Hversu oft stundar gift fólk kynlíf?

Það er misjafnt hversu oft fólk stundar kynlíf.
Það er misjafnt hversu oft fólk stundar kynlíf. mbl.is/Thinkstockphotos

Það er ekkert rétt eða rangt þegar kemur að því hversu oft á að stunda kynlíf. Í grein sem birtist á Smartlandi í nóvember var vitnað í rannsókn frá ár­inu 2015 sem sýndi að fólk á aldr­in­um 26 til 55 ára stundaði að meðaltali kyn­líf einu sinni í viku. Cosmopolitan tók saman játningar fólks á Reddit sem sýnir hversu mismunandi oft er oft hjá giftu fólki. 

Hjón sem höfðu verið gift í átta ár stundaði að meðaltali kynlíf einu sinni um helgar og um það bil tvisvar á virkum dögum. Það fór þó eftir því hversu þreytt það var og sumar vikur var ekkert kynlíf á dagskrá. 

Eiginmaður sem er 27 ára og á þrjú börn með 31 árs gamalli eiginkonu sinni sagðist stunda kynlíf á hverjum degi. Ef mikið er að gera sagði hann þau gera það annan hvern dag, rifjar hann sérstaklega upp þegar 13 dagar liðu á milli kynlífsathafna hjá þeim. 

Eftir fimm ára hjónaband og engin börn stunda hjón kynlíf fjórum sinnum í viku. 

Eftir eins árs hjónaband stunda hjón kynlíf tvisvar í mánuði. 

Einn netverji fór vel yfir árin í barnslausu hjónabandi. Á fyrsta árinu stunduðu þau kynlíf átta sinnum í viku. Á öðru ári fimm sinnum í viku. Þriðja árinu þrisvar í viku. Á fjórða árinu einu sinni í mánuði og nú á sjötta árinu tvisvar í mánuði. 

mbl.is/Thinkstockphotos

Eftir sex ára hjónband, tvö börn og það þriðja á leiðinni sagðist eiginmaður stunda kynlíf þrisvar til fjórum sinnum í viku ef kona hans væri ekki ólétt. Á meðan hún væri ólétt stunduðu þau kynlíf einu sinni til tvisvar í viku. 

Einu sinni í viku var svar netverja sem hafði verið giftur í fimm ár og búið með maka sínum í fjögur ár þar áður. 

Eiginmaður sem hefur verið kvæntur konu sinni í fimm ár og á von á sínu fyrsta barni segist stunda kynlíf með eiginkonu sinni þrisvar til fimm sinnum í viku að meðaltali. Meðan á meðgöngunni stendur hefur það breyst mikið og sumar vikurnar stunda þau ekkert kynlíf en aðrar vikur tvisvar til fimm sinnum á dag. 

Gift foreldri kennir meðgöngum og börnum um að lítið sé að frétta í svefnherberginu. Stunda foreldrarnir sem hafa verið gift í þrjú og hálft ár kynlíf fjórum til fimm sinnum á ári. 

Eiginmaður sem hefur verið kvæntur í 13 ár segist hafa stundað kynlíf með konu sinni einu sinni til tvisvar á dag svo lengi sem hann man. 

mbl.is/Thinkstockphotos

Eftir sjö ára hjónaband og tvíbura er kynlíf á dagskrá í einu hjónabandi einu sinni til tvisvar í viku. 

Giftur netverji játar að vera ekki alltaf í stuði fyrir kynlíf en segir það lagast um leið og kynlífið byrjar. Segir hann hjónin stunda kynlíf næstum því á hverjum degi. 

Hjón sem hafa verið saman í átta ár og eiga eitt barn stunda kynlíf einu sinni á tveggja mánaða fresti. 

Eftir þriggja ára hjónaband og tvö börn segist netverji ekki hafa neina kynlífslöngun vegna svefnvandamála og hormónabreytinga. Stundum stunda hjónin kynlíf einu sinni í mánuði og aðra daga nokkrum sinnum í viku. 

Netverji sem hefur verið giftur í tvö og hálft ár stundar kynlíf næstum því á hverjum degi og stundum tvisvar á dag um helgar með maka sínum. 

mbl.is

Katrín sumarleg á ljósmyndanámskeiði

15:22 Katrín hertogaynja mætti í sumarlegum sægrænum kjól með vínrauðu mynstri á ljósmyndanámskeið fyrir börn.  Meira »

Eva Dögg og Stefán Darri nýtt par

10:52 Vegan mamman og Brauð & Co snillingurinn Eva Dögg Rúnarsdóttir og handboltakappinn Stefán Darri Þórsson eru nýtt par ef marka má samfélagsmiðla. Meira »

„Get ekki hætt að miða mig við aðra!“

05:00 Málið er hins vegar sú hugsun sem er föst innra með mér sem snýst um að aðrir hafi það betra en ég. Eftir að samfélagsmiðlar urðu hluti af lífinu (jamm er 45 ára) þá er ég föst í að miða mig við fólk á mínum aldri, fólk sem er aðeins yngra, fólk sem á betri bíla, skemmtilegri maka, fer í fleiri ferðir og upplifir meiri sigra. Meira »

Ódýrt og svalt gólfefni sem má setja á veggi

Í gær, 21:00 Spónaparket var vinsælt gólfefni á níunda og tíunda áratug síðustu aldar en með tilkomu plastparketsins hvarf það úr íslenskum verslunum. Meira »

Svona massar þú sumartískuna með stæl

í gær Það tekur á að vera í takt við tískuna. Smartland auðveldar þér það, en hér er samantekt á flottustu trendunum í sumar.  Meira »

Í hnébeygju yfir klósettinu

í gær Þjálfarinn hennar Kate Beckinsale lætur hana gera hnébeygjur yfir klósettinu.   Meira »

Íþróttaálfurinn og Gylfi á Maldíveyjum

í gær Íþróttaálfurinn Dýri Kristjánsson og Gylfi Þór Sigurðsson landsliðsmaður í fótbolta eru báðir á Maldíveyjum í brúðkaupsferð ásamt eiginkonum sínum. Þessi tvennu hjón eru þó alls ekki í sömu brúðkaupsferðinni. Meira »

„Fá þau fyrsta skammtinn frían?“

í gær Íslensk móðir hefur áhyggjur af dóttur sinni sem er 16 ára og veltir fyrir sér hvernig koma megi í veg fyrir að dóttir hennar dópi sig. Meira »

Þetta er konan sem skipulagði brúðkaupið

í fyrradag Hjónin fengu hina bresku Charlotte Dodd til að skipuleggja brúðkaupið sitt. En þess má geta að hún þykir sú allra færasta á sínu sviði í Bretlandi um þessar mundir. Fyrirmynd hennar er hinn skemmtilegi Franck úr kvikmyndinni Father of the Bride. Meira »

Fáðu magavöðva eins og Cindy Crawford

24.6. Fyrirsætan Cindy Crawford hefur fært sig úr líkamsræktar-DVD-diskunum yfir á Instagram þar sem hún sýnir sínar uppáhaldsæfingar. Meira »

Þessir mættu í VIP-teiti COS

24.6. Sænska fatamerkið COS opnaði nýlega verslun á Íslandi en á fimmtudagskvöldið var sérstök opnun fyrir VIP-gesti.   Meira »

Glæsiíbúð við Vatnsholt í Reykjavík

24.6. Við Vatnsholt í Reykjavík stendur stórglæsileg efri sérhæð sem er fallega og smekklega innréttuð.   Meira »

Ræður ekkert við sig og fer í sund daglega

24.6. „Ég hef tvívegis verið greind með sortuæxli en næ ekki alveg að stjórna hegðun minni tengdri sól. Málið er að ég var hér á árum áður mikið í ljósum og varð alltaf að vera brún.“ Meira »

Bárður og Linda Björk giftu sig í gær

23.6. Bárður Sigurgeirsson húðlæknir hjá Húðlæknastöðinni og Linda Björg Árnadóttir fatahönnuður og eigandi Scintilla gengu í hjónaband í gær. Meira »

„Gróðurinn dregur mann til sín“

23.6. Garðurinn hennar Sjafnar Hjálmarsdóttur þykir bera af enda mjög vel um hann hugsað. Hún segir samt ekki þurfa að hafa mikið fyrir plöntunum í dag. Meira »

Hefur búið í þremur íbúðum á sjö árum

23.6. Kristín Sólveig Kristjánsdóttir læknir að mennt er ákaflega fær í samskiptum og segir að gott heimili sé sá staður þar sem fólk dettur inn um dyrnar og þar sem er gott hjartarúm. Meira »

Svona býr Bergþóra Guðnadóttir

23.6. Bergþóra Guðnadóttir hönnuður vinnur vanalega á morgnana heima þar sem hún er með góða aðstöðu í fallegu rými.   Meira »

Vinkonan alltaf að metast hver sé sætust

23.6. „Þegar við förum út á lífið saman, er hún heltekin af því að bera sig saman við aðrar konur og metur það yfirleitt svo að hún er sætust.“ Meira »

6 lífsráð Dakota Fanning

22.6. Leikkonan Dakota Fanning segist aldrei verða týpan sem borðar ekki sykur eða kolvetni.   Meira »

Kærastinn Jamie fagnaði með Lindu Pé

22.6. Linda Pétursdóttir fyrrverandi alheimsfegurðardrottning og athafnakona útskrifaðist í dag með BA gráðu í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði. Meira »

Furðulegir hattar á veðhlaupakeppninni

22.6. Konunglega veðhlaupakeppnin hefur verið sannkölluð hatta veisla. Elísabet Englandsdrottning lætur sitt ekki eftir liggja.  Meira »