Æskan hefur áhrif á hjónalíf fullorðinsára

Linda Baldvinsdóttir markþjálfi og sambandsráðgjafi.
Linda Baldvinsdóttir markþjálfi og sambandsráðgjafi. mbl.is/Árni Sæberg

„Vissir þú að þegar við fyllumst ótta fara að minnsta kosti 1.400 líkamleg einkenni í gang og að þessi eina tilfinning hefur áhrif á a.m.k 30 tegundir hormóna? 

Þið getið rétt ímyndað ykkur áhrifin á líkamann og taugakerfið ef við erum að eiga við þessa tilfinningu á daglegum grunni og kunnum ekki eða getum ekki losað okkur við hana. Prófaðu að margfalda þessa tilfinningu 1.400 x 365 eða 511.000 boðefni sem eru ekki í jafnvægi ef við finnum þessa óttatilfinningu á daglegum basis á ársgrundvelli (ef hægt er að reikna þetta þannig),“ segir Linda Baldvinsdóttir í sínum nýjasta pistli: 

Það tekur heilann í okkur einnig um 25 ár að þróast og mótast að fullu og sumir vilja meina að við séum í hálfgerðu dáleiðsluástandi fyrstu 8 ár okkar þar sem mesta forritunin frá umhverfinu fer fram. Af því getum við rétt ímyndað okkur  hversu mikilvægt það er að nánd og tilfinningalegt jafnvægi sé ríkjandi þau ár að mínu mati að minnsta kosti. 

Heilinn í okkur geymir upplýsingar á sínu eigin Google Drive sem veldur því að viðbrögð okkar og viðmót verða með ýmsu móti allt eftir forrituninni sem hefur átt sér stað og þeim trúarkerfum sem við höfum byggt okkur upp um lífið frá upphafi.

Nokkur af einkennum þess að líkaminn lætur okkur vita ef hann er ekki sáttur við tilfinningalega ástandið okkar er að við finnum spennu hér og þar og alls staðar, spennu sem byggist upp og finnur sér ekki leið eða farveg út, og við verðum stödd í hálfgerðu völundarhúsi vanlíðunar.

Finnar gerðu rannsókn á því hvar tilfinningar okkar hafa mest áhrif á okkur og niðurstöðurnar má sjá á myndinni hér fyrir neðan sem ég hvet ykkur til að skoða vel og athuga hvort að þið getið tengt við ykkar tilfinningaupplifanir.

An external file that holds a picture, illustration, etc.
Object name is pnas.1321664111fig02.jpg 

En hvernig tengist svo þetta allt saman tengslum?

Jú sem betur fer eru vísindin að komast að því að heilbrigð nánd og tengsl eru nauðsynleg fyrir velferð okkar og vellíðan og það er nauðsynlegt fyrir heilbrigði andans að eiga einn eða fleiri aðila að sem við tengjumst öryggisböndum sem náttúran sjálf sér okkur svo sem fyrir strax í upphafi lífs okkar, eða mömmu og pabba. 

Ef þessi tengsl rofna í æsku þá er mjög líklegt að við munum eiga við tengslavanda að eiga á fullorðinsárum okkar og reyndar er einnig líklegra að við eigum við alls kyns sjúkdóma að eiga eins og streitu og vanlíðan ýmiss konar.

Í bókinni Attachment eftir Avir Levine M.D og Rachel Heller M.A þar sem fjallað er um tengsl í samböndum er sagt að við tölum of mikið um meðvirkni í samböndum.

Í þeirri bók er sagt að heilbrigð sameining felist að sumu leyti í því að við tengjumst með þeim hætti að við verðum háð hvert öðru. Þar er einnig talað um að við hér á vesturhveli jarðar séum búin að búa til hálfgerða mýtu sem snýr að því að það sé eitthvað að okkur ef við finnum okkur sjálf ekki með einveru og því að vera óháð öðrum og þurfum því ekki á tengslum að halda við aðra en okkur sjálf. 

Ég veit um fátt sem er ósannara en það að við þurfum ekki á öðrum að halda, því að hvar á tilfinningaleg greind okkar að mótast og verða til? Þurfum við ekki á speglun, hlustun, virðingu, samskiptum, kærleika, skilningi og fleiru að halda frá þeim sem við erum í umgengni við eða bindumst kærleiksböndum svo að tilfinningagreind okkar vaxi án skekkju?

Taugafrumur okkar þurfa á speglun frá annarri manneskju að halda til að geta þroskast og mótast á heilbrigðan hátt og við sem fullorðin leitum logandi ljósi að maka og vinum vegna þess að við höfum þá þrá að tengjast mannverum sem verða vitni að lífi okkar, og þetta ætla ég eiginlega að fullyrða þó að mér líki illa við fullyrðingar!

Við getum haldið því fram að við séum svo andlega tengd að við þurfum ekki neitt nema hugleiðslu og einveru, en þar er ég mjög ósammála.

Við þurfum ekki annað en að sjá hversu þrautseig við sem óbundin eru í leit okkar að maka. Við leitum á hinum ýmsu stöðum eftir aðila sem við gætum hugsað okkur að bindast og eiga líf með, og það verður að hálfgerðu verkefni eða missioni hjá okkur ár eftir ár að skoða „markaðinn“ þar til við finnum viðeigandi viðhengi sem getur orðið vitni að okkar lífi og okkar upplifunum, og við að þeirra - og hvað er það annað en að við þurfum á þessari nánu samveru við annan einstakling að halda? 

Er mögulegt að mannkynið þurfi kannski á hvert öðru að halda til að geta haldið normal geðheilsu og fengið að spegla andlega og líkamlega hlið tilveru sinnar? 

Hvað veit ég svo sem? 

Það eina sem ég veit er að þegar ég fer inn á samfélagsmiðla sem tengjast þessari makaleit sé ég að við erum flest að leita að tengslum á einn eða annan hátt hvort sem okkur þykir það smart eða ekki, og hvort sem við viðurkennum það eða ekki.

Og er ekki bara kominn tími til að við horfumst í augu við það að „enginn er eyland“ og að við þurfum á hvert öðru að halda til að líf okkar hafi tilgang og innihaldi hamingjustundir sem aðeins er hægt að fá í náinni samveru með annarri mannveru? 

Eða ætlum við að láta okkur nægja í framtíðinni að hverfa inn í hugleiðsluástand, þrívíddarveruleika og forðun frá samskiptum við annað fólk?

Ég reyndar tel að taugafrumur okkar, sálin og andinn að ótöldum líkamanum muni alltaf þurfa á tengslum við aðrar mannverur að halda og muni alltaf gera uppreisn gegn tengslaleysi, og því þurfum kannski ekki að hafa svo miklar áhyggjur þó að oft sýnist manni stefna í óefni í þessum málum.

Og eins og alltaf áður er ég aðeins einni tímapöntun í burtu ef þú þarft á minni aðstoð að halda með þín lífsins verkefni.

mbl.is

María Rut og Guðmundur selja slotið

Í gær, 23:06 „Það er lítill hellir í bakgarðinum og okkur dreymdi alltaf um að búa til heitan pott alveg upp við hellinn og lýsa hellinn upp. Í bakgarðinum vaxa líka villtir burknar út um allt í hrauninu. Útsýnið úr eldhúsinu er því ægifagurt og litirnir ótrúlega fallegir.“ Meira »

Þarftu hagfræðing í ástarmálin?

Í gær, 20:00 „Tinder er frábært fyrir fólk sem hefur áhuga á vinum og skyndikynnum. Ég veit að ég er að undirselja Tinder, en ef þú vilt vera vinsæll á Tinder þá viltu fá marga til að líka við þig.“ Meira »

Þorramatur er alls engin óhollusta

Í gær, 17:00 Lukka Pálsdóttir, eigandi Happs, segir að vegna góðgerla í súrsuðum mat sem borinn er fram á þorrablótum sé hann alls ekki óhollur. Meira »

Fyrrverandi kona makans alltaf að trufla

Í gær, 13:30 „Ég er svo döpur. Fyrrverandi kona kærasta míns er alltaf að senda honum skilaboð og trufla okkur. Alltaf bregst hann við og svarar þeim. Við erum kannski uppi í sófa að kyssast þegar síminn hans byrjar að pípa og þá bregst hann alltaf við.“ Meira »

Smekklegt heimili Snædísar arkitekts

Í gær, 09:32 Snædís Bjarnadóttir arkitekt hefur sett sitt sjarmerandi heimili á Seltjarnarnesi á sölu. Uppröðun á húsgögnum er einstök!   Meira »

Hálfdán vakti í 42 tíma, hvað gerist?

Í gær, 05:00 Hálfdán Steinþórsson vakti í 42 klukkutíma til að athuga hvað myndi gerast í líkamanum. Hann sagði að honum liði svolítið eins og hann væri þunnur og var lengur að velja orð eftir alla vökuna. Meira »

Kúa-mynstur nýjasta tískan?

í fyrradag Samfélagsmiðlastjarnan Kylie Jenner spókaði sig á snekkju í glæsilegum sundbol með kúa-mynstri. Ætli kúa-mynstur verði í tísku í sumar? Meira »

Karl Lagerfeld fjarverandi í fyrsta skipti

í fyrradag Tilkynning kom frá tískuhúsinu eftir sýninguna um að listræni stjórnandinn hafi verið of þreyttur til að koma á sýninguna. Fyrir hans hönd mætti Virginie Viard, yfirmaður listrænnar deildar Chanel. Meira »

Guðrún Bergmann: Besta heilsuráð ársins

í fyrradag „Þótt margir vilji temja sér heilsusamlegan lífsstíl, vita þeir oft ekki hvar á að byrja, né hvaða tískutrendi þeir eiga að fylgja þegar kemur að mataræði. Mörgum finnst erfiðara að ákveða hvað skal borða en að fylla út skattaskýrsluna. Næringarfræðin getur stundum verið flókið mál, en ef þú vilt einfalda hlutina og gera valið sérlega einfalt.“ Meira »

Ljótustu gallabuxurnar í dag?

í fyrradag Fyrirsætan í umdeildum gallabuxum lítur út fyrir að hafa klætt sig í myrkri enda líta buxurnar út fyrir að vera á röngunni.   Meira »

Hví er símnotkun fyrir svefninn hættuleg?

í fyrradag Læknirinn Rangan Chatterjee segir að símanotkun fyrir háttinn sé mjög hættuleg því tæki sem gefi frá sér bláa birtu tempri hormónið melatónín. Meira »

Hannes og Halla keyptu hús í Fossvogi

í fyrradag Hannes Þór Halldórsson landsliðsmaður í fótbolta og Halla Jónsdóttir festu kaup á raðhúsi í Ljósalandi í Reykjavík.   Meira »

Pör sem eru líklegri til að skilja

21.1. Ákveðin vandamál hjálpa ekki þegar reyna fer á sambönd. Betra er að takast á við hlutina strax en að sópa þeim undir teppið. Meira »

Ofurparið selur sex herbergja útsýnisíbúð

21.1. Ofurparið Karitas María Lárusdóttir og Gylfi Einarsson hafa sett sína huggulegu 180 fm íbúð í Kópavogi á sölu.   Meira »

Getur fólk á ketó farið á þorrablót?

21.1. Er þorramatur hollur? Geta þeir sem eru á ketó gúffað í sig mat á þorrablótum? Gunnar Már Sigfússon, einkaþjálfari og höfundur bókarinnar Ketó hormónalausnin, segir að þeir sem eru á ketó geti fundið mat við sitt hæfi. Meira »

Íslensk fyrirsæta átti sviðið hjá Kenzo

21.1. Kristín Lilja Sigurðardóttir gekk tískupallinn fyrir franska tískuhúsið Kenzo ásamt ofurfyrirsætunni Winnie Harlow.   Meira »

Heimili Sölva er eins og leikvöllur

21.1. Sölvi Tryggvason á töluvert öðruvísi heimili en fólk almennt. Hann leggur mikið upp úr því að hann geti hreyft sig á heimilinu. Meira »

Hvað felst í norræna kúrnum?

21.1. Föstur, ketó, Miðjarðarhafsmataræðið, steinaldarmataræðið og hvað það nú heitir, listinn er endalaus. Norræna mataræðið komst í fréttir á síðasta ári og gott að kynna sér hvað felst í því nú þegar allir ætla að verða besta útgáfan af sjálfum sér. Meira »

Svona æfir frú Bieber

20.1. Hailey Baldwin sýndi hvernig hún æfir en það er víst ekki nóg fyrir fyrirsætur að vera háar og grannar þær þurfa líka að vera með vöðva. Meira »

Hvenær verður fólk fullorðið?

20.1. Fólk verður fullorðið 18 ára samkvæmt lögum en fæstum líður þó þannig, nema ef barn er í spilunum.   Meira »

Þunnar sokkabuxur aftur í móð

20.1. Ef marka má nýjustu herferð tískumerkisins Saint Laurent verða þunnar sokkabuxur í anda áttunda áratugarins vinsælar í sumar. Meira »