10 lífsreglur Esther Perel

Esther Perel er einn þekktasti sambandsráðgjafi veraldar. Hún hefur unnið ...
Esther Perel er einn þekktasti sambandsráðgjafi veraldar. Hún hefur unnið með pörum í marga áratugi og hefur djúpa þekkingu á hvað virkar í samböndum, og hvað virkar ekki. Ljósmynd/Instagram

Esther Perel er einn þekktasti sambandsráðgjafi samtímans. Foreldrar hennar lifðu af útrýmingarbúðir nasista og á hún farsælt hjónaband að baki og tvö börn. Hún hefur starfað með fjölmörgum pörum í gegnum árin víðs vegar um heiminn og hefur lagt fram nokkrar lífsreglur sem hún lifir eftir sem dregur saman reynslu hennar af samböndum og lífinu almennt.

Hjónabandið er saga

„Ást er eins og vatn sem flýtur um á. Þar sem ævintýri, reglur og leyndarmál fljóta ákveðna leið. Hjónaband er ekki endalok rómantíkur, heldur upphaf hennar. Fólk í góðu hjónabandi veit að það hefur fjölmörg ár til stefnu til að læra meira um hvort annað, til að dýpka tengslin og prófa sig áfram, ná árangri saman og jafnvel mistakast. Þau líta á hjónabandið sitt sem lifandi sögu, en ekki eitthvað staðlað. Saga sem þau eru að skrifa saman, saga með mörgum köflum, og báðir aðilar hafa ekki hugmynd um hvernig það endar. Það er alltaf einhver kimi sögunnar sem þau hafa ekki náð að skoða enn þá, alltaf eitthvað sem þau eiga eftir að uppgötva um hvort annað. Í hjónaböndum vita aðilarnir að þeir munu aldrei kynnast hvor öðrum að fullu.“

Það þarf heilt þorp til að láta hjónaband virka

„Í dag höfum við tilhneigingu til að leita til maka okkar með hluti sem allt þorpið sá um hér á árum áður. Fyrir vellíðan, tilgang og hjálp. Á sama tíma viljum við að sambandið sé rómantískt, fullnægi okkur kynferðislega og tilfinningalega. Það er því ekki að undra að hlutirnir séu ekki að virka hjá fólki í samböndum dagsins í dag.“

Ást

„Ást byggir á tveimur stoðum: uppgjöf og sjálfstæði. Þörfin okkar fyrir nánd liggur samhliða þörfinni okkar fyrir að vera einstaklingar með okkar eigin einkenni.

Ástin vil vita allt um þig á meðan löngunin og þráin þrífst á dulúð. Ástin vill minnka fjarlægðina á milli þín og mín, á meðan þráin eflist í fjarlægð. Ástin snýst um að eiga; þrá um að vilja. Svo oft þegar pör verða ástfangin leggja þau meiri áherslu á að verða eitt í nánd og sambandi og gleyma að búa til súrefni og fjarlægð á milli sín sem einstaklinga. Þau gleyma að þráin þarf súrefni.

Það ættu allir að eiga sinn eigin leynigarð.“

Traust

„Hægt er að flokka uppalendur á þrjá vegu. Foreldrarnir sem segja við börnin sín: „Farðu og uppgötvaðu heiminn. Hann er spennandi.“ Foreldrar sem segja: „Af hverju viltu fara og skoða heiminn? Er ekki nógu gott hér heima?“ Síðan foreldrar sem segja ekki neitt og börnin fara og koma aldrei aftur. Út frá þessu uppeldi fáum við mismunandi einstaklinga. Fólk sem á auðvelt með að treysta og nær að upplifa innan sambandsins. Fólk sem er sífellt hrætt um að missa maka sinn og fólk sem er hrætt við að missa sig sjálft í sambandi. 

Ef þú ætlar að upplifa gott samband þarftu að gefa sjálfum þér og öðrum traust og gefa þér og öðrum tækifæri til að upplifa og prófa. Hér er ekki verið að tala um að gefa leyfi til að halda fram hjá, heldur meira að gefa leyfi til að lifa og ákveða að treysta makanum þangað til annað kemur í ljós.“

Framhjáhald

„Flest okkar hafa orðið fyrir áhrifum af framhjáhöldum. Annaðhvort höfum við haldið fram hjá sjálf, það hefur einhver haldið fram hjá okkur, við erum börn foreldra sem hafa haldið fram hjá, eigum vini sem hafa haldið fram hjá og svo framvegis.

Í dag fylgir skömm að halda áfram sambandi ef maki þinn hefur orðið uppvís að framhjáhaldi. Fólk dæmir þá sem halda fram hjá. Það er galið að mínu mati! Allir eiga sínar sögur, allir hafa sínar ástæður. Það er ekkert sem réttlætir framhjáhald en það er heldur ekkert sem réttlætir það að við förum úr einu sambandi í annað án þess að vinna í hlutunum.

Flestir þeir sem koma til mín og halda fram hjá hafa orðið fyrir áfalli eða missi á ákveðnu tímabili. Þeir sakna sín í sambandinu. Þeir laðast ekki að sjálfum sér lengur. Þeir átta sig á að þeir munu ekki lifa að eilífu og standa á krossgötum.

Þeir sem ná að vinna sig í gegnum framhjáhald tala vanalega um framhjáhaldið seinna sem atburð sem varð til þess að sambandið óx og fór á betri stað. Eins konar kafla í sambandssögu sinni sem varð til þess að vekja báða aðilana upp.“

Markaleysi

„Í vinnunni minni sé ég mikið af markaleysi á milli para. Einstaklinga sem bíða ekki eftir því að þeim sé boðið inn á svæði maka síns, heldur krefjast þess að fá aðgang líkt og þeir hafi rétt á hinum aðilanum. Að þeir eigi þá og vilja þannig stjórna og hafa stöðugan aðgang að þeim sem þeir eru í sambandi við. Þetta er hugsanavilla að mínu mati. Við eigum ekkert nema okkur sjálf. Við þurfum að vera besta útgáfan af okkur. Við eigum ekki að vera að leita að hinum/hinni einu réttu, heldur eigum við að reyna að verða hin/hinn eina/eini rétti og vonast til að maki okkar verði það líka.“

Erótík

Erótíkin býr og vex í bilinu á milli okkar og annarra. Það er erfitt að upplifa þrá eða losta þegar maður er með áhyggjur, eins er ómögulegt að upplifa það að vilja eða þrá einhvern sem þú hefur sameinast í eitt með. Þess vegna þurfum við að vera við, leyfa öðrum að vera þeir og búa til þetta bil okkar á milli þar sem okkur langar í hvort annað. Ímyndunaraflið skiptir miklu máli þegar kemur að ást, ekki hinn aðilinn.

Við þurfum að vera sammála um að erótík sé fyrir alla og það þarf að rækta erótík á heimilinu. Um leið og þú ákveður að erótík sé bara fyrir aðra eða ungt fólk, þá ertu að hafna erótík í þínu lífi. Ef þú vilt upplifa erótík með maka þínum þarftu að skilja að þú munt aldrei vita allt um hann, eða vilja vita allt um hann.“ 

Mynstur í sambandi

„Það þarf tvo einstaklinga til að búa til mynstur í sambandi en einungis einn til að breyta mynstrinu. Hver og einn þarf að taka ábyrgð á sínum hluta í sambandi þar sem mynstrið er ekki að þjóna parinu. Það er nóg fyrir annan aðila að stíga út úr þessu mynstri til að breyta. Þá geta einstaklingarnir ákveðið að verða ásfangnir aftur og halda áfram í næsta kafla sambandsins eða fundið annan aðila að byggja upp samband með. Hver einstaklingur á að meðaltali þrjú sambönd í lífinu, sumir með einum aðila og aðrir með mörgum.“

Hver við erum

„Þeim mun minni sem við upplifum okkur í veröldinni, þeim mun meira þurfum við að vera fyrir maka okkar. Þar sem maki okkar getur aldrei verið okkur allt í þessu lífi er mikilvægt að við finnum jafnvægi í lífinu, finnum okkar stað og tilgang.“

Þegar ástin deyr

„Ástin deyr aldrei af sjálfu sér. Hún deyr af því við ákveðum að setja ekki ást í samböndin okkar, þegar við hættum að rækta okkur sjálf og maka okkar. Hvort sem það er meðvitað eða ekki þá drepum við ástina sjálf.“

mbl.is

Heimilið er afar litríkt og heillandi

Í gær, 23:28 Borðstofa Selmu Blair er eins og kaffitería en innanhúshönnuður hennar sótti innblástur í gamlan heimavistarskóla sem leikkonan var í. Meira »

Einbýlin sem kosta yfir 160 milljónir

Í gær, 19:19 Dýrustu einbýlishúsin á höfuðborgarsvæðinu eru bæði ný og gömul staðsett á Nesinu sem og í Kópavogi.   Meira »

Kristbjörg tárast yfir flutningunum til Katar

Í gær, 16:15 Kristbjörg Jónasdóttir einkaþjálfari og eiginkona Arons Einars Gunnarssonar er hræð yfir því að fjölskyldan sé að flytja frá Cardiff til Katar. Meira »

Svona færðu besta verðið fyrir eignina þína

Í gær, 13:00 Fasteignasalinn Páll Heiðar Pálsson segir að það skipti miklu máli að verðleggja sig ekki út af markaðnum og ákveðnir þættir þurfi að vera í lagi. Hann segir að það séu margir þættir sem hafi áhrif á söluverð fasteigna. Meira »

Hvort á ég að velja SPF 50 eða 30?

Í gær, 10:00 „Ég er að fara til Marokkó þar sem sólin er sterk. Er sólarvörn með SPF-þætti 50 betri en sólarvörn með SPF-þætti 30? Eða skiptir það engu máli?“ Meira »

Heilbrigðari án skorinna magavöðva

Í gær, 05:00 Skornir magavöðvar til marks um hamingju og heilbrigði. Þjálfarinn Marie Wold var aðallega svöng þegar hún fékk loksins „six-pack“. Meira »

Selma frumsýndi kærastann í kvöld

í fyrradag Selma Björnsdóttir er komin á fast en fyrr í kvöld frumsýndi hún kærastann á Instagram. Hann heitir Kolbeinn Tumi Daðason og er fréttastjóri á Vísi.is. Meira »

„Mamma er heltekin af útlitinu“

í fyrradag Þannig er að ég á mömmu sem á erfitt með að sætta sig við aldurinn. Ég bý enn þá heima. Hún og pabbi eru nýskilin og mamma hefur brugðist við með endalausri líkamsrækt. Hún er heltekin af eigin líkamsþyngd, stelur fötunum mínum og snyrtivörunum og skiptir sér í tíma og ótíma af því hvernig ég lít út. Meira »

Frumsýning á Matthildi

í fyrradag Söngleikurinn Matthildur var frumsýndur í Borgarleikhúsinu á laugardaginn og var mikil gleði í húsinu.   Meira »

Ragnar á Brandenburg selur glæsiíbúðina

í fyrradag Ragnar Gunnarsson, einn af eigendum Brandenburg-auglýsingastofunnar, hefur sett íbúð sína við Grandaveg á sölu.   Meira »

Dreymir um kúrekastígvél fyrir vorið

í fyrradag „Mig dreymir um kúrekastígvél og hélt svo innilega að ég myndi ekki segja þetta alveg strax, finnst svo stutt síðan að sú tíska var síðast en það sýnir að tískan fer hratt í hringi. Ég átti ein frá GS skóm á sínum tíma en seldi þau því miður á fatamarkaði fyrir ekki svo löngu.“ Meira »

Finnur til eftir samfarir - hvað er til ráða?

í fyrradag „Ég er búin að vera i sambandi í 2 ár og mjög oft fengið sveppasýkingu/þvagfærasýkingu. Veit ekki alveg muninn, en hef fengið þetta svona 10-15 sinnum og oft slæmt degi eftir samfarir.“ Meira »

Veganvænir hárlitir sem endurlífga hárið

í fyrradag Lilja Ósk Sigurðardóttir er hrifin af öllu sem er vegan og þess vegna varð hún að prófa ný hárskol frá Davines því þau eru ammóníaklaus. Meira »

Fetaði óvart í fótspor Sigmundar Davíðs

18.3. Þingkona í Bandaríkjunum tók upp á því á dögunum að mæta í ósamstæðum skóm í vinnuna. Hún er ekki eini stjórnmálamaðurinn sem hefur tekið upp á því. Meira »

Birgitta mætti með nýja hundinn sinn

18.3. Það var margt um manninn á viðburði í verslun 66°Norður á Laugavegi á föstudaginn þar sem því var fagnað að sumarlína 66°Norður og danska kvenfatamerkisins Ganni er komin í sölu. Meira »

Lúðvík og Þóra selja höll við sjóinn

18.3. Lúðvík Bergvinsson og Þóra Gunnarsdóttir hafa sett falleg hús sem stendur við sjóinn á sölu. Fasteignamat hússins er rúmlega 121 milljón. Meira »

Starfsmenn Árvakurs kunna að djamma

18.3. Það voru allir á útopnu á árshátíð Árvakurs á Grand hóteli á laugardaginn var. Boðið var upp á framúrskarandi mat og skemmtiatriði. Eins og sjá má á myndunum leiddist engum. Meira »

Stolt að eignast þak yfir höfuðið

18.3. Vala Pálsdóttir, ráðgjafi og formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna, keypti sína fyrstu íbúð 25 ára gömul. Hún segir að þessi íbúðarkaup hafi gert hana sjálfstæða og lagt grunn að framtíðinni. Meira »

Íbúðin var tekin í gegn á einfaldan hátt

17.3. Það er hægt að gera ótrúlega hluti með því að breyta um lit á eldhúsinnréttingu, taka niður skáp og skipta um parket eins og gert var í Vesturbænum. Meira »

Er sólarvörn krabbameinsvaldandi?

17.3. Jenna Huld Eysteinsdóttir, húðlæknir hjá Húðlæknastöðinni, svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér er hún spurð hvort sólarvörn sé krabbameinsvaldandi. Meira »

Varalitirnir sem draga úr hrukkum

17.3. Þegar ég opnaði svartan og glansandi kassann birtust mér sex gulllituð varalitahulstur sem hver innihéldu tæran, bjartan lit. Pakkningarnar gáfu strax til kynna að þarna væri um að ræða varaliti sem væru stigi fyrir ofan hina hefðbundnu varalitaformúlu. Meira »