Svona ætti ekki að bjóða í brúðkaup

Fólk er misjafnt og það sama má segja um brúðkaup …
Fólk er misjafnt og það sama má segja um brúðkaup og brúðkaupskort. Getty images

Nú þegar nýtt ár er gengið í garð eru líklegar einhverjir byrjaðir að plana sumarbrúðkaupin. Þeir skipulögðustu eru líklega búnir að biðja fólk um að taka daginn frá. Það ætti þó enginn að fá boðskort eins og verðandi hjón sendu boðsgestum sínum nýlega eins og Mirror greindi frá. 

Brúðkaupið er ekki fyrr en í lok árs en fer fram í Asíu. Mikils er krafist af gestum og listinn ansi langur sem fólk þarf að fara í gegnum áður en það merkir við hvort það ætli sér að mæta. 

Boðsgestum er meðal annars sagt að þeir þurfi að taka sér að minnsta kosti tveggja vikna frí jafnvel þó svo hátíðarhöldin taki bara tvo til þrjá daga. Vegna þess hversu langt flugið er og fríið sem fólk þarf að fara í þá benda hjónin verðandi á að ferðalagið muni kosta fjögur til fimm þúsund Bandaríkjadali eða um hálfa milljón íslenskra króna. 

„Svo ef þú vilt mæta byrjaðu að spara núna!“ stendur á umdeildu kortinu en það hljómar ekki vel. Líklega ætti ekkert kort í brúðkaup að líta út eins og þetta þótt fyrirvarinn sé góður. 

Hér má sjá listann sem fólk þurfti að íhuga áður …
Hér má sjá listann sem fólk þurfti að íhuga áður en það ákvað hvort það myndi mæta í brúðkaupið eða ekki. ljósmynd/Facebook
mbl.is