Þarf að grátbiðja konuna um kynlíf

Konan hefur ekki sömu kynhvöt og maðurinn.
Konan hefur ekki sömu kynhvöt og maðurinn. mbl.is/Thinkstockphotos

„Eiginkona mín sýnir enga ástúð, ég er enn með mikla kynhvöt og þarf að grátbiðja hana um kynlíf. Við stundum bara kynlíf nokkrum sinnum á ári. Hún virðist stríða mér með því að sýna brjóstin þegar hún er að klæða sig en hverfur svo inn á bað. Hún er 38 ára og ég er 44 ára. Hún faðmar mig aldrei eða situr nálægt mér. „Ég elska þig,“ verð ég að byrja á því að segja. Kynlífið er ekki ánægjulegt þegar það á sér stað. Mér finnst eins og ég verði að fara frá henni ef ég á að upplifa einhverja ástúð. Jafnvel þótt hún segist ætla að reyna meira held ég að hún geri það vegna þess að hún þarf á mér að halda fjárhagslega. Meira að segja börnin mín virðast hafna mér. Þau draga að sér höndina ef ég reyni að halda í hendur þeirra þegar við erum úti,“ skrifar maður og leitar ráða hjá Deidre, ráðgjafa The Sun. 

Ráðgjafinn segir manninn vera bitran og að börnin hans skynji spennuna á milli hans og móður þeirra. 

„Þegar þið finnið út úr vandamálum ykkar munu þau slaka á. Segðu eiginkonu þinni að þú elskir hana og hversu mikið þú saknar að vera líkamlega náinn henni. Spurðu hana hvernig hún haldi að þið getið verið náin aftur.“

Maðurinn segir skorta líkamlega nánd í hjónabandið.
Maðurinn segir skorta líkamlega nánd í hjónabandið. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál