Stjörnumerkin um kynlífsárið 2019

Er kominn tími til að prófa eitthvað nýtt árið 2019?
Er kominn tími til að prófa eitthvað nýtt árið 2019? mbl.is/Thinkstockphotos

Margir setja sér markmið á nýju ári enda áramót tilvalin til þess að breyta til, líka í kynlífinu. Ekki verða þó öll stjörnumerki á sömu blaðsíðunni á kynlífsárinu 2019 eins og stjörnuspekingurinn Donna Page greindi frá á vef Women's Health

Hrút­ur (21. mars til 19. apríl)

Hrútar eru sagðir taka áhættu á árinu og það á við í svefnherberginu. Það er líklegt að þeir muni prófa eitthvað á árinu sem þeir hafa hikað við áður. Stjörnuspekingurinn hvetur hrúta til að verða ákveðna með það sem þeir vilja prófa. Mælir hún með kynferðislegu nuddi fyrir hrúta. 

Naut (20. apríl til 20. maí)

Nautið ætti að gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn á árinu. Fantasían sem það hefur dreymt um lengi fær loksins athygli. Að opna sig um tilfinningar sínar mun hjálpa nautinu að njóta loksins kynlífsins sem það hefur beðið eftir. 

Tví­buri (21. maí til 20. júní)

Tvíburar vita hvað þeir vilja og eru þeir hvattir til að segja frá því. Þetta er árið til þess að leggja sig fram til að bæta bólupplifunina. Smá skipulag þarf þó til. 

Krabbi (21. júní til 22. júlí)

Kynlíf sem kröbbum fannst áður djarft gæti akkúrat verið það sem samband þeirra þarf á að halda. Þetta er árið sem mikill þroski fer fram í svefnherbergi krabba. 

Ljón (23. júlí til 22. ág­úst)

Þetta er árið sem ljón ættu að byrja að hafa gaman aftur í svefnherberginu. Hlátur og léttvægar umræður geta gert mikið fyrir kynlíf ljóna. 

Meyja (23. ág­úst til 22. sept­em­ber)

Meyjur eiga eftir að stunda mikið kynlíf árið 2019. Meyjur mega þó ekki gleyma allri rómantík. Það er mjög mikilvægt fyrir þær að þekkja sig vel og vita hvað þær vilja til þess að dýpka nándina og bæta kynlífið. 

Hvað segir stjörnumerkið um þig?
Hvað segir stjörnumerkið um þig? mbl.is/Thinkstockphotos

Vog­in (23. sept­em­ber til 22. októ­ber)

Í ár þarf vogin að vera til í að breyta til og þegar það gerist mun kynlíf vogarinnar verða betra en áður. Bara það að klæðast nýjum kynþokkafullum nærfötum getur gert heilmikið fyrir vogina. 

Sporðdreki (23. októ­ber til 21. nóv­em­ber)

Betri samskipti í rúminu skiptir öllu fyrir sporðdreka árið 2019. Stjörnuspekingurinn hvetur sporðdreka til að treysta maka sínum í ferlinu og að segja frá því þegar ekki er verið að mæta þörfum sporðdrekans. 

Bogmaður (22. nóv­em­ber til 21. des­em­ber)

Það er lykilatriði fyrir bogmanninn að deila tilfinningum sínum með maka sínum. Bogmaðurinn verður að vera hreinskilinn um líðan sína og má ekki vera hræddur við skuldbindingu eða festast í ákveðnum aðstæðum. Það er mikilvægt fyrir hann að huga vel að líkamanum og gefa honum nærandi fæðu. 

Stein­geit (22. des­em­ber til 19. janú­ar)

Steingeitin ætti ekki að taka hlutunum of alvarlega í svefnherberginu árið 2019. Bara það að segja makanum dónalegan brandara getur létt stemminguna. Mælt er með því að steingeitin horfi á Netflix og góða grínmynd. Þegar steingeitin er orðin rólegri verður kynlífið betra. 

Vatns­beri (20. janú­ar til 18. fe­brú­ar)

Gleði er nauðsynleg fyrir vatnsbera svo þeir njóti betra kynlífs árið 2019. Það er mikilvægt að vatnsberar segi frá þörfum sínum, jafnvel þótt þeir séu ekki vissir um hversu opnir makar þeirra séu fyrir nýjum hugmyndum. Þeir munu átta sig og ef ekki er kannski kominn tími til að finna nýjan rekkjunaut. 

Fisk­ur (19. fe­brú­ar til 20. mars)

Fiskar eru hvattir til að njóta sinnar innri og ytri fegurðar og leyfa sér að vera æðislegir. Að dekra svolítið við sig mun hjálpa fiskum að finna fyrir sjálfsöryggi í rúminu. Fiskar þurfa að passa upp á að gleyma ekki rómantíkinni og drífa sig með kynlífið. 

mbl.is