Langar að vera í innilegu ástarsambandi

Það getur verið einmanalegt að sitja með ómættar þarfir einn, ...
Það getur verið einmanalegt að sitja með ómættar þarfir einn, án þess að hafa getuna til að tjá hvernig manni líður. Ljósmynd/Thinkstockphotos

El­ín­rós Lín­dal, ein­stak­lings- og fjöl­skylduráðgjafi, svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér spyr ís­lensk kona hvað henni finnist um samband sem hún er í. Hún saknar þess að vera í innilegu ástarsambandi þar sem þörfum hennar er ekki sinnt í núverandi sambandi.

Sæl Elínrós.

Ég er sjálfstæð kona í sambandi en við búum ekki saman og ég sé ekki að það muni breytast á næstu árum.

Kærastinn minn er rólegur og þögull, spjallar mjög lítið við mig og gefur afar lítið af sér líkamlega og andlega og er oftast daufur eða að drífa sig að sinna einhverjum verkum. 

Ég hef þörf fyrir mikla líkamlega nánd, kærleika og gæðastundir þar sem við tölum saman eða skemmtum okkur saman við tvö á einlægan hátt.  Ég finn að þessum þörfum mínum er á engan hátt fullnægt í sambandinu, og hefur aldrei verið.

Hann er duglegur að hjálpa mér með að dytta að og finnst það vera sitt einlæga framlag til sambandsins. Ég er þakklát fyrir það og mér finnst gott að finna hve traustur hann er og að hann sé alltaf til staðar ef eitthvað bjátar á.

Mér þætti vænt um að heyra frá þér hvað þér finnst um þessa stöðu því að ég sakna þess mikið að vera í innilegu ástarsambandi.

Með fyrirframþökk

El­ín­rós er NLP-ráðgjafi með sér­hæf­ingu sem fíkni­ráðgjafi. Hún er með ...
El­ín­rós er NLP-ráðgjafi með sér­hæf­ingu sem fíkni­ráðgjafi. Hún er með grunnpróf í sálfræði og MBA frá Háskólanum í Reykjavík. Ljósmynd/Eggert

Sæl og takk fyrir að senda inn bréfið.

Ég heyrði því einu sinni fleygt fram að maður skyldi varast sambandsforrit eins og Tinder, þar séu konur að leita sér að viðgerðarmönnum og karlar að leita sér að íbúð.

Þetta kom til mín þegar ég las spurninguna þína. Ertu skotin í kærastanum? Er hann meira en 50% í lagi?

Ástarsambönd eru að mínu mati svo heillandi en sér í lagi þar sem þau eru oft misskilin. Maður þarf vanalega einhverja handleiðslu þegar sambandið er orðið öðruvísi en mann langar til. Fólk er líka að leita að ólíkum hlutum í sambandi. Ef þeir sem eru í sambandi ræða svo ekki saman um hvað þeir vilja þá verður til þögult samkomulagt um eitthvað sem kannski er ekki að virka.  

Það að þú sért tilbúin í ást og nánd er frábært. Innilegt ástarsamband er gulls ígildi. Þó að ég sé persónulega meira hrifin af fjarsamböndum en klessuhjónaböndum ef þú skilur hvað ég meina. 

Það er samt ýmislegt sem bendir til þess að þú þurfir að vinna í þér þegar kemur að tilfinningum, nánd og ást. Einnig getur margt breyst þegar maður vinnur í sjálfsvirðingunni. 

Eins og til dæmis:

Ef fólk er fast í sambandi sem er öðruvísi en það langar að vera í þá er líklegast eitthvað sem var að virka í upphafi sambandsins. Verið getur að annar aðilinn hafi þroskast meira en hinn eða að sambandið hafið fallið í ákveðinn farveg. En ég þori að halda því fram af spurningunni þinni einni saman að þú átt föður sem var fjarlægur sjálfur. Hann annaðhvort vann mikið eða var ekki tilfinningalega til staðar fyrir þig. Getur það verið? Einhvers staðar áttu erfitt með að biðja um það sem þú vilt, setja mörk og standa með þér. 

Ég myndi telja að það væri kominn tími á samning ykkar á milli. Að því gefnu að þú sért enn þá skotin í honum og langi til að þroskast inni í þessu sambandi. 

Það er gott að eiga rólegan og hjálplegan kærasta. En eitthvað segir mér að hann hafi lært í æsku að ást sé það að aðstoða, og þegar maður nálgast ástarsambönd á þann hátt kemur alltaf sá tími að maður verður fjarlægur og fær þennan tómleika inn í sig aftur.

Það að vera sjálfstæð er gott og gilt, en það er ekki ávísun á það að vera hamingjusamur. Þú þarft að sjá fyrir þér draumastöðuna þína í framtíðinni og ástunda hegðun á hverjum degi sem kemur þér þangað. Það er verkefni sem eflir sjálfsvirðingu þína. 

Síðan þarft þú að stíga inn í að gera þennan samning um ástina. Fyrst við þig og síðan við kærastann. Ef þú vilt skila kærastanum og finna nýjan geturðu bókað að þú færð sama verkefnið til þín eftir visst langan tíma. Þetta verkefni að stíga inn í sambandið, vera heiðarleg með það sem þig langar og langar ekki. Setja mörk og vera fylgin þér.

Gangi þér hjartanlega vel og mundu, þú ert ekki ein um þessar tilfinningar. Við virðumst sitja ansi mörg, hugsi í okkar horni, um hvernig hlutirnir eiga að vera. 

Kær kveðja, Elínrós.

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent El­ín­rós póst HÉR

mbl.is

Fitnessdrottningin Sigga Ómars flytur

23:00 Fitnessdrottningin Sigríður Ómarsdóttir, eða Sigga Ómars eins og hún er kölluð, hyggst flytja en hún hefur sett íbúð sína í Kópavogi á sölu. Íbúðin er 114 fm. Meira »

Langar í kærasta og upplifir höfnun

19:00 „Ég hitti mann á djamminu, fórum heim saman og kannski vöknuðum saman og svo heyrði ég ekkert í honum. Þá fór ég að vera óörugg og fór að hafa samband sem ég veit að er mjög „desperate“. Hvað geri ég til að eignast kærasta? Meira »

Samtalsmeðferð er ekki skyndilausn

16:00 „Rannsóknir sýna að samtalsmeðferð er sú aðferð sem best hefur nýst fagaðilum til að hjálpa einstaklingum að vinna úr ýmis konar áföllum, hvort heldur sem er í parsamböndum sínum, æsku eða í raun og veru hvar sem er á lífsleið viðkomandi. Samtalsmeðferð er hins vegar ekki skyndilausn og snýst ekki um 1-2 viðtöl.“ Meira »

Benedikt mætti með dæturnar

13:15 Það var líf og fjör þegar einleikur Charlottu Böving, Ég dey, var frumsýndur í Borgarleikhúsinu. Benedikt Erlingsson eiginmaður Charlottu lét sig ekki vanta. Meira »

Fyrrverandi hættur að borga meðlag

10:23 „Sá sem greiðir auka meðlag hættir því án þess að láta neinn vita og án þess að sækja um niðurfellingu. Meðlagsþegi beitir innheimtuaðgerðum þar sem greiðslur berast ekki án árangurs og líða meira en tvö ár á þess að greiðslur berist. Hvað er til ráða?“ Meira »

Stjörnurnar stunda kynlíf í háloftunum

05:15 Stjörnurnar eru duglegar að stunda kynlíf í háloftunum og ekki endilega inni á klósetti eða í einkaflugvélum.   Meira »

Allt önnur 27 kílóum léttari

í gær Óskarsverðlaunaleikkonan Kathy Bates grenntist með því að beita núvitund við matarborðið. Hún forðast líka skyndibita og óskar þess að hafa tekið sig mun fyrr á. Meira »

Koparljós og svört húsgögn setja svip

í gær Svartar vandaðar innréttingar, falleg húsgögn og vel skipulagt rými einkenna þetta huggulega einbýli í Njarðvík.   Meira »

Fáir með öll svör við sjálfsvígum

í gær Linda Baldvinsdóttir segir að það sé ekki gott að ráðast á Öldu Karen því fáir hafi svör við sjálfsvígum.   Meira »

Heiða Rún og Meghan mættu glerfínar

í gær Harry og Meghan sem og Heiða Rún Sigurðardóttir létu sig ekki vanta á frumsýningu Cirque du Soleil í Royal Albert Hall.   Meira »

6 snilldarrassæfingar Önnu Eiríks

í gær „Í þessu myndbandi sýni ég þér 6 snilldarrassæfingar sem gott er að gera með ökklalóðum (ef þú átt) til að styrkja og móta rassvöðva. Hver æfing er gerð í 60 sekúndur.“ Meira »

Ekki vera goslaus 2019

í gær Janúar er ekki bara mánuður tiltektar og leikfimisiðkunar og ekki heldur mánuður fagurra fyrirheita og loforða um að nú verðir þú loksins upp á tíu á öllum sviðum lífsins. Janúar er mánuðurinn þar sem þú tekur til í fataskápnum og ákveður að hleypa einhverju nýju inn. Það er nefnilega bannað að vera goslaus 2019. Meira »

4 ástæður fyrir þurrki í svefnherberginu

16.1. Það getur haft þveröfug áhrif að leita nýrra leiða til þess að krydda kynlífið og gera það betra. Snjalltækjabann í svefnherberginu getur þó haft góð áhrif. Meira »

Fólkið sem tekur flesta veikindadaga

16.1. Margir hafa haldið sig við plöntufæði í janúar en ætli fleiri hafi hringt sig inn veika líka? Fólk sem aðhyllist vegan lífstílinn fór oftar til læknis samkvæmt breskri könnun. Meira »

Þessi andstyggilegi ótti við höfnun!

16.1. „Ég vissi ekki er ég tók að mér verkefni í vinnu sem voru oft meira krefjandi en ég átti að ráða við og að stoppa aldrei, væri óeðlileg hegðun. Er ekki að ýkja. Ég gat ekki verið kyrr og lagði mikið á lífið og sálina að ljúka verkefnum sem ég tók að mér í vinnu.“ Meira »

Lykillinn að elda heima og leyfa sér smá

16.1. Fimm auðveld ráð næringarfræðings gera fólki kleift að ná heilsumarkmiðum sínum án þess að fara í andlegt þrot.   Meira »

Milljarðamæringar eiga þetta sameiginlegt

16.1. Að kyssa peninga sagði einhver. Chris Hogan er þó með aðrar kenningar um það sem ríkt fólk gerir en hann rannsakaði tíu þúsund milljarðamæringa. Meira »

„Við megum ekki beita hana ofbeldi“

16.1. Jóna Hrönn Bolladóttir prestur kemur Öldu Karen til varnar á samfélagsmiðlum og bendir á að rangt sé að þagga hana, beita hana ofbeldi, taka hana niður eða horfa á hana með vanþóknun/vandlætingu af því að hún þekkir engar sálfræðilegar rannsóknir. Meira »

Svona ætti ekki að bjóða í brúðkaup

16.1. „Svo ef þú vilt mæta byrjaðu að spara núna!“ stendur á umdeildu boðskortinu. Fólki er bent á að taka sér tveggja vikna frí ef það ætlar sér að mæta í brúðkaupið. Meira »

Stjörnumerkin um kynlífsárið 2019

15.1. Hrútar ættu að taka meiri áhættu á árinu og meyjur eiga eftir að stunda mikið kynlíf árið 2019. Hvað segir stjörnumerkið um þig? Meira »

Konur í hárugum janúar

15.1. Konur víða um heim hafa birt myndir af líkamshárum sínum á Instagram undir myllumerkinu Januhairy, ætlast er til af samfélaginu að konur fjarlægi líkamshár sín. Meira »
Meira píla