Hverju þarf bólfélagi að búa yfir?

Bólfélagar eiga náið samband sem snýst þó að miklu leyti …
Bólfélagar eiga náið samband sem snýst þó að miklu leyti um kynlíf. mbl.is/Thinkstockphotos

Þrátt fyrir klisjukenndar staðalímyndir eru konur og karlar ekki svo ólík þegar kemur að bólfélögum. Lítil rannsókn á gagnkynhneigðu fólki sem gerð var í háskóla í Ástralíu sýnir að konur og karlar eru í leit að því sama í samböndum til styttri tíma sem snúast að mestu um kynlíf.

Samkvæmt 10 daily er niðurstaðan ekki flóknari en svo að bæði kynin eru í leit að aðlaðandi og góðri manneskju til þess að stunda kynlíf með. 

Skoðað var hvað skipti mestu máli. Fyrir fram hefðu einhverjir talið að konur vildu góða manneskju fram yfir aðlaðandi en niðurstaðan var frekar jöfn og vildu konur ekki síður aðlaðandi manneskju heldur en menn. Fannst bæði konum og körlum það nauðsynlegt að bólfélagi þeirra væri aðlaðandi og góð manneskja. 

Í rannsókninni var hugtakið bólfélagar útskýrt en skýrt er tekið fram að bólfélagar eru ekki vinir sem sofa stundum saman. Er sambandið kynferðislegt en þó hittist fólk ekki bara til þess að sofa saman. 

mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál