Heldur við tvöfalt eldri mann

Konan heldur fram hjá unnusta sínum með eldri manni.
Konan heldur fram hjá unnusta sínum með eldri manni. mbl.is/Thinkstockphotos

„Ég á maka en samt hef ég verið að stunda kynlíf með manni sem er næstum tvöfald eldri en ég, og ég finn ekki fyrir sektarkennd. Ég er 23 ára. 26 ára gamli maki minn segir mér það sem ég vil heyra án raunverulegra tilfinninga. Við höfum verið saman í þrjú ár og við eigum eins árs gamla dóttur. Sambandið hefur versnað. Við erum meira eins og vinir,“ skrifar óhamingjusöm kona og leitaði ráða hjá Deidre, ráðgjafa The Sun

Ég vinn langa daga en gef honum samt fótanudd til þess að sýna honum að ég elska hann. Ég sendi honum skilaboð á daginn en fæ ekkert svar. „Ég elska þig,“ skrifa ég. „Sömuleiðis,“ svarar hann. Það hljómar ekki eins og hann meini það. Þegar við stundum kynlíf eru engir kossar og faðmlög – ekkert. Við förum aldrei út. Ef ég sting upp á einhverju neitar hann. Ég vinn í blaðabúð föður míns og tek dóttur mína með mér. Maður kemur með tímaritin okkar. Hann er myndarlegur og kvæntur, og næstum því tvöfalt eldri en ég, 45 ára. 

Ég hitti þennan mann reglulega núna og hann gefur mér allt sem ég hef einhvern tímann viljað í sambandi. Ég held að ég elski hann. Ég á að fara giftast maka mínum en ég er ekki spennt, ég er hrædd. Þessi maður hefur fengið mig til að sjá hvernig lífið gæti verið með einhverjum sem kann virkilega að meta mig.“ 

Konan heldur að hún elski viðhaldið.
Konan heldur að hún elski viðhaldið. mbl.is/Thinkstockphotos

Ráðgjafinn segir að hún ætti að minnsta kosti ekki að giftast maka sínum eins og málin eru stödd núna. 

„Hann tekur þér sem sjálfsögðum hlut og þú stefnir í ævilanga óánægju sem yrði skaðlegt fyrir dóttur ykkar. Elskhugi þinn hefur sýnt þér hvernig lífið getur verið en það er vonlaust samband. Hann er kvæntur svo það er ekki að ganga. Virtu sjálfa þig. Segðu honum að sambandið sé að flækja líf þitt svo þú verðir að enda það beggja ykkar vegna. Segðu maka þínum að það þurfi eitthvað mikið að breytast ef þið ætlið að láta verða að brúðkaupinu.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál