Google getur ekki lagað hjónabandið

Ólafur Grétar Gunnarsson fjölskyldu- og hjónaráðgjafi gaf út bókina, Það ...
Ólafur Grétar Gunnarsson fjölskyldu- og hjónaráðgjafi gaf út bókina, Það sem karlar vilja vita.

Bókin, Það sem karlar vilja vita, kom út á dögunum en í henni eru vísindalega sönnuð leyndarmál um samskipti kynjanna. Bókin er skrifuð af dr. John Gottman og dr. Julie Schwartz Gottman. Ólafur Grétar Gunnarsson fjölskyldu-og hjónaráðgjafi er útgefandi bókarinnar á Íslandi. Hann segir að karlar læri ekki að verða feður eða makar og að samskipti kynjanna séu oft allt of snúin. 

„Google á ekki maka eða barn svo ekki er hægt að ganga að traustum upplýsingum þar. Það er mjög gefandi að deila með körlum hvað rannsóknir sýna skýrt hve miklu máli þeir skipta fyrir parsambandið og fyrir barnauppeldi. Það sem karlar vilja vita eru vísindalega sönnuð leyndarmál um samskipti kynjanna sérstaklega sett fram fyrir karlmenn,“ segir Ólafur Grétar. 

Hann segir að það gangi öll pör í gegnum erfiðleika. Líka Obama-hjónin. 

„Í endurminningum sínum Becoming, hefur Michelle Obama tjáð sig um það hvernig er að vera eiginkona forsetans. Í viðtali við forsetafrúna kom fram að hún og eiginmaður hennar fóru til hjónaráðgjafa eftir að dætur þeirra tvær fæddust. „Ég segi frá þessu af því að ég veit að það er litið á samband okkar hjónanna sem fyrirmyndarsamband,” sagði hún við Oprah. Ég veit að fólk er gjarnan með markmið í sambandinu. En rólegan æsing fólk, slakið á – það er erfitt að vera í hjónabandi!” Allir geta haft gott af því að hugsa um sambandið. Meira að segja Obama-hjónin. Þegar pör eru að eignast fyrsta, annað eða þriðja barn eru þau oft mjög áhugasöm í að styrkja sambandið og líka þegar þau eru að verða amma og afi. Ein leið til að rækta sambandið er að huga að því daglega, sérstaklega í jólamánuðinum þegar spenna og þreyta geta farið úr böndum. Fyrir marga er það léttir að heyra að það þarf ekki tilfinningalegan þroska til að vera góður maki eða þekkja sjálfan sig. Mín reynsla er að það þarf að taka þá áhættu að gefa allt sem þú átt í sambandið. Og í gegnum sambandið kynnist þú þér betur. Þú getur verið taugaveiklaður fyrir allan peninginn en samt átt gott samband. Þú heyrir marga segja að þú þurfir að elska sjálfan þig fyrst og ég held að það sé ekki satt. Það sem þú þarft að gera er að gefa þessari manneskju hjarta þitt og það krefur þig um að vernda, rækta og þykja vænt um sambandið. Þú verður að hámarka það sem þér líkar í fari makans og lágmarka sem þér líkar ekki. Við erum öll með galla,“ segir Ólafur Grétar. 

Hann segir að enginn sleppi í gegnum bernskuna nema taka með sér einhverja galla úr æskunni. 

„Það sem gerir sambönd sterk er að gefa mikilvægi og gildi því sem þér líkar í fari makans, leggja áherslu á það. Læra að skilja þessa manneskju. Og hvernig lærum við að skilja aðra manneskju? Með því að klúðra samskiptum, þrasa og rífast. Og um hvað rífast hjón? Þau rífast ekki um málefni, þau rífast um mistök í að tengjast tilfinningalega. Dæmi um par að horfa á sjónvarp saman:

Þau poppa og hún segir horfum á sjónvarp saman og hann svarar sjáum hvað er í boði. Af hverju horfum við ekki á þessa stöð – þetta er áhugavert. Hann segir‚ já við gerum það en sjáum hvað annað er í boði. Hún segir – nei, ekki fara á stöðvaflakk. Flott – höfum þetta eins og þú vilt. Bíddu aðeins – af hverju segir þú það svona? – þú særðir mig. Ég sagði flott af því að við horfum á það sem þú vilt horfa á – við gerum allt eins og þú vilt. Hún segir „mig langar ekkert að horfa á sjónvarp með þér núna“ og hann fer og skellir hurðinni og segir flott.

„Um hvað rifust þau, það voru ekki fjármál, kynlíf, uppeldi eða tengdafólk. Þeim bara mistókst að tengjast og ef þau tala um hvað gerðist verða þau nánari og skilja betur hvað var í gangi. Þannig er það í samböndum. Okkur verður öllum á, klúðrum og ef við tölum um það skiljum við hvort annað betur og lærum að elska hvort annað betur,“ segir hann. 

Ólafur Grétar er heillaður af Gottham-hjónunum en þau hafa skrifað um 60 bækur um samskipti kynjanna. 

„Þau sáu við vinnslu bókarinnar Það sem karlar vilja vita að fyrir mann að virkilega elska konu og eiga frábært kynlíf með konu þarf hann að skilja samband konu við tilfinninguna að vera hrædd. Það áhugaverða við þróunarsögu okkar er að konur hafa séð um umönnun barna og haft meginábyrgð á að þau lifi af. Þó svo að karlar hafi tekið meiri þátt í umönnun barna þá hafa konur falda vitund um hættu því þær þurfa að passa öryggi barna og að auki er heimurinn hættulegur staður fyrir konur. Við vitum að meira en 20% kvenna hefur verið beittar líkamlegu og tilfinningalegu ofbeldi. Það kemur því ekki á óvart að það sem er í fyrsta sæti hjá konum þegar þær eru að kynnast manni er traust - get ég treyst honum, er ég örugg með honum, finn ég öryggi með honum og það áhugaverða er að karlar leita eftir því líka. Alveg eins og í myndinni Sleepless in Seattle. Tom Hanks segir þegar hann kynnist konunni: „Ég kom heim“ – ekki á heimili sem hann hafði aldrei upplifað heldur eins og hann kæmi heim í fyrsta sinn og það er það sem konur eru að leita að; er ég örugg með honum, finn ég öryggi með honum – þetta er fyrsta skrefið. Það sama á við ef kona nýtur kynlífs, hún þarf að finna öryggi og tengsl, hún getur ekki verið út úr stressuð. Hún getur það ekki ef hún er að hugsa um allt sem á eftir að gera á heimilinu. Þess vegna helst það í hendur – menn sem taka ábyrgð á heimilisstörfum jafnt á við konuna sína njóta meira kynlífs. Hún er ekki eins stressuð því hún á maka og er ekki ein í öllu sem fylgir umönnun og uppeldi barna og að halda heimili. Þannig að menn sem eru meðvitaðir um þarfir kvenna, öryggi og tilfinningatengsl vita að þessar aðstæður sem þeir eru í eru æsandi – þessir menn njóta betra kynlífs,“ segir hann. 

Nei við kynlífi ekki nei við tengslum

„Annað sem er áhugavert er að hvernig karl bregst við þegar að kona segir nei við kynlífi segir til um tíðni kynlífs. Ef það er einhver fýla eða leið til að hefna þá verður ekki mikið um kynlíf. „Þakka þér fyrir að segja mér að þú sért ekki í stuði fyrir kynlíf“ – „hverju ertu í stuði fyrir?“ er uppbyggileg leið til að bregðast við. Með öðrum orðum þýðir nei við kynífi ekki nei við tengslum! Ertu til í göngutúr, langar þig að horfa á mynd, langar þig að kúra og knúsa eða tala eða þarftu tíma með sjálfri þér? Ef karl bregst við á þennan hátt kemur í ljós að hann nýtur mikils kynlífs. Þetta er ekki það sem margir karlar gera. Finnst þér ég ekki aðlaðandi? Við vorum vön að eiga frábært kynlíf – hvað er að þér? Ekki hjálplegt. Aðeins 6% þeirra sem faðmast og snertast lítið eiga gott kynlíf samkvæmt rannsókn í 24 löndum með 70.000 hjónum. Skilaboðin nú í desember eru því að faðmast og snertast sem mest og njóta samverustunda á heimilinu með konu og börnum. Þannig jólaundirbúningur gæti jafnvel skilað sér í enn betra kynlífi,“ segir hann. 

mbl.is

Svona massar þú sumartískuna með stæl

18:00 Það tekur á að vera í takt við tískuna. Smartland auðveldar þér það, en hér er samantekt á flottustu trendunum í sumar.  Meira »

Í hnébeygju yfir klósettinu

14:00 Þjálfarinn hennar Kate Beckinsale lætur hana gera hnébeygjur yfir klósettinu.   Meira »

Íþróttaálfurinn og Gylfi á Maldíveyjum

10:00 Íþróttaálfurinn Dýri Kristjánsson og Gylfi Þór Sigurðsson landsliðsmaður í fótbolta eru báðir á Maldíveyjum í brúðkaupsferð ásamt eiginkonum sínum. Þessi tvennu hjón eru þó alls ekki í sömu brúðkaupsferðinni. Meira »

„Fá þau fyrsta skammtinn frían?“

05:00 Íslensk móðir hefur áhyggjur af dóttur sinni sem er 16 ára og veltir fyrir sér hvernig koma megi í veg fyrir að dóttir hennar dópi sig. Meira »

Þetta er konan sem skipulagði brúðkaupið

í gær Hjónin fengu hina bresku Charlotte Dodd til að skipuleggja brúðkaupið sitt. En þess má geta að hún þykir sú allra færasta á sínu sviði í Bretlandi um þessar mundir. Fyrirmynd hennar er hinn skemmtilegi Franck úr kvikmyndinni Father of the Bride. Meira »

Fáðu magavöðva eins og Cindy Crawford

í gær Fyrirsætan Cindy Crawford hefur fært sig úr líkamsræktar-DVD-diskunum yfir á Instagram þar sem hún sýnir sínar uppáhaldsæfingar. Meira »

Þessir mættu í VIP-teiti COS

í gær Sænska fatamerkið COS opnaði nýlega verslun á Íslandi en á fimmtudagskvöldið var sérstök opnun fyrir VIP-gesti.   Meira »

Glæsiíbúð við Vatnsholt í Reykjavík

í gær Við Vatnsholt í Reykjavík stendur stórglæsileg efri sérhæð sem er fallega og smekklega innréttuð.   Meira »

Ræður ekkert við sig og fer í sund daglega

í gær „Ég hef tvívegis verið greind með sortuæxli en næ ekki alveg að stjórna hegðun minni tengdri sól. Málið er að ég var hér á árum áður mikið í ljósum og varð alltaf að vera brún.“ Meira »

Bárður og Linda Björk giftu sig í gær

23.6. Bárður Sigurgeirsson húðlæknir hjá Húðlæknastöðinni og Linda Björg Árnadóttir fatahönnuður og eigandi Scintilla gengu í hjónaband í gær. Meira »

„Gróðurinn dregur mann til sín“

23.6. Garðurinn hennar Sjafnar Hjálmarsdóttur þykir bera af enda mjög vel um hann hugsað. Hún segir samt ekki þurfa að hafa mikið fyrir plöntunum í dag. Meira »

Hefur búið í þremur íbúðum á sjö árum

23.6. Kristín Sólveig Kristjánsdóttir læknir að mennt er ákaflega fær í samskiptum og segir að gott heimili sé sá staður þar sem fólk dettur inn um dyrnar og þar sem er gott hjartarúm. Meira »

Svona býr Bergþóra Guðnadóttir

23.6. Bergþóra Guðnadóttir hönnuður vinnur vanalega á morgnana heima þar sem hún er með góða aðstöðu í fallegu rými.   Meira »

Vinkonan alltaf að metast hver sé sætust

23.6. „Þegar við förum út á lífið saman, er hún heltekin af því að bera sig saman við aðrar konur og metur það yfirleitt svo að hún er sætust.“ Meira »

6 lífsráð Dakota Fanning

22.6. Leikkonan Dakota Fanning segist aldrei verða týpan sem borðar ekki sykur eða kolvetni.   Meira »

Kærastinn Jamie fagnaði með Lindu Pé

22.6. Linda Pétursdóttir fyrrverandi alheimsfegurðardrottning og athafnakona útskrifaðist í dag með BA gráðu í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði. Meira »

Furðulegir hattar á veðhlaupakeppninni

22.6. Konunglega veðhlaupakeppnin hefur verið sannkölluð hatta veisla. Elísabet Englandsdrottning lætur sitt ekki eftir liggja.  Meira »

Geta gæludýraeigendur átt falleg húsgögn?

22.6. Litlu loðbörnin eiga það til að tæta upp arma á stólum og jafnvel naga sig djúpt ofan í sessur og púða. Að ekki sé talað um hárin sem dreifast um alla íbúð. Meira »

Viltu ljóma alveg eins og sólin í sumar?

22.6. Aðgengi kvenna í dag að upplýsingum er óendanlegt og kemur sér vel þegar við erum að velja okkur snyrtivörur. Umræðan í dag snýst mikið um ávaxtasýrur, peptíð og C-vítamín. Meira »

„Heimilið er mjög ótæknilegt“

22.6. Brynja Jónbjarnardóttir starfar sem markaðsráðgjafi hjá Hugsmiðjunni og sem fyrirsæta. Hún hefur búið víða og veit hvað gerir hús að góðu heimili. Þó að hún vinni sem markaðssérfræðingur hjá tæknifyrirtæki velur hún að hafa heimilið án mikillar tækni. Meira »

Spears gerir þetta til að léttast

22.6. Tónlistarkonan Britney Spears hefur verið dugleg í ræktinni síðustu mánuði en hún vill frekar gera styrktaræfingar til að léttast heldur en að taka hefðbundnar brennsluæfingar. Meira »