Notalegar svefnstellingar fyrir pör

Skeiðin kemur sterk inn sem svefnstelling hjá pörum sem finnst ...
Skeiðin kemur sterk inn sem svefnstelling hjá pörum sem finnst gott að kúra og sofa á hliðinni. mbl.is/Thinkstockphotos

Það skiptir máli að fá góðan svefn þegar hugað er að betri heilsu á nýju ári. Þegar sofið er í rúmi með öðrum aðila getur verið erfitt að finna góða svefnstellingu enda getur aðdráttarafl maka fengið fólk til að setja sig í ótrúlegustu stellingar. Hér eru nokkrar góðar svefnstellingar fyrir pör sem Women's Health tók saman. 

Tvær dúkkulísur

Þegar báðir aðilar sofa á bakinu eru möguleikar á kúri í svefni ekki margir. Það að haldast í hendur, láta hendur snertast eða fætur getur hins vegar skapað tengingu án þess að það taki af svefninum. 

Skeiðin

Að liggja hlið við hlið og snúa í sömu hátt hentar mögulega þeim sem finnst gott að sofa á hliðinni. Stellingin er auk þess sögð geta komið sér vel fyrir fólk sem fær verki í mjóbakið. Gott er að beygja hnén vel og mögulega setja kodda á milli fóta. 

Töfrasverð Artúrs Bretakonungs

Stellingin er kennd við sverð konungsins þar sem annar aðilinn liggur á hliðinni með fætur og hendur yfir líkama hins aðilans sem liggur á bakinu. Stellingin hentar vel fyrir fólk sem vill vera náið í svefni en kýs hvort sína svefnstellinguna. 

Söðull

Svefnstellingin er góð þegar annar aðilinn kýs að sofa á hlið og kúra en hinn aðilinn kýs frekar að sofa á bakinu og er ekki fyrir jafn mikla snertingu. Hann fær þar með sitt rými á meðan hinn aðilinn vefur fæti og hendi yfir líkama þess sem sefur á maganum. 

Rétt svo snertast

Þessi svefnstelling er góð fyrir tvo aðila sem sofa á hlið en vilja sitt rými yfir nóttina. Þá snertast kannski afturendar parsins rétt svo. Mælt er með koddum undir fætur til að styðja við mjóbakið. 

Það er hægt að snúa bak í bak á nóttinni ...
Það er hægt að snúa bak í bak á nóttinni og snertast eða bara sleppa því. mbl.is/Thinkstockphotos

Mikið rými á milli

Svefnstellingin er sögð sérstaklega góð fyrir fólk sem er búið að vera lengi saman. Greint er frá rannsókn þar sem 28 prósent þeirra sem tóku þátt sögðust kjósa að snúa baki í maka sinn á nóttinni og sleppa snertingu. Fólk þarf ekki endilega að sofa á hliðinni til þess að hafa mikið rými á milli sín, þetta á líka við þegar annar aðilinn sefur á maganum en hinn á hliðinni. 

Í klessu

Fólk í nýju sambandi er sagt vera meðal þeirra sem reyna að sofa þannig að allur líkaminn snertir allan líkama hins aðilans. Svefnstellingar af þessu tagi eru ekki vænlegar enda erfitt að finna góða stellingu fyrir líkamann með þetta markmið. 

Þegar tveir aðilar sofa í klessu getur líkaminn fengið að ...
Þegar tveir aðilar sofa í klessu getur líkaminn fengið að kenna á því. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is

Pör sem eru líklegri til að skilja

Í gær, 22:51 Ákveðin vandamál hjálpa ekki þegar reyna fer á sambönd. Betra er að takast á við hlutina strax en að sópa þeim undir teppið. Meira »

Ofurparið selur sex herbergja útsýnisíbúð

Í gær, 19:00 Ofurparið Karitas María Lárusdóttir og Gylfi Einarsson hafa sett sína huggulegu 180 fm íbúð í Kópavogi á sölu.   Meira »

Getur fólk á ketó farið á þorrablót?

Í gær, 16:00 Er þorramatur hollur? Geta þeir sem eru á ketó gúffað í sig mat á þorrablótum? Gunnar Már Sigfússon, einkaþjálfari og höfundur bókarinnar Ketó hormónalausnin, segir að þeir sem eru á ketó geti fundið mat við sitt hæfi. Meira »

Íslensk fyrirsæta átti sviðið hjá Kenzo

Í gær, 13:30 Kristín Lilja Sigurðardóttir gekk tískupallinn fyrir franska tískuhúsið Kenzo ásamt ofurfyrirsætunni Winnie Harlow.   Meira »

Heimili Sölva er eins og leikvöllur

Í gær, 09:47 Sölvi Tryggvason á töluvert öðruvísi heimili en fólk almennt. Hann leggur mikið upp úr því að hann geti hreyft sig á heimilinu. Meira »

Hvað felst í norræna kúrnum?

Í gær, 05:12 Föstur, ketó, Miðjarðarhafsmataræðið, steinaldarmataræðið og hvað það nú heitir, listinn er endalaus. Norræna mataræðið komst í fréttir á síðasta ári og gott að kynna sér hvað felst í því nú þegar allir ætla að verða besta útgáfan af sjálfum sér. Meira »

Svona æfir frú Bieber

í fyrradag Hailey Baldwin sýndi hvernig hún æfir en það er víst ekki nóg fyrir fyrirsætur að vera háar og grannar þær þurfa líka að vera með vöðva. Meira »

Hvenær verður fólk fullorðið?

í fyrradag Fólk verður fullorðið 18 ára samkvæmt lögum en fæstum líður þó þannig, nema ef barn er í spilunum.   Meira »

Þunnar sokkabuxur aftur í móð

í fyrradag Ef marka má nýjustu herferð tískumerkisins Saint Laurent verða þunnar sokkabuxur í anda áttunda áratugarins vinsælar í sumar. Meira »

Er alltaf allt í drasli hjá þér?

í fyrradag Ertu búin/n að gefast upp á öllu draslinu og nærðu ekki utan um tiltektina? Ef svo er þá er þetta það sem vantar í líf þitt! Meira »

Mætir klukkan 04:30 í ræktina

í fyrradag Mel B ætlar að vera í góðu formi á tónleikum Kryddpíanna í sumar. Hún vaknar um miðja nótt til þess að mæta æfingu ef það er það sem þarf til. Meira »

Þór lærði tantra hjá jógamunkum

í fyrradag Þór Jóhannesson er einn vinsælasti jógakennarinn um þessar mundir. Hann er að fara af stað með námskeið í World Class á nýju ári þar sem hann kennir fólki að ná jafnvægi á hvolfi. Meira »

Ástæður þess að fólk hendir ekki drasli

19.1. Það er fátt vinsælla núna en að endurskipuleggja líf sitt eftir aðferðum Marie Kondo. Það getur þó reynst erfitt að einfalda lífið þegar heimilið er fullt af óþarfa hlutum sem enginn tímir að henda. Meira »

Karlmenn lýsa ótrúlegum fullnægingum

19.1. Einn maður fékk svo rosalega fullnægingu að hann var ófær um gang næstu 20 mínúturnar. Var kannski besta fullnægingin þín fyrir 20 árum? Meira »

Toppurinn sem tryllir allt

19.1. Gífurlegur aukinn áhugi á stuttum öðruvísi toppklippingum gefur í skyn að toppatískan verði í anda Berglind Festival í ár.   Meira »

Þvoði ekki hárið í mörg ár

19.1. „Það var ógeðslegt,“ sagði GOT-stjarnan Sophie Turner um það þegar hún mátti ekki þvo á sér hárið.   Meira »

Fröken Fix endurhannaði Rekstrarvörur

19.1. Fyrirtækið Rekstrarvörur er eins og nýtt eftir að Sesselja Thorberg sem rekur fyrirtækið Fröken Fix endurhannaði húsnæði fyrirtækisins. Mesta áskorunin var að laga hljóðvistina og var það gert með risastórum sérhönnuðum loftljósum. Meira »

Léttist um 37 kg og langar í stærri brjóst

19.1. „Ég er búin að missa um 37 kg að verða á einu ári og er komin í kjörþyngd. Brjóstin á mér eru orðin mjög slöpp og eiginlega eins og tómir pokar. Hvað er best að gera?“ Meira »

Fitnessdrottningin Sigga Ómars flytur

18.1. Fitnessdrottningin Sigríður Ómarsdóttir, eða Sigga Ómars eins og hún er kölluð, hyggst flytja en hún hefur sett íbúð sína í Kópavogi á sölu. Íbúðin er 114 fm. Meira »

Langar í kærasta og upplifir höfnun

18.1. „Ég hitti mann á djamminu, fórum heim saman og kannski vöknuðum saman og svo heyrði ég ekkert í honum. Þá fór ég að vera óörugg og fór að hafa samband sem ég veit að er mjög „desperate“. Hvað geri ég til að eignast kærasta? Meira »

Samtalsmeðferð er ekki skyndilausn

18.1. „Rannsóknir sýna að samtalsmeðferð er sú aðferð sem best hefur nýst fagaðilum til að hjálpa einstaklingum að vinna úr ýmis konar áföllum, hvort heldur sem er í parsamböndum sínum, æsku eða í raun og veru hvar sem er á lífsleið viðkomandi. Samtalsmeðferð er hins vegar ekki skyndilausn og snýst ekki um 1-2 viðtöl.“ Meira »