Íslensk kona stal fjórum milljónum frá vini

Íslensk kona lánaði vinkonu sinni fjórar milljónir en hefur ekki ...
Íslensk kona lánaði vinkonu sinni fjórar milljónir en hefur ekki fengið greitt. mbl.is/Thinkstock

Íslensk kona leitar ráða hjá Heiðrúnu Björk Gísladóttur lögmanni. Konan lánaði vinkonu sinni fjórar milljónir og vinkonan neitar að borga til baka. 

Sæl Heiðrún,

Ég er í miklu veseni. Þannig er mál með vexti að ég lánaði vinkonu minni fjórar milljónir í mjög góðri trú um að hún myndi borga mér til baka eftir mánaðamótin. Hún var í fjárhagserfiðleikum og taldi mér trú um að þetta væri bara spurning um nokkrar vikur, svo fengi ég peningana til baka. Ég millifærði ekki inn á hana heldur tók peningana út af sparireikningi mínum í bankanum. Síðan þetta gerðist hef ég ítrekað reynt að fá hana til að borga mér til baka en án árangurs. Hún er einfaldlega hætt að tala við mig. Hvað get ég gert í þessu annað en að senda á hana handrukkara?

Kveðja, GH

Heiðrún Björk Gísladóttir lögmaður.
Heiðrún Björk Gísladóttir lögmaður. mbl.is/Valgarður Gíslason

Sæl GH,

Það er leiðinlegt að heyra þetta enda umtalsverð fjárhæð sem þú lánaðir vinkonu þinni.

Almennt gildir sú regla að munnlegir samningar, í þessu tilviki lánsloforð, eru jafngildir og skriflegir samningar. Vinkona þín er þar af leiðandi skuldbundin til þess að endurgreiða þér lánið. Ef hún neitar að greiða þér til baka skaltu láta reyna á innheimtuaðgerðir og jafnvel þarftu í kjölfarið að stefna henni fyrir dóm til greiðslu skuldarinnar. Farir þú þessa leið gætirðu hins vegar lent í erfiðleikum með að sanna lánveitinguna. Ég skil þig þannig að engir skriflegir pappírar liggi fyrir og að greiðslan til hennar sé ekki rekjanleg, þar sem þú tókst peningana sjálf út og lést hana hafa. Að sama skapi settirðu engar tryggingar fyrir endurgreiðslunni, svo sem veð. Það er því ekkert, sem beinlínis sannar að um lán hafi verið að ræða, ef að hún heldur hinu gagnstæða fram. Auðvitað er erfitt að fullyrða um það en af lýsingu þinni að dæma og þeirri staðreynd að vinkona þín er hætt að svara þér, gætirðu þurft að horfast í augu við það að um glatað fé sé að ræða. Því miður.

Ef þig grunar að það hafi verið ætlun vinkonu þinnar frá upphafi að greiða ekki fjármunina til baka og að mögulega hafi það verið sviksamlegt af henni að telja þér trú um að greiða peningana til sín hefur vinkona þín gerst sek um hegningarlagabrot, nánar tiltekið fjársvik. Sé það raunin ráðlegg ég þér hreinlega að kæra hana til lögreglu. Þetta gæti verið langsóttur möguleiki enda myndi ég halda að sönnunarstaðan sé erfið. Að sama skapi er ólíklegt að þú fáir peningana til baka með þessari leið en vinkonu þinni gæti þó verið dæmd refsing.

Vonandi sér þó vinkona þín að sér og greiðir þér til baka. Gangi þér vel.

Kveðja, 

Heiðrún Björk Gísladóttir

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Heiðrúnu Björk spurningu HÉR. 

mbl.is

Svona lengir frú Beckham leggina

05:00 Victoria Beckham er bara rétt yfir 160 sentimetrar á hæð en virðist þó með afar langa leggi og hendur í nýrri hönnun sinni.   Meira »

Guðdómlegt frá Jil Sander

Í gær, 19:28 Þeir sem eru orðnir þreyttir á öllum litunum og brjálæðinu í tískunni um þessar mundir geta farið að anda rólega. Vetrarlína Jil Sander er einstaklega falleg þar sem ljósir litir í bland við svart er sett saman með einföldum töskum. Meira »

Hús Sveins á 239 milljónir með sundlaug

Í gær, 14:44 Við Kvisthaga 12 í 107 Reykjavík stendur glæsilegt 399 fm hús með sundlaug. Íbúar hússins eru hjónin Sveinn R. Eyjólfsson fyrrverandi blaðaútgefandi og Auður Sigríður Eydal. Hún er skráð fyrir fasteigninni. Meira »

Hefur þú fengið ketó flensuna?

Í gær, 11:00 Ketó flensan er að margra mati fráhvörf sem fólk fer í gegnum þegar að það hættir að borða hvítan sykur. Að vera meðvitaður um þessi einkenni og þá staðreynd að flensan gengur yfir á nokkrum dögum hefur hjálpað mörgum að komast í gegnum ketó flensuna. Meira »

Prófuðu kremin sem má smyrja á brauð

Í gær, 10:00 Franska snyrtivörumerkið Clarins kynnti á dögunum nýja línu sem ber nafnið My Clarins. Vörurnar eru hreinar, einfaldar og vegan vænar, svo hreinar að ef þær myndu bragðast vel myndum við líklega smyrja þeim á brauð! Af því tilefni var boðið í hádegisverð á Vox Home þar sem góssið var prófað á meðan gestir gæddu sér á léttum réttum. Meira »

Á þetta að vera kjóll?

í gær Kjóllinn sem vakti hvað mestu athyglina að þessu sinni var kjóllinn sem Montana Brown klæddist. Hann var algjörlega gegnsær og sýndi bakendann þannig að Brown hefði allt eins getað verið í sundfatnaði við verðlaunaafhendinguna. Meira »

Hugrún Harðar mætti í kögurjakka

í fyrradag Hugrún Harðardóttir mætti í glæsilegum leðurjakka með kögri þegar Davines kynnti það heitasta sem er að gerast í dag.   Meira »

Lilja og Baltasar - skilin að borði og sæng

í fyrradag Lilja Sigurlína Pálmadóttir og Baltasar Kormákur eru skilin að borði og sæng. Hjónin hafa verið áberandi í samfélaginu síðan þau hnutu hvort um annað fyrir um 20 árum. Meira »

Andlegt ofbeldi? Ég hef sögu að segja...

í fyrradag „Aldrei fengið kvartanir né lent í neinu á öllum þessum vinnustöðum eins og ég upplifði hjá Fjármálaeftirlitinu. Þótt oft hafi gengið mikið á. Segir það ekki eitthvað?“ Meira »

Katrín Olga geislaði í gulri dragt

í fyrradag Katrín Olga Jóhannesdóttir formaður Viðskiptaráðs var eins og vorboðinn ljúfi í gulri dragt þegar Viðskiparáð hélt Viðskiptaþing á dögunum. Meira »

Hámarkaðu vinnuna með hvíld frá vinnu

í fyrradag Er svo mikið að gera í vinnunni að þér líður eins og þú hafi ekki tíma til að taka kaffi eða slaka á í hádegismatnum? Það kann að vera að þessi hugsun borgi sig ekki. Meira »

Svona býr Höskuldur bankastjóri Arion

21.2. Höskuldur H. Ólafsson bankastjóri Arion banka býr við Skildinganes í Reykjavík. Fasteignamat hússins er 105.650.000 kr.  Meira »

Kynlífið er alltaf eins

20.2. „Við stunduðum gott kynlíf þangað til fyrir nokkrum mánuðum þegar mér fannst við vera gera það sama aftur og aftur.“  Meira »

Þórdís Kolbrún skar sig úr í teinóttu

20.2. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, mætti í teinóttri dragt á Viðskiptaþing sem haldið var á dögunum. Meira »

Frönsk fegurð undir áhrifum New York

20.2. „Það er draumi líkast að við fáum að hanna snyrtivörulínu í samstarfi við svo þekkt lúxusmerki í snyrtiheiminum,” segja Jack McCollough og Lazaro Hernandez en þeir eru stofnendur og aðalhönnuðir bandaríska tískuhússins Proenza Schouler. Meira »

Ekki gera þessi mistök í hjónaberberginu

20.2. Gunna Stella útskýrir hvers vegna okkur líður oftar en ekki betur á hótelum en hér eru nokkrar ástæður.   Meira »

Ragnheiður selur 127 milljóna hús

20.2. Ragnheiður Arngrímsdóttir flugmaður og ljósmyndari hefur sett sitt fallega hús í Tjarnarbrekku á sölu.   Meira »

Sjö merki um að hann elski þig

20.2. Er hann ekki búinn að segja þér að þú sért sú eina sanna? Það þarf þó ekki að þýða að hann elski þig ekki.   Meira »

Ertu bara „rebound“?

19.2. Er elskhugi þinn bara að nota þig til þess að komast yfir fyrrverandi maka? Vill hann halda sambandinu hversdagslegu og talar í sífellu um fyrrverandi maka? Meira »

Íslenska undrabarnið frá Google mætti

19.2. Íslenski ofurhuginn Guðmundur Hafsteinsson sem starfar hjá Google mætti í Iðnó á dögunum. Með honum á myndinni er Þórður Magnússon hjá Eyri Invest. Meira »

Dreymir þig um Vipp-eldhúsinnréttingu?

19.2. Danska fyrirtækið Vipp er þekkt fyrir ruslafötur sínar, sápuhaldara og klósetthreinsa. Nú er fyrirtækið komið með eldhúsinnréttingalínu sem hægt er að leika sér endalaust með. Meira »