Gerðu trúboðastellinguna betri

Trúboðastellingin er klassísk og góð.
Trúboðastellingin er klassísk og góð. mbl.is/Thinkstockphotos

Trúboðastellingin er líklega sú stelling sem flestir hafa stundað kynlíf í enda bæði einföld og klassísk stelling. Trúboðastellingin þarf ekki að vera leiðinleg og ætti í rauninni að vera reglulega á matseðlinum eins og sérfræðingur bendir Women's Health á. 

Stellingin býður upp á þann möguleika að báðir aðilar geta horfst í augu og kysst og kelað á meðan samfarir eru stundaðar. Þótt stellingin sé svona frábær er hægt að gera upplifunina aðeins betri, skiptir þá það sem gerist á undan ekki síður máli en hvernig stellingin er framkvæmd.

Forleikur 

Ekki gleyma að hita upp, sumt fólk á það til að fara beint í aðalréttinn. 

Ekki gleyma brjóstunum

Brjóst og geirvörtur eru mjög næmir líkamshlutar sem ætti að koma við. 

Munnmök

Það er sniðugt að gæla aðeins við konuna þegar hún liggur á bakinu áður en samfarir hefjast. 

Breytið taktinum

Sérfræðingurinn bendir á að samfarir eru ekki kapphlaup. Gott er að fara hratt en breyta til og fara hægar inn á milli. Einnig er hægt að færa mjaðmirnar í hring í stað upp og niður. 

Kynlífsleikföng

Hægt er að nota titrara áður en maðurinn fer inn í konuna. Fyrir lengra komna er einnig hægt að nota slík kynlífsleikföng á meðan stundaðar eru samfarir í trúboðastellingunni. 

Nýir vinklar

Út frá trúboðastellingunni er hægt að færa sig til og prófa nýja vinkla. Dæmi um þetta er þegar maðurinn færir fætur og bringu af líkama konunnar þannig líkamar þeirra mynda X en mjaðmasvæðið er auðvitað á sama stað. 

mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is