Þessu falla konur fyrir á Tinder

Menn eru hvattir til að skoða það sem konur skrifa …
Menn eru hvattir til að skoða það sem konur skrifa um sig og forðast kynferðislegar spurningar. mbl.is/Thinkstockphotos

Það skiptir máli að koma vel fyrir þegar verið er að daðra. Þetta gildir líka um fólk sem notar Tinder til þess að finna hina einu sönnu ást. Það er til dæmis margt betra en eitt einfalt „hæ“ og „þú ert sæt“ þegar fólk byrjar að spjalla saman. Men's Health birti nokkur góð ráð sem konur hafa fallið fyrir. 

Ein kona sagðist hafa fallið fyrir manni þegar hann sagðist vera lélegur á Tinder og bað hana um að reyna við sig. 

Önnur sagðist vera ánægð þegar menn senda henni tvær spurningar. Ef hana langar ekki að svara fyrstu spurningunni þá hefur hún möguleika á að svara bara seinni spurningunni. 

Ekki bara spyrja út í myndirnar og það sem þar sést. Ein kona segir það alltaf fínt þegar spurt er út í það sem hún hefur skrifað um sig. 

Önnur tekur undir að það sé gott þegar menn eru búnir að veita því athygli sem hún hefur skrifað um sig. Hún vill alls ekki sjá orðið „hey“. 

Það er í lagi að hrósa eins og ein kona segist oftast kunna vel við. Hún segir það í lagi ef henni er hrósað fyrir það hvernig hún kemur fram á myndum en það megi þó ekki vera kynferðislegt. 

Sumar konur vilja hafa hlutina einfalda eins og sú sem er til í að fá spurningu um hvað hún vilji á pizzu og vera síðan boðið upp á pizzu. 

Enn önnur kona á Tinder sagðist ekki falla fyrir mönnum sem þykjast vera vinalegir. Menn sem höfða til hennar eru yfirleitt þeir sem eru óhræddir að segja henni persónulegar sögur af sér. Þannig sýnda þeir að þeir séu til í að opna sig um líf sitt. Hún segir mikilvægt að menn segi sannleikan, konur viti þegar þeir ljúgi. 

Það skiptir máli að koma vel fyrir á Tinder.
Það skiptir máli að koma vel fyrir á Tinder. mbl.is/Thinkstock
mbl.is