Ekki taka vondu tilfinningarnar með

Linda Baldvinsdóttir er með TRM-áfallafræði, LET-samskiptafræði og markþjálfun.
Linda Baldvinsdóttir er með TRM-áfallafræði, LET-samskiptafræði og markþjálfun. mbl.is/Árni Sæberg

„Jæja elskurnar nú erum við komin af stað inn í nýtt ár sem vonandi verður okkur öllum til heilla og hamingju hvar sem við búum og hvað sem við erum að fást við.

Svona tímamót eru okkur svo nauðsynleg vegna tækifæranna sem við fáum á því að skapa eitthvað nýtt og betra, taka til í okkar ranni og halda á beinu brautina í þeim skilningi orðsins sem hentar okkur,“ segir Linda Baldvinsdóttir markþjálfi í sínum nýjasta pistli á Smartlandi: 

Að ákveða hvað það er sem við ætlum að taka með okkur inn í nýtt ár og hvað það er sem við ætlum að skilja eftir í því gamla er einnig svo nauðsynlegt til að við getum nýtt þetta nýja tækifæri til fulls og sköpunargáfu okkar til hins ýtrasta.

Því miður er það allt of oft sem við söfnum í pokann okkar alls konar miserfiðum tilfinningum og atburðum á hverju ári og einhvern veginn er það þannig að okkur finnst við þurfa að taka sumt af því með okkur inn í nýtt ár. Ég segi hins vegar og meina það að það er betra að staldra aðeins við og skoða hvað af þessu sem við losum okkur ekki við um áramótin er að þjóna okkar lífi. Hvað er það í pokanum okkar sem veitir okkur gleði, hamingju, velsæld og virðingu, tökum það með okkur inn í nýja árið, en tökum úr honum það sem veldur okkur vanlíðan, særindum, móðgun og öðrum vondum tilfinningum.

Ef ekki er hægt að taka þær vondu með góðu móti úr pokanum og gleyma þeim þá er kannski ráð að fá fagaðila til að vinna úr þeim með þér því að það er bara lítið smart að burðast með þennan dökka poka ár eftir ár á bakinu og fátt sem er eins þreytandi.

Nú og ef þú spyrðir mig hvað það væri sem ég teldi að heimurinn þarfnaðist mest að fá frá okkur inn í framtíðina og árið nýja þá væri svar mitt einfalt.

Svar mitt væri að ef við gætum dreift í kringum okkur velvild og kærleika, vinsemd, samkennd og öðrum mannlegum kærleikstilfinningum sem ég veit að við eigum nóg af í hjarta okkar, þá yrði lífið og heimurinn allur öðruvísi en hann er í dag. Og ef við hugsuðum aðeins meira um að aðstoða hvert annað í lífsins ólgusjó þá liði okkur betur í eigin skinni og það gæfi okkur líklega meira en margt annað sem við sækjumst svo gjarnan eftir.

Ég er einnig sammála söngkonunni GAGA um að óvinur heimsins sé sundrungin og hatrið sem myndast vegna þess að allir litlu hóparnir (þjóðfélög og þjóðarbrot) halda að þeir séu með stóra sannleikann og réttu menninguna, rétta húðlitinn, réttu starfstitlana og réttu umgjörðina í lífinu, en sem í raunveruleikanum er einungis mismunandi sjónarhorn okkar á heiminn.

Og þegar við kynnumst hinum hópunum sem við áttum að hata eða setja niður þá breytist gjarnan þetta sjónarhorn sem betur fer og við upplifum flest að við erum eins í grunninn og leitum að því sama hvar í veröldinni sem við búum, en það sem við leitum helst að er kærleikur, eining við aðra menn og hamingja í hjarta okkar vegna starfa okkar og framlags til lífsins og samferðamanna okkar.

Ég hvet okkur öll til þess á nýja árinu að horfa á okkur jarðarbúa sem eina heild, láta af óvild og hatri, sækjast í að aðstoða náungann við að eiga fallegt og gjöfult líf til anda sálar og líkama. Að það verði líf sem veitir manninum reisn, virðingu og samþykki á jafningjagrunni, og eins og einhver sagði: ef þú treystir þér ekki til þess að veita vinsemd og kærleika ákveddu þá að meiða náunga þinn að minnsta kosti ekki.

Ég hef þá trú að ef við gætum einungis breytt stefnu okkar aðeins meira í átt að því að sjá það góða í mönnum og samfélögum þeirra þá yrði viðsnúningur hjá okkur og við gætum jafnvel fundið fyrir þakklæti fyrir þessa mismunandi sýn mannkynsins á þessa veröld okkar og allt sem henni tilheyrir.

Og svo tala ég nú ekki um ef við gætum látið af fordómum okkar, leitað inn á við og fundið þar sátt við allt sem er, þá yrði lífið líklega dásemdardalur fyrir okkur sem heild trúi ég.

Svo gerum þetta ár að ári gleði, þakklætis, fyrirgefningar, kærleika og velvildar elskurnar og sjáum svo hverju það gæti skilað okkur til framtíðarinnar – því að hvert sáðkorn sem sáð er núna mun skila sér í einhverju formi fyrr eða síðar og þau góðu bæta heiminn og líf okkar allra.

Og eins og ávallt er ég aðeins eina tímapöntun í burtu ef þú þarft á minni aðstoð að halda til að gera þetta ár að glimmerári!

Gleðilegt ár 2019!

Ykkar Linda

mbl.is

Sex barna móðir fer á þorrablót

10:00 Kolbrún Kvaran, betur þekkt sem Kolla Kvaran, er sex barna móðir og söngkona sem býr í Noregi. Hún er varaformaður Íslendingafélagsins í suðurhluta landsins. Þorrablót Íslendinga eru haldin úti um allan heim. Meira »

Stígur fyrstu skrefin eftir 30 ár í neyslu

07:00 Eftir tæpa þrjá áratugi í neyslu fíkniefna með öllu því sem henni fylgir eru það stór skref að stíga aftur inn í samfélagið. Atli Heiðar Gunnlaugsson hafði misst allan lífsneista þegar hann fór í níu mánaða meðferð í Hlaðgerðarkoti. Hann hefur með aðstoð Samhjálpar snúið við blaðinu og hafið nýtt líf með tveggja ára dóttur sinni, Kristbjörgu. Meira »

María Rut og Guðmundur selja slotið

Í gær, 23:06 „Það er lítill hellir í bakgarðinum og okkur dreymdi alltaf um að búa til heitan pott alveg upp við hellinn og lýsa hellinn upp. Í bakgarðinum vaxa líka villtir burknar út um allt í hrauninu. Útsýnið úr eldhúsinu er því ægifagurt og litirnir ótrúlega fallegir.“ Meira »

Þarftu hagfræðing í ástarmálin?

Í gær, 20:00 „Tinder er frábært fyrir fólk sem hefur áhuga á vinum og skyndikynnum. Ég veit að ég er að undirselja Tinder, en ef þú vilt vera vinsæll á Tinder þá viltu fá marga til að líka við þig.“ Meira »

Þorramatur er alls engin óhollusta

Í gær, 17:00 Lukka Pálsdóttir, eigandi Happs, segir að vegna góðgerla í súrsuðum mat sem borinn er fram á þorrablótum sé hann alls ekki óhollur. Meira »

Fyrrverandi kona makans alltaf að trufla

Í gær, 13:30 „Ég er svo döpur. Fyrrverandi kona kærasta míns er alltaf að senda honum skilaboð og trufla okkur. Alltaf bregst hann við og svarar þeim. Við erum kannski uppi í sófa að kyssast þegar síminn hans byrjar að pípa og þá bregst hann alltaf við.“ Meira »

Smekklegt heimili Snædísar arkitekts

í gær Snædís Bjarnadóttir arkitekt hefur sett sitt sjarmerandi heimili á Seltjarnarnesi á sölu. Uppröðun á húsgögnum er einstök!   Meira »

Hálfdán vakti í 42 tíma, hvað gerist?

í gær Hálfdán Steinþórsson vakti í 42 klukkutíma til að athuga hvað myndi gerast í líkamanum. Hann sagði að honum liði svolítið eins og hann væri þunnur og var lengur að velja orð eftir alla vökuna. Meira »

Kúa-mynstur nýjasta tískan?

í fyrradag Samfélagsmiðlastjarnan Kylie Jenner spókaði sig á snekkju í glæsilegum sundbol með kúa-mynstri. Ætli kúa-mynstur verði í tísku í sumar? Meira »

Karl Lagerfeld fjarverandi í fyrsta skipti

í fyrradag Tilkynning kom frá tískuhúsinu eftir sýninguna um að listræni stjórnandinn hafi verið of þreyttur til að koma á sýninguna. Fyrir hans hönd mætti Virginie Viard, yfirmaður listrænnar deildar Chanel. Meira »

Guðrún Bergmann: Besta heilsuráð ársins

í fyrradag „Þótt margir vilji temja sér heilsusamlegan lífsstíl, vita þeir oft ekki hvar á að byrja, né hvaða tískutrendi þeir eiga að fylgja þegar kemur að mataræði. Mörgum finnst erfiðara að ákveða hvað skal borða en að fylla út skattaskýrsluna. Næringarfræðin getur stundum verið flókið mál, en ef þú vilt einfalda hlutina og gera valið sérlega einfalt.“ Meira »

Ljótustu gallabuxurnar í dag?

í fyrradag Fyrirsætan í umdeildum gallabuxum lítur út fyrir að hafa klætt sig í myrkri enda líta buxurnar út fyrir að vera á röngunni.   Meira »

Hví er símnotkun fyrir svefninn hættuleg?

22.1. Læknirinn Rangan Chatterjee segir að símanotkun fyrir háttinn sé mjög hættuleg því tæki sem gefi frá sér bláa birtu tempri hormónið melatónín. Meira »

Hannes og Halla keyptu hús í Fossvogi

22.1. Hannes Þór Halldórsson landsliðsmaður í fótbolta og Halla Jónsdóttir festu kaup á raðhúsi í Ljósalandi í Reykjavík.   Meira »

Pör sem eru líklegri til að skilja

21.1. Ákveðin vandamál hjálpa ekki þegar reyna fer á sambönd. Betra er að takast á við hlutina strax en að sópa þeim undir teppið. Meira »

Ofurparið selur sex herbergja útsýnisíbúð

21.1. Ofurparið Karitas María Lárusdóttir og Gylfi Einarsson hafa sett sína huggulegu 180 fm íbúð í Kópavogi á sölu.   Meira »

Getur fólk á ketó farið á þorrablót?

21.1. Er þorramatur hollur? Geta þeir sem eru á ketó gúffað í sig mat á þorrablótum? Gunnar Már Sigfússon, einkaþjálfari og höfundur bókarinnar Ketó hormónalausnin, segir að þeir sem eru á ketó geti fundið mat við sitt hæfi. Meira »

Íslensk fyrirsæta átti sviðið hjá Kenzo

21.1. Kristín Lilja Sigurðardóttir gekk tískupallinn fyrir franska tískuhúsið Kenzo ásamt ofurfyrirsætunni Winnie Harlow.   Meira »

Heimili Sölva er eins og leikvöllur

21.1. Sölvi Tryggvason á töluvert öðruvísi heimili en fólk almennt. Hann leggur mikið upp úr því að hann geti hreyft sig á heimilinu. Meira »

Hvað felst í norræna kúrnum?

21.1. Föstur, ketó, Miðjarðarhafsmataræðið, steinaldarmataræðið og hvað það nú heitir, listinn er endalaus. Norræna mataræðið komst í fréttir á síðasta ári og gott að kynna sér hvað felst í því nú þegar allir ætla að verða besta útgáfan af sjálfum sér. Meira »

Svona æfir frú Bieber

20.1. Hailey Baldwin sýndi hvernig hún æfir en það er víst ekki nóg fyrir fyrirsætur að vera háar og grannar þær þurfa líka að vera með vöðva. Meira »