Með leyndan áhuga á mönnum í kvenfatnaði

Konan skoðaði leitarsögu kærasta síns á netinu.
Konan skoðaði leitarsögu kærasta síns á netinu. mbl.is/Thinkstockphotos

„Ég var bara að komast að því út frá leitarsögu kærasta míns á netinu að hann hefur leitað að karlmönnum klæddum í kvenmannsnærföt. Þýðir þetta að hann laðist að þessu? Eða er hann ekki gagnkynhneigður? Ég er virkilega að tapa mér og rugluð,“ skrifaði kona með áhyggjur af sambandi sínu og leitaði ráða hjá Pamela Stephenson Connolly, ráðgjafa The Guardian

Ráðgjafinn segir að hún þurfi ekki að hafa áhyggjur og eigi frekar að vera þakklát fyrir að kærasti hennar sé forvitinn, skapandi og tilraunagjarn. Hún bendir einnig á að margir menn óháð kynhneigð njóti þess að klæðast í kvenfatnað. 

„Ef þú kemst að því að hann heillast af þessu, eða er með mikið blæti fyrir þessu, reyndu að láta þér ekki stafa ógn af því. Það er virkilega allt í lagi, þetta er bara ein af mörgum mismunandi kynferðislegum löngunum. Fólk sem klæðist fötum hins kynsins felur vanalega áhuga sinn þar sem það hræðist að vera dæmt. Sennilega líður þér eins og þú getir ekki rætt þetta við hann fyrr en tækifærið kemur svo það myndi ekki koma upp að þú hefðir verið að skoða leitarsögu hans. Ef þú hnýtur um slíkt efni einhvern tímann mæli ég með því að þú ræðir blætið án þess að dæma. Slakaðu á. Og hættu að snuðra.“

Maðurinn leitaði að mönnum í kvenmannsnærfötum.
Maðurinn leitaði að mönnum í kvenmannsnærfötum. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál