Notalegar svefnstellingar fyrir pör

Skeiðin kemur sterk inn sem svefnstelling hjá pörum sem finnst …
Skeiðin kemur sterk inn sem svefnstelling hjá pörum sem finnst gott að kúra og sofa á hliðinni. mbl.is/Thinkstockphotos

Það skiptir máli að fá góðan svefn þegar hugað er að betri heilsu á nýju ári. Þegar sofið er í rúmi með öðrum aðila getur verið erfitt að finna góða svefnstellingu enda getur aðdráttarafl maka fengið fólk til að setja sig í ótrúlegustu stellingar. Hér eru nokkrar góðar svefnstellingar fyrir pör sem Women's Health tók saman. 

Tvær dúkkulísur

Þegar báðir aðilar sofa á bakinu eru möguleikar á kúri í svefni ekki margir. Það að haldast í hendur, láta hendur snertast eða fætur getur hins vegar skapað tengingu án þess að það taki af svefninum. 

Skeiðin

Að liggja hlið við hlið og snúa í sömu hátt hentar mögulega þeim sem finnst gott að sofa á hliðinni. Stellingin er auk þess sögð geta komið sér vel fyrir fólk sem fær verki í mjóbakið. Gott er að beygja hnén vel og mögulega setja kodda á milli fóta. 

Töfrasverð Artúrs Bretakonungs

Stellingin er kennd við sverð konungsins þar sem annar aðilinn liggur á hliðinni með fætur og hendur yfir líkama hins aðilans sem liggur á bakinu. Stellingin hentar vel fyrir fólk sem vill vera náið í svefni en kýs hvort sína svefnstellinguna. 

Söðull

Svefnstellingin er góð þegar annar aðilinn kýs að sofa á hlið og kúra en hinn aðilinn kýs frekar að sofa á bakinu og er ekki fyrir jafn mikla snertingu. Hann fær þar með sitt rými á meðan hinn aðilinn vefur fæti og hendi yfir líkama þess sem sefur á maganum. 

Rétt svo snertast

Þessi svefnstelling er góð fyrir tvo aðila sem sofa á hlið en vilja sitt rými yfir nóttina. Þá snertast kannski afturendar parsins rétt svo. Mælt er með koddum undir fætur til að styðja við mjóbakið. 

Það er hægt að snúa bak í bak á nóttinni …
Það er hægt að snúa bak í bak á nóttinni og snertast eða bara sleppa því. mbl.is/Thinkstockphotos

Mikið rými á milli

Svefnstellingin er sögð sérstaklega góð fyrir fólk sem er búið að vera lengi saman. Greint er frá rannsókn þar sem 28 prósent þeirra sem tóku þátt sögðust kjósa að snúa baki í maka sinn á nóttinni og sleppa snertingu. Fólk þarf ekki endilega að sofa á hliðinni til þess að hafa mikið rými á milli sín, þetta á líka við þegar annar aðilinn sefur á maganum en hinn á hliðinni. 

Í klessu

Fólk í nýju sambandi er sagt vera meðal þeirra sem reyna að sofa þannig að allur líkaminn snertir allan líkama hins aðilans. Svefnstellingar af þessu tagi eru ekki vænlegar enda erfitt að finna góða stellingu fyrir líkamann með þetta markmið. 

Þegar tveir aðilar sofa í klessu getur líkaminn fengið að …
Þegar tveir aðilar sofa í klessu getur líkaminn fengið að kenna á því. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is