Langar að vera í innilegu ástarsambandi

Það getur verið einmanalegt að sitja með ómættar þarfir einn, ...
Það getur verið einmanalegt að sitja með ómættar þarfir einn, án þess að hafa getuna til að tjá hvernig manni líður. Ljósmynd/Thinkstockphotos

El­ín­rós Lín­dal, ein­stak­lings- og fjöl­skylduráðgjafi, svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér spyr ís­lensk kona hvað henni finnist um samband sem hún er í. Hún saknar þess að vera í innilegu ástarsambandi þar sem þörfum hennar er ekki sinnt í núverandi sambandi.

Sæl Elínrós.

Ég er sjálfstæð kona í sambandi en við búum ekki saman og ég sé ekki að það muni breytast á næstu árum.

Kærastinn minn er rólegur og þögull, spjallar mjög lítið við mig og gefur afar lítið af sér líkamlega og andlega og er oftast daufur eða að drífa sig að sinna einhverjum verkum. 

Ég hef þörf fyrir mikla líkamlega nánd, kærleika og gæðastundir þar sem við tölum saman eða skemmtum okkur saman við tvö á einlægan hátt.  Ég finn að þessum þörfum mínum er á engan hátt fullnægt í sambandinu, og hefur aldrei verið.

Hann er duglegur að hjálpa mér með að dytta að og finnst það vera sitt einlæga framlag til sambandsins. Ég er þakklát fyrir það og mér finnst gott að finna hve traustur hann er og að hann sé alltaf til staðar ef eitthvað bjátar á.

Mér þætti vænt um að heyra frá þér hvað þér finnst um þessa stöðu því að ég sakna þess mikið að vera í innilegu ástarsambandi.

Með fyrirframþökk

El­ín­rós er NLP-ráðgjafi með sér­hæf­ingu sem fíkni­ráðgjafi. Hún er með ...
El­ín­rós er NLP-ráðgjafi með sér­hæf­ingu sem fíkni­ráðgjafi. Hún er með grunnpróf í sálfræði og MBA frá Háskólanum í Reykjavík. Ljósmynd/Eggert

Sæl og takk fyrir að senda inn bréfið.

Ég heyrði því einu sinni fleygt fram að maður skyldi varast sambandsforrit eins og Tinder, þar séu konur að leita sér að viðgerðarmönnum og karlar að leita sér að íbúð.

Þetta kom til mín þegar ég las spurninguna þína. Ertu skotin í kærastanum? Er hann meira en 50% í lagi?

Ástarsambönd eru að mínu mati svo heillandi en sér í lagi þar sem þau eru oft misskilin. Maður þarf vanalega einhverja handleiðslu þegar sambandið er orðið öðruvísi en mann langar til. Fólk er líka að leita að ólíkum hlutum í sambandi. Ef þeir sem eru í sambandi ræða svo ekki saman um hvað þeir vilja þá verður til þögult samkomulagt um eitthvað sem kannski er ekki að virka.  

Það að þú sért tilbúin í ást og nánd er frábært. Innilegt ástarsamband er gulls ígildi. Þó að ég sé persónulega meira hrifin af fjarsamböndum en klessuhjónaböndum ef þú skilur hvað ég meina. 

Það er samt ýmislegt sem bendir til þess að þú þurfir að vinna í þér þegar kemur að tilfinningum, nánd og ást. Einnig getur margt breyst þegar maður vinnur í sjálfsvirðingunni. 

Eins og til dæmis:

Ef fólk er fast í sambandi sem er öðruvísi en það langar að vera í þá er líklegast eitthvað sem var að virka í upphafi sambandsins. Verið getur að annar aðilinn hafi þroskast meira en hinn eða að sambandið hafið fallið í ákveðinn farveg. En ég þori að halda því fram af spurningunni þinni einni saman að þú átt föður sem var fjarlægur sjálfur. Hann annaðhvort vann mikið eða var ekki tilfinningalega til staðar fyrir þig. Getur það verið? Einhvers staðar áttu erfitt með að biðja um það sem þú vilt, setja mörk og standa með þér. 

Ég myndi telja að það væri kominn tími á samning ykkar á milli. Að því gefnu að þú sért enn þá skotin í honum og langi til að þroskast inni í þessu sambandi. 

Það er gott að eiga rólegan og hjálplegan kærasta. En eitthvað segir mér að hann hafi lært í æsku að ást sé það að aðstoða, og þegar maður nálgast ástarsambönd á þann hátt kemur alltaf sá tími að maður verður fjarlægur og fær þennan tómleika inn í sig aftur.

Það að vera sjálfstæð er gott og gilt, en það er ekki ávísun á það að vera hamingjusamur. Þú þarft að sjá fyrir þér draumastöðuna þína í framtíðinni og ástunda hegðun á hverjum degi sem kemur þér þangað. Það er verkefni sem eflir sjálfsvirðingu þína. 

Síðan þarft þú að stíga inn í að gera þennan samning um ástina. Fyrst við þig og síðan við kærastann. Ef þú vilt skila kærastanum og finna nýjan geturðu bókað að þú færð sama verkefnið til þín eftir visst langan tíma. Þetta verkefni að stíga inn í sambandið, vera heiðarleg með það sem þig langar og langar ekki. Setja mörk og vera fylgin þér.

Gangi þér hjartanlega vel og mundu, þú ert ekki ein um þessar tilfinningar. Við virðumst sitja ansi mörg, hugsi í okkar horni, um hvernig hlutirnir eiga að vera. 

Kær kveðja, Elínrós.

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent El­ín­rós póst HÉR

mbl.is

Þorramatur er alls engin óhollusta

17:00 Lukka Pálsdóttir, eigandi Happs, segir að vegna góðgerla í súrsuðum mat sem borinn er fram á þorrablótum sé hann alls ekki óhollur. Meira »

Fyrrverandi kona makans alltaf að trufla

13:30 „Ég er svo döpur. Fyrrverandi kona kærasta míns er alltaf að senda honum skilaboð og trufla okkur. Alltaf bregst hann við og svarar þeim. Við erum kannski uppi í sófa að kyssast þegar síminn hans byrjar að pípa og þá bregst hann alltaf við.“ Meira »

Smekklegt heimili Snædísar arkitekts

09:32 Snædís Bjarnadóttir arkitekt hefur sett sitt sjarmerandi heimili á Seltjarnarnesi á sölu. Uppröðun á húsgögnum er einstök!   Meira »

Hálfdán vakti í 42 tíma, hvað gerist?

05:00 Hálfdán Steinþórsson vakti í 42 klukkutíma til að athuga hvað myndi gerast í líkamanum. Hann sagði að honum liði svolítið eins og hann væri þunnur og var lengur að velja orð eftir alla vökuna. Meira »

Kúa-mynstur nýjasta tískan?

Í gær, 22:15 Samfélagsmiðlastjarnan Kylie Jenner spókaði sig á snekkju í glæsilegum sundbol með kúa-mynstri. Ætli kúa-mynstur verði í tísku í sumar? Meira »

Karl Lagerfeld fjarverandi í fyrsta skipti

Í gær, 19:00 Tilkynning kom frá tískuhúsinu eftir sýninguna um að listræni stjórnandinn hafi verið of þreyttur til að koma á sýninguna. Fyrir hans hönd mætti Virginie Viard, yfirmaður listrænnar deildar Chanel. Meira »

Guðrún Bergmann: Besta heilsuráð ársins

í gær „Þótt margir vilji temja sér heilsusamlegan lífsstíl, vita þeir oft ekki hvar á að byrja, né hvaða tískutrendi þeir eiga að fylgja þegar kemur að mataræði. Mörgum finnst erfiðara að ákveða hvað skal borða en að fylla út skattaskýrsluna. Næringarfræðin getur stundum verið flókið mál, en ef þú vilt einfalda hlutina og gera valið sérlega einfalt.“ Meira »

Ljótustu gallabuxurnar í dag?

í gær Fyrirsætan í umdeildum gallabuxum lítur út fyrir að hafa klætt sig í myrkri enda líta buxurnar út fyrir að vera á röngunni.   Meira »

Hví er símnotkun fyrir svefninn hættuleg?

í gær Læknirinn Rangan Chatterjee segir að símanotkun fyrir háttinn sé mjög hættuleg því tæki sem gefi frá sér bláa birtu tempri hormónið melatónín. Meira »

Hannes og Halla keyptu hús í Fossvogi

í gær Hannes Þór Halldórsson landsliðsmaður í fótbolta og Halla Jónsdóttir festu kaup á raðhúsi í Ljósalandi í Reykjavík.   Meira »

Pör sem eru líklegri til að skilja

í fyrradag Ákveðin vandamál hjálpa ekki þegar reyna fer á sambönd. Betra er að takast á við hlutina strax en að sópa þeim undir teppið. Meira »

Ofurparið selur sex herbergja útsýnisíbúð

í fyrradag Ofurparið Karitas María Lárusdóttir og Gylfi Einarsson hafa sett sína huggulegu 180 fm íbúð í Kópavogi á sölu.   Meira »

Getur fólk á ketó farið á þorrablót?

21.1. Er þorramatur hollur? Geta þeir sem eru á ketó gúffað í sig mat á þorrablótum? Gunnar Már Sigfússon, einkaþjálfari og höfundur bókarinnar Ketó hormónalausnin, segir að þeir sem eru á ketó geti fundið mat við sitt hæfi. Meira »

Íslensk fyrirsæta átti sviðið hjá Kenzo

21.1. Kristín Lilja Sigurðardóttir gekk tískupallinn fyrir franska tískuhúsið Kenzo ásamt ofurfyrirsætunni Winnie Harlow.   Meira »

Heimili Sölva er eins og leikvöllur

21.1. Sölvi Tryggvason á töluvert öðruvísi heimili en fólk almennt. Hann leggur mikið upp úr því að hann geti hreyft sig á heimilinu. Meira »

Hvað felst í norræna kúrnum?

21.1. Föstur, ketó, Miðjarðarhafsmataræðið, steinaldarmataræðið og hvað það nú heitir, listinn er endalaus. Norræna mataræðið komst í fréttir á síðasta ári og gott að kynna sér hvað felst í því nú þegar allir ætla að verða besta útgáfan af sjálfum sér. Meira »

Svona æfir frú Bieber

20.1. Hailey Baldwin sýndi hvernig hún æfir en það er víst ekki nóg fyrir fyrirsætur að vera háar og grannar þær þurfa líka að vera með vöðva. Meira »

Hvenær verður fólk fullorðið?

20.1. Fólk verður fullorðið 18 ára samkvæmt lögum en fæstum líður þó þannig, nema ef barn er í spilunum.   Meira »

Þunnar sokkabuxur aftur í móð

20.1. Ef marka má nýjustu herferð tískumerkisins Saint Laurent verða þunnar sokkabuxur í anda áttunda áratugarins vinsælar í sumar. Meira »

Er alltaf allt í drasli hjá þér?

20.1. Ertu búin/n að gefast upp á öllu draslinu og nærðu ekki utan um tiltektina? Ef svo er þá er þetta það sem vantar í líf þitt! Meira »

Mætir klukkan 04:30 í ræktina

20.1. Mel B ætlar að vera í góðu formi á tónleikum Kryddpíanna í sumar. Hún vaknar um miðja nótt til þess að mæta æfingu ef það er það sem þarf til. Meira »