Æskan hefur áhrif á hjónalíf fullorðinsára

Linda Baldvinsdóttir markþjálfi og sambandsráðgjafi.
Linda Baldvinsdóttir markþjálfi og sambandsráðgjafi. mbl.is/Árni Sæberg

„Vissir þú að þegar við fyllumst ótta fara að minnsta kosti 1.400 líkamleg einkenni í gang og að þessi eina tilfinning hefur áhrif á a.m.k 30 tegundir hormóna? 

Þið getið rétt ímyndað ykkur áhrifin á líkamann og taugakerfið ef við erum að eiga við þessa tilfinningu á daglegum grunni og kunnum ekki eða getum ekki losað okkur við hana. Prófaðu að margfalda þessa tilfinningu 1.400 x 365 eða 511.000 boðefni sem eru ekki í jafnvægi ef við finnum þessa óttatilfinningu á daglegum basis á ársgrundvelli (ef hægt er að reikna þetta þannig),“ segir Linda Baldvinsdóttir í sínum nýjasta pistli: 

Það tekur heilann í okkur einnig um 25 ár að þróast og mótast að fullu og sumir vilja meina að við séum í hálfgerðu dáleiðsluástandi fyrstu 8 ár okkar þar sem mesta forritunin frá umhverfinu fer fram. Af því getum við rétt ímyndað okkur  hversu mikilvægt það er að nánd og tilfinningalegt jafnvægi sé ríkjandi þau ár að mínu mati að minnsta kosti. 

Heilinn í okkur geymir upplýsingar á sínu eigin Google Drive sem veldur því að viðbrögð okkar og viðmót verða með ýmsu móti allt eftir forrituninni sem hefur átt sér stað og þeim trúarkerfum sem við höfum byggt okkur upp um lífið frá upphafi.

Nokkur af einkennum þess að líkaminn lætur okkur vita ef hann er ekki sáttur við tilfinningalega ástandið okkar er að við finnum spennu hér og þar og alls staðar, spennu sem byggist upp og finnur sér ekki leið eða farveg út, og við verðum stödd í hálfgerðu völundarhúsi vanlíðunar.

Finnar gerðu rannsókn á því hvar tilfinningar okkar hafa mest áhrif á okkur og niðurstöðurnar má sjá á myndinni hér fyrir neðan sem ég hvet ykkur til að skoða vel og athuga hvort að þið getið tengt við ykkar tilfinningaupplifanir.

An external file that holds a picture, illustration, etc.
Object name is pnas.1321664111fig02.jpg 

En hvernig tengist svo þetta allt saman tengslum?

Jú sem betur fer eru vísindin að komast að því að heilbrigð nánd og tengsl eru nauðsynleg fyrir velferð okkar og vellíðan og það er nauðsynlegt fyrir heilbrigði andans að eiga einn eða fleiri aðila að sem við tengjumst öryggisböndum sem náttúran sjálf sér okkur svo sem fyrir strax í upphafi lífs okkar, eða mömmu og pabba. 

Ef þessi tengsl rofna í æsku þá er mjög líklegt að við munum eiga við tengslavanda að eiga á fullorðinsárum okkar og reyndar er einnig líklegra að við eigum við alls kyns sjúkdóma að eiga eins og streitu og vanlíðan ýmiss konar.

Í bókinni Attachment eftir Avir Levine M.D og Rachel Heller M.A þar sem fjallað er um tengsl í samböndum er sagt að við tölum of mikið um meðvirkni í samböndum.

Í þeirri bók er sagt að heilbrigð sameining felist að sumu leyti í því að við tengjumst með þeim hætti að við verðum háð hvert öðru. Þar er einnig talað um að við hér á vesturhveli jarðar séum búin að búa til hálfgerða mýtu sem snýr að því að það sé eitthvað að okkur ef við finnum okkur sjálf ekki með einveru og því að vera óháð öðrum og þurfum því ekki á tengslum að halda við aðra en okkur sjálf. 

Ég veit um fátt sem er ósannara en það að við þurfum ekki á öðrum að halda, því að hvar á tilfinningaleg greind okkar að mótast og verða til? Þurfum við ekki á speglun, hlustun, virðingu, samskiptum, kærleika, skilningi og fleiru að halda frá þeim sem við erum í umgengni við eða bindumst kærleiksböndum svo að tilfinningagreind okkar vaxi án skekkju?

Taugafrumur okkar þurfa á speglun frá annarri manneskju að halda til að geta þroskast og mótast á heilbrigðan hátt og við sem fullorðin leitum logandi ljósi að maka og vinum vegna þess að við höfum þá þrá að tengjast mannverum sem verða vitni að lífi okkar, og þetta ætla ég eiginlega að fullyrða þó að mér líki illa við fullyrðingar!

Við getum haldið því fram að við séum svo andlega tengd að við þurfum ekki neitt nema hugleiðslu og einveru, en þar er ég mjög ósammála.

Við þurfum ekki annað en að sjá hversu þrautseig við sem óbundin eru í leit okkar að maka. Við leitum á hinum ýmsu stöðum eftir aðila sem við gætum hugsað okkur að bindast og eiga líf með, og það verður að hálfgerðu verkefni eða missioni hjá okkur ár eftir ár að skoða „markaðinn“ þar til við finnum viðeigandi viðhengi sem getur orðið vitni að okkar lífi og okkar upplifunum, og við að þeirra - og hvað er það annað en að við þurfum á þessari nánu samveru við annan einstakling að halda? 

Er mögulegt að mannkynið þurfi kannski á hvert öðru að halda til að geta haldið normal geðheilsu og fengið að spegla andlega og líkamlega hlið tilveru sinnar? 

Hvað veit ég svo sem? 

Það eina sem ég veit er að þegar ég fer inn á samfélagsmiðla sem tengjast þessari makaleit sé ég að við erum flest að leita að tengslum á einn eða annan hátt hvort sem okkur þykir það smart eða ekki, og hvort sem við viðurkennum það eða ekki.

Og er ekki bara kominn tími til að við horfumst í augu við það að „enginn er eyland“ og að við þurfum á hvert öðru að halda til að líf okkar hafi tilgang og innihaldi hamingjustundir sem aðeins er hægt að fá í náinni samveru með annarri mannveru? 

Eða ætlum við að láta okkur nægja í framtíðinni að hverfa inn í hugleiðsluástand, þrívíddarveruleika og forðun frá samskiptum við annað fólk?

Ég reyndar tel að taugafrumur okkar, sálin og andinn að ótöldum líkamanum muni alltaf þurfa á tengslum við aðrar mannverur að halda og muni alltaf gera uppreisn gegn tengslaleysi, og því þurfum kannski ekki að hafa svo miklar áhyggjur þó að oft sýnist manni stefna í óefni í þessum málum.

Og eins og alltaf áður er ég aðeins einni tímapöntun í burtu ef þú þarft á minni aðstoð að halda með þín lífsins verkefni.

mbl.is

Dragdrottningar stálu senunni á MTV-verðlaunahátíðinni

Í gær, 20:00 Dragdrottningarnar Trixie Mattel, Katya Zamolodchikova og Alyssa Edwards sköruðu fram úr á rauða dreglinum.  Meira »

Sjáðu Gylfa og Alexöndru á brúðkaupsdaginn

Í gær, 15:33 Gylfi Þór Sigurðsson og Alexandra Helga Ívarsdóttir birtu loksins myndir af stóra deginum.  Meira »

Kolbrún fær útrás í að fegra í kringum sig

Í gær, 14:00 Kolbrún Kristleifsdóttir kennari býr ásamt fjölskyldu sinni í 105 Reykjavík. Hún hefur unun af því að hugsa vel um garðinn sinn. Meira »

Vigdís Hauks og Garðar Kjartans í sveitinni

Í gær, 10:00 Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi Miðflokksins og Garðar Kjartansson fasteignasali nutu veðurblíðunnar saman um helgina.   Meira »

Alexandra og Birgitta Líf með eins töskur

Í gær, 05:00 Mittistöskur eru móðins þessa dagana. Þegar Alexandra Helga Ívarsdóttir og Birgitta Líf Björnsdóttir fóru saman til Flórída var sú fyrrnefnda með mittistösku frá Prada en í brúðkaupinu var Birgitta Líf með nákvæmlega eins tösku. Meira »

Aron Einar og Kristbjörg mættu í stíl

í fyrradag Aron Einar Gunnarsson landsliðsmaður og Kristbjörg Jónasdóttir mættu í stíl í brúðkaup Gylfa Þórs Sigurðssonar og Alexöndru Helgu Ívarsdóttur. Meira »

Erna Hrönn og Jörundur loksins hjón

í fyrradag Erna Hrönn útvarpsstjarna á K100 giftist unnusta sínum, Jörundi Kristinssyni, sem starfar hjá Origo. Brúðkaupið var ekki bara ástarhátíð heldur tónlistarveisla. Meira »

Viltu vera umvafin silki?

í fyrradag Absolute Silk Micro Mousse-meðferð frá Sensai er það nýjasta í þessari japönsku snyrtivörufjölskyldu. Um er að ræða einstaka efnasamsetningu sem skartar efnum sem eru unnin úr Koishimaru Silk Ryoal. Meira »

Langar þig í hádegisverð með Clooney?

í fyrradag Nú er uppboð á netinu þar sem þú getur unnið hádegisverð með Amal og George Clooney í villu þeirra hjóna við Como-vatnið á Ítalíu. Meira »

Kynntust á trúnó og ætla sér stóra hluti

í fyrradag Agnes Kristjónsdóttir og Rebekka Austmann hafa sameinað krafta sína á ævintýralegan hátt en leiðir þeirra lágu saman á athyglisverðan hátt. Meira »

Þjálfari Kim K um hnébeygjur

í fyrradag Einkaþjálfarinn hennar Kim Kardashian veit hvað hún syngur þegar kemur að hnébeygju með lyftingastöng. Hún tekur saman sjö atriði sem hafa ber í huga. Meira »

Gómaði kærastann í framhjáhaldi

16.6. Ung kona í Bretlandi komst að því í gegnum Facebook að kærastinn hennar var að halda fram hjá henni.  Meira »

Gestirnir farnir heim úr brúðkaupinu

16.6. Gylfi Þór Sigurðsson og Alexandra Helga Ívarsdóttir buðu nánustu fjölskyldu í brunch í hádeginu en annars eru gestirnir að tínast til síns heima. Meira »

Þetta segir Rut Kára um unglingaherbergið

16.6. Regluleg grisjun, úthugsað litaval og notaleg lýsing geta, að sögn Rutar Káradóttur, hjálpað til við að halda vistarverum unglingsins á heimilinu fallegum. Meira »

Hundurinn Koby ekki skilinn út undan

16.6. Alexandra Helga Ívarsdóttir og Gylfi Þór Sigurðsson hafa átt hundinn Koby síðan 2012. Koby leikur stórt hlutverk í lífi þeirra og er með sitt eigið #kobygram Meira »

Íslenskur matur hjá Gylfa og Alexöndru

16.6. Brúðkaup Gylfa Þórs Sigurðssonar og Alexöndru Helgu Ívarsdóttur fór fram við Como-vatn á Ítalíu í gær. Íslenskir kokkar sáu um matinn. Meira »

Þórunn Antonía flutt í Hveragerði

16.6. Söngkonan Þórunn Antonía Magnúsdóttir er flutt í Hveragerði eftir að hafa verið búsett í 101 Reykjavík um langa hríð.   Meira »

Flogið með þessa út til að skemmta

16.6. Flogið var með landsþekkta skemmtikrafta til Ítalíu til að halda uppi stuðinu í brúðkaupi Alexöndru Helgu Ívarsdóttur og Gylfa Þórs Sigurðssonar. Meira »

Sjáðu brúðarkjól Alexöndru Helgu

15.6. Alexandra Helga Ívarsdóttir gekk að eiga Gylfa Þór Sigurðsson við Como-vatn á Ítalíu fyrr í kvöld. Hún klæddist glæsilegum hvítum kjól. Meira »

Kjólarnir í brúðkaupi Gylfa og Alexöndru

15.6. Óhætt er að segja að brúðkaup Gylfa Þórs Sigurðssonar og Alexöndru Helgu Ívarsdóttur sé brúðkaup ársins, allavega það sem af er ári. Þau giftu sig fyrr í kvöld við Como-vatn á Ítalíu. Meira »

Mikið af áhugaverðu húsnæði í pípunum

15.6. Reikna má með að þykja muni mjög eftirsóknarvert að búa í þeim hverfum og byggingarreitum sem eru á teikniborðinu eða jafnvel komin á framkvæmdastig. Gunnar Sverrir Harðarson segir að þar verði að finna húsnæði við allra hæfi. Meira »