Áttu óþolandi fyrrverandi maka?

Hópmynd af fjölskyldunni í Bonusfamiljen.
Hópmynd af fjölskyldunni í Bonusfamiljen. Ljósmynd/Netflix

Áttu óþolandi fyrrverandi maka? Er fyrrverandi maki maka þíns óendanlega stjórnsamur eða býr hann kannski bara uppi á háalofti hjá mömmu sinni? Er fyrrverandi maki maka þíns alltaf að reyna að breyta öllum ykkar plönum og reyna að skemma stemninguna í nýja sambandinu þínu?

Ef þú hefur gengið í gegnum sambandslit eða skilnað, átt börn og ert að reyna að gera allt rétt þá er sænski sjónvarpsþátturinn Bonusfamiljen eitthvað fyrir þig. Þátturinn er skrifaður af Felix Herngren, Moa Herngren, Clara Herngren og Calle Marthin fyrir SVT. Þátturinn var frumsýndur 2017 og fékk Kristallen-verðlaunin 2017 fyrir besta leikna sjónvarpsþátt ársins. 

Í þáttunum segir frá parinu Lisu og Patrik sem eiga hvort sinn soninn með fyrri maka sem eru báðir 10 ára. Auk þess á Lisa unglingsdóttur. Parið býr í Stokkhólmi og er að reyna að fóta sig með börn, stjúpbörn og fyrri maka á kantinum. Fyrri eiginkona Patriks er arkitekt og Martin, fyrri maki Lisu vinnur við að selja rúm. Samskipti þessara fjögurra einstaklinga ganga ekki alveg hnökralaust fyrir sig og kjósa þau að reyna að leysa úr deilumálum með því að fara til ráðgjafa. 

Nú hefur RÚV hafið sýningar á þættinum í línulegri dagskrá og er hægt að sjá fyrsta þáttinn í sarpinum en þáttur tvö var sýndur í gær. Svo er hægt að horfa á þættina á Netflix. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál