Kærastinn kom út úr skápnum

Það getur verið erfitt að komast yfir gamalt samband. En …
Það getur verið erfitt að komast yfir gamalt samband. En ef lestin stoppar ekki á þinni stöð er þetta væntanlega ekki þín lest. Ljósmynd/Thinkstockphotos

El­ín­rós Lín­dal, ein­stak­lings- og fjöl­skylduráðgjafi, svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér spyr kona hvað hún eigi að gera. Fyrrverandi kærasti hennar hætti með henni og er að koma út úr skápnum. Hún eyðir stórum hluta úr deginum í þráhyggjuhugsanir og eftirsjá.

Hæ hæ. 

Ég er smá föst og vantar ráð. Kannski ekki smá. Ég eyði stórum hluta úr deginum í þráhyggju og eftirsjá. Málið er að kærasti minn hætti með mér fyrir tveimur árum. Við vorum saman í 15 ár og ótrúlega hamingjusöm að mínu mati. Ekki svo að skilja að allt hafi verið fullkomið en hann var meira en 50% af tímanum frábær og ég líka að ég held.

Hann tók upp á því að koma út úr skápnum og er núna að þróa sig áfram á þeirri braut.  

Ég hugsa mikið um þennan tíma sem við vorum saman og er innst inni alltaf að bíða eftir því að hann komi aftur.

Við erum góðir vinir og borðum saman nokkrum sinnum í viku enn þá. Hann hjálpar mér með hluti á heimilinu og ég elda fyrir hann þegar hann kemur í heimsókn.

Áttu ráð fyrir mig?

Kær kveðja, ein enn þá í ástarsorg.

Elínrós Líndal, einstaklings og fjölskylduráðgjafi, er með grunnpróf í sálfræði …
Elínrós Líndal, einstaklings og fjölskylduráðgjafi, er með grunnpróf í sálfræði og fjölmiðlafræði og MBA frá Háskólanum í Reykjavík. Hún sérhæfir sig í fíkniráðgjöf og meðvirkni. Úr einkasafni

Hæ hæ.

Já ég er með ráð. 

Það er ágætt að hafa í huga að þegar lestin stoppar ekki á okkar lestarstöð þá er hún væntanlega ekki okkar lest. Skilur þú mig?

Ef þú og kærastinn þinn hafið hætt saman og þú heldur enn þá svona fast í hann þá ertu stopp á milli tveggja stöðva. 

Mér finnst æðislegt að þið séuð enn þá svona góðir vinir og trúi því einlægt að þið hafið átt gott samband saman. Eins finnst mér svo heilbrigt og fallegt að þú talar um að hann og þú hafið verið meira en 50% af tímanum frábær. Það væri nóg fyrir mig að vinna með ef þið vilduð halda áfram saman.

En lestin er farin og hún er ekki að stoppa á þinni stöð. Þess vegna mæli ég með að þú takir þér átta vikur þar sem þú hefur ekkert samband við fyrrverandi kærastann þinn. Segðu honum bara að þú sért að vinna í þér og þú viljir setja hann á pásu.

Ef þú tekur þér þessar átta vikur í fráhaldi muntu sjá betur hvar þú stendur í lífinu. Passaðu upp á að detta ekki í neina þráhyggju tengda ykkur tveimur. Slepptu því að hlusta á tónlistina sem minnir þig á hann, eða horfa á myndir og fleira af honum á samfélagsmiðlum. 

Það tekur vanalega átta vikur fyrir karlmenn að taka ákvörðun og ef þú verður ekki búin að heyra í honum fyrir þann tíma þar sem hann segist sakna þín og vilji giftast þér þá máttu bóka að hann er ekki þín lest.

Gerðu síðan bara ráð fyrir því að það taki tvö ár að komast yfir hann. Eftir átta vikurnar, væri gott fyrir þig að byrja að fara á stefnumót með öðrum mönnum. Farðu á fleiri en eitt stefnumót með fleiri en einum manni. Þetta kallast „Duty dating“ og felur í sér ekkert annað en að hittast og kynnast fleiri aðilum. 

Þú ert að fara inn í spennandi tímabil ef þú skoðar þessar leiðir sem ég er að benda þér á. 

Þú átt allt gott skilið. Þegar maður er fastur í þráhyggju og eftirsjá verður maður svo sannarlega ekki besta útgáfan af sér. Því get ég lofað þér.

Gangi þér vel.

Kær kveðja, Elínrós Líndal.

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent El­ín­rós póst HÉR

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál