„Vil ekki vera kúgari eins og pabbi“

Stjórnsemi er eitt form af meðvirkni og getur komið út ...
Stjórnsemi er eitt form af meðvirkni og getur komið út á alls konar hátt. Þegar við leikum æðri mátt í lífi annarra, eigum erfitt með að sleppa og treysta öðrum og viljum ákveða hvað aðrir hugsa og/eða gera. Ljósmynd/Thinkstockphotos

El­ín­rós Lín­dal, ein­stak­lings- og fjöl­skylduráðgjafi, svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér spyr kona sem var alin upp við erfiðar aðstæður og ofbeldi í æsku hvernig hún geti komist út úr gömlu fjölskyldumynstri, stjórnsemi og því að beita þá sem henni þykir vænt um andlegu ofbeldi.

„Ég er alin upp við mjög erfiðar aðstæður og varð fyrir margs konar ofbeldi í æsku. Ég brást við með mótþróa þrjósku röskun og uppreisn. Ég á mjög erfitt með taka leiðsögn og er svo þrjósk að ég get ekki hlýtt fyrirmælum. Ég er afburðastjórnsöm og frek. Ég er búin að standa sjálfa mig að því að beita móður mína og maka minn andlegu ofbeldi. Mér líður svo illa út af því að ég vil alls ekki vera eins og pabbi minn. Hann er stjórnsamur kúgari sem misnotar sér veikleika annarra og kemst upp með það. Hann hefur alltaf rétt fyrir sér að eigin mati. Ég er búin að panta viðtal í fjölskylduráðgjöf og athuga hvenær næsta fjölskyldumeðferð er hjá SÁÁ. Ég hef einnig leitað mér aðstoðar hjá Bjarkarhlíð. Þar að auki hef ég reynt að lesa mér til um meðvirkni og leita leiða til þess að komast út úr þessu hegðunarmynstri. Ég hef heyrt að hægt sé að leita til 12 spora samtaka. Getur þú gefið mér einhver góð ráð til viðbótar?“

Sæl mín kæra og takk fyrir senda á mig spurninguna.

Þegar ég les bréfið þitt sé ég að spurning þín að mínu mati snýst um fúsleika. Þú nefnir góðar leiðir sem þú ert að fara í til að vinna úr æskunni. 12 spora samtökin sem aðstoða mann í að takast á við stjórnsemi (sem er eitt algengasta form meðvirkni) eru Al-Anon. 

Við getum ástundað alls konar aðferðir, lesið okkur til og eytt mörgum klukkustundum á dag í að vinna í okkur en ef við erum ekki til í að sleppa og treysta og að hætta að ástunda það sem ekki virkar, þá erum við ekki að verja tímanum okkar rétt. Þrjóska, það að vita best sjálf og mótþrói eru andlegur hernaður á móti bata í aðstæðunum sem þú ert í núna.

Það er fallegt að þú sjáir það sem þú ert að taka með þér úr æskunni. Eins finnst mér þú meðvituð og góð að sjá mynstrið í kringum þig. Að mínu mati gerum við öll ýmislegt dag hvern sem flokka má sem andlegt ofbeldi. Bara það að vaska upp með hávaða til að láta aðra vita að við erum fúl, er andlegt ofbeldi að mínu mati. Við eigum bara okkur sjálf, annað fólk er gjafir í lífi okkar. Að setja heilbrigð mörk, fara úr skaðlegum aðstæðum og setja ást í öll sambönd okkar hér á jörðinni er tilgangurinn að mínu mati. Við eigum ekki maka okkar, börn eða foreldra. Þau eru hér til að þroska okkur og við þurfum að læra á hverjum degi að vera heiðarleg við okkur og fara vel með okkur sjálf, þannig getum við verið kærleiksrík, góð og heiðarleg við annað fólk.

Að þú viljir hætta að ástunda það sem þú nefnir sem andlegt ofbeldi gagnvart þeim sem þú elskar mest er frábært. En þá þarftu að vera tilbúin að sleppa og treysta. Vanalega þurfum við að vera á það sem heitir „botni“ til að prófa eitthvað nýtt. Veruleikinn þarf að vera það óbærilegur að við höfum engu að tapa að gera og hugsa hlutina upp á nýtt. Þetta er raunverulegur fúsleiki. Hausinn á okkur, sem að mörgu leyti er búinn að skapa vandann, er sennilega ekki að fara að leysa þetta mál einn. Til þess þurfum við leiðbeinanda, við fáum slíkan í 12 sporakerfinu eða í formi ráðgjafa.

Þar sem þú ert dugleg að lesa mæli ég með Marianne Williamson. Hún talar svo fallega um fúsleika, erfiða æsku, botn og upprisu. Hvernig fólk sem hefur upplifað margt um ævina, heldur stundum áfram að ástunda ofbeldið gagnvart sjálfum sér í framtíðinni. Hún segir á einum stað í bókinni Return to Love: „Sama hvað ég upplifði í æsku, þá var ég á þessum tíma að koma enn þá verr fram við sjálfa mig. Ég sagði hluti sem lét fólk hafna mér. Ég dæmdi mig harðar en ég hafði nokkurn tíman verið dæmd af öðrum. Ég drakk óhóflega og var komin á þann stað að hæfileikar mínir og tengsl við aðra voru ekki að fara að redda mér út úr aðstæðunum. Ég þurfti að verða fús til að breyta algjörlega hvernig ég hugsaði um veröldina og mig sjálfa. Ég þurfti að finna kraftaverk!“

Marianne Williamson þekkir flest 12 spora hugmyndakerfi eins og fingur sína. Hún hefur farið víða sem sérfræðingur og segir að kraftaverkin gerast inn í okkur en ekki úti í veröldinni. Enda sé veröldin bara það sem við túlkum að hún sé. 

Skoðaðu Marianne Williamson og skoðaðu hvernig þú getur orðið fús til að taka við kraftaverkum. Skoðaðu hvort þú getir treyst öðrum og tekið inn kærleikann. Fyrirgefið þér og öðrum. Tekið ábyrgð á þér í dag og stigið inn í að verða besta útgáfan af þér. Þar sem þú ferð inn í hvern dag í auðmýkt og kærleika. Ef þú ferð sömu leið og hún þá muntu finna kennarann búa hið innra með þér. Hún ástundar „A Course in Miracles“ daglega. Ég mæli með því fyrir alla sem hafa áhuga á að breytast. Þú getur byrjað á að hlusta á vikulega fyrirlestra með henni sem þú finnur á heimasíðu hennar. Eins eru til hljóðbækur og vinnubækur um efnið.

Ég held að það sé verið að kalla þig í verkefnið að verða besta útgáfan af þér. 

Til hamingju með það.

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent El­ín­rós póst HÉR

El­ín­rós Lín­dal er NLP-ein­stak­lings- og fjöl­skylduráðgjafi með grunn­próf í sál­fræði ...
El­ín­rós Lín­dal er NLP-ein­stak­lings- og fjöl­skylduráðgjafi með grunn­próf í sál­fræði og fjöl­miðla­fræði. MBA frá Há­skól­an­um í Reykja­vík. Hún sér­hæf­ir sig í meðvirkni og fíkni­sjúk­dóm­um. mbl.is/Eggert
mbl.is

Karl Lagerfeld fjarverandi í fyrsta skipti

19:00 Tilkynning kom frá tískuhúsinu eftir sýninguna um að listræni stjórnandinn hafi verið of þreyttur til að koma á sýninguna. Fyrir hans hönd mætti Virginie Viard, yfirmaður listrænnar deildar Chanel. Meira »

Guðrún Bergmann: Besta heilsuráð ársins

16:11 „Þótt margir vilji temja sér heilsusamlegan lífsstíl, vita þeir oft ekki hvar á að byrja, né hvaða tískutrendi þeir eiga að fylgja þegar kemur að mataræði. Mörgum finnst erfiðara að ákveða hvað skal borða en að fylla út skattaskýrsluna. Næringarfræðin getur stundum verið flókið mál, en ef þú vilt einfalda hlutina og gera valið sérlega einfalt.“ Meira »

Ljótustu gallabuxurnar í dag?

13:09 Fyrirsætan í umdeildum gallabuxum lítur út fyrir að hafa klætt sig í myrkri enda líta buxurnar út fyrir að vera á röngunni.   Meira »

Hví er símnotkun fyrir svefninn hættuleg?

10:00 Læknirinn Rangan Chatterjee segir að símanotkun fyrir háttinn sé mjög hættuleg því tæki sem gefi frá sér bláa birtu tempri hormónið melatónín. Meira »

Hannes og Halla keyptu hús í Fossvogi

05:00 Hannes Þór Halldórsson landsliðsmaður í fótbolta og Halla Jónsdóttir festu kaup á raðhúsi í Ljósalandi í Reykjavík.   Meira »

Pör sem eru líklegri til að skilja

Í gær, 22:51 Ákveðin vandamál hjálpa ekki þegar reyna fer á sambönd. Betra er að takast á við hlutina strax en að sópa þeim undir teppið. Meira »

Ofurparið selur sex herbergja útsýnisíbúð

í gær Ofurparið Karitas María Lárusdóttir og Gylfi Einarsson hafa sett sína huggulegu 180 fm íbúð í Kópavogi á sölu.   Meira »

Getur fólk á ketó farið á þorrablót?

í gær Er þorramatur hollur? Geta þeir sem eru á ketó gúffað í sig mat á þorrablótum? Gunnar Már Sigfússon, einkaþjálfari og höfundur bókarinnar Ketó hormónalausnin, segir að þeir sem eru á ketó geti fundið mat við sitt hæfi. Meira »

Íslensk fyrirsæta átti sviðið hjá Kenzo

í gær Kristín Lilja Sigurðardóttir gekk tískupallinn fyrir franska tískuhúsið Kenzo ásamt ofurfyrirsætunni Winnie Harlow.   Meira »

Heimili Sölva er eins og leikvöllur

í gær Sölvi Tryggvason á töluvert öðruvísi heimili en fólk almennt. Hann leggur mikið upp úr því að hann geti hreyft sig á heimilinu. Meira »

Hvað felst í norræna kúrnum?

í gær Föstur, ketó, Miðjarðarhafsmataræðið, steinaldarmataræðið og hvað það nú heitir, listinn er endalaus. Norræna mataræðið komst í fréttir á síðasta ári og gott að kynna sér hvað felst í því nú þegar allir ætla að verða besta útgáfan af sjálfum sér. Meira »

Svona æfir frú Bieber

20.1. Hailey Baldwin sýndi hvernig hún æfir en það er víst ekki nóg fyrir fyrirsætur að vera háar og grannar þær þurfa líka að vera með vöðva. Meira »

Hvenær verður fólk fullorðið?

20.1. Fólk verður fullorðið 18 ára samkvæmt lögum en fæstum líður þó þannig, nema ef barn er í spilunum.   Meira »

Þunnar sokkabuxur aftur í móð

20.1. Ef marka má nýjustu herferð tískumerkisins Saint Laurent verða þunnar sokkabuxur í anda áttunda áratugarins vinsælar í sumar. Meira »

Er alltaf allt í drasli hjá þér?

20.1. Ertu búin/n að gefast upp á öllu draslinu og nærðu ekki utan um tiltektina? Ef svo er þá er þetta það sem vantar í líf þitt! Meira »

Mætir klukkan 04:30 í ræktina

20.1. Mel B ætlar að vera í góðu formi á tónleikum Kryddpíanna í sumar. Hún vaknar um miðja nótt til þess að mæta æfingu ef það er það sem þarf til. Meira »

Þór lærði tantra hjá jógamunkum

20.1. Þór Jóhannesson er einn vinsælasti jógakennarinn um þessar mundir. Hann er að fara af stað með námskeið í World Class á nýju ári þar sem hann kennir fólki að ná jafnvægi á hvolfi. Meira »

Ástæður þess að fólk hendir ekki drasli

19.1. Það er fátt vinsælla núna en að endurskipuleggja líf sitt eftir aðferðum Marie Kondo. Það getur þó reynst erfitt að einfalda lífið þegar heimilið er fullt af óþarfa hlutum sem enginn tímir að henda. Meira »

Karlmenn lýsa ótrúlegum fullnægingum

19.1. Einn maður fékk svo rosalega fullnægingu að hann var ófær um gang næstu 20 mínúturnar. Var kannski besta fullnægingin þín fyrir 20 árum? Meira »

Toppurinn sem tryllir allt

19.1. Gífurlegur aukinn áhugi á stuttum öðruvísi toppklippingum gefur í skyn að toppatískan verði í anda Berglind Festival í ár.   Meira »

Þvoði ekki hárið í mörg ár

19.1. „Það var ógeðslegt,“ sagði GOT-stjarnan Sophie Turner um það þegar hún mátti ekki þvo á sér hárið.   Meira »