Samtalsmeðferð er ekki skyndilausn

Theodór Francis Birgisson.
Theodór Francis Birgisson.

„Læknar tíminn öll sár? Þessari spurningu er í raun auðsvarað og verður það gert í þessum pistli. Það er athyglivert hversu mörg íslensk orðatiltæki og málshættir eru efnislega rangir þó að meining þeirra sé góð. Til dæmis þessi „Sjaldan fellur epli langt frá eikinni“. Sjáið þið hvað er rangt við þetta máltæki? Jú einmitt – epla vaxa ekki á eikartrjám!  Nú er ég alls ekki vel að mér í garðrækt og ef til vill er það algengt að eplatrjám sé plantað við hliðina á eikum en mér finnst það ekki endilega líklegt. Það er vel meint að segja að tíminn lækni öll sár en það er víðsfjarri sannleikanum. Að sjálfsögðu lærir fólk að lifa með sársaukanum og að takast á við hann en tíminn læknar hann alls ekki,“ segir Theódór Francis Birgisson klinískur félagsráðgjafi hjá Lausninni í sínum nýjasta pistli: 

Fjölmargar rannsóknir hafa verið gerðar á því hversu mikil áhrif ýmiskonar áföll í æsku hafa á manninn. Sumum finnst langt gengið að kenna æskunni um allt og gera jafnvel grín með því að tengja það við einhverskonar „bull frá Sigmund Freud“ og tala um að hann hafi nú ekki verið alveg í lagi. Og það var hann örugglega ekki frekar en ég og þú. Freud naut hins vegar leiðsagnar mjög mikilsvirta prófessora en hann menntaði sig bæði í heimalandi sínu, Austurríki, og Frakklandi. Uppgötvanir Freuds hafa skipt sköpum í  meðferð einstaklinga og þrátt fyrir að hann hafi sett fram mjög gagnrýndar  kenningar um kynlanganir ungra manna er Sigmund Freud í heimi sannreyndra vísinda  viðurkenndur sem faðir sálgreiningar og sálmeðferðarfræða.

Í dag er frekar vinsælt að ræða um áföll og það spretta upp áfallamiðstöðvar um allar koppagrundir. Við erum samt ekki að finna upp hjólið, öll vinna með áföll á rætur sínar í kenningar Freuds. Fyrirtækið sem ég fæ að vinna hjá og ber faglega ábyrgð á,  hefur á að skipa frábærum þerapistum sem sumir hverjir hafa sérhæft sig (lært af þeim sem best til þekkja í dag) í úrvinnslu áfalla og eru að gera ótrúlega góða hluti með sínum skjólstæðingum. Sjálfur hef ég ekki sérhæft mig í slíkri vinnu en öll samtalsmeðferð (sem ég hef sérhæft mig til langs tíma) snýst í raun um úrvinnslu ólíkra áfalla sem einstaklingur verður fyrir. 

Ég er að sjálfsögðu fullkomlega fylgjandi og þakklátur fyrir lyflækningar og tel að á því sviði hafi vísindin náð gríðarlega langt. Það er samt ófrávíkjanleg staðreynd að mikill fjöldi einstaklinga deyr vegna hliðarverkunnar lyfja á hverju ári. Það er hins vegar ekki skjalfest hversu margir deyja vegna hliðarverkunnar af samtalsmeðferð sem fer illa. Ég er ekki svo einfaldur að ég telji að það séu ekki einhverjir sem fá ranga tilsögn og afleiðing af því geti verið alvarleg og jafnvel lífshættuleg. Þar kenni ég hins vegar að stóru leiti um þeim fjölmörgu sem telja að eftir nokkurra vikna námskeið (jafnvel bara helgarnámskeiðs) séu þeir færir til að veita samtalsmeðferð. Því miður er samtalsmeðferð ekki lögvernduð starfsgrein og því getur hvaða einstaklingur sem er hafið slíka starfsemi algerlega óháð faglegum bakgrunni. Til eru þeir sem gera það og skreyta sig með alls konar skammstöfunum og byrja síðan að vinna með viðkvæmar sálir.

Slíkt ætti að banna. Það ætti engin að koma nálægt slíku nema hafa fengið bæði viðkennda bóklega og verklega þjálfun. Einn af færustu sálfræðingum okkar tíma er Kanadamaðurinn dr. Les Greenberg. Hann segir að það taki að lágmarki sex ára stanslausa vinnu að búa til fagaðila og í raun verður enginn fullnuma í þessum fræðum. Þar gildir að því meira sem maður lærir því meira gerir maður sér grein fyrir smæð sinni.

Rannsóknir sýna að samtalsmeðferð er sú aðferð sem best hefur nýst fagaðilum til að hjálpa einstaklingum að vinna úr ýmis konar áföllum, hvort heldur sem er í parsamböndum sínum, æsku eða í raun og veru hvar sem er á lífsleið viðkomandi. Samtalsmeðferð er hins vegar ekki skyndilausn og snýst ekki um 1-2 viðtöl.

Fræðilega er greint á milli ráðgjafar og samtalsmeðferðar með þeim hætti að 1-4 viðtöl flokkast sem ráðgjöf en samtöl til lengri tíma flokkast sem meðferð. Í samtalsmeðferð er tekið á málunum á þeim hraða sem hverjum einstaklingi hentar. Það er ekki verið að reyna að klára neitt í einum grænum eða fara dýpra en einstaklingurinn þolir. Samtalsmeðferð er eins og laukur, það þarf að taka hvert lag fyrir sig til að komast að kjarnanum. Stundum eru lögin sem þarf að fara í gegnum mörg og ferlið er sársaukafullt á meðan önnur mál leysast frekar einfaldlega. Það getur farið eftir aldri sársins eða dýpt sársaukans hversu langan tíma það tekur að lækna sárið. Þar vinnur tíminn með okkur en tíminn einn leysir ekki vandann og læknar ekki sárinn.

Djúpur sársauki er eitthvað sem ég óska ekki nokkrum manni. Þvert á móti. Það væri svo indælt að þurfa ekki að takast á við margt af því sem lífið býður okkur uppá. Sjálfur á ég sögu af djúpum og alvarlegum sárum sem ég hélt á tímabilum að ég myndi aldrei ná mér af. Ég hef hins vegar notið þeirra forréttinda að fá að sitja hjá þaulreyndum meðferðaraðilum sem hafa hjálpað mér að lækna sjálfan mig. Og eftir situr það sem við köllum þroska. Við eigum einmitt máltæki um þroskann og aldurinn sem hljómar svona „við þroskumst með aldrinum“. Þetta er að mínu mati alls ekki rétt. Við eldumst með aldrinum, en við þroskumst við áreynslu. Við þroskumst við að takast á við sársaukann og lækna okkur. Án sársaukans sem ég hef farið í gegnum hefði ég aldrei orðið sá sem ég er í dag.

Ég veit að hátt hlutfall þeirra sem lesa þessar línur glíma við sársauka á einhverju stigi. Tíminn mun ekki lækna þann sársauka, en samtalsmeðferð er afar líkleg til að hjálpa þér að lækna þig. Leyfðu vel menntuðum og reyndum fagaðila að hjálpa þér með það.

mbl.is

Lilja og Baltasar - skilin að borði og sæng

16:13 Lilja Sigurlína Pálmadóttir og Baltasar Kormákur eru skilin að borði og sæng. Hjónin hafa verið áberandi í samfélaginu síðan þau hnutu hvort um annað fyrir um 20 árum. Meira »

Andlegt ofbeldi? Ég hef sögu að segja...

14:13 „Aldrei fengið kvartanir né lent í neinu á öllum þessum vinnustöðum eins og ég upplifði hjá Fjármálaeftirlitinu. Þó oft hafi gengið mikið á. Segir það ekki eitthvað?“ Meira »

Katrín Olga geislaði í gulri dragt

11:13 Katrín Olga Jóhannesdóttir formaður Viðskiptaráðs var eins og vorboðinn ljúfi í gulri dragt þegar Viðskiparáð hélt Viðskiptaþing á dögunum. Meira »

Hámarkaðu vinnuna með hvíld frá vinnu

10:15 Er svo mikið að gera í vinnunni að þér líður eins og þú hafi ekki tíma til að taka kaffi eða slaka á í hádegismatnum? Það kann að vera að þessi hugsun borgi sig ekki. Meira »

Svona býr Höskuldur bankastjóri Arion

05:00 Höskuldur H. Ólafsson bankastjóri Arion banka býr við Skildinganes í Reykjavík. Fasteignamat hússins er 105.650.000 kr.  Meira »

Kynlífið er alltaf eins

Í gær, 22:00 „Við stunduðum gott kynlíf þangað til fyrir nokkrum mánuðum þegar mér fannst við vera gera það sama aftur og aftur.“  Meira »

Þórdís Kolbrún skar sig úr í teinóttu

Í gær, 19:00 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, mætti í teinóttri dragt á Viðskiptaþing sem haldið var á dögunum. Meira »

Frönsk fegurð undir áhrifum New York

í gær „Það er draumi líkast að við fáum að hanna snyrtivörulínu í samstarfi við svo þekkt lúxusmerki í snyrtiheiminum,” segja Jack McCollough og Lazaro Hernandez en þeir eru stofnendur og aðalhönnuðir bandaríska tískuhússins Proenza Schouler. Meira »

Ekki gera þessi mistök í hjónaberberginu

í gær Gunna Stella útskýrir hvers vegna okkur líður oftar en ekki betur á hótelum en hér eru nokkrar ástæður.   Meira »

Ragnheiður selur 127 milljóna hús

í gær Ragnheiður Arngrímsdóttir flugmaður og ljósmyndari hefur sett sitt fallega hús í Tjarnarbrekku á sölu.   Meira »

Sjö merki um að hann elski þig

í gær Er hann ekki búinn að segja þér að þú sért sú eina sanna? Það þarf þó ekki að þýða að hann elski þig ekki.   Meira »

Ertu bara „rebound“?

í fyrradag Er elskhugi þinn bara að nota þig til þess að komast yfir fyrrverandi maka? Vill hann halda sambandinu hversdagslegu og talar í sífellu um fyrrverandi maka? Meira »

Íslenska undrabarnið frá Google mætti

í fyrradag Íslenski ofurhuginn Guðmundur Hafsteinsson sem starfar hjá Google mætti í Iðnó á dögunum. Með honum á myndinni er Þórður Magnússon hjá Eyri Invest. Meira »

Dreymir þig um Vipp-eldhúsinnréttingu?

19.2. Danska fyrirtækið Vipp er þekkt fyrir ruslafötur sínar, sápuhaldara og klósetthreinsa. Nú er fyrirtækið komið með eldhúsinnréttingalínu sem hægt er að leika sér endalaust með. Meira »

Þetta bjargar málunum við mígreni

19.2. „Í stað þess að grípa til verkjalyfja er því hægt að taka reglulega inn Ginkgo Biloba, sem unnið er úr laufum musteristrésins. Ginkgo Biloba eða musteristrén eru meðal elstu trjátegunda í heimi og elsta tré sem vitað er um í Kína er talið vera allt að 2.500 ára gamalt.“ Meira »

Notkun þunglyndislyfja 30% meiri hér

19.2. Íslendingar nota 30% meira af þunglyndislyfjum en næsta Norðurlandaþjóð. Þetta kemur fram í þættinum Lifum lengur.  Meira »

Karl Lagerfeld látinn

19.2. Fatahönnuðurinn Karl Lagerfeld er látinn 85 ára gamall. Franskir fjölmiðlar greindu frá því í dag að Þjóðverjinn hefði látist í París. Meira »

8 farðar sem hafa yngjandi áhrif

19.2. Svokallaðir ofurfarðar eru frábærir til að spara tíma og stuðla að fallegri húð en þeir búa yfir virkum innihaldsefnum sem bæta ástand húðarinnar til skemmri og lengri tíma. Hér eru átta farðar sem flokka má sem ofurfarða. Meira »

Svona býr Linda Baldvinsdóttir

19.2. Linda Baldvinsdóttir markþjálfi flutti í Bryggjuhverfið síðasta sumar og hefur komið sér vel fyrir. Hún málaði allt í sínum litum og elskar að hafa það huggulegt. Meira »

Sátt við sjálfa sig án fyllinga

18.2. Courtney Cox átti mjög erfitt með að sætta sig við að eldast og lét eiga við andlit sitt þannig að hún hætti að þekkja sjálfa sig í spegli. Meira »

Daníel Ágúst mætti með hlébarðaklút

18.2. Myndlistakonan Ásdís Spanó opnaði um helgina einkasýninguna Triangular Matrix. Sýningin verður í Grafíksalnum og er opin frá 16. febrúar til 3. mars 2019. Meira »