Unglingurinn minn er í neyslu

Foreldrar ungs fólks í neyslu upplifa sig oft vanmáttuga gagnvart ...
Foreldrar ungs fólks í neyslu upplifa sig oft vanmáttuga gagnvart ástandinu. Það er til lausn og leiðir til að verða hluti af bata þeirra sem eru í neyslu. Enginn ætti að vera einn á þessari vegferð. Ljósmynd/Thinkstockphotos

El­ín­rós Lín­dal, ein­stak­lings- og fjöl­skylduráðgjafi, svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér spyr kona hvað hún eigi að gera. Sonur hennar er í neyslu og hún er úrræðalaus. 

Hæ Elínrós, 

17 ára unglingurinn minn er í neyslu, held hann sé aðallega í grasi. Hvað á maður að gera þegar maður veit af þessu, er eitthvað sem ég get gert? Hann er búinn með dagana sína á Stuðlum og þeir vilja ekki taka hann í meðferð. Mér finnst lítið sem ekkert gert þar, fá úrræði í boði. Á ég bara að láta hann vera... leyfa honum að reykja og vita af honum í vímu komandi heim þar sem ég er með 2 yngri börn?

Kveðja, S

El­ín­rós Lín­dal, ein­stak­lings og fjöl­skylduráðgjafi, er með grunn­próf í sál­fræði ...
El­ín­rós Lín­dal, ein­stak­lings og fjöl­skylduráðgjafi, er með grunn­próf í sál­fræði og fjöl­miðla­fræði og MBA frá Há­skól­an­um í Reykja­vík. Hún sér­hæf­ir sig í fíkni­ráðgjöf og meðvirkni. Ljósmynd/úr einkasafni

Sæl og takk fyrir að senda inn þetta bréf. 

Þú ert ekki ein, það er til fjöldinn allur af fólki sem hefur verið í þinni stöðu og kann leiðina í átt að bata fyrir son þinn og þig. Mundu að þegar þér líður eins og þú getir ekkert gert, þá er það blekking. Þú getur gert heilmargt. Þetta er sonur þinn, sem er veikur sem stendur, það er enginn sem elskar hann meira en þú eða þekkir hann betur. 

Það sem þú þarft núna að mínu mati er kærleiksríkur stuðningur. Að umkringja þig fólki sem hefur þroska til að sjá aðstæður þínar án þess að dæma þig eða son þinn. Af þessum sökum myndi ég byrja á því að fara í Al-Anon. Þú getur þess vegna farið á fundi daglega. Finndu þér leiðbeinanda (sponsor) sem á barn sem hefur farið í gegnum svipað og sonur þinn er að fara í gegnum og hefur náð bata. Sá leiðbeinandi verður ómetanlegur inn í aðstæðurnar sem þú ert í. 

Síðan væri gott fyrir þig að fara og tala við fjölskylduráðgjafa niðri í Von. Ef þú treystir þér á opna AA-fundi er það alltaf gott líka. Magnús Stefánsson ráðgjafi hefur reynst ungum aðilum í neyslu vel. Þú getur farið til hans í ráðgjöf, eða boðið syni þínum að fara í ráðgjöf til hans ef hann vill komast í bata sjálfur. 

Mig langar að nefna við þig eitt úrræði sem ég veit um sem heitir PMTO. Ég hef rætt við nokkra foreldra sem hafa nýtt sér þetta úrræði og þeir töluðu um að sérfræðingarnir sem veittu þeim stuðning hefðu sýnt svo mikla virðingu og alúð. Þessir foreldrar töluðu um kraftaverk í sínum aðstæðum. Þú þarft á kraftaverki að halda núna og veistu, ég trúi að þú getir fengið það ef þú heldur af stað. Skoðaðu hér: htt­ps://​www.pmto.is/.

Í svari mínu langaði mig að gefa þér nokkra valmöguleika til að halda af stað. Þú finnur síðan innra með þér hvað er rétt fyrir þig og þína fjölskyldu.

Af því að þú nefnir hin börnin þín tvö langar mig að segja þér eitt sem mér finnst svo fallegt. Þegar eitt barnið okkar veikist, þá er ekkert að því að við setjum því kærleiksrík mörk. Það er heilbrigt. En mundu, að það hvernig þú vinnur úr þessari áskorun mun gefa hinum börnum þínum vísbendingu um hvernig komið verður fram við þau ef þau veikjast. Ef þau sjá mömmu sem setur út hendurnar, heldur áfram ókunnar slóðir, biður um aðstoð og finnur leið til að vera hluti af lausninni þá munu þau ávallt vita að þú ert manneskjan að leita til með hluti sem verða þeirra verkefni. Þú ert búin til að elska þessi börn. Ég veit að þú munt fá fullt af stuðningi til að halda áfram að vera besta mamman þessara barna.

Ég hugsa til þín.

Gangi þér vel.

Kærar, Elínrós Líndal.

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent El­ín­rós póst HÉR

mbl.is

Ljóstrar upp heilsuleyndarmálinu

10:00 Hin skemmtilega Rachel Brosnahan hefur lítinn sjálfsaga þegar kemur að hreyfingu en borðar því mun hollari fæðu.   Meira »

Pör sem gera þetta eru hamingjusamari

05:00 Sambandsráð geta verið misgóð en það er líklega óþarfi að draga það í efa að það sé slæmt að tala um líðan sína við maka sinn. Meira »

Neysluhyggjupælingar

Í gær, 23:07 „Ég hef verið að hugsa mikið um neyslu. Ég hef aldrei búið við skort af neinu tagi og aldrei þurft að hafa sérstakar áhyggjur af peningum blessunarlega. Ég var í menntaskóla þegar kreppan skall á og hef aðeins heyrt út undan mér af breytingunum sem áttu sér stað í kjölfar hennar árið 2008, bæði hér á landi sem og erlendis.“ Meira »

Svona gerir þú munngælurnar betri

Í gær, 20:00 Flestir menn veita ekki konum sínum munnmök vegna þess að þeir hafa enga hugmynd um hvað þeir eru að gera þarna niðri.   Meira »

Gafst upp á því að æfa í klukkutíma á dag

Í gær, 17:00 Það getur verið óþarf að djöflast í klukkutíma á dag í líkamsræktarstöð. Stundum er hreinlega betra að taka styttri æfingar heima ef það hentar betur. Meira »

Bræðurnir óþekkir í fatavali

Í gær, 14:00 Katrín og Meghan eru með fallegan fatastíl en bræðurnir Vilhjálmur og Harry vekja sjaldan athygli fyrir fataval sitt sem er þó töluvert frábrugðið því sem Karl faðir þeirra kýs. Meira »

„Ég held við konu, hvað er til ráða?“

í gær „Ég kynntist konu fyrir 3 árum sem er gift. Ég hef verið viðhaldið hennar síðan þá. Hún hefur alltaf sagt mér að ég sé henni allt og hún vilji bara framtíð með mér. Hún segir að hún sé að skilja og eiginmaður hennar sé að flytja út.“ Meira »

Lilja Björk bankastjóri býr í glæsivillu

í gær Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans var í fréttum vikunnar eftir að hún fékk hraustlega launahækkun. Lilja Björk býr vel í 108 Reykjavík ásamt eiginmanni og börnum. Meira »

Einkaþjálfari Graham leysir frá skjóðunni

í fyrradag Ofurfyrirsætunni í yfirstærðinni, Ashley Graham, leiðist á hlaupabrettinu en æfir þó eins og alvöruíþróttamaður.   Meira »

Þetta eru best klæddu konur Íslands!

í fyrradag Reglulega birtum við lista yfir best klæddu konur landsins. Í ár var leitað til lesenda Smartlands og tilnefndu þeir þær sem komust á lista. Eins og sjá má er listinn fjölbreyttur og skemmtilegur. Meira »

Sindri Sindrason flytur úr höllinni

í fyrradag Sindri Sindrason sjónvarpsmaður hefur sett sitt fallega einbýli á sölu. Um er að ræða 320 fm einbýli sem byggt var 1985.   Meira »

Fegurð og flottur stíll við Barmahlíð

í fyrradag Fegurð er orðið yfir þessa 120 fm íbúð við Barmahlíð. Gráir og grænir tónar mætast á heillandi hátt.   Meira »

Hvernig kveiki ég í sambandinu aftur?

15.2. Ég er í vanda stödd. Maki minn sem ég er búin að vera með í fjölmörg ár fer svo mikið í taugarnar á mér núna að ég veit ekki hvernig ég á að haga mér. Innst inni, ef ég gref nógu langt, veit ég að ég elska hann en við erum samt eins og vinir – ekki par. Meira »

Munurinn geysilegur á milli mynda

15.2. Það eru ekki allar myndir gjaldgengar á samfélagsmiðlum, eða þannig líður mjög mörgum. Unglingar sem fengu það verkefni að breyta mynd af sér þannig að hún væri tilbúin til birtingar á samfélagsmiðlum breyttu myndunum ótrúlega mikið. Meira »

Var Melania í kápu eða náttslopp?

14.2. Melania Trump er oftast í smekklegum og fallegum fötum. Bleika kápan frá Fendi sem frú Trump klæddist í vikunni hefur þó vakið athygli fyrir annað en að vera bara falleg. Meira »

Þórunn Pálsdóttir selur útsýnishúsið

14.2. Þórunn Pálsdóttir verkfræðingur og fasteignasali hyggst flytja og er hennar fallega Garðabæjarhús komið á sölu.   Meira »

Giftu sig á rómantískasta degi ársins

14.2. Stjörnurnar hafa verið duglegar að gifta sig á Valentínusardaginn en dagurinn virðist þó ekki endilega vera happamerki ef horft er til skilnaða sömu hjóna. Meira »

Ekki gera þessi mistök á litlu baðherbergi

14.2. Það er besta ráðið að henda pínulitlum spegli og vaski á fæti á litla baðherbergið. Því minna sem baðherbergið er því dýrmætara er geymsluplássið. Meira »

Dásamlega lekkert einbýli í 101

14.2. Við Bauganes í Skerjafirði stendur ákaflega fallegt fjölskylduhús þar sem hver fm er nýttur til fulls.   Meira »

Dreymir um að fara til Mið-Austurlanda

14.2. Friðrika Hjördís Geirsdóttir, eða Rikka eins og hún er kölluð, er umsjónarmaður nýs Ferðavefs mbl.is sem fer í loftið í dag. Meira »

Konan búin að missa kynhvötina

13.2. „Ég veit að kynhvötin getur breyst en hún sýnir engin áform um að takast á við vandamálið. Ég hef boðist til þess að hjálpa en hún sýnir því ekki mikinn áhuga.“ Meira »
Meira píla