Langar í kærasta og upplifir höfnun

Þegar við vitum hvers virði við erum sjálf, þá er ...
Þegar við vitum hvers virði við erum sjálf, þá er það eins og náttúruleg vörn fyrir aðila sem eru óöruggir og hafna öðrum. Þeim dettur ekki í hug að deila lyftu með okkur, hvað þá rúmi. Ljósmynd/Thinkstockphotos

El­ín­rós Lín­dal, ein­stak­lings- og fjöl­skylduráðgjafi, svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér spyr kona hvað hún eigi að gera. Hana langar í maka en veit ekki hvernig hún á að bera sig að því.

Hæ Elínrós,

Ég og fyrrverandi maðurinn minn skildum fyrir sjö árum. Ég vildi skilja og langaði bara til að vera á lausu og geta gert allt sem mig lysti. Ég sá líf einhleypra í hyllingum. Svo komst ég að því að það er ekkert sérstaklega gaman að vera á lausu og ég upplifði mikla höfnun af hálfu karla. Í nokkur skipti gerðist í raun nákvæmlega sama. Ég hitti mann á djamminu, fórum heim saman og kannski vöknuðum saman og svo heyrði ég ekkert í honum. Þá fór ég að vera óörugg og fór að hafa samband sem ég veit að er mjög „desperate“. Það skilaði engum árangri.

 Svona gerðist aftur og aftur. Í dag hef ég lesið fullt af sjálfshjálparbókum og reynt að átta mig á því að það gerist lítið ef ég geri eitthvað í málunum. Og ég held að ég sé að senda frá mér skilaboð um að ég „despó“. 

Sem er alveg glatað því mig langar að eignast kærasta. Og eftir öll þessi ár sem skilin er ég að átta mig betur og betur á því að fyrrverandi maðurinn minn var ekki svo ómögulegur. Og mögulega hefðum við getað fundið út úr okkar málum ef við hefðum farið í hjónabandsráðgjöf. Það þýðir ekki að reyna að fá hann til baka því hann er kominn með maka og virðist bara vera mjög hamingjusamur. 

Hvað á ég að gera til að ná mér í maka?

Kveðja, S

El­ín­rós Lín­dal, ein­stak­lings og fjöl­skylduráðgjafi, er með grunn­próf í sál­fræði ...
El­ín­rós Lín­dal, ein­stak­lings og fjöl­skylduráðgjafi, er með grunn­próf í sál­fræði og fjöl­miðla­fræði og MBA frá Há­skól­an­um í Reykja­vík. Hún sér­hæf­ir sig í fíkni­ráðgjöf og meðvirkni. mbl.is/Eggert

Hæ kæra S.

Takk fyrir að senda á mig bréf. 

Ég myndi ráðleggja þér að hefja vinnu með góðum ráðgjafa. Ef þú kæmir til mín myndi ég fá þig til að útskýra tengsl þín við foreldra þína. Ég myndi vilja vita hver verkefnin þín í lífinu eru og skoða með þér hvað liggur að baki.

Það sem ég sé í spurningunni þinni er að þú ert á hárréttum stað til að hefja þessa vinnu. Ekki dæma þig fyrir staðinn sem þú ert á. Þú hefur örugglega verið að gera þitt allra besta alltaf, en þegar við erum á þessum stað þá löðum við til okkar menn sem við teljum að við eigum skilið.

Í augnablikinu virðist þú laða til þín menn sem hafna þér. Ekki dæma þig þegar þú lest þetta, en einhversstaðar talar höfnun til þín. 

Hver hafnaði þér þegar þú varst barn?

Þessi vinna sem þú ert að fara í er skemmtileg vegferð sem maður fer ekki í einn. Hlutirnir verða betri með tímanum en maður þarf að taka þetta föstum tökum.

Að sama skapi, velti ég fyrir mér, af hverju viltu svona mikla nánd strax? Kynlíf er mjög mikið spari að mínu mati og ef maður gefur einhverjum öðrum mikla nánd við sig, þá er mikilvægt að vita að manneskjan sé góður einstaklingur sem virðir okkur jafn mikið og við gerum sjálf. 

Þráhyggjur sem maður hefur tengt fortíðinni kemur manni ekki á góðan stað. Hugsaðu fallega til fyrrverandi maka þíns og óskaðu honum alls hins besta.

En hver vilt þú vera? Hvernig sérðu fyrir þér framtíðina þína án allra hindrana? Hvað getur þú gert á hverjum degi til að verða þessi frábæra manneskja sem býr inn í þér?

Vonandi hreyfir þetta bréf við þér og þú kemur af stað.

Ég get lofað þér að þegar þú stendur í ljósinu og traustinu og finnst þú eiga allt það besta skilið. Kemur frábær maður á sama stað og þú. Þið munuð án efa taka ykkur góðan tíma. Halda áfram að lifa ykkar góða lífi en hugleiða samband sem byggir á trausti, virðingu og heiðarleika. 

Gangi þér vel, Elínrós Líndal.

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent El­ín­rós póst HÉR

mbl.is

Lilja og Baltasar - skilin að borði og sæng

16:13 Lilja Sigurlína Pálmadóttir og Baltasar Kormákur eru skilin að borði og sæng. Hjónin hafa verið áberandi í samfélaginu síðan þau hnutu hvort um annað fyrir um 20 árum. Meira »

Andlegt ofbeldi? Ég hef sögu að segja...

14:13 „Aldrei fengið kvartanir né lent í neinu á öllum þessum vinnustöðum eins og ég upplifði hjá Fjármálaeftirlitinu. Þó oft hafi gengið mikið á. Segir það ekki eitthvað?“ Meira »

Katrín Olga geislaði í gulri dragt

11:13 Katrín Olga Jóhannesdóttir formaður Viðskiptaráðs var eins og vorboðinn ljúfi í gulri dragt þegar Viðskiparáð hélt Viðskiptaþing á dögunum. Meira »

Hámarkaðu vinnuna með hvíld frá vinnu

10:15 Er svo mikið að gera í vinnunni að þér líður eins og þú hafi ekki tíma til að taka kaffi eða slaka á í hádegismatnum? Það kann að vera að þessi hugsun borgi sig ekki. Meira »

Svona býr Höskuldur bankastjóri Arion

05:00 Höskuldur H. Ólafsson bankastjóri Arion banka býr við Skildinganes í Reykjavík. Fasteignamat hússins er 105.650.000 kr.  Meira »

Kynlífið er alltaf eins

Í gær, 22:00 „Við stunduðum gott kynlíf þangað til fyrir nokkrum mánuðum þegar mér fannst við vera gera það sama aftur og aftur.“  Meira »

Þórdís Kolbrún skar sig úr í teinóttu

Í gær, 19:00 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, mætti í teinóttri dragt á Viðskiptaþing sem haldið var á dögunum. Meira »

Frönsk fegurð undir áhrifum New York

í gær „Það er draumi líkast að við fáum að hanna snyrtivörulínu í samstarfi við svo þekkt lúxusmerki í snyrtiheiminum,” segja Jack McCollough og Lazaro Hernandez en þeir eru stofnendur og aðalhönnuðir bandaríska tískuhússins Proenza Schouler. Meira »

Ekki gera þessi mistök í hjónaberberginu

í gær Gunna Stella útskýrir hvers vegna okkur líður oftar en ekki betur á hótelum en hér eru nokkrar ástæður.   Meira »

Ragnheiður selur 127 milljóna hús

í gær Ragnheiður Arngrímsdóttir flugmaður og ljósmyndari hefur sett sitt fallega hús í Tjarnarbrekku á sölu.   Meira »

Sjö merki um að hann elski þig

í gær Er hann ekki búinn að segja þér að þú sért sú eina sanna? Það þarf þó ekki að þýða að hann elski þig ekki.   Meira »

Ertu bara „rebound“?

í fyrradag Er elskhugi þinn bara að nota þig til þess að komast yfir fyrrverandi maka? Vill hann halda sambandinu hversdagslegu og talar í sífellu um fyrrverandi maka? Meira »

Íslenska undrabarnið frá Google mætti

í fyrradag Íslenski ofurhuginn Guðmundur Hafsteinsson sem starfar hjá Google mætti í Iðnó á dögunum. Með honum á myndinni er Þórður Magnússon hjá Eyri Invest. Meira »

Dreymir þig um Vipp-eldhúsinnréttingu?

19.2. Danska fyrirtækið Vipp er þekkt fyrir ruslafötur sínar, sápuhaldara og klósetthreinsa. Nú er fyrirtækið komið með eldhúsinnréttingalínu sem hægt er að leika sér endalaust með. Meira »

Þetta bjargar málunum við mígreni

19.2. „Í stað þess að grípa til verkjalyfja er því hægt að taka reglulega inn Ginkgo Biloba, sem unnið er úr laufum musteristrésins. Ginkgo Biloba eða musteristrén eru meðal elstu trjátegunda í heimi og elsta tré sem vitað er um í Kína er talið vera allt að 2.500 ára gamalt.“ Meira »

Notkun þunglyndislyfja 30% meiri hér

19.2. Íslendingar nota 30% meira af þunglyndislyfjum en næsta Norðurlandaþjóð. Þetta kemur fram í þættinum Lifum lengur.  Meira »

Karl Lagerfeld látinn

19.2. Fatahönnuðurinn Karl Lagerfeld er látinn 85 ára gamall. Franskir fjölmiðlar greindu frá því í dag að Þjóðverjinn hefði látist í París. Meira »

8 farðar sem hafa yngjandi áhrif

19.2. Svokallaðir ofurfarðar eru frábærir til að spara tíma og stuðla að fallegri húð en þeir búa yfir virkum innihaldsefnum sem bæta ástand húðarinnar til skemmri og lengri tíma. Hér eru átta farðar sem flokka má sem ofurfarða. Meira »

Svona býr Linda Baldvinsdóttir

19.2. Linda Baldvinsdóttir markþjálfi flutti í Bryggjuhverfið síðasta sumar og hefur komið sér vel fyrir. Hún málaði allt í sínum litum og elskar að hafa það huggulegt. Meira »

Sátt við sjálfa sig án fyllinga

18.2. Courtney Cox átti mjög erfitt með að sætta sig við að eldast og lét eiga við andlit sitt þannig að hún hætti að þekkja sjálfa sig í spegli. Meira »

Daníel Ágúst mætti með hlébarðaklút

18.2. Myndlistakonan Ásdís Spanó opnaði um helgina einkasýninguna Triangular Matrix. Sýningin verður í Grafíksalnum og er opin frá 16. febrúar til 3. mars 2019. Meira »