Ég hata enn þá viðhaldið

Íslensk kona hatar konuna sem maðurinn hennar hélt við.
Íslensk kona hatar konuna sem maðurinn hennar hélt við. mbl.is/Thinkstockphotos

Valdimar Þór Svavarsson ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hann spurningu frá konu sem á mann sem hélt við konu um tíma. 

Sæll, ég er í sambandi með manni. Um tíma var samband okkar mjög slæmt og hann meðal annars fór að halda við aðra konu. Það er allt saman löngu búið og sambandið okkar mun betra í dag, en það sem stendur mér og okkur helst fyrir þrifum í dag er viðhaldið. Ég hata hana og allt sem henni tengist, ég skil ekki hvernig fólk getur umgengist hana eftir hennar track record, á einu ári hélt hún við að minnsta kosti 3 gifta menn. Samt eru hennar vinir ekki fólk sem ég er í neinum tengslum við. Ég er ekki ofbeldisfull að eðlisfari en þegar ég sé hana hugsa ég ekki fallega til hennar. Hún er langt frá því að vera góður kvenkostur; hún er eignalaus, barnlaus, ómenntuð og tollir illa í vinnu þrátt fyrir að það séu einföld verkamannastörf. Fjölskyldan hennar hefur snúið baki við henni en það var mamma hennar sem sagði mér frá sambandi þeirra. Ég þoli ekki að ég gefi henni pláss í huga mínum, hvernig losna ég við hana?

Kveðja, H

Valdimar Þór Svavarsson ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu.
Valdimar Þór Svavarsson ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu. mbl.is/Árni Sæberg

 

Góðan daginn og takk fyrir að senda þessa spurningu.

Þetta er frábært verkefni til að vinna úr og í raun klassískt að upplifa þessar tilfinningar ef ekki hefur verið unnið úr málinu. Ég ætla að gefa þér nokkrar hugleiðingar sem gætu ýtt þér af stað, þó að sumar séu virkilega pirrandi.

Í fyrsta lagi er algengt að við vörpum tilfinningum okkar þangað sem það hentar okkur og verðum til dæmis reið við einhvern annan en þann sem reiðin ætti að beinast að. Í þessu tilviki langar mig að skora á þig að skoða af hverju þú ert reið út í þessa konu. Tölum tæpitungulaust. Er það ekki maðurinn þinn sem hélt við hana? Hann ber alfarið ábyrgð á því gagnvart ykkar tengslum, ekki þessi kona. Þessari konu er fullfrjálst að gera það sem hún vill þó svo að við getum verið sammála um að það sé slæmt siðferði að taka þátt í framhjáhaldi. Það er því ekki við hana að sakast að maðurinn þinn ákvað að halda við hana. Þú getur hugleitt allan daginn hversu slæmur kvenkostur hún er en það mun ekkert breyta henni. Eins og ég nefndi í upphafi þá eru þessar ábendingar svolítið pirrandi en stundum er það nauðsynlegt til þess að kippa huganum upp úr farinu sem hann er í. Ef þú hugleiðir þetta aðeins lengra, þá er spurning hvort þú ert reið yfir því að maðurinn þinn hafi samt valið að vera með þessari konu, þó að hún sé eins og hún er. Ef við förum lengra með þessa hugleiðingu, þá kemur gjarnan í ljós að raunveruleg ástæða fyrir gremjunni í svona málum er oftar en ekki að þolendur í framhjáhaldi eru mjög ósáttir við að hafa sætt sig við að taka saman við gerandann, þrátt fyrir óheiðarleikann. Þolendurnir upplifa skömm yfir því að hafa látið það viðgangast, finnst þeim jafnvel hafa brugðist eigin gildum og eru áminntir um það í hvert sinn sem þeir hitta einhvern, sjá eitthvað, heyra eitthvað eða skynja eitthvað sem minnir á framhjáhaldið. Þetta getur viðhaldið gremjunni. Þegar við erum komin með sterka þörf fyrir að dæma aðra, rakka þá niður og finna þeim allt til foráttu, þá er það yfirleitt okkar eigin sjálfsvirðing sem er særð og við reynum að minnka sársaukann með því að finna að öðrum. Eins og þú finnur þá hjálpar það ekkert og okkur líður bara verr. Engar áhyggjur, við lendum flest í þessari gryfju, það er mjög skiljanlegt en reynslan sýnir að það skilar okkur vondri líðan.

Um daginn rakst ég á eftirfarandi orð: „Forgive others, not because they deserve fogiveness, but because you deserve peace“ eða „Fyrirgefðu öðrum, ekki af því þeir eigi skilið fyrirgefninguna, heldur vegna þess að þú átt skilið að öðlast frið.“ Þetta á vel við í þessu tilviki. Þú ert búin að hugsa illa til konunnar og dæma hana en útkoman er eins og hún er. Þá er hinn möguleikinn, að fyrirgefa og losa þannig um þessa fyrirstöðu sem tilhugsunin um hana er að valda þér. Þetta heitir að vera stærri en þessar aðstæður, stærri en þessi hegðun þeirra og treystu því svo bara að hún þurfi að takast á við sig og sínar ákvarðanir í lífinu, rétt eins og við hin. Að lokum mæli ég svo með því að þú talir við ráðgjafa sem getur hjálpað þér að rýna í hvar tilfinningarnar þínar liggja, koma þeim í réttan farveg og finna sátt við þig í því sem þú ert að gera í lífinu.

Gangi þér allt í haginn!

Með bestu kveðju – Valdimar Þór Svavarsson ráðgjafi

mbl.is

Pör sem eru líklegri til að skilja

Í gær, 22:51 Ákveðin vandamál hjálpa ekki þegar reyna fer á sambönd. Betra er að takast á við hlutina strax en að sópa þeim undir teppið. Meira »

Ofurparið selur sex herbergja útsýnisíbúð

Í gær, 19:00 Ofurparið Karitas María Lárusdóttir og Gylfi Einarsson hafa sett sína huggulegu 180 fm íbúð í Kópavogi á sölu.   Meira »

Getur fólk á ketó farið á þorrablót?

Í gær, 16:00 Er þorramatur hollur? Geta þeir sem eru á ketó gúffað í sig mat á þorrablótum? Gunnar Már Sigfússon, einkaþjálfari og höfundur bókarinnar Ketó hormónalausnin, segir að þeir sem eru á ketó geti fundið mat við sitt hæfi. Meira »

Íslensk fyrirsæta átti sviðið hjá Kenzo

Í gær, 13:30 Kristín Lilja Sigurðardóttir gekk tískupallinn fyrir franska tískuhúsið Kenzo ásamt ofurfyrirsætunni Winnie Harlow.   Meira »

Heimili Sölva er eins og leikvöllur

Í gær, 09:47 Sölvi Tryggvason á töluvert öðruvísi heimili en fólk almennt. Hann leggur mikið upp úr því að hann geti hreyft sig á heimilinu. Meira »

Hvað felst í norræna kúrnum?

Í gær, 05:12 Föstur, ketó, Miðjarðarhafsmataræðið, steinaldarmataræðið og hvað það nú heitir, listinn er endalaus. Norræna mataræðið komst í fréttir á síðasta ári og gott að kynna sér hvað felst í því nú þegar allir ætla að verða besta útgáfan af sjálfum sér. Meira »

Svona æfir frú Bieber

í fyrradag Hailey Baldwin sýndi hvernig hún æfir en það er víst ekki nóg fyrir fyrirsætur að vera háar og grannar þær þurfa líka að vera með vöðva. Meira »

Hvenær verður fólk fullorðið?

í fyrradag Fólk verður fullorðið 18 ára samkvæmt lögum en fæstum líður þó þannig, nema ef barn er í spilunum.   Meira »

Þunnar sokkabuxur aftur í móð

í fyrradag Ef marka má nýjustu herferð tískumerkisins Saint Laurent verða þunnar sokkabuxur í anda áttunda áratugarins vinsælar í sumar. Meira »

Er alltaf allt í drasli hjá þér?

í fyrradag Ertu búin/n að gefast upp á öllu draslinu og nærðu ekki utan um tiltektina? Ef svo er þá er þetta það sem vantar í líf þitt! Meira »

Mætir klukkan 04:30 í ræktina

í fyrradag Mel B ætlar að vera í góðu formi á tónleikum Kryddpíanna í sumar. Hún vaknar um miðja nótt til þess að mæta æfingu ef það er það sem þarf til. Meira »

Þór lærði tantra hjá jógamunkum

í fyrradag Þór Jóhannesson er einn vinsælasti jógakennarinn um þessar mundir. Hann er að fara af stað með námskeið í World Class á nýju ári þar sem hann kennir fólki að ná jafnvægi á hvolfi. Meira »

Ástæður þess að fólk hendir ekki drasli

19.1. Það er fátt vinsælla núna en að endurskipuleggja líf sitt eftir aðferðum Marie Kondo. Það getur þó reynst erfitt að einfalda lífið þegar heimilið er fullt af óþarfa hlutum sem enginn tímir að henda. Meira »

Karlmenn lýsa ótrúlegum fullnægingum

19.1. Einn maður fékk svo rosalega fullnægingu að hann var ófær um gang næstu 20 mínúturnar. Var kannski besta fullnægingin þín fyrir 20 árum? Meira »

Toppurinn sem tryllir allt

19.1. Gífurlegur aukinn áhugi á stuttum öðruvísi toppklippingum gefur í skyn að toppatískan verði í anda Berglind Festival í ár.   Meira »

Þvoði ekki hárið í mörg ár

19.1. „Það var ógeðslegt,“ sagði GOT-stjarnan Sophie Turner um það þegar hún mátti ekki þvo á sér hárið.   Meira »

Fröken Fix endurhannaði Rekstrarvörur

19.1. Fyrirtækið Rekstrarvörur er eins og nýtt eftir að Sesselja Thorberg sem rekur fyrirtækið Fröken Fix endurhannaði húsnæði fyrirtækisins. Mesta áskorunin var að laga hljóðvistina og var það gert með risastórum sérhönnuðum loftljósum. Meira »

Léttist um 37 kg og langar í stærri brjóst

19.1. „Ég er búin að missa um 37 kg að verða á einu ári og er komin í kjörþyngd. Brjóstin á mér eru orðin mjög slöpp og eiginlega eins og tómir pokar. Hvað er best að gera?“ Meira »

Fitnessdrottningin Sigga Ómars flytur

18.1. Fitnessdrottningin Sigríður Ómarsdóttir, eða Sigga Ómars eins og hún er kölluð, hyggst flytja en hún hefur sett íbúð sína í Kópavogi á sölu. Íbúðin er 114 fm. Meira »

Langar í kærasta og upplifir höfnun

18.1. „Ég hitti mann á djamminu, fórum heim saman og kannski vöknuðum saman og svo heyrði ég ekkert í honum. Þá fór ég að vera óörugg og fór að hafa samband sem ég veit að er mjög „desperate“. Hvað geri ég til að eignast kærasta? Meira »

Samtalsmeðferð er ekki skyndilausn

18.1. „Rannsóknir sýna að samtalsmeðferð er sú aðferð sem best hefur nýst fagaðilum til að hjálpa einstaklingum að vinna úr ýmis konar áföllum, hvort heldur sem er í parsamböndum sínum, æsku eða í raun og veru hvar sem er á lífsleið viðkomandi. Samtalsmeðferð er hins vegar ekki skyndilausn og snýst ekki um 1-2 viðtöl.“ Meira »