttir samskiptaráðgjafi og markþjálfi hjá Manngildi.
Linda Baldvinsdóttir samskiptaráðgjafi og markþjálfi hjá Manngildi. mbl.is/Árni Sæberg

„Ég sá mynd á netinu um daginn sem gaf upp 10 atriði sem þú ættir að hafa í huga ef þú vilt hugsa vel um þig og líf þitt og ætla ég að fjalla um þessi atriði hér og hvers vegna þau eru ágæt til umhugsunar,“ segir Linda Baldvinsdóttir samskiptaráðgjafi og markþjálfi hjá Manngildi í sínum nýjasta pistli: 

Fyrsta skrefið og kannski það mikilvægasta er „Ef þér finnst það rangt, ekki þá taka þátt í því.“

Þetta er lykillinn að velgengni okkar á öllum sviðum. Hversu oft er það ekki þannig að við finnum einhvern ófrið innra með okkur en veljum að hunsa þá líðan en komumst síðan að því að við höfðum rétt fyrir okkur, varnarkerfi hjartna okkar hafði varað okkur við en við treystum ekki á það - treystum frekar því sem við upplifðum í hinu yrta. Svo þetta er það allra mikilvægasta, HLUSTAÐU Á ÞIG.

Annað ráðið var að segja nákvæmlega það sem þú meinar og að já þitt sé já og nei þitt sé nei. Ég held að við vitum flest að þegar við segjum já við einhverju sem okkur langar að segja nei við þá förum við í mótþróa innra með okkur og við finnum að við erum ekki sjálfum okkur samkvæm heldur meðvirk með aðstæðum og beiðni annarra gegn vilja okkar. Það er ekki smart og í raun lækkar virði okkar hjá okkur sjálfum um einhver stig við hvert já sem hefði átt að vera nei og öfugt.

Þriðja ráðið var einmitt það að við ættum ekki að vera að geðjast fólki einungis til að því líki betur við okkur. Það heilbrigða er að hugsa með sér að það sé vita vonlaust að öllum geti líkað vel við okkur og því verði fólk að kynnast okkur eins og við erum með öllum okkar kostum og göllum og meta útfrá því löngun sína til að þekkja okkur og umgangast.

Fjórða ráðið ætla ég ekki að tala meira um en ég gerði í upphafinu því það er að við ættum að hlusta á innsæi okkar alltaf öllum stundum, því að öll rauðu flöggin eða ljósin sem við upplifum hið innra er innsæið okkar eins og ég sagði hér að framan, svo hlustum á það elskurnar, það mun færa okkur á réttar slóðir. (Það þýðir ekki að við lendum ekki í dölunum en við komumst fyrr á rétta slóð með því að hlusta og taka eftir því hvað innsæið segir okkur)

Aldrei tala illa um þig var fimmta ráðið og ég er svo sannarlega sammála því. Aldrei segja við sjálfan þig hluti sem þú gætir ekki hugsað þér að segja við aðra. Talaðu af virðingu um þig við þig sjálfan og aðra. Byggðu þig upp með þeim hætti að segja þér að þú getir allt og sért dýrmæt og segðu svo sjálfri þér að þú elskir þig nákvæmlega eins og þú ert og sjálfsvirði þitt mun óumdeilanlega hækka og rýmið fyrir „mistök og fleira“ verður byggt á raunhæfu vingjarnlegu mati.

Sjötta, sjöunda og áttunda ráðið fjallaði í raun um það að gefast aldrei upp á því að sækja drauma þína. Sæktu þá og taktu skrefin út fyrir hefðbundna rammann þinn með því að segja já við hlutum sem gætu fært þig nær draumum þínum og segðu nei við úrtöluröddunum sem munu hljóma allt um kring. Það er næsta víst að þú þurfir að ýta þér frá þeim sem sjá allt ómögulegt við framkvæmdir þínar og munu ekki styðja þig á vegferð þinni þér til mikils sársauka, en þetta þekkja flestir sem fara út úr römmunum og það er ekkert við þessu að gera annað en að hugsa sér að þetta fólk vilji þrátt fyrir allt það besta fyrir þig en halda þig svo nærri þeim sem byggja þig upp.

Níunda ráðið var - dekraðu við þig og vertu góður við þig!

Ég er svo gjörsamlega sammála þessu ráði þar sem ég veit að það ráð mun alltaf gagnast þér vel í öllum kringumstæðum að huga vel að því að dekra þig, og kannski er það aldrei jafn mikilvægt og þegar eitthvað á bjátar í kringum þig. Þá sem aldrei fyrr skaltu hugsa vel um þig til anda sálar og líkama og sýna sjálfum þér vinsemd og kærleika á öllum sviðum.

Svo kemur rúsínan í pylsuendanum en það er einmitt síðasta ráðið sem gefið var upp en það er haltu þig frá drama og neikvæðni í öllum myndum þess. Þegar þú finnur þig í þannig aðstæðum forðaðu þér þá. Neikvæðni og neikvætt fólk dregur úr þér gleðina og lífsneistann á hraðari hátt en flest annað sem ég veit um og aldrei hef ég vitað að drama skapaði af sér eitthvað annað en meiri drama engum til heilla en fleirum til tjóns. Hinsvegar ef hjarta þitt er glatt og gleðiorkan streymir frá þér þá eru þér allir vegir færir og flestum líður afar vel í kringum þig, þannig að við skulum gera okkar besta hvern dag að búa til gleðistundir jafnvel mitt í erfiðum aðstæðum.

Og ef þú telur að ég geti orðið þér til aðstoðar við að ná í gleðina þína og halda í hana þá er ég bara einni tímapöntun í burtu.

mbl.is

Muhammad Ali bjó í höll

07:38 Einn frægasti íþróttamaður allra tíma bjó í afar íburðarmiklu glæsihýsi á níunda áratugnum.   Meira »

Er andlegur ráðgjafi Oprah Winfrey svarið?

Í gær, 23:00 „Við mælum ekki hamingju með efnahagslegum mælikvörðum. Við þurfum að horfast í augu við opíóðafaraldurinn, við þurfum að horfast í augu við sjálfsmorðstíðnina í landinu. Við þurfum að skoða hvað liggur undir yfirborðinu. Efla vitund, ást og kærleika bandarísku þjóðarinnar.“ Meira »

Geirvörtufullnæging kemur oftast óvænt

Í gær, 19:00 Fólk er með misnæmar geirvörtur en sumar konur upplifa fullnægingu eftir að gælt er við geirvörtur þeirra.   Meira »

Hús Elon Musk minnir á geimskip

Í gær, 17:00 Elon Musk hefur sett glæsihýsi sitt í Los Angeles á sölu. Musk er ekki að flytja til Mars þótt hann hafi fulla trú á hugmyndinni. Meira »

Heitustu skórnir í dag

Í gær, 14:00 Frú Anna Wintour hefur gefið leyfi. Heitustu skórnir í dag eru ekki ákveðin gerð af skóm heldur skiptir munstrið öllu máli.   Meira »

Ljóstrar upp heilsuleyndarmálinu

Í gær, 10:00 Hin skemmtilega Rachel Brosnahan hefur lítinn sjálfsaga þegar kemur að hreyfingu en borðar því mun hollari fæðu.   Meira »

Pör sem gera þetta eru hamingjusamari

í gær Sambandsráð geta verið misgóð en það er líklega óþarfi að draga það í efa að það sé slæmt að tala um líðan sína við maka sinn. Meira »

Neysluhyggjupælingar

í fyrradag „Ég hef verið að hugsa mikið um neyslu. Ég hef aldrei búið við skort af neinu tagi og aldrei þurft að hafa sérstakar áhyggjur af peningum blessunarlega. Ég var í menntaskóla þegar kreppan skall á og hef aðeins heyrt út undan mér af breytingunum sem áttu sér stað í kjölfar hennar árið 2008, bæði hér á landi sem og erlendis.“ Meira »

Svona gerir þú munngælurnar betri

í fyrradag Flestir menn veita ekki konum sínum munnmök vegna þess að þeir hafa enga hugmynd um hvað þeir eru að gera þarna niðri.   Meira »

Gafst upp á því að æfa í klukkutíma á dag

í fyrradag Það getur verið óþarf að djöflast í klukkutíma á dag í líkamsræktarstöð. Stundum er hreinlega betra að taka styttri æfingar heima ef það hentar betur. Meira »

Bræðurnir óþekkir í fatavali

í fyrradag Katrín og Meghan eru með fallegan fatastíl en bræðurnir Vilhjálmur og Harry vekja sjaldan athygli fyrir fataval sitt sem er þó töluvert frábrugðið því sem Karl faðir þeirra kýs. Meira »

„Ég held við konu, hvað er til ráða?“

í fyrradag „Ég kynntist konu fyrir 3 árum sem er gift. Ég hef verið viðhaldið hennar síðan þá. Hún hefur alltaf sagt mér að ég sé henni allt og hún vilji bara framtíð með mér. Hún segir að hún sé að skilja og eiginmaður hennar sé að flytja út.“ Meira »

Lilja Björk bankastjóri býr í glæsivillu

16.2. Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans var í fréttum vikunnar eftir að hún fékk hraustlega launahækkun. Lilja Björk býr vel í 108 Reykjavík ásamt eiginmanni og börnum. Meira »

Einkaþjálfari Graham leysir frá skjóðunni

15.2. Ofurfyrirsætunni í yfirstærðinni, Ashley Graham, leiðist á hlaupabrettinu en æfir þó eins og alvöruíþróttamaður.   Meira »

Þetta eru best klæddu konur Íslands!

15.2. Reglulega birtum við lista yfir best klæddu konur landsins. Í ár var leitað til lesenda Smartlands og tilnefndu þeir þær sem komust á lista. Eins og sjá má er listinn fjölbreyttur og skemmtilegur. Meira »

Sindri Sindrason flytur úr höllinni

15.2. Sindri Sindrason sjónvarpsmaður hefur sett sitt fallega einbýli á sölu. Um er að ræða 320 fm einbýli sem byggt var 1985.   Meira »

Fegurð og flottur stíll við Barmahlíð

15.2. Fegurð er orðið yfir þessa 120 fm íbúð við Barmahlíð. Gráir og grænir tónar mætast á heillandi hátt.   Meira »

Hvernig kveiki ég í sambandinu aftur?

15.2. Ég er í vanda stödd. Maki minn sem ég er búin að vera með í fjölmörg ár fer svo mikið í taugarnar á mér núna að ég veit ekki hvernig ég á að haga mér. Innst inni, ef ég gref nógu langt, veit ég að ég elska hann en við erum samt eins og vinir – ekki par. Meira »

Munurinn geysilegur á milli mynda

15.2. Það eru ekki allar myndir gjaldgengar á samfélagsmiðlum, eða þannig líður mjög mörgum. Unglingar sem fengu það verkefni að breyta mynd af sér þannig að hún væri tilbúin til birtingar á samfélagsmiðlum breyttu myndunum ótrúlega mikið. Meira »

Var Melania í kápu eða náttslopp?

14.2. Melania Trump er oftast í smekklegum og fallegum fötum. Bleika kápan frá Fendi sem frú Trump klæddist í vikunni hefur þó vakið athygli fyrir annað en að vera bara falleg. Meira »

Þórunn Pálsdóttir selur útsýnishúsið

14.2. Þórunn Pálsdóttir verkfræðingur og fasteignasali hyggst flytja og er hennar fallega Garðabæjarhús komið á sölu.   Meira »