Google getur ekki lagað hjónabandið

Ólafur Grétar Gunnarsson fjölskyldu- og hjónaráðgjafi gaf út bókina, Það ...
Ólafur Grétar Gunnarsson fjölskyldu- og hjónaráðgjafi gaf út bókina, Það sem karlar vilja vita.

Bókin, Það sem karlar vilja vita, kom út á dögunum en í henni eru vísindalega sönnuð leyndarmál um samskipti kynjanna. Bókin er skrifuð af dr. John Gottman og dr. Julie Schwartz Gottman. Ólafur Grétar Gunnarsson fjölskyldu-og hjónaráðgjafi er útgefandi bókarinnar á Íslandi. Hann segir að karlar læri ekki að verða feður eða makar og að samskipti kynjanna séu oft allt of snúin. 

„Google á ekki maka eða barn svo ekki er hægt að ganga að traustum upplýsingum þar. Það er mjög gefandi að deila með körlum hvað rannsóknir sýna skýrt hve miklu máli þeir skipta fyrir parsambandið og fyrir barnauppeldi. Það sem karlar vilja vita eru vísindalega sönnuð leyndarmál um samskipti kynjanna sérstaklega sett fram fyrir karlmenn,“ segir Ólafur Grétar. 

Hann segir að það gangi öll pör í gegnum erfiðleika. Líka Obama-hjónin. 

„Í endurminningum sínum Becoming, hefur Michelle Obama tjáð sig um það hvernig er að vera eiginkona forsetans. Í viðtali við forsetafrúna kom fram að hún og eiginmaður hennar fóru til hjónaráðgjafa eftir að dætur þeirra tvær fæddust. „Ég segi frá þessu af því að ég veit að það er litið á samband okkar hjónanna sem fyrirmyndarsamband,” sagði hún við Oprah. Ég veit að fólk er gjarnan með markmið í sambandinu. En rólegan æsing fólk, slakið á – það er erfitt að vera í hjónabandi!” Allir geta haft gott af því að hugsa um sambandið. Meira að segja Obama-hjónin. Þegar pör eru að eignast fyrsta, annað eða þriðja barn eru þau oft mjög áhugasöm í að styrkja sambandið og líka þegar þau eru að verða amma og afi. Ein leið til að rækta sambandið er að huga að því daglega, sérstaklega í jólamánuðinum þegar spenna og þreyta geta farið úr böndum. Fyrir marga er það léttir að heyra að það þarf ekki tilfinningalegan þroska til að vera góður maki eða þekkja sjálfan sig. Mín reynsla er að það þarf að taka þá áhættu að gefa allt sem þú átt í sambandið. Og í gegnum sambandið kynnist þú þér betur. Þú getur verið taugaveiklaður fyrir allan peninginn en samt átt gott samband. Þú heyrir marga segja að þú þurfir að elska sjálfan þig fyrst og ég held að það sé ekki satt. Það sem þú þarft að gera er að gefa þessari manneskju hjarta þitt og það krefur þig um að vernda, rækta og þykja vænt um sambandið. Þú verður að hámarka það sem þér líkar í fari makans og lágmarka sem þér líkar ekki. Við erum öll með galla,“ segir Ólafur Grétar. 

Hann segir að enginn sleppi í gegnum bernskuna nema taka með sér einhverja galla úr æskunni. 

„Það sem gerir sambönd sterk er að gefa mikilvægi og gildi því sem þér líkar í fari makans, leggja áherslu á það. Læra að skilja þessa manneskju. Og hvernig lærum við að skilja aðra manneskju? Með því að klúðra samskiptum, þrasa og rífast. Og um hvað rífast hjón? Þau rífast ekki um málefni, þau rífast um mistök í að tengjast tilfinningalega. Dæmi um par að horfa á sjónvarp saman:

Þau poppa og hún segir horfum á sjónvarp saman og hann svarar sjáum hvað er í boði. Af hverju horfum við ekki á þessa stöð – þetta er áhugavert. Hann segir‚ já við gerum það en sjáum hvað annað er í boði. Hún segir – nei, ekki fara á stöðvaflakk. Flott – höfum þetta eins og þú vilt. Bíddu aðeins – af hverju segir þú það svona? – þú særðir mig. Ég sagði flott af því að við horfum á það sem þú vilt horfa á – við gerum allt eins og þú vilt. Hún segir „mig langar ekkert að horfa á sjónvarp með þér núna“ og hann fer og skellir hurðinni og segir flott.

„Um hvað rifust þau, það voru ekki fjármál, kynlíf, uppeldi eða tengdafólk. Þeim bara mistókst að tengjast og ef þau tala um hvað gerðist verða þau nánari og skilja betur hvað var í gangi. Þannig er það í samböndum. Okkur verður öllum á, klúðrum og ef við tölum um það skiljum við hvort annað betur og lærum að elska hvort annað betur,“ segir hann. 

Ólafur Grétar er heillaður af Gottham-hjónunum en þau hafa skrifað um 60 bækur um samskipti kynjanna. 

„Þau sáu við vinnslu bókarinnar Það sem karlar vilja vita að fyrir mann að virkilega elska konu og eiga frábært kynlíf með konu þarf hann að skilja samband konu við tilfinninguna að vera hrædd. Það áhugaverða við þróunarsögu okkar er að konur hafa séð um umönnun barna og haft meginábyrgð á að þau lifi af. Þó svo að karlar hafi tekið meiri þátt í umönnun barna þá hafa konur falda vitund um hættu því þær þurfa að passa öryggi barna og að auki er heimurinn hættulegur staður fyrir konur. Við vitum að meira en 20% kvenna hefur verið beittar líkamlegu og tilfinningalegu ofbeldi. Það kemur því ekki á óvart að það sem er í fyrsta sæti hjá konum þegar þær eru að kynnast manni er traust - get ég treyst honum, er ég örugg með honum, finn ég öryggi með honum og það áhugaverða er að karlar leita eftir því líka. Alveg eins og í myndinni Sleepless in Seattle. Tom Hanks segir þegar hann kynnist konunni: „Ég kom heim“ – ekki á heimili sem hann hafði aldrei upplifað heldur eins og hann kæmi heim í fyrsta sinn og það er það sem konur eru að leita að; er ég örugg með honum, finn ég öryggi með honum – þetta er fyrsta skrefið. Það sama á við ef kona nýtur kynlífs, hún þarf að finna öryggi og tengsl, hún getur ekki verið út úr stressuð. Hún getur það ekki ef hún er að hugsa um allt sem á eftir að gera á heimilinu. Þess vegna helst það í hendur – menn sem taka ábyrgð á heimilisstörfum jafnt á við konuna sína njóta meira kynlífs. Hún er ekki eins stressuð því hún á maka og er ekki ein í öllu sem fylgir umönnun og uppeldi barna og að halda heimili. Þannig að menn sem eru meðvitaðir um þarfir kvenna, öryggi og tilfinningatengsl vita að þessar aðstæður sem þeir eru í eru æsandi – þessir menn njóta betra kynlífs,“ segir hann. 

Nei við kynlífi ekki nei við tengslum

„Annað sem er áhugavert er að hvernig karl bregst við þegar að kona segir nei við kynlífi segir til um tíðni kynlífs. Ef það er einhver fýla eða leið til að hefna þá verður ekki mikið um kynlíf. „Þakka þér fyrir að segja mér að þú sért ekki í stuði fyrir kynlíf“ – „hverju ertu í stuði fyrir?“ er uppbyggileg leið til að bregðast við. Með öðrum orðum þýðir nei við kynífi ekki nei við tengslum! Ertu til í göngutúr, langar þig að horfa á mynd, langar þig að kúra og knúsa eða tala eða þarftu tíma með sjálfri þér? Ef karl bregst við á þennan hátt kemur í ljós að hann nýtur mikils kynlífs. Þetta er ekki það sem margir karlar gera. Finnst þér ég ekki aðlaðandi? Við vorum vön að eiga frábært kynlíf – hvað er að þér? Ekki hjálplegt. Aðeins 6% þeirra sem faðmast og snertast lítið eiga gott kynlíf samkvæmt rannsókn í 24 löndum með 70.000 hjónum. Skilaboðin nú í desember eru því að faðmast og snertast sem mest og njóta samverustunda á heimilinu með konu og börnum. Þannig jólaundirbúningur gæti jafnvel skilað sér í enn betra kynlífi,“ segir hann. 

mbl.is

Svona æfir frú Bieber

21:00 Hailey Baldwin sýndi hvernig hún æfir en það er víst ekki nóg fyrir fyrirsætur að vera háar og grannar þær þurfa líka að vera með vöðva. Meira »

Hvenær verður fólk fullorðið?

18:00 Fólk verður fullorðið 18 ára samkvæmt lögum en fæstum líður þó þannig, nema ef barn er í spilunum.   Meira »

Þunnar sokkabuxur aftur í móð

16:00 Ef marka má nýjustu herferð tískumerkisins Saint Laurent verða þunnar sokkabuxur í anda áttunda áratugarins vinsælar í sumar. Meira »

Er alltaf allt í drasli hjá þér?

13:00 Ertu búin/n að gefast upp á öllu draslinu og nærðu ekki utan um tiltektina? Ef svo er þá er þetta það sem vantar í líf þitt! Meira »

Mætir klukkan 04:30 í ræktina

10:00 Mel B ætlar að vera í góðu formi á tónleikum Kryddpíanna í sumar. Hún vaknar um miðja nótt til þess að mæta æfingu ef það er það sem þarf til. Meira »

Þór lærði tantra hjá jógamunkum

05:00 Þór Jóhannesson er einn vinsælasti jógakennarinn um þessar mundir. Hann er að fara af stað með námskeið í World Class á nýju ári þar sem hann kennir fólki að ná jafnvægi á hvolfi. Meira »

Ástæður þess að fólk hendir ekki drasli

í gær Það er fátt vinsælla núna en að endurskipuleggja líf sitt eftir aðferðum Marie Kondo. Það getur þó reynst erfitt að einfalda lífið þegar heimilið er fullt af óþarfa hlutum sem enginn tímir að henda. Meira »

Karlmenn lýsa ótrúlegum fullnægingum

í gær Einn maður fékk svo rosalega fullnægingu að hann var ófær um gang næstu 20 mínúturnar. Var kannski besta fullnægingin þín fyrir 20 árum? Meira »

Toppurinn sem tryllir allt

í gær Gífurlegur aukinn áhugi á stuttum öðruvísi toppklippingum gefur í skyn að toppatískan verði í anda Berglind Festival í ár.   Meira »

Þvoði ekki hárið í mörg ár

í gær „Það var ógeðslegt,“ sagði GOT-stjarnan Sophie Turner um það þegar hún mátti ekki þvo á sér hárið.   Meira »

Fröken Fix endurhannaði Rekstrarvörur

í gær Fyrirtækið Rekstrarvörur er eins og nýtt eftir að Sesselja Thorberg sem rekur fyrirtækið Fröken Fix endurhannaði húsnæði fyrirtækisins. Mesta áskorunin var að laga hljóðvistina og var það gert með risastórum sérhönnuðum loftljósum. Meira »

Léttist um 37 kg og langar í stærri brjóst

í gær „Ég er búin að missa um 37 kg að verða á einu ári og er komin í kjörþyngd. Brjóstin á mér eru orðin mjög slöpp og eiginlega eins og tómir pokar. Hvað er best að gera?“ Meira »

Fitnessdrottningin Sigga Ómars flytur

18.1. Fitnessdrottningin Sigríður Ómarsdóttir, eða Sigga Ómars eins og hún er kölluð, hyggst flytja en hún hefur sett íbúð sína í Kópavogi á sölu. Íbúðin er 114 fm. Meira »

Langar í kærasta og upplifir höfnun

18.1. „Ég hitti mann á djamminu, fórum heim saman og kannski vöknuðum saman og svo heyrði ég ekkert í honum. Þá fór ég að vera óörugg og fór að hafa samband sem ég veit að er mjög „desperate“. Hvað geri ég til að eignast kærasta? Meira »

Samtalsmeðferð er ekki skyndilausn

18.1. „Rannsóknir sýna að samtalsmeðferð er sú aðferð sem best hefur nýst fagaðilum til að hjálpa einstaklingum að vinna úr ýmis konar áföllum, hvort heldur sem er í parsamböndum sínum, æsku eða í raun og veru hvar sem er á lífsleið viðkomandi. Samtalsmeðferð er hins vegar ekki skyndilausn og snýst ekki um 1-2 viðtöl.“ Meira »

Benedikt mætti með dæturnar

18.1. Það var líf og fjör þegar einleikur Charlottu Böving, Ég dey, var frumsýndur í Borgarleikhúsinu. Benedikt Erlingsson eiginmaður Charlottu lét sig ekki vanta. Meira »

Fyrrverandi hættur að borga meðlag

18.1. „Sá sem greiðir auka meðlag hættir því án þess að láta neinn vita og án þess að sækja um niðurfellingu. Meðlagsþegi beitir innheimtuaðgerðum þar sem greiðslur berast ekki án árangurs og líða meira en tvö ár á þess að greiðslur berist. Hvað er til ráða?“ Meira »

Stjörnurnar stunda kynlíf í háloftunum

18.1. Stjörnurnar eru duglegar að stunda kynlíf í háloftunum og ekki endilega inni á klósetti eða í einkaflugvélum.   Meira »

Allt önnur 27 kílóum léttari

17.1. Óskarsverðlaunaleikkonan Kathy Bates grenntist með því að beita núvitund við matarborðið. Hún forðast líka skyndibita og óskar þess að hafa tekið sig mun fyrr á. Meira »

Koparljós og svört húsgögn setja svip

17.1. Svartar vandaðar innréttingar, falleg húsgögn og vel skipulagt rými einkenna þetta huggulega einbýli í Njarðvík.   Meira »

Fáir með öll svör við sjálfsvígum

17.1. Linda Baldvinsdóttir segir að það sé ekki gott að ráðast á Öldu Karen því fáir hafi svör við sjálfsvígum.   Meira »