Ein ráðalaus með sinn fyrrverandi

Íslenskur karl er alltaf með vesen að sögn fyrrverandi konu ...
Íslenskur karl er alltaf með vesen að sögn fyrrverandi konu hans. mbl.is/Thinkstockphotos

Valdimar Þór Svavarsson, ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu, svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hann spurningu frá íslenskri konu sem er að gefast upp á barnsföður sínum. 

Hæ Valdimar,

Fyrrverandi maðurinn minn er alltaf að skipta um kærustur. Við eigum börn og eru þau viku og viku hjá okkur til skiptis. Sem er bara fínt nema hvað að hann er alltaf að biðja mig um að svissa vikunum og núna vill hann fara að breyta öllu í desember og ég er bara ekkert til í það. Ég veit að ef ég geri það ekki þá mun hann hegna mér fyrir það. Fá börnin upp á móti mér.

Ég er komin á þann stað að meika ekki neitt vesen og þess vegna læt ég orðið allt eftir honum. En núna er mælirinn fullur.

Kær kveðja, HG

 

Valdimar Þór Svavarsson, fyrirlesari og ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu.
Valdimar Þór Svavarsson, fyrirlesari og ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu.

 

Góðan daginn HG og takk fyrir þessa hugleiðingu.

Ég skil vel að þú upplifir gremju yfir ástandinu enda mjög vond staða að þurfa að haga lífi sínu eftir duttlungum annarra vegna ótta við þeirra viðbrögð. Þetta er ekki óalgengt þegar kemur að því að takast á við verkefnin í kjölfar skilnaða þar sem börn eru til staðar. Í raun er vandinn fyrst og fremst sá að aðili eða aðilar eru ekki að virða mörk sem sett eru. Í þessu tilviki eru mörkin varðandi umgengni, að börnin eiga að vera viku hjá þér og svo viku hjá þínum fyrrverandi og báðir aðilar eiga að virða þessi mörk.

Engar reglur eru í barnaverndarlögum um hve mikil umgengni á að vera. Samningar um umgengni eru oft og tíðum munnlegir en hægt er að gera skriflegan samning og fá hann staðfestan hjá sýslumanni. Þar með er kominn möguleiki til að fara í frekari aðgerðir ef samningurinn er ekki virtur. Í öllu falli ætti að hafa hag barnanna að leiðarljósi og óskandi væri að allir hefðu mjög skýra sýn hvað það varðar. Því er ekki alltaf til að dreifa og því koma upp mál þar sem verið er að nota börnin á einhvern hátt til þess að skapa spennu og ótta eins og þú ert að upplifa.

Hvað sem öðru líður þá þarft þú að vera við stjórn í þínu lífi. Það er mjög mikilvægt að setja skýr mörk í þessum málum og halda sig við þau. Þú getur ekki stjórnað því hvað maðurinn þinn fyrrverandi gerir og ef hann ákveður að gera eitthvað sem ekki getur talist gott fyrir börnin þá getur þú leitað leiða til að vernda þeirra hagsmuni í framhaldinu. Ef þú stendur ekki við mörkin sem þú setur, þá mun hann ekki virða þau. Það getur kostað talsverða árekstra þegar verið er að setja mörk en oftar en ekki lærir fólk að virða mörk annarra á endanum. Þegar mörk eru sett er mikilvægt að ræða þau af yfirvegun í upphafi, útskýra hver mörkin eru og af hverju þau eru sett. Þá kemur það síður á óvart þegar reynir á mörkin og þú þarft að halda þeim. Það er hans ábyrgð að leysa þann tíma sem hann á að vera með börnin. Það getur hann gert með því að sýna því virðingu og vera til staðar þegar þau eru hjá honum og ef það koma upp sérstakar ástæður þá þarf hann einfaldlega að leita til aðila sem standa honum nærri og hægt er að treysta fyrir börnunum tímabundið á meðan hann þarf að sinna sínu, það er hluti af lífinu. Þetta eru oftast nánir ættingjar eða barnapíur sem geta hugsað vel um börnin. Aðalatriðið er að þú vitir að hverju þú gengur svo þú getir sjálf skipulagt þitt líf. Eins og áður sagði getur þú ekki stjórnað því hvað þinn fyrrverandi gerir eða hvort hann fari niður á það plan að reyna að fá börnin upp á móti þér. Með því að vera til staðar fyrir börnin þín og sinna þeim á kærleiksríkan hátt þegar þau eru hjá þér geta þau sjálf metið það hvað er rétt og rangt ef á það reynir.

Gangi þér allt í haginn.

Með bestu kveðju,

Valdimar Þór Svavarsson ráðgjafi. 

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Valdimari Þór spurningu HÉR. 

mbl.is

Keypti hús Eiðs Smára og Ragnhildar

18:32 Sumarhús Eiðs Smára Guðjohnsen og Ragnhildar Sveinsdóttur komst í fréttir á árinu þegar þau settu það á sölu. Bílaumboðið BL ehf. keypti sumarhúsið. Meira »

Góðar jólagjafir undir 2.000 kr.

17:00 Það þarf ekki að kosta mann annan handlegginn að gefa gjöf sem gleður. Stundum geta ódýrar vel til fundnar gjafir skipt miklu máli. Meira »

Fiskbúð breytt í hárgreiðslustofu

13:00 Sigga Heimis iðnhönnuður hannaði hárgreiðslustofuna Greiðuna sem flutti í húsnæði þar sem fiskbúð var áður til húsa á Háaleitisbraut. Meira »

Brýtur reglu númer eitt

09:52 Kim Kardashian er fyrirmynd þegar kemur að förðun en hún er þó enginn engill þegar kemur að húðumhirðu.   Meira »

Þegar þú ert í átaki og jólin banka upp á

05:25 „Jólin eru oft erfiður tími fyrir þá sem vilja taka sig á í mataræðinu eða hreyfa sig meira. Ég þekki þetta alveg sjálf. Það flæðir allt í eplaskífum, jólakökum, jólakonfekti, laufabrauði, jólaglöggi og svo má lengi telja.“ Meira »

10 ástæður fyrir gráti í kynlífi

Í gær, 22:43 Það er bæði algengt og eðlilegt að fara að gráta í kynlífi. Oftast er það ekki alvarlegt enda hægt að líta á grátinn sem tilfinningasvita. Meira »

Heiða og Guðmundur selja Öldugötu

í gær Hjónin Heiða Kristín Helgadóttir framkvæmdastjóri Niceland og Guðmundur Kristján Jónsson hafa sett íbúð sína við Öldugötu á sölu. Meira »

6 ástæður til að forðast sykur

í gær „Jólin er sá tími árs þegar að sykurátið tekur völdin og því er gott að passa enn betur upp á mataræðið, hvíldina og næringuna. Jólaboð og hittingar eru margir, tíminn hverfur frá okkur og við grípum í það sem hendi er næst til að nærast.“ Meira »

Svona finnurðu rétta andlitsmaskann

í gær Þegar ég stend ráðalaus fyrir framan spegilinn er oft lítið annað í stöðunni en að maka á mig andlitsmaska og vona það besta. Útkoman er yfirleitt sléttari, þéttari og ljómameiri húð en ávinningurinn getur einnig falist í andlegri vellíðan. Meira »

Jóna saumaði jólakjólinn sjálf

í gær Jóna Kristín Birgisdóttir saumaði hátíðlegan ullarkjól í Hússtjórnarskólanum. Hún segir ekki nauðsynlegt að eiga allt það nýjasta og dýrasta eins og stundum lítur út á samfélagsmiðlum. Meira »

Hvað segir jólamyndin um þig?

í gær Að „feika“ það þangað til maður „meikar“ það er gamalt orðatiltæki sem á svo sannarlega ekki við í ljósi nýlegrar umfjöllunar Vintage everyday. 43 ljósmyndir frá því á sjötta áratug síðustu aldar gefa vísbendingu um að glöggir mannþekkjarar og komandi kynslóðir munu geta lesið í allt sem við erum með í gangi um þessar mundir. Meira »

Þarf að grátbiðja konuna um kynlíf

í fyrradag „Eiginkona mín sýnir enga ástúð, ég er enn með mikla kynhvöt og þarf að grátbiðja hana um kynlíf. Við stundum bara kynlíf nokkrum sinnum á ári.“ Meira »

5 ástæður þess að hunsa vigtina yfir jólin

16.12. Það er freistandi að stíga reglulega á vigtina yfir jólin. Það nýtur þó enginn jólanna til botns ef hann ætlar að refsa sér fyrir að borða aðeins of mikið konfekt. Meira »

Er makinn að halda fram hjá fjárhagslega?

16.12. Fólk heldur ekki bara fram hjá með því að hoppa upp í rúm með einhverjum öðrum en maka sínum. Margir eiga það til að halda fram hjá fjárhagslega. Meira »

Misstu 105 kíló á ketó

16.12. Það er auðveldara að grennast ef makinn er með manni í liði. Hjón sem byrjuðu á ketó-mataræðinu fyrir ári hafa misst yfir 100 kíló samanlagt. Meira »

Litur ársins 2019 afhjúpaður

16.12. Ertu ekki til í að mála stofuna bleikrauða? Litur ársins 2019 er bæði skemmtilegur og hlýr og ákveðið svar við þeim tækniheimi sem við lifum í. Meira »

Gáfnafar skiptir öllu í samböndum

15.12. Ef um styttri sambönd eru að ræða kjósa karlmenn heimskari karlmenn ef þær eru fallegar. Til lengri tíma litið vilja bæði konur og karla jafngáfaða maka eða gáfaðri, þó ekki mun gáfaðri. Meira »

Ógnarstór limurinn til vandræða

15.12. „Ég er með ótrúlega stórt typpi,“ skrifar maður með óvenjulega stórt typpi og segir það ekkert til að gorta sig af.   Meira »

10 atriði sem gera það auðveldara að vakna

15.12. Hættu að ýta á blunda eða skríða aftur upp í rúm eftir fyrstu klósettferð dagsins. Ef fólk vill virkilega vakna þá tapar það ekki á að fara eftir nokkrum skotheldum ráðum. Meira »

Glóðu eins og demantur um jólin

15.12. Náttúruleg, bronsuð förðun með áherslu á fallega og ljómandi húð sem hentar fullkomlega fyrir öll jólaboð í ár. Natalie Kristín Hamzehpour förðunarmeistari gefur góð ráð. Meira »

Google getur ekki lagað hjónabandið

15.12. „Google á ekki maka eða barn svo ekki er hægt að ganga að traustum upplýsingum þar. Það er mjög gefandi að deila með körlum hvað rannsóknir sýna skýrt hve miklu máli þeir skipta fyrir parsambandið og fyrir barnauppeldi. Það sem karlar vilja vita eru vísindalega sönnuð leyndarmál um samskipti kynjanna sérstaklega sett fram fyrir karlmenn,“ segir Ólafur Grétar. Meira »