8 vandamál í rúminu sem eru eðlileg

Er konan að hugsa um einhvern annan?
Er konan að hugsa um einhvern annan? mbl.is/Thinkstockphotos

Stundar þú ekki kynlíf tvisvar í viku eða hugsar um einhvern annan en maka þinn í rúminu? Kynlífs- og sambandssérfræðingurinn Tracey Cox heldur því fram að þetta og margt annað sé eðlilegt. Oftast eru áhyggjur af vandamálum tengdum kynlífi óþarfar. 

Kynlíf sjaldnar en tvisvar í viku

Oft er því haldið fram að fólk stundi kynlíf að meðaltali 2,2 sinnum í viku. Ekkert samband er eins og tekur kynlíf fólks mið af því hversu lengi það er búið að vera saman. Segir hún það til að mynda eðlileg fyrir útvinnandi foreldra að vera ekki að stunda kynlíf á hverju kvöldi. 

Hugsar um einhvern annan en makann í rúminu

Cox bendir á að fólk hætti ekki að laðast að öðru fólki þó svo það sé ástfangið. Segir hún það að hugsa um einhvern annan í rúminu vera betra en að gera eitthvað í því í alvörunni. Ef þetta gerist í hvert skipti sem par stundar kynlíf gæti það þó verið vandamál. 

mbl.is/Thinkstockphotos

Makinn er ekki hættur að horfa á klám

Segir Cox það ekki vera vandamál nema ef makinn stundar frekar sjálfsfróun yfir klámi í stað þess að stunda kynlíf með maka sínum. Einnig ef eytt er mjög miklum tíma í að horfa á klám. Segir hún gott að fólk stundi sjálfsfróun í samböndum og stundum noti fólk klám til þess að fá útrás.

Þú gerir alltaf það sama í kynlífinu

Flestir halda sig við það sem þeir þekkja þegar þeir stunda kynlíf að sögn Cox. Í rauninni bendir hún á að flest pör stundi kynlíf á nákvæmlega sama hátt og nákvæmlega jafnlengi þegar það stundar kynlíf. 

Færð ekki fullnægingu í samförum

Þetta er ekki vandamál hjá konum enda 80 prósent kvenna sem fá fullnægingu bara með því að stunda samfarir. Erfitt er að örva snípinn á þann hátt og er gott ef maki kemur við sníp konu sinnar. 

Þig langar ekki að stunda kynlíf

Það er eðlilegt að fólk langi ekki að stunda kynlíf á hverjum degi, sérstaklega á þetta við þegar það er stressað, líður illa eða bara óánægt með sjálft sig. Það sama gildir um makann. Ef ykkur langar hins vegar aldrei að stunda kynlíf gæti þetta verið vandamál. 

Kynlífið á ekki að vera eins og í bíómyndunum

Mjög fá pör stunda alltaf kynlíf eins og það gerist á skjánum. Segir Cox að fólk þurfi virkilega að hafa fyrir því ef kynlífið á að líkjast eldheitri ástríðstund í sjónvarpinu. Kynlíf snýst líka um margt annað eins og ást, skemmtun og tengingu við makann. 

Ólíkar hugmyndir um hvað sé gott kynlíf

Það er ekkert eðlilegra en að uppáhaldsmaturinn sé ekki sá sami. Það sama á við um kynlíf. Þetta er aðeins vandamál ef fólk er ekki hreinskilið við hvort annað. 

mbl.is

Meghan glerfín í jólakjól

13:24 Hertogaynjan leyfði sístækkandi óléttukúlu sinni að njóta sín í jólalegum kjól þegar hún sinnti opinberum störfum sínum á þriðjudag. Meira »

Mest lesnu fasteignafréttir ársins

10:24 Fasteignafréttir voru áberandi á Smartlandi 2018. Eiður Smári seldi sumarhúsið, 18 ára drengur keypti íbúð og gerði hana fokhelda og Liv keypti sögufrægt hús í Arnarnesi. Meira »

2007 heimilið lifir enn góðu lífi

05:00 Björg Ingadóttir í Spaksmannsspjörum er skapandi skipulagsdrottning. Íbúðina keypti hún 2007 og mokaði út eins og fólk gerði þá. Meira »

Nær ekki endum saman en er í bata

Í gær, 22:30 „Í upphafi batans sagði ég að ef ég yrði betri manneskja að lokum yrði það sársaukans virði úr ofsakvíða- og óttaköstum. Þau voru hræðileg! Hef ekki breytt um markmið. Verða betri manneskja þýðir að verða betri í öllu í lífinu. Það er eftirsóknarvert.“ Meira »

Keypti hús Eiðs Smára og Ragnhildar

Í gær, 18:32 Sumarhús Eiðs Smára Guðjohnsen og Ragnhildar Sveinsdóttur komst í fréttir á árinu þegar þau settu það á sölu. Bílaumboðið BL ehf. keypti sumarhúsið. Meira »

Góðar jólagjafir undir 2.000 kr.

Í gær, 17:00 Það þarf ekki að kosta mann annan handlegginn að gefa gjöf sem gleður. Stundum geta ódýrar vel til fundnar gjafir skipt miklu máli. Meira »

Fiskbúð breytt í hárgreiðslustofu

í gær Sigga Heimis iðnhönnuður hannaði hárgreiðslustofuna Greiðuna sem flutti í húsnæði þar sem fiskbúð var áður til húsa á Háaleitisbraut. Meira »

Brýtur reglu númer eitt

í gær Kim Kardashian er fyrirmynd þegar kemur að förðun en hún er þó enginn engill þegar kemur að húðumhirðu.   Meira »

Þegar þú ert í átaki og jólin banka upp á

í gær „Jólin eru oft erfiður tími fyrir þá sem vilja taka sig á í mataræðinu eða hreyfa sig meira. Ég þekki þetta alveg sjálf. Það flæðir allt í eplaskífum, jólakökum, jólakonfekti, laufabrauði, jólaglöggi og svo má lengi telja.“ Meira »

10 ástæður fyrir gráti í kynlífi

í fyrradag Það er bæði algengt og eðlilegt að fara að gráta í kynlífi. Oftast er það ekki alvarlegt enda hægt að líta á grátinn sem tilfinningasvita. Meira »

Heiða og Guðmundur selja Öldugötu

í fyrradag Hjónin Heiða Kristín Helgadóttir framkvæmdastjóri Niceland og Guðmundur Kristján Jónsson hafa sett íbúð sína við Öldugötu á sölu. Meira »

6 ástæður til að forðast sykur

í fyrradag „Jólin er sá tími árs þegar að sykurátið tekur völdin og því er gott að passa enn betur upp á mataræðið, hvíldina og næringuna. Jólaboð og hittingar eru margir, tíminn hverfur frá okkur og við grípum í það sem hendi er næst til að nærast.“ Meira »

Svona finnurðu rétta andlitsmaskann

17.12. Þegar ég stend ráðalaus fyrir framan spegilinn er oft lítið annað í stöðunni en að maka á mig andlitsmaska og vona það besta. Útkoman er yfirleitt sléttari, þéttari og ljómameiri húð en ávinningurinn getur einnig falist í andlegri vellíðan. Meira »

Jóna saumaði jólakjólinn sjálf

17.12. Jóna Kristín Birgisdóttir saumaði hátíðlegan ullarkjól í Hússtjórnarskólanum. Hún segir ekki nauðsynlegt að eiga allt það nýjasta og dýrasta eins og stundum lítur út á samfélagsmiðlum. Meira »

Hvað segir jólamyndin um þig?

17.12. Að „feika“ það þangað til maður „meikar“ það er gamalt orðatiltæki sem á svo sannarlega ekki við í ljósi nýlegrar umfjöllunar Vintage everyday. 43 ljósmyndir frá því á sjötta áratug síðustu aldar gefa vísbendingu um að glöggir mannþekkjarar og komandi kynslóðir munu geta lesið í allt sem við erum með í gangi um þessar mundir. Meira »

Þarf að grátbiðja konuna um kynlíf

16.12. „Eiginkona mín sýnir enga ástúð, ég er enn með mikla kynhvöt og þarf að grátbiðja hana um kynlíf. Við stundum bara kynlíf nokkrum sinnum á ári.“ Meira »

5 ástæður þess að hunsa vigtina yfir jólin

16.12. Það er freistandi að stíga reglulega á vigtina yfir jólin. Það nýtur þó enginn jólanna til botns ef hann ætlar að refsa sér fyrir að borða aðeins of mikið konfekt. Meira »

Er makinn að halda fram hjá fjárhagslega?

16.12. Fólk heldur ekki bara fram hjá með því að hoppa upp í rúm með einhverjum öðrum en maka sínum. Margir eiga það til að halda fram hjá fjárhagslega. Meira »

Misstu 105 kíló á ketó

16.12. Það er auðveldara að grennast ef makinn er með manni í liði. Hjón sem byrjuðu á ketó-mataræðinu fyrir ári hafa misst yfir 100 kíló samanlagt. Meira »

Litur ársins 2019 afhjúpaður

16.12. Ertu ekki til í að mála stofuna bleikrauða? Litur ársins 2019 er bæði skemmtilegur og hlýr og ákveðið svar við þeim tækniheimi sem við lifum í. Meira »

Gáfnafar skiptir öllu í samböndum

15.12. Ef um styttri sambönd eru að ræða kjósa karlmenn heimskari karlmenn ef þær eru fallegar. Til lengri tíma litið vilja bæði konur og karla jafngáfaða maka eða gáfaðri, þó ekki mun gáfaðri. Meira »