Alltaf í símanum, er hún að halda fram hjá?

Konan er alltaf í símanum.
Konan er alltaf í símanum. mbl.is/Thinkstockphotos

„Þrátt fyrir að við ræðum hjónaband þá hef ég áhyggjur af því að kærasta mín sé að halda fram hjá mér. Hún fær mikið af skilaboðum í símann frá einhverjum gæja hvers vinkona hún segist vera en er í samskiptum við flesta daga. Hún er alltaf á samfélagsmiðlum,“ skrifaði áhyggjufullur maður og leitaði ráða hjá Deidre, ráðgjafa The Sun

„Ég kíkti í símann hennar og sá nektarmyndir af henni. Það gerði mig virkilega áhyggjufullan og ég spurði hvort hún hefði sent einhverjum öðrum myndirnar. Hún sagði að hún myndi ekki gera það og hefði bara gleymt að senda mér þær. Hún vill ekki stunda mikið kynlíf núna, kannski þrisvar í mánuði. Það hljómar ekki vel þar sem hún er í góðu formi og bara 23 ára, einu ári yngri en ég. Er ég bara sjúklega tortrygginn?“

Ráðgjafinn ráðleggur honum að ganga ekki hjónaband fyrr en hann sé viss um að kynlífið sé í lagi. 

„Það er ekki óalgengt að sá sem er 23 ára eigi mikið af vinum ogl taki jafnvel aðlaðandi sjálfsmyndir. Það er ekki gott að skoða símann hennar. Það sem veldur mér áhyggjum er að hún hefur ekki áhuga á að stunda kynlíf með þér. Hefur þú spurt hana hreint út hvort þú sért að gera allt rétt?“

Er hún kannski að halda fram hjá?
Er hún kannski að halda fram hjá? mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál