Hversu margar konur fá fullnægingu?

Rúmlega helmingur kvenna fær fullnægingu í kynlífi.
Rúmlega helmingur kvenna fær fullnægingu í kynlífi. mbl.is/Thinkstockphotos

Það er ekkert nýtt við þær fréttir að karlmenn eigi auðveldara með að fá fullnægingu í kynlífi en mismunurinn kemur á óvart. Hlutfall þeirra kvenna sem fá fullnægingu í kynlífi er langt frá því sem tíðkast hjá körlum. Women's Health greinir frá rannsókn þar sem kom í ljós að aðeins 65 prósent gagnkynhneigðra kvenna fá fullnægingu í kynlífi. 

Rannsóknin tók til 52 þúsund manns af báðum kynjum og öllum kynhneigðum á aldrinum 18 til 65 ára. Aðeins 65 prósent kvenna fá reglulega fullnægingu í samförum á móti 95 prósentum karla.

Tvíkynhneigðar konur fá fullnægingu aðeins oftar en gagnkynhneigðar konur en það munar einu prósentustigi. 86 prósent tvíkynhneigðra karla fá það hins vegar reglulega. 

Samkynhneigðar konur virtust þó stunda besta kynlífið af konunum í rannsókninni ef fullnæging er markmiðið en 86 prósent samkynhneigðra kvenna sögðust fá fullnægingu reglulega í kynlífi. Í tilviki samkynhneigðra karla var hlutfallið 89 prósent. 

Það er ekki óalgengt að karlmenn haldi að konur fái bara fullnægingu með leggangasamförum en raunin er hins vegar sú að aðeins 35 prósent kvenna fá það svoleiðis. Í flestum tilvikum þarf því meira til en bara typpi. 

Kossar, örvun kynfæra og munnmök voru það sem 80 prósent kvenna sögðu vera lykilinn að fullnægingu sinni. Það sem hjálpaði líka til var til að mynda hversu sáttar konur voru með samband sitt og þegar þær báðu um það sem þær vildu í rúminu. 

Kynlíf kvenna er misjafnt að minnsta kosti ef fullnæging er …
Kynlíf kvenna er misjafnt að minnsta kosti ef fullnæging er markmiðið. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál