Kærastinn kom út úr skápnum

Það getur verið erfitt að komast yfir gamalt samband. En ...
Það getur verið erfitt að komast yfir gamalt samband. En ef lestin stoppar ekki á þinni stöð er þetta væntanlega ekki þín lest. Ljósmynd/Thinkstockphotos

El­ín­rós Lín­dal, ein­stak­lings- og fjöl­skylduráðgjafi, svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér spyr kona hvað hún eigi að gera. Fyrrverandi kærasti hennar hætti með henni og er að koma út úr skápnum. Hún eyðir stórum hluta úr deginum í þráhyggjuhugsanir og eftirsjá.

Hæ hæ. 

Ég er smá föst og vantar ráð. Kannski ekki smá. Ég eyði stórum hluta úr deginum í þráhyggju og eftirsjá. Málið er að kærasti minn hætti með mér fyrir tveimur árum. Við vorum saman í 15 ár og ótrúlega hamingjusöm að mínu mati. Ekki svo að skilja að allt hafi verið fullkomið en hann var meira en 50% af tímanum frábær og ég líka að ég held.

Hann tók upp á því að koma út úr skápnum og er núna að þróa sig áfram á þeirri braut.  

Ég hugsa mikið um þennan tíma sem við vorum saman og er innst inni alltaf að bíða eftir því að hann komi aftur.

Við erum góðir vinir og borðum saman nokkrum sinnum í viku enn þá. Hann hjálpar mér með hluti á heimilinu og ég elda fyrir hann þegar hann kemur í heimsókn.

Áttu ráð fyrir mig?

Kær kveðja, ein enn þá í ástarsorg.

Elínrós Líndal, einstaklings og fjölskylduráðgjafi, er með grunnpróf í sálfræði ...
Elínrós Líndal, einstaklings og fjölskylduráðgjafi, er með grunnpróf í sálfræði og fjölmiðlafræði og MBA frá Háskólanum í Reykjavík. Hún sérhæfir sig í fíkniráðgjöf og meðvirkni. Úr einkasafni

Hæ hæ.

Já ég er með ráð. 

Það er ágætt að hafa í huga að þegar lestin stoppar ekki á okkar lestarstöð þá er hún væntanlega ekki okkar lest. Skilur þú mig?

Ef þú og kærastinn þinn hafið hætt saman og þú heldur enn þá svona fast í hann þá ertu stopp á milli tveggja stöðva. 

Mér finnst æðislegt að þið séuð enn þá svona góðir vinir og trúi því einlægt að þið hafið átt gott samband saman. Eins finnst mér svo heilbrigt og fallegt að þú talar um að hann og þú hafið verið meira en 50% af tímanum frábær. Það væri nóg fyrir mig að vinna með ef þið vilduð halda áfram saman.

En lestin er farin og hún er ekki að stoppa á þinni stöð. Þess vegna mæli ég með að þú takir þér átta vikur þar sem þú hefur ekkert samband við fyrrverandi kærastann þinn. Segðu honum bara að þú sért að vinna í þér og þú viljir setja hann á pásu.

Ef þú tekur þér þessar átta vikur í fráhaldi muntu sjá betur hvar þú stendur í lífinu. Passaðu upp á að detta ekki í neina þráhyggju tengda ykkur tveimur. Slepptu því að hlusta á tónlistina sem minnir þig á hann, eða horfa á myndir og fleira af honum á samfélagsmiðlum. 

Það tekur vanalega átta vikur fyrir karlmenn að taka ákvörðun og ef þú verður ekki búin að heyra í honum fyrir þann tíma þar sem hann segist sakna þín og vilji giftast þér þá máttu bóka að hann er ekki þín lest.

Gerðu síðan bara ráð fyrir því að það taki tvö ár að komast yfir hann. Eftir átta vikurnar, væri gott fyrir þig að byrja að fara á stefnumót með öðrum mönnum. Farðu á fleiri en eitt stefnumót með fleiri en einum manni. Þetta kallast „Duty dating“ og felur í sér ekkert annað en að hittast og kynnast fleiri aðilum. 

Þú ert að fara inn í spennandi tímabil ef þú skoðar þessar leiðir sem ég er að benda þér á. 

Þú átt allt gott skilið. Þegar maður er fastur í þráhyggju og eftirsjá verður maður svo sannarlega ekki besta útgáfan af sér. Því get ég lofað þér.

Gangi þér vel.

Kær kveðja, Elínrós Líndal.

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent El­ín­rós póst HÉR

mbl.is

Sátt við sjálfa sig án fyllinga

Í gær, 22:30 Courtney Cox átti mjög erfitt með að sætta sig við að eldast og lét eiga við andlit sitt þannig að hún hætti að þekkja sjálfa sig í spegli. Meira »

Daníel Ágúst mætti með hlébarðaklút

Í gær, 19:30 Myndlistakonan Ásdís Spanó opnaði um helgina einkasýninguna Triangular Matrix. Sýningin verður í Grafíksalnum og er opin frá 16. febrúar til 3. mars 2019. Meira »

Svona er æskuheimili Birkis Más

Í gær, 16:32 Landsliðsmaðurinn Birkir Már Sævarsson var alinn upp í Eskihlíð 14 í 105 Reykjavík. Hann spilaði sinn 88. leik með landsliðinu á dögunum og var valinn íþróttamaður Vals um áramótin. Meira »

Stal Wintour stílnum frá Heiðrúnu Önnu?

Í gær, 14:30 Heiðrún Anna stal senunni í bláum leðurkjól í Söngvakeppninni um helgina. Daginn eftir var frú Anna Wintour mætt í bláa leðurkápu. Meira »

Lindex lokar í þrjá daga

Í gær, 14:18 Sænska móðurskipið Lindex hefur verið í átta ár í Smáralind en nú mun verslunin loka í þrjá daga vegna endurbóta.   Meira »

Róbert Wessman fluttur í Arnarnesið

Í gær, 10:38 Róbert Wessman forstjóri Alvogen er fluttur í Arnarnesið í Garðabæ ásamt unnustu sinni Kseniu Shakhmanova.  Meira »

Muhammad Ali bjó í höll

Í gær, 07:38 Einn frægasti íþróttamaður allra tíma bjó í afar íburðarmiklu glæsihýsi á níunda áratugnum.   Meira »

Er andlegur ráðgjafi Oprah Winfrey svarið?

í fyrradag „Við mælum ekki hamingju með efnahagslegum mælikvörðum. Við þurfum að horfast í augu við opíóðafaraldurinn, við þurfum að horfast í augu við sjálfsmorðstíðnina í landinu. Við þurfum að skoða hvað liggur undir yfirborðinu. Efla vitund, ást og kærleika bandarísku þjóðarinnar.“ Meira »

Geirvörtufullnæging kemur oftast óvænt

í fyrradag Fólk er með misnæmar geirvörtur en sumar konur upplifa fullnægingu eftir að gælt er við geirvörtur þeirra.   Meira »

Hús Elon Musk minnir á geimskip

í fyrradag Elon Musk hefur sett glæsihýsi sitt í Los Angeles á sölu. Musk er ekki að flytja til Mars þótt hann hafi fulla trú á hugmyndinni. Meira »

Heitustu skórnir í dag

í fyrradag Frú Anna Wintour hefur gefið leyfi. Heitustu skórnir í dag eru ekki ákveðin gerð af skóm heldur skiptir munstrið öllu máli.   Meira »

Ljóstrar upp heilsuleyndarmálinu

í fyrradag Hin skemmtilega Rachel Brosnahan hefur lítinn sjálfsaga þegar kemur að hreyfingu en borðar því mun hollari fæðu.   Meira »

Pör sem gera þetta eru hamingjusamari

í fyrradag Sambandsráð geta verið misgóð en það er líklega óþarfi að draga það í efa að það sé slæmt að tala um líðan sína við maka sinn. Meira »

Neysluhyggjupælingar

16.2. „Ég hef verið að hugsa mikið um neyslu. Ég hef aldrei búið við skort af neinu tagi og aldrei þurft að hafa sérstakar áhyggjur af peningum blessunarlega. Ég var í menntaskóla þegar kreppan skall á og hef aðeins heyrt út undan mér af breytingunum sem áttu sér stað í kjölfar hennar árið 2008, bæði hér á landi sem og erlendis.“ Meira »

Svona gerir þú munngælurnar betri

16.2. Flestir menn veita ekki konum sínum munnmök vegna þess að þeir hafa enga hugmynd um hvað þeir eru að gera þarna niðri.   Meira »

Gafst upp á því að æfa í klukkutíma á dag

16.2. Það getur verið óþarf að djöflast í klukkutíma á dag í líkamsræktarstöð. Stundum er hreinlega betra að taka styttri æfingar heima ef það hentar betur. Meira »

Bræðurnir óþekkir í fatavali

16.2. Katrín og Meghan eru með fallegan fatastíl en bræðurnir Vilhjálmur og Harry vekja sjaldan athygli fyrir fataval sitt sem er þó töluvert frábrugðið því sem Karl faðir þeirra kýs. Meira »

„Ég held við konu, hvað er til ráða?“

16.2. „Ég kynntist konu fyrir 3 árum sem er gift. Ég hef verið viðhaldið hennar síðan þá. Hún hefur alltaf sagt mér að ég sé henni allt og hún vilji bara framtíð með mér. Hún segir að hún sé að skilja og eiginmaður hennar sé að flytja út.“ Meira »

Lilja Björk bankastjóri býr í glæsivillu

16.2. Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans var í fréttum vikunnar eftir að hún fékk hraustlega launahækkun. Lilja Björk býr vel í 108 Reykjavík ásamt eiginmanni og börnum. Meira »

Einkaþjálfari Graham leysir frá skjóðunni

15.2. Ofurfyrirsætunni í yfirstærðinni, Ashley Graham, leiðist á hlaupabrettinu en æfir þó eins og alvöruíþróttamaður.   Meira »

Þetta eru best klæddu konur Íslands!

15.2. Reglulega birtum við lista yfir best klæddu konur landsins. Í ár var leitað til lesenda Smartlands og tilnefndu þeir þær sem komust á lista. Eins og sjá má er listinn fjölbreyttur og skemmtilegur. Meira »