4 ástæður fyrir þurrki í svefnherberginu

Er vandamál í svefnherberginu?
Er vandamál í svefnherberginu? mbl.is/Getty Images

Ef ástarlotunum fækkar getur það haft áhrif á hversu hamingjusöm pör eru. Hjónabands- og fjölskylduráðgjafi Men's Health segir fjölmargar ástæður fyrir því að fólk er ekki að stunda jafnmikið kynlíf og það vildi. Það getur til að mynda haft þveröfug áhrif að leita nýrra leiða til þess að krydda kynlífið og gera það betra. 

Horfa á klám með makanum

Ráðgjafinn segir það algengt að fólk sem hefur verið lengi saman horfi saman á klám í von um að krydda kynlífið. Hann bendir þó á að það geti haft þveröfug áhrif. Klám er sagt geta hjálpað einhverjum pörum en hjá mörgum geta fjölmörg vandamál sprottið upp, ekki bara í svefnherberginu. Það er ekki bara erfitt að horfa á maka sinn æsast við að horfa á einhvern annan heldur hefur það sýnt sig að það hefur slæm áhrif á frammistöðu fólks í kynlífinu. 

Skjáfíkn

Snjallsímar, spjaldtölvur og meira að segja sjónvörp geta haft neikvæð áhrif á kynlífið. Það er orðið erfiðara fyrir fólk að leggja frá sér símana þegar það reynir að vera náið maka sínum. Sumir geta ekki lagt símann frá sér í forleiknum og kíkja á símann um leið og leik lýkur. Fólk flýtir sér að ljúka kynlífi af til þess að snúa sér aftur að skjánum, hvort sem það var að horfa á eitthvað eða hreinlega bara á samfélagsmiðlum. Þessi aftenging hefur áhrif á kynlíf og rómantíkina í samböndum. Gott ráð er að banna snjalltæki í svefnherberginu. 

Að skipta um hlutverk

Ráðgjafinn bendir á að fólk hafi tilhneigingu til að vera í ákveðnum hlutverkum í sambandinu og kynlífinu, annar ræður og för og hinn fylgir. Það hljómar eins og góð hugmynd að skipta um hlutverk til þess að krydda hversdagslegt kynlífið en ráðgjafinn segir það geti haft neikvæð áhrif. Bendir hann á að þetta gæti skapað verra vandamál í svefnherberginu þar sem annar aðilnn gæti til dæmis fundið fyrir óöryggi í kynlífinu. 

Lélegt sjálfstraust

Ástæður lélegs sjálfstrausts geta verið fjölmargar. Það er ekki bara vandamál í sambandinu sem hafa áhrif heldur getur lélegt sjálfstraust vegna útlits, peninga eða vinnu haft áhrif á kynlífið. Fólk verður að minna sig á að það er ástæða fyrir því að makinn er með manni. 

Það hefur oftast ekki jákvæð áhrif á sambandið að horfa …
Það hefur oftast ekki jákvæð áhrif á sambandið að horfa á klám, þó að það sé með makanum. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is