„Vil ekki vera kúgari eins og pabbi“

Stjórnsemi er eitt form af meðvirkni og getur komið út ...
Stjórnsemi er eitt form af meðvirkni og getur komið út á alls konar hátt. Þegar við leikum æðri mátt í lífi annarra, eigum erfitt með að sleppa og treysta öðrum og viljum ákveða hvað aðrir hugsa og/eða gera. Ljósmynd/Thinkstockphotos

El­ín­rós Lín­dal, ein­stak­lings- og fjöl­skylduráðgjafi, svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér spyr kona sem var alin upp við erfiðar aðstæður og ofbeldi í æsku hvernig hún geti komist út úr gömlu fjölskyldumynstri, stjórnsemi og því að beita þá sem henni þykir vænt um andlegu ofbeldi.

„Ég er alin upp við mjög erfiðar aðstæður og varð fyrir margs konar ofbeldi í æsku. Ég brást við með mótþróa þrjósku röskun og uppreisn. Ég á mjög erfitt með taka leiðsögn og er svo þrjósk að ég get ekki hlýtt fyrirmælum. Ég er afburðastjórnsöm og frek. Ég er búin að standa sjálfa mig að því að beita móður mína og maka minn andlegu ofbeldi. Mér líður svo illa út af því að ég vil alls ekki vera eins og pabbi minn. Hann er stjórnsamur kúgari sem misnotar sér veikleika annarra og kemst upp með það. Hann hefur alltaf rétt fyrir sér að eigin mati. Ég er búin að panta viðtal í fjölskylduráðgjöf og athuga hvenær næsta fjölskyldumeðferð er hjá SÁÁ. Ég hef einnig leitað mér aðstoðar hjá Bjarkarhlíð. Þar að auki hef ég reynt að lesa mér til um meðvirkni og leita leiða til þess að komast út úr þessu hegðunarmynstri. Ég hef heyrt að hægt sé að leita til 12 spora samtaka. Getur þú gefið mér einhver góð ráð til viðbótar?“

Sæl mín kæra og takk fyrir senda á mig spurninguna.

Þegar ég les bréfið þitt sé ég að spurning þín að mínu mati snýst um fúsleika. Þú nefnir góðar leiðir sem þú ert að fara í til að vinna úr æskunni. 12 spora samtökin sem aðstoða mann í að takast á við stjórnsemi (sem er eitt algengasta form meðvirkni) eru Al-Anon. 

Við getum ástundað alls konar aðferðir, lesið okkur til og eytt mörgum klukkustundum á dag í að vinna í okkur en ef við erum ekki til í að sleppa og treysta og að hætta að ástunda það sem ekki virkar, þá erum við ekki að verja tímanum okkar rétt. Þrjóska, það að vita best sjálf og mótþrói eru andlegur hernaður á móti bata í aðstæðunum sem þú ert í núna.

Það er fallegt að þú sjáir það sem þú ert að taka með þér úr æskunni. Eins finnst mér þú meðvituð og góð að sjá mynstrið í kringum þig. Að mínu mati gerum við öll ýmislegt dag hvern sem flokka má sem andlegt ofbeldi. Bara það að vaska upp með hávaða til að láta aðra vita að við erum fúl, er andlegt ofbeldi að mínu mati. Við eigum bara okkur sjálf, annað fólk er gjafir í lífi okkar. Að setja heilbrigð mörk, fara úr skaðlegum aðstæðum og setja ást í öll sambönd okkar hér á jörðinni er tilgangurinn að mínu mati. Við eigum ekki maka okkar, börn eða foreldra. Þau eru hér til að þroska okkur og við þurfum að læra á hverjum degi að vera heiðarleg við okkur og fara vel með okkur sjálf, þannig getum við verið kærleiksrík, góð og heiðarleg við annað fólk.

Að þú viljir hætta að ástunda það sem þú nefnir sem andlegt ofbeldi gagnvart þeim sem þú elskar mest er frábært. En þá þarftu að vera tilbúin að sleppa og treysta. Vanalega þurfum við að vera á það sem heitir „botni“ til að prófa eitthvað nýtt. Veruleikinn þarf að vera það óbærilegur að við höfum engu að tapa að gera og hugsa hlutina upp á nýtt. Þetta er raunverulegur fúsleiki. Hausinn á okkur, sem að mörgu leyti er búinn að skapa vandann, er sennilega ekki að fara að leysa þetta mál einn. Til þess þurfum við leiðbeinanda, við fáum slíkan í 12 sporakerfinu eða í formi ráðgjafa.

Þar sem þú ert dugleg að lesa mæli ég með Marianne Williamson. Hún talar svo fallega um fúsleika, erfiða æsku, botn og upprisu. Hvernig fólk sem hefur upplifað margt um ævina, heldur stundum áfram að ástunda ofbeldið gagnvart sjálfum sér í framtíðinni. Hún segir á einum stað í bókinni Return to Love: „Sama hvað ég upplifði í æsku, þá var ég á þessum tíma að koma enn þá verr fram við sjálfa mig. Ég sagði hluti sem lét fólk hafna mér. Ég dæmdi mig harðar en ég hafði nokkurn tíman verið dæmd af öðrum. Ég drakk óhóflega og var komin á þann stað að hæfileikar mínir og tengsl við aðra voru ekki að fara að redda mér út úr aðstæðunum. Ég þurfti að verða fús til að breyta algjörlega hvernig ég hugsaði um veröldina og mig sjálfa. Ég þurfti að finna kraftaverk!“

Marianne Williamson þekkir flest 12 spora hugmyndakerfi eins og fingur sína. Hún hefur farið víða sem sérfræðingur og segir að kraftaverkin gerast inn í okkur en ekki úti í veröldinni. Enda sé veröldin bara það sem við túlkum að hún sé. 

Skoðaðu Marianne Williamson og skoðaðu hvernig þú getur orðið fús til að taka við kraftaverkum. Skoðaðu hvort þú getir treyst öðrum og tekið inn kærleikann. Fyrirgefið þér og öðrum. Tekið ábyrgð á þér í dag og stigið inn í að verða besta útgáfan af þér. Þar sem þú ferð inn í hvern dag í auðmýkt og kærleika. Ef þú ferð sömu leið og hún þá muntu finna kennarann búa hið innra með þér. Hún ástundar „A Course in Miracles“ daglega. Ég mæli með því fyrir alla sem hafa áhuga á að breytast. Þú getur byrjað á að hlusta á vikulega fyrirlestra með henni sem þú finnur á heimasíðu hennar. Eins eru til hljóðbækur og vinnubækur um efnið.

Ég held að það sé verið að kalla þig í verkefnið að verða besta útgáfan af þér. 

Til hamingju með það.

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent El­ín­rós póst HÉR

El­ín­rós Lín­dal er NLP-ein­stak­lings- og fjöl­skylduráðgjafi með grunn­próf í sál­fræði ...
El­ín­rós Lín­dal er NLP-ein­stak­lings- og fjöl­skylduráðgjafi með grunn­próf í sál­fræði og fjöl­miðla­fræði. MBA frá Há­skól­an­um í Reykja­vík. Hún sér­hæf­ir sig í meðvirkni og fíkni­sjúk­dóm­um. mbl.is/Eggert
mbl.is

„Þú átt skilið að elska án skilyrða“

18:00 Sigurður Karlsson starfar sem ráðgjafi og hefur hjálpað fjölmörgum aðilum og aðstandendum þeirra að komast í bata. Hann segir mikilvægt að rækta ástina um páskana og ráðleggur foreldrum sem vilja ná vel til barnananna sinna um hátíðina að vera til staðar sem vinur þeirra í raun. Meira »

Svona selur þú fasteign

15:00 Halla Unnur Helgadóttir fer í gegnum það, skref fyrir skref, hvernig fólk fer að því að selja fasteign. Ferlið er ekki svo flókið en tekur sinn tíma, og hægt að gera ýmislegt til að auka líkurnar á að fá hærra verð fyrir eignina. Meira »

„Fíkillinn rændi systur minni“

11:00 Diljá Mist Einarsdóttir segir frá því hvernig er að missa systur sína, Susie Rut Einarsdóttur.   Meira »

Orðsporið það eina sem þú tekur með þér

05:00 Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri Pfaff, sem fagnaði 90 ára afmæli á dögunum, hefur verið áberandi í FKA síðan félagið var stofnað fyrir 20 árum. Margrét er FKA-viður­kenn­ing­ar­hafi 2019 og segir hún að félagið hafi breytt mjög miklu í íslensku samfélagi og það sé dýrmætt fyrir konur að hafa gott tengslanet. Það þýði ekkert að vera á tossabekk þegar kemur að jafnréttismálum. Meira »

Svona lærir Meghan förðunartrixin

Í gær, 22:30 Meghan hertogaynja er ekkert öðruvísi en hinn venjulegi unglingur í dag og aflar sér þekkingar á Youtube.   Meira »

Aldrei heitari eftir breytt mataræði

í gær „Á innan við 24 tímum breytti ég mataræði mínu og hef ekki séð eftir því. Þér líður betur, þú lítur betur út,“ sagði Simon Cowell um nýtt mataræði sitt. Meira »

Áfall að koma að unnustanum látnum

í gær Kristín Sif Björgvinsdóttir boxari og útvarpskona á K100 prýðir forsíðu Vikuna. Í viðtalinu talar hún opinskátt um lát unnusta síns og barnsföður, Brynjars Berg Guðmundssonar, sem framdi sjálfsvíg í október. Hún segir í viðtalinu að hún ætli ekki að láta þessa reynslu buga sig. Meira »

Er eðlilegt að fyrrverandi gangi inn og út?

í gær „Ég kynntist manni fyrir ári síðan og við stefnum á að fara að búa saman á hans heimili. Er eðlilegt að fyrrverandi konan hans gangi inn og út af heimilinu þeirra gamla þegar við erum ekki heima til að hitta krakkana sem vilja alls ekki fara til hennar?“ Meira »

Fimm skref í átt að einfaldari þvottarútínu!

í gær „Stundum líður mér eins og þvotturinn vaxi í þvottakörfunni.Ég hef oft pirrað mig á þvottinum sem fylgir stóru heimili. Reyndar var ég pirruð yfir þvottinum áður en við eignuðumst svona mörg börn.“ Meira »

Heiðruðu Margréti með stæl

í fyrradag Það var gleði og glaumur í versluninni Pfaff þegar Margrét Kristmannsdóttir framkvæmdastjóri fyrirtækisins og FKA viðurkenningarhafi 2019 tók á móti gestum og fór yfir 90 ára sögu Pfaff. Heimsóknin fór fram 9. apríl en þann dag fyrir 20 árum, eða árið 1999. Margrét er ein af prímusmótorum FKA og hefur alltaf verið hamhleypa til verka. Meira »

Gunnar og Jónína Ben. hvort í sína áttina

23.4. Jónína Benediktsdóttir og Gunnar Þorsteinsson oft kenndur við Krossinn eru farin hvort í sína áttina eftir að hafa verið gift í áratug. Meira »

Einhleyp í 16 ár og langar í kærasta

23.4. „Ég hef verið mjög lítið á „date“ markaðinum og hef í raun lítið gefið færi á mér. Mín tilfinning hefur verið sú að í þau fáu skipti sem ég hef slegið til og hitt einhvern hafa málin iðulega farið í sama farið. Ég virðist draga að mér menn sem henta ekki mínum persónuleika og eru alls ekki á sama stað og ég í lífinu.“ Meira »

Burðastu með „tilfinningalega“ þyngd

23.4. „Algengustu setningarnar sem ég heyri frá konum sem ég hef verið með í heilsumarkþjálfun er: „Mér var sagt að það sé næstum ómögulegt fyrir mig að grennast út af aldrinum, efnaskiptin verða svo hæg.“ „Ég get bara ekki losnað við aukakílóin síðan ég eignaðist börn og það er víst mjög algengt.” Meira »

Tók hús systur sinnar í nefið

23.4. Ofurfyrirsætan Kate Upton ákvað að koma stóru systur sinni á óvart með því að gera upp hús hennar í Flórída ásamt innanhúshönnuði. Meira »

Gefandi að hjálpa fólki að finna sér heimili

22.4. Guðbjörg Guðmundsdóttir rekur fasteignasöluna Fjölhús ásamt Thelmu Víglundsdóttur. Þær eru engir venjulegir fasteignasalar því þær taka að sér að stílisera íbúðirnar fyrir sölu. Meira »

Svona býr einn frægasti arkitekt í heimi

22.4. Einn frægasti arkitekt í heimi, Frank Gehry, flutti nýverið í nýtt hús enda níræður. Húsið er þó ekki hefðbundið frekar en annað sem Gehry kemur að. Meira »

Svona undirbýrðu húðina fyrir stóra daginn

22.4. Flestir vilja líta sem best út á brúðkaupsdaginn en gott er að byrja með góðum fyrirvara að hressa upp á húðina og hárið til að fyrirbyggja öfgar stuttu fyrir stóru stundina. Meira »

Hvað þarftu að eiga til að geta keypt?

22.4. Það getur verið snjallt að nota viðbótarlífeyrissparnaðinn til að brúa bilið í fasteignakaupum. Með smá aga og góðri yfirsýn ætti flestum að takast að spara fyrir innborgun á nokkrum árum. Meira »

Armbeygjurnar sem koma Hudson í form

22.4. Leikkonan Kate Hudson gerir armbeygjur sem fær fólk til að svitna við það eitt að horfa á hana framkvæma þær. Þjálfarinn kallar æfinguna nöðruna. Meira »

Algeng og óþægileg kynlífsvandamál

21.4. Vill hún ekki leyfa þér að sleikja píkuna eða rennur limurinn alltaf út? Ekkert vandamál er of stórt eða flókið fyrir kynlífssérfræðinginn Tracey Cox. Meira »

Öll leynitrixin í bókinni fyrir karlana

21.4. „Það er nú bara þannig að við karlarnir erum jú orðnir mun meira metro en fyrir einhverjum árum og ég vil meina að okkar metro tími hafi samt sem áður farið að kikka inn fyrir u.þ.b. 20 árum eða þegar ég var á hátindi míns hárferils.“ Meira »