Tapaði ég peningunum á Karolina Fund?

Íslensk kona er gröm yfir því að hafa ekki fengið ...
Íslensk kona er gröm yfir því að hafa ekki fengið tvær bækur afhentar sem hún keypti í gegnum Karolina Fund. mbl.is/Thinkstockphotos

Heiðrún Björk Gísladóttir lögmaður svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hún spurningu frá konu sem keypti tvær bækur í gegnum Karolina Fund vorið 2017. Bókin hefur aldrei komið út. 

Sæl Heiðrún,

Þekkir þú reglur Karolina Fund? Vorið 2017 „keypti ég“ tvær bækur á hópfjármögnun á Karolina Fund eða rúmlega 14.000 krónur. Bókin átti að koma út þá um haustið en hefur ekki ennþá komið út. Hvernig virkar svona, er hægt að fá endurgreitt eða eru þetta bara tapaðir peningar?

Kveðja, S

Heiðrún Björk Gísladóttir lögmaður.
Heiðrún Björk Gísladóttir lögmaður. mbl.is/Valgarður Gíslason

Heil og sæl S!

Áhugaverð spurning hjá þér.

Fyrirkomulagið á vefsíðunni hjá Karolina fund virkar þannig að sá sem stendur að baki hugmynd eða verkefni kynnir verkefnið eða hugmyndina á síðunni. Hann ákveður einhverja lágmarksfjárhæð sem hann vill safna til að koma verkefninu af stað og lágmarkstíma sem hann hyggst safna fjárhæðinni á. Þeir sem vilja styðja við bakið á verkefninu eða hugmyndinni gera það með því að greiða ákveðna fjárhæð af kreditkorti sínu. Karolina fund er ekki aðili að neinum viðskiptum sem eiga sér stað í gegnum vefsíðuna heldur er síðan einungis sett upp sem vettvangur fyrir viðskipti. Þegar fjárhæðir eru greiddar til ákveðinna verkefna er það fyrir milligöngu kreditkortafyrirtækja og því ekki í gegnum reikninga Karolina fund. Fjárhæðin er þó ekki skuldfærð af kreditkorti fyrr en fyrir liggur að lágmarksfjárhæð fyrir verkefnið muni safnast. Náist það ekki ber kreditkortafyrirtækinu að endurgreiða peninginn.

Samkvæmt notendaskilmálum Karolina fund á vefsíðan ekki lengur aðkomu að málinu eftir að sá sem styður verkefni eða hugmynd  hefur innt fjárhæð af hendi. Fjármögnunarsíðan ber þar af leiðandi ekki ábyrgð á því að vara sé afhent eða greiðsla berist fyrir hana.

Eins og þú orðar spurninguna þína geri ég ráð fyrir því að nægileg fjárhæð hafi safnast til þess að verkefninu hafi verið hrundið í framkvæmd. Samkvæmt skilmálum vefsíðunnar ber þeim sem stendur að baki verkefni að gera allt sem í hans valdi stendur til þess að standa skil á verkefninu á fyrirhuguðum tíma. Sú tímasetning telst hins vegar ekki loforð í sjálfu sér og á vefsíðunni er ekki að finna upplýsingar um hvaða afleiðingar það hefur ef viðkomandi stendur ekki við sinn hluta samningsins. Heimasíðan hefur þó einhverjar heimildir til þess að banna ákveðna notendur og spurning hvort að það sé úrræði sem þeir grípa til í tilvikum eins og því sem þú lýsir. Það leysir þó ekki þinn vanda.

Í þínu tilviki tel ég að almennar reglur kröfuréttar um réttar efndir eigi við. Þú hefur greitt fyrir vöruna og átt þar af leiðandi heimtingu á að fá vöruna afhenta og á réttum tíma. Það á jafnframt við um plakatið, pennann og útgáfuhófsboðið. Líkt og áður sagði er þó fyrirvari í skilmálum vefsíðunnar um að uppgefin lokadagsetning, í þínu tilviki útgáfudagur, þurfi ekki endilega að standast.

Hvað sem þessu líður þarft þú að beina kröfu þinni um réttar efndir, eða endurgreiðslu, að þeim sem þú styrktir í gegnum síðuna, rithöfundinum sjálfum.

Gangi þér vel!

Kveðja, 

Heiðrún Björk Gísladóttir lögmaður. 

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Heiðrúnu spurningu HÉR. 

mbl.is

Svona æfir frú Bieber

Í gær, 21:00 Hailey Baldwin sýndi hvernig hún æfir en það er víst ekki nóg fyrir fyrirsætur að vera háar og grannar þær þurfa líka að vera með vöðva. Meira »

Hvenær verður fólk fullorðið?

Í gær, 18:00 Fólk verður fullorðið 18 ára samkvæmt lögum en fæstum líður þó þannig, nema ef barn er í spilunum.   Meira »

Þunnar sokkabuxur aftur í móð

Í gær, 16:00 Ef marka má nýjustu herferð tískumerkisins Saint Laurent verða þunnar sokkabuxur í anda áttunda áratugarins vinsælar í sumar. Meira »

Er alltaf allt í drasli hjá þér?

Í gær, 13:00 Ertu búin/n að gefast upp á öllu draslinu og nærðu ekki utan um tiltektina? Ef svo er þá er þetta það sem vantar í líf þitt! Meira »

Mætir klukkan 04:30 í ræktina

Í gær, 10:00 Mel B ætlar að vera í góðu formi á tónleikum Kryddpíanna í sumar. Hún vaknar um miðja nótt til þess að mæta æfingu ef það er það sem þarf til. Meira »

Þór lærði tantra hjá jógamunkum

Í gær, 05:00 Þór Jóhannesson er einn vinsælasti jógakennarinn um þessar mundir. Hann er að fara af stað með námskeið í World Class á nýju ári þar sem hann kennir fólki að ná jafnvægi á hvolfi. Meira »

Ástæður þess að fólk hendir ekki drasli

í fyrradag Það er fátt vinsælla núna en að endurskipuleggja líf sitt eftir aðferðum Marie Kondo. Það getur þó reynst erfitt að einfalda lífið þegar heimilið er fullt af óþarfa hlutum sem enginn tímir að henda. Meira »

Karlmenn lýsa ótrúlegum fullnægingum

í fyrradag Einn maður fékk svo rosalega fullnægingu að hann var ófær um gang næstu 20 mínúturnar. Var kannski besta fullnægingin þín fyrir 20 árum? Meira »

Toppurinn sem tryllir allt

í fyrradag Gífurlegur aukinn áhugi á stuttum öðruvísi toppklippingum gefur í skyn að toppatískan verði í anda Berglind Festival í ár.   Meira »

Þvoði ekki hárið í mörg ár

í fyrradag „Það var ógeðslegt,“ sagði GOT-stjarnan Sophie Turner um það þegar hún mátti ekki þvo á sér hárið.   Meira »

Fröken Fix endurhannaði Rekstrarvörur

í fyrradag Fyrirtækið Rekstrarvörur er eins og nýtt eftir að Sesselja Thorberg sem rekur fyrirtækið Fröken Fix endurhannaði húsnæði fyrirtækisins. Mesta áskorunin var að laga hljóðvistina og var það gert með risastórum sérhönnuðum loftljósum. Meira »

Léttist um 37 kg og langar í stærri brjóst

í fyrradag „Ég er búin að missa um 37 kg að verða á einu ári og er komin í kjörþyngd. Brjóstin á mér eru orðin mjög slöpp og eiginlega eins og tómir pokar. Hvað er best að gera?“ Meira »

Fitnessdrottningin Sigga Ómars flytur

18.1. Fitnessdrottningin Sigríður Ómarsdóttir, eða Sigga Ómars eins og hún er kölluð, hyggst flytja en hún hefur sett íbúð sína í Kópavogi á sölu. Íbúðin er 114 fm. Meira »

Langar í kærasta og upplifir höfnun

18.1. „Ég hitti mann á djamminu, fórum heim saman og kannski vöknuðum saman og svo heyrði ég ekkert í honum. Þá fór ég að vera óörugg og fór að hafa samband sem ég veit að er mjög „desperate“. Hvað geri ég til að eignast kærasta? Meira »

Samtalsmeðferð er ekki skyndilausn

18.1. „Rannsóknir sýna að samtalsmeðferð er sú aðferð sem best hefur nýst fagaðilum til að hjálpa einstaklingum að vinna úr ýmis konar áföllum, hvort heldur sem er í parsamböndum sínum, æsku eða í raun og veru hvar sem er á lífsleið viðkomandi. Samtalsmeðferð er hins vegar ekki skyndilausn og snýst ekki um 1-2 viðtöl.“ Meira »

Benedikt mætti með dæturnar

18.1. Það var líf og fjör þegar einleikur Charlottu Böving, Ég dey, var frumsýndur í Borgarleikhúsinu. Benedikt Erlingsson eiginmaður Charlottu lét sig ekki vanta. Meira »

Fyrrverandi hættur að borga meðlag

18.1. „Sá sem greiðir auka meðlag hættir því án þess að láta neinn vita og án þess að sækja um niðurfellingu. Meðlagsþegi beitir innheimtuaðgerðum þar sem greiðslur berast ekki án árangurs og líða meira en tvö ár á þess að greiðslur berist. Hvað er til ráða?“ Meira »

Stjörnurnar stunda kynlíf í háloftunum

18.1. Stjörnurnar eru duglegar að stunda kynlíf í háloftunum og ekki endilega inni á klósetti eða í einkaflugvélum.   Meira »

Allt önnur 27 kílóum léttari

17.1. Óskarsverðlaunaleikkonan Kathy Bates grenntist með því að beita núvitund við matarborðið. Hún forðast líka skyndibita og óskar þess að hafa tekið sig mun fyrr á. Meira »

Koparljós og svört húsgögn setja svip

17.1. Svartar vandaðar innréttingar, falleg húsgögn og vel skipulagt rými einkenna þetta huggulega einbýli í Njarðvík.   Meira »

Fáir með öll svör við sjálfsvígum

17.1. Linda Baldvinsdóttir segir að það sé ekki gott að ráðast á Öldu Karen því fáir hafi svör við sjálfsvígum.   Meira »