Hversu oft stundar gift fólk kynlíf?

Það er misjafnt hversu oft fólk stundar kynlíf.
Það er misjafnt hversu oft fólk stundar kynlíf. mbl.is/Thinkstockphotos

Það er ekkert rétt eða rangt þegar kemur að því hversu oft á að stunda kynlíf. Í grein sem birtist á Smartlandi í nóvember var vitnað í rannsókn frá ár­inu 2015 sem sýndi að fólk á aldr­in­um 26 til 55 ára stundaði að meðaltali kyn­líf einu sinni í viku. Cosmopolitan tók saman játningar fólks á Reddit sem sýnir hversu mismunandi oft er oft hjá giftu fólki. 

Hjón sem höfðu verið gift í átta ár stundaði að meðaltali kynlíf einu sinni um helgar og um það bil tvisvar á virkum dögum. Það fór þó eftir því hversu þreytt það var og sumar vikur var ekkert kynlíf á dagskrá. 

Eiginmaður sem er 27 ára og á þrjú börn með 31 árs gamalli eiginkonu sinni sagðist stunda kynlíf á hverjum degi. Ef mikið er að gera sagði hann þau gera það annan hvern dag, rifjar hann sérstaklega upp þegar 13 dagar liðu á milli kynlífsathafna hjá þeim. 

Eftir fimm ára hjónaband og engin börn stunda hjón kynlíf fjórum sinnum í viku. 

Eftir eins árs hjónaband stunda hjón kynlíf tvisvar í mánuði. 

Einn netverji fór vel yfir árin í barnslausu hjónabandi. Á fyrsta árinu stunduðu þau kynlíf átta sinnum í viku. Á öðru ári fimm sinnum í viku. Þriðja árinu þrisvar í viku. Á fjórða árinu einu sinni í mánuði og nú á sjötta árinu tvisvar í mánuði. 

mbl.is/Thinkstockphotos

Eftir sex ára hjónband, tvö börn og það þriðja á leiðinni sagðist eiginmaður stunda kynlíf þrisvar til fjórum sinnum í viku ef kona hans væri ekki ólétt. Á meðan hún væri ólétt stunduðu þau kynlíf einu sinni til tvisvar í viku. 

Einu sinni í viku var svar netverja sem hafði verið giftur í fimm ár og búið með maka sínum í fjögur ár þar áður. 

Eiginmaður sem hefur verið kvæntur konu sinni í fimm ár og á von á sínu fyrsta barni segist stunda kynlíf með eiginkonu sinni þrisvar til fimm sinnum í viku að meðaltali. Meðan á meðgöngunni stendur hefur það breyst mikið og sumar vikurnar stunda þau ekkert kynlíf en aðrar vikur tvisvar til fimm sinnum á dag. 

Gift foreldri kennir meðgöngum og börnum um að lítið sé að frétta í svefnherberginu. Stunda foreldrarnir sem hafa verið gift í þrjú og hálft ár kynlíf fjórum til fimm sinnum á ári. 

Eiginmaður sem hefur verið kvæntur í 13 ár segist hafa stundað kynlíf með konu sinni einu sinni til tvisvar á dag svo lengi sem hann man. 

mbl.is/Thinkstockphotos

Eftir sjö ára hjónaband og tvíbura er kynlíf á dagskrá í einu hjónabandi einu sinni til tvisvar í viku. 

Giftur netverji játar að vera ekki alltaf í stuði fyrir kynlíf en segir það lagast um leið og kynlífið byrjar. Segir hann hjónin stunda kynlíf næstum því á hverjum degi. 

Hjón sem hafa verið saman í átta ár og eiga eitt barn stunda kynlíf einu sinni á tveggja mánaða fresti. 

Eftir þriggja ára hjónaband og tvö börn segist netverji ekki hafa neina kynlífslöngun vegna svefnvandamála og hormónabreytinga. Stundum stunda hjónin kynlíf einu sinni í mánuði og aðra daga nokkrum sinnum í viku. 

Netverji sem hefur verið giftur í tvö og hálft ár stundar kynlíf næstum því á hverjum degi og stundum tvisvar á dag um helgar með maka sínum. 

mbl.is

Lykillinn að elda heima og leyfa sér smá

15:00 Fimm auðveld ráð næringarfræðings gera fólki kleift að ná heilsumarkmiðum sínum án þess að fara í andlegt þrot.   Meira »

Milljarðamæringar eiga þetta sameiginlegt

14:00 Að kyssa peninga sagði einhver. Chris Hogan er þó með aðrar kenningar um það sem ríkt fólk gerir en hann rannsakaði tíu þúsund milljarðamæringa. Meira »

„Við megum ekki beita hana ofbeldi“

10:21 Jóna Hrönn Bolladóttir prestur kemur Öldu Karen til varnar á samfélagsmiðlum og bendir á að rangt sé að þagga hana, beita hana ofbeldi, taka hana niður eða horfa á hana með vanþóknun/vandlætingu af því að hún þekkir engar sálfræðilegar rannsóknir. Meira »

Svona ætti ekki að bjóða í brúðkaup

06:00 „Svo ef þú vilt mæta byrjaðu að spara núna!“ stendur á umdeildu boðskortinu. Fólki er bent á að taka sér tveggja vikna frí ef það ætlar sér að mæta í brúðkaupið. Meira »

Stjörnumerkin um kynlífsárið 2019

Í gær, 23:30 Hrútar ættu að taka meiri áhættu á árinu og meyjur eiga eftir að stunda mikið kynlíf árið 2019. Hvað segir stjörnumerkið um þig? Meira »

Konur í hárugum janúar

Í gær, 21:00 Konur víða um heim hafa birt myndir af líkamshárum sínum á Instagram undir myllumerkinu Januhairy, ætlast er til af samfélaginu að konur fjarlægi líkamshár sín. Meira »

Eitt heitasta merkið í bransanum í dag

Í gær, 19:00 Brock Collection er vörumerki sem vert er að fylgjast með. Stjörnur á borð við Alicia Vikander, Zoe Saldana og Emily Ratajkowski fá ekki nóg. Meira »

Ertu ljón, höfrungur, björn eða úlfur?

í gær Hvernig er líkamsklukkan þín? Tilheyrir þú hópi ljóna, höfrunga, bjarna eða úlfa? Það hentar ekki öllum að mæta í vinnu klukkan níu og borða kvöldmat klukkan sex. Meira »

Eru áhrifavaldar komnir til að vera?

í gær Andrea Guðmundsdóttir býr í Hong Kong þar sem hún rannsakar áhrifavalda. Hún trúir því að áhrifavaldar séu komnir til að vera og segir þá hafa upp á annað að bjóða en hefðbundnar auglýsingar. Meira »

Geislaði með kúlu í rauðu

í gær Vel sást í myndarlega óléttukúlu hertogaynjunnar í þröngum fjólubláum kjól sem hún klæddist í heimsókninni en Meghan er sögð hafa ljóstrað því upp að hún ætti von á sér í apríl. Meira »

Breytti ljótu húsi í fallegt heimili

í gær Skapari Grey's Anatomy reif niður hæð og framhliðina á húsinu sínu og finnst húsið nú fallegt þótt það hafi verið ljótt og eitthvað rangt við það í upphafi. Meira »

Hvítt og ljóst átti rauða dregilinn

í fyrradag Leikkonurnar voru ekki þær einu sem mættu í þessu litaþema á Critics Choice-verðlaunin þar sem einnig mátti sjá karlmenn í hvítum og ljósum jakkafötum. Meira »

Landaði hlutverki í tannkremsauglýsingu

í fyrradag Ágústa Eva Erlendsdóttir er ekki bara að leika í risaseríum fyrir HBO. Hún lék á dögunum í tannkremsauglýsingum sem sýndar eru í bandarísku sjónvarpi um þessar mundir. Meira »

Ásgeir Kolbeins selur 300 fm einbýli

14.1. Ásgeir Kolbeinsson og Bryndís Hera Gísladóttir hafa sett sitt glæsilega einbýli á sölu í Breiðholtinu.   Meira »

Hildur er með bleikt Barbie-eldhús

14.1. Hildur Gunnlaugsdóttir arkitekt fylgir hjartanu þegar kemur að því að gera fallegt í kringum sig. Hún er með stóran blómavegg í stofunni og bleikt eldhús. Meira »

Trylltar fréttir fyrir COS-aðdáendur

14.1. Verslunin COS opnar á Íslandi. Mun verslunin opna á Hafnartorgi - í húsinu við hlið H&M.;  Meira »

Svefninn bjargaði heilsunni

14.1. Jamie Oliver fann fyrir mikilli depurð í aðeins of langan tíma. Þegar hann breytti svefnvenjum sínum lagaðist ansi margt.   Meira »

Kostir þess að sofa nakinn

13.1. Það að sofa í guðsgallanum hefur ekki einungis jákvæð áhrif á kynlífið. Það eru ófáir kostir þess að lofta aðeins um að neðan á nóttunni. Meira »

Yndislegur en með litla kynhvöt

13.1. „Við elskum hvort annað mjög mikið en stundum bara kynlíf einu sinni í mánuði eða svo. Hann segist bara hafa litla kynhvöt.“  Meira »

Hvers vegna þurfum við vítamín?

13.1. „Margir halda því fram að þeir fái öll næringarefni sem þeir þurfa úr fæðunni. Því miður er fæðan í dag almennt mjög rýr af næringarefnum, m.a. vegna margra ára notkunar á tilbúnum áburði sem hefur rýrt jarðveginn af steinefnum.“ Meira »

Jakob og Birna Rún skemmtu sér

13.1. Jakob Frímann Magnússon og Birna Rún Gísladóttir létu sig ekki vanta þegar sýningin Líffærin var opnuð í Ásmundarsal.   Meira »
Meira píla