Átta mistök sem fólk gerir á stefnumótum

Hendur undir höku er ekki eitthvað sem mælt er með …
Hendur undir höku er ekki eitthvað sem mælt er með á stefnumótum. mbl.is/Thinkstockphotos

Það skiptir máli að koma vel fyrir á stefnumótum og þá ekki endilega útlitslega heldur út frá líkamstjáningu okkar. Líkamstjáning segir ótrúlega margt um okkur og fór sambandssérfræðingurinn Tracey Cox yfir hvað ætti að varast á stefnumótum. 

Litlar hreyfingar

Litlar hreyfingar eins og að slá fingrum í borð eða hrista fætur hratt geta sent þau skilaboð á stefnumóti að þú sért óróleg/ur og líði illa. 

Vandræðalegar hendur

Þegar fólk veit ekki alveg hvað það á að gera við hendurnar gefur það frá sér þau skilaboð að það sé stressað og óöruggt. 

Hendur sem hreyfast ekki

Þrátt fyrir að fólk eigi að varast að vera sífellt á iði ætti það að hreyfa hendurnar og skipta stundum um stellingu. Ef hendur fólks á stefnumótum eru alltaf á sama stað lítur það út fyrir að vera hrætt við hinn aðilann. 

Fela hendurnar undir borði

Ef þú geymir hendurnar undir borði á stefnumótinu sendir það þau skilaboð að þú sért að ljúga eða fela eitthvað. Það er mikilvægt að hinn aðilinn sjái hendurnar. 

Hendur undir höku

Fólk sem mætti vera sjálfsöruggara á það til að hafa hendurnar á andlitinu. Sendir það þau skilaboð að því finnist það ekki nógu aðlaðandi eða því leiðist. 

Fela sig bak við drykk eða tösku

Það er ekki vænlegt þegar fólk er með eitthvað beint fyrir framan sig eins og bjórglas, tösku, poka eða nánast hvað sem er sem veitir pínulítið skjól. Þegar fólk hagar sér svona lítur það út fyrir að vera hrætt við hinn aðilann, eins og það þurfi vernd. 

Horfir ekki beint í augu hins

Það skiptir miklu máli að horfast í augu ef stefnumót eiga að ganga vel. Ef fólk gerir það ekki sendir það frá sér þau skilaboð að því sé ekki treystandi eða því lítist ekki á hinn aðilann.

Hendur fyrir munn

Fólk setur bara hendur fyrir munn ef það þolir ekki tennurnar í sér eða ætlar sér ekki að segja frá öllu sem það veit.

Hendurnar segja margt á stefnumótum.
Hendurnar segja margt á stefnumótum. Ljósmynd / Getty Images
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál