Vandamálin sem pör geta ekki leyst

Langar hann í börn en þig ekki?
Langar hann í börn en þig ekki? mbl.is/Thinkstockphotos

Það er ekki hægt að búast við því að ástarsambönd séu auðveld en flest vandamál stór sem smá er hægt að leysa ef viljinn er fyrir hendi. Sambandssérfræðingurinn Tracey Cox vill þó meina í nýjum pistli sínum á vef Daily Mail að það sé ekki hægt að leysa öll vandamál. 

Ef þessi vandamál eru í þínu sambandi hefur Cox litla trú á sambandinu. 

Báðir aðilar lélegir í samskiptum

Ef báðir aðilar eru lélegir í samskiptum hafa þeir engan til þess að læra af í sambandinu. Það mikilvægasta í samböndum er að geta talað saman og hlustað og þegar það er ekki til staðar er lítil von. 

Eru ekki á sömu skoðun með barneignir

Þetta gengur eiginlega aldrei upp, ef annar aðilinn vill barn eða börn en hinn ekki. 

Kynhvötin allt öðruvísi

Það er ekki gott ef annar aðilinn hefur mikla kynhvöt en hinn ekki. 

Einn heldur sífellt fram hjá

Það er ekki vænlegt þegar annar aðilinn sér ekkert að því að halda fram hjá og hinn aðilinn þolir það ekki. 

Persónuleikar sem passa ekki saman

Cox telur fram þrjár mismunandi útgáfur af því hvernig fólk sýnir ást sína. Þessar persónugerðir eru annaðhvort traustar, kvíðnar eða reyna að forðast. 

Bestar þykja traustu týpurnar en þær kvíðnu eru áhyggjufullar í sambandinu og sífellt í leit að einhverju sem fer úrskeiðis. Það fólk sem á það til að forðast maka sinn á erfitt með að opna sig. 

Það veit ekki á gott þegar kvíðið fólk byrjar með fólki sem á það til að forðast. Best er þegar það eru tvær traustar og öruggar manneskjur. Það er líka mjög gott ef ein manneskja í sambandinu er traust og örugg. 

Sum vandamál eru of erfið til að leysa.
Sum vandamál eru of erfið til að leysa. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál